Morgunblaðið - 11.03.1973, Side 5

Morgunblaðið - 11.03.1973, Side 5
MOIIGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. MARZ 1973- 5 ÞORKELL SIGURBJÖRNSSON SKRIFAR UM PINA CARMIRELLI ÞAU Pina Carmirelli fiðlule'k- kona og Árni Kristjánsson buðu upp á eftirmkinilega kvöldstund hjá Tónlistarfélaginu í Austur- bæjarbíói á miðvikudagskvöld. Þetta var skapmikill fiðlule'kur, velhljómandi og viðburðaríkur. Chaconnen í g-moll eftir Vitadi innleiddi efnisskrána gædd tll- þrifamiklum andstæðum en á eft ir fylgdu G-dúr Sónata Brahms og c-moll Sónata Beethovens með kærkomnu innskoti, einleiks- verki eftir Goffredo Petrassi. Þessi tónsmið í þremur stuttum þáttum kaliast „Elogio per un ’omfera", fínleg músík og kröfu- hörð um hárfín leikbrögð, oft sem hvískur eða daufar skugga myndir í tónum. Þvi miður þurfti leiksnilldin þarna að keppa við óvenjumíkinn kverkaskít áheyr- endanna, þriðj 1 þátturinn var nær kæfður af kröftuglegum ræskingum út um allan sai. Sónöturnar tvær eru báðar marg velkomnir kunningjar á- heyrenda Tónlistarfélagsins, enda fékk listafólkið að skila tón um þeirra nær ótrufluðum áleið is um salinn. Brahms Sónatan naut heilsteyptari meðferðar í öllum þáttunum en Beethoven Sónatan. Þar leysti fiðlule kar- inn úr læðingi alla þá gnægð lita dýrðar haustsins, (sem einkenn ir svo mörg ágætustu verka Brahms), en aldrei óhófslega þar eð viðvörunum höfundarins „non troppo“ eða „molto moderato“ var dyggilega hlýtt. Hefði verið verulegur fengur að heyra Pinu Carmirelli leika allar þrjár Brahms-sónöturnar með einstaka c-moll scherzóinu í kaupbæti á einum konsert! (Hæga þáttinn úr d-moll Sónötunni fengu menn sem aukalag). Meðleikur Árna Kristjánsson- ar var í alla staði unninn af fyllsta listfengi, lipurð og tillit- semi, og þegar þess þurfti, sté hann öruggur fram, leiðandi sín- ar mörgu raddir. Það er verulegt tilhlökkunar: efni að heyra Pinu Carmirelli aft ur á næstunni í Fiðlukonsert Alb ans Bergs — frumflutn'ngi hans á Islandi. Sinfóníu- tónleikar FIÐLUKONSERT Albans Berg heyrðist i fyrsta siran hérlendis á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar- innar í fyrrakvöld. Einleikari var Pina Carmirelli, en stjórnandi Karsten Andersen. Fyrr í vik- unni hafði þessi ágæta fiðluleik kona sýnt, hvers vænta mátti i skapmiklum og tjáningarríkum ieik, hins vegar kenndi efasemda um það, hvort hljómsveitin yrði vandanum vaxin í flutningi þessa erfiða verks. Þær efasemd- ir hurfu samt ein af annarri, þeg ar hljómsveitin fetaði sig varlega en markvisst eftir litríkum inn- ganginum, andante þættinum. — Hún lét vel að sveigjanlegri stjórn Karsten Andersen — og vissulega er krafizt sveigjanleika i þessu sérkennilega „portretti" af engli, þar sem skipast á sak- leysislegar danshreyfingar vals- ins, hörkuleg tjáning grimmra örlaga og loks leit huggunar i óvenjulegum tónum og hljóm- setningu sálmalags Bachs, „Nú er nóg, herra“. Pina Carmirelli uppfyllti strangar kröfur höfund arins aðdáanlega, bogi hennar kallaði fram á víxl léttleika og hörku, grimmd og ástúð. Tónleikarnir hófust með mikl- um gflæsibrag, þegar hljómsveit in þaut yfir Parísarkarneval Jo hans Svendsen og þeim lauk með fjórðu sinfóníu Brahms, háleit um sorgaróð, fluttum af tilfinn- ingahita og miklum tæknilegum yfirburðum. FYRIRHUGAÐ er að Pólýfón- kórinn haldi utan dagana 6.— 16. júní n.k. I því tilefni verð- ur efnt til fjársöfnunar í Glæsi- bæ n.k. sunnudag. Verður mönn um boðið upp á skemmtilega dagskrá, Pólýfónkórinn mun flytja lög, og einnig mun flokk- ur þjóðdansara sýna fáein spor. Áætlaður kostnaður fararinnar er um 3 milljónir króna. Mun kórinn væntanlega syngja í Jakobskirkju í Stokkhólmi, einn ig er fyrirhugað að haldnir verði tvennir tónleikar í Kaup- mannahöfn. Verkin eru bæði eftir inn- lenda og erlenda höfunda. Verð ur meðal annars flutt nýtt verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson, Sinfónían er samt ekki ein- göngu sorgleg — Brahm.s haifði næmajri dramatísika tilfinningu ein svo — á stöiku stað brjótast fn'am sitórgerð gilieðilæti. Það var einmitt í schierzó-þættiinium, sem rnaðuir saikraaði ómótstæðilegu g’.ieðinnar, enda riðlaðist festa hljóðfallsins þai.- lítiltega. í 31 til- brigði og coda lokaþáttai'ins reisti stjórraainidiin’n airiidstœðurikt tónamamiwirkiö svo hreif. Það er mikið gleðiefni, að heyrzt hefur ávæningur af því, að Karsten Andersen muni koma hingað næsta ár sem aðalstjórn andi. Hann hefur þegar sýnt að binda má beztu vonir við þá ráð stöfun. auk þess verk eftir Gunnar Reyni Sveiinsson. Af ertemdu efmi má nefna verkin Stabat Mater eftir Pendereczky og Stabat Mat er eftir Palestrína. Kórinn hefur æft söngskrá fyrir tvær L.P. plöt ur og er ætlunin að hljóðritun verði gerð í förinni. Þegar hef- ur verið ráðinn einn fremsti upptökumaður í Svíþjóð. Þó er ekki búið að taka ákvörðun um, hvort ein eða tvær plötur verða gefnar út. Hópurinn mun dvelja á stúdentagörðum þessa 10 daga. Óvíst er hvort hann heim- sækir fleiri Norðurlönd i för- inni vegna mikilla anna. Æfing- ar hafa verið strangar að und- anförnu vegna fyrirhugaðrar utanfarar og plötuupptöku. Tækniíræðingoiélag íslnnds Árshátíð verður haldin 16. marz í Félagsheimili Sel- tjarnarness. Húsið opnað kl. 19.00. Borðhald, skemmtiatriði. Miðapantanir í síma 36000. — Hittumst heilir. Skemmtinefndin. Unglingavaka í tilefni æskulýðsdagsins 1973 gengst Æskulýðsstarf þjóðkirkjunnar fyrir fjöl- breyttri og vandaðri UNLINGAVÖKU í DÖMKIRKJUNNI í kvöld, sunnudags- kvöld, og hefst hún kl. 22. Efni meðal annars: □ Þrefallt tríó. □ Sr. Karl Sigurbjörnsson. □ Guðmundur og Ingi Bogi. □ Huggarinn (nýtt leikrit). □ Kór Menntaskólans við Tjörnina. □ Fjöldasöngur. □ Auk þess margir einstaklingar. í FYRRA FENGU EKKI NÆRRI ALLIR SÆTI. í ár er vakan enn betri! MUNIÐ DÖMKIRKJUNA KL: 22 í KVÖLD. Æskulýðsdagsnefnd. Polýfónkórinn: Sungið inn á 2 plötur í Norðurlandaferð r~’- > HIJÓMPLÖTUR KASSETTUR n .V 4 jódftrrahus Reykjauihur laugaoegi 96 simi< I 36 56 r>v SENDIÐ ÓSKAUSTA ' J' Skrifstofuhúsnæði ósknst Félag íslenzka prentiðnaðarins óskar eftir að kaupa nýlegt hús eða hæð, 180—200 ferm., fyrir skrifstofu og fundarsal. Upplýsingar eru veittar á skrifstofu F.I.P., Mjó- stræti 6, sími 2 45 37. X og Z eru hjón en Efnalaug Vesturbæjar og Þvottahúsið Fönn eru það ekki, en hafa tekið upp nána samvinnu. Efnalaug Vesturbæjar tekur á móti öllum þvotti fyrir Fönn í afgreiðslum sínum að Vesturgötu 53 og Arnarbakka 2 (gegnt lyfjabúð). Efnalaug Vesturbæjar, Fannhvítt frá FÖNN, Vesturgötu 53, s. 18353, La„gholtsvegi 113, Arnarbakka 2, s. 860T0. _ R2220 _R2221 Skiptafundur í þrotabúi Óia Kr. Sigurðssonar (Verzl. Tinna, Hafn- arfirði), verður haldinn í dómsal embættisins að Strandgötu 31, Hafnarfirði, mánudaginn 19. marz klukkan 14. Frumvarp að úthlutunargerð verður lagt fram á fund- inum. Vanti einhvern á skiptafund eða náist ekki fullt samþykki við frumvarpið, mun það liggja frammi í skrifstofu minni til athugunar í tvær vikur eftir fund- inn. Að þe!m tíma liðnum verður búinu skipt sam- kvæmt frumvarpinu, ef athugasemdir koma ekki fram. Skiptaráðandinn í Hafnarfirði, 9. marz 1973. Sigurður Hailur Stefánsson e. u. Iramkvænidastjóri Stjórn Félags íslenzkra bifreiðaeigenda, óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra fyrir félagið. Upplýsingar um starfið veita stjórnarmenn, eða Magnús H. Valdimarsson, í skrifstofu félagsins, Ár- múla 27. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist formanni Félags íslenzkra bifreiðaeig- enda, Kjartani J. Jóhannssyni, í skrifstofu félagsins fyrir 31. marz næstkomandi. Stjórn Félags islenzkra bifreiðaeigenda. <

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.