Morgunblaðið - 11.03.1973, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 11.03.1973, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. MARZ 1973 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsineastjóri Ritstjóri og afgreiðsla Auglýsingar Áskriftargjald 300,00 kr. hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Biörn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, simi 10-100. Aðalstræti 6, sími 22-4-80. á mánuði innanlands. lausasölu 18,00 kr. eintakið. í tökin milli ríkisstjómar- innar og verkalýðshreyf- ingarinnar fara harðnandi með degi hverjum. Frásögn Björns Jónssonar, forseta ASÍ, af 8 tilraunum stjórnar- innar til að breyta eða skerða gildandi kjarasamninga hefur vakið almenna athygli, sömu- leiðis einróma áskorun mið- stjórnar ASÍ á Alþingi að fella frumvarp ríkisstjórnar- innar um vísitölumál. Ríkis- stjornin hefur nú hafið gagn- sókn, eins og skýrt var frá í Morgunblaðinu í gær, með samræmdri áróðursherferð stjórnarblaðanna gegn Birni Jónssyni. En fleiri dæmi má nefna. Fyrir nokkru var haldinn fundur í Alþýðubandalaginu í Reykjavík. Þar var fram- sögumaður Þröstur Ólafsson, einn helzti aðstoðarmaður Magnúsar Kjartanssonar og túlkar vafalaust dyggilega skoðanir ráðherrans um þess- ar mundir. Á þessum fundi uppnefndi Þröstur Ólafsson Eðvarð Sigurðsson, formann D-agsbrúnar og kallaði hann formann „kröfugerðar- sambandsins11 og Jón Snorra Þorleifsson nefndi hann „fulltrúa uppmælinga- aðalsins“. Þá lýsti ræðumað- ur yfir því, að „kröfugerðar- menn“ (en svo nefndi hann verkafólk) ástunduðu „sjálfs- arðrán“. Mikil reiði er með- al verkalýðsforingja Alþýðu- bandalagsins vegna þessara ummæla Þrastar Ólafssonar. sem talin eru túlka skoðanir ráðherra Alþýðubandalagsins og „hirðar“ þeirra, þ. e. þeirra fræðimanna í marx- isma, sem Lúðvík og Magnús hafa sankað að sér í ráðu- neytum sínum. Hefur þessi ræða Þrastar Ólafssonar orð- ið til þess að skerpa ágrein- inginn milli verkalýðsarms Alþýðubandalagsins og ráð- herranna Magnúsar og Lúð- víks. Hinir síðarnefndu halda því fram, að á tímum vinstri stjórnar eigi verkalýð'urinn að hafa hægt um sig og treysta á góðvild valdhaf- anna. Slíkt traust hafa Eð- varð og Jón Snorri ekki enn viljað sýna Lúðvík og Magnúsi. Annað dæmi um hin harðn- andi átök milli ríkisstjómar og verkalýðshreyfingar er grein, sem Ólafur Hannibals- son, skrifstofustjóri ASÍ, rit- ar í nýtt tölublað af Verka- manninum á Akureyri. í grein þessari ræðst skrifstofu stjóri Alþýðusambandsins harkalega að ríkisstjórninni og segir það „pólitískt sið- leysi“ hjá henni að „kasta fram“ í þinginu vísitölufrum- varpi, sem kjararáðstefna ASÍ var búin að lýsa sig and- víga og sem gengur gegn þeirri stefnu, sem ríkisstjóm- in markaði á fyrstu vikum valdaferils síns. Ólafur Hannibalsson segir í grein sinni, að það sé „frá- leitur málatilbúnaður“ hjá stjórninni að „gogga í eitt eða tvö atriði“ gildandi samninga. Lýsir hann því yfir, að verka- lýðshreyfingin hljóti að standa „einhuga gegn slíkum vinnubrögðum“. Þessi harka- lega árás Ólafs Hannibalsson- ar, birtist í málgagni Björns Jónssonar á Akureyri og fer ekki á milli mála að greinin er birt með vitund og vilja hans. Sá mikli ágreiningur og sú tortryggni, sem nú einkennir samskipti ríkisstjómarinnar og Alþýðusambands íslands er án efa örlagaríkasti póli- tíski atburðurinn á valdaferli þessarar ríkisstjórnar. Sam- bandsleysi við verkalýðs- hreyfinguna getur vinstri stjóm ekki staðizt, hvað þá ef um alvarlegan ágreining er að ræða. Þeir menn, sem nú sitja í ráðherrastólum hafa ýmist gert eða búið sig undir að gera nánast allt það, sem þeir áður töldu helgi- spjöll gagnvart verkafólki. Þeir hafa „rænt“ vísitölustig- um (svo að notuð sé þeirra eigin lýsing frá fyrri árum), lagt fram tillögur um að taka kauphækkun af verkafólki, banina verkföll, binda kaup- ið, skerða vísitölunia, beita lögþvingunum eða gerðar- dómi til þess að leysa verk- föll. Segja má, að ekkert af því, sem núverandi ráðherrar áður gagnrýndu harðast, hafi verið undanskilið í aðgerðum þeirra eða tillögugerð nú. Þess vegna þarf engan að undra, þótt skrifstofustjóri ASÍ lýsi slíkurn umsnúningi sem „pólitísku siðleysi“. Gagnrýni þeirra Alþýðusam- bandsmanna er skiljanleg. Vinstri stjórnin lýsti því yfir, að, hún væri „stjó.rn hinna vinnandi stétta“ og mundi hafa samráð við verkalýðs- hreyfinguna um meiriháttar ákvarðanir í efnahagsmálum. Það loforð hefur verið svik- ið. Á 13 ára valdaferli Við- reisnarstjórnar kastaðist oft i kekki milli hennar og verka- lýðshreyfingarinnar. En smátt og smátt skapaðist traust milli forystumanna Viðreisnarstjórnar og ASÍ, sem hafði verulega þýðingu við lausn erfiðleikanna miklu 1967—1969. Þess konar traust og gagnkvæm virðing ríkir ekki milli núverandi ríkis- stjórnar og forystumanna ASÍ. Segir það sína, sögu. VERKALYÐSHRE YFIN GIN TORTRYGGIR STJÓRNINA Reykjavíkurbréf ! -----Laugardagur 10. marz_) Hitnar í kolunum Heldur betur hefur hitnað í kolunum í íslenzkum stjörnmál- um á undanförnum vikum, og háværar raddir heyrast nú um það, að ríkisstjórnin leggi upp laupana, áður en í enn meira óefni er komið. Stuðningsblöð stjómarfiokk- anna skamma svo „stjórnarand- stöðuna" og velja henni ýmis ófögur orð, en hver er þessi stjórnarandstaða, sem blöðin áfellast? Þar er svo sannarlega ekki einungis um að ræða Sjálf- stæðisflokks- og Alþýðuflokks- menn. Nei, stjórnarandstæðing- amir eru mikiu fleiri en þessi blöð gera sér grein fyrir, en þó ættu þau að vita um suma þeirra. Einn þingmaður hefur opinberlega hætt stuðningi við ríkisstjómina og a.m.k. þrír aðrir hafa opinberlega greint frá andstöðu sinni við áform ríkisstjámarinnar i kaup gjaldsmálum. Um þær fvrirætlan ir stjórnarinnar fjallaði Tíminn í ritstjórnargrein s.l. fimmtradag og þar segir: „Stiómarandstaðan neitaði öllum slíkum stuðningi og Mbl. byrjaði fyrirframáróður gegn því að hann yrði veittur Það stafaði af þessari synjun stiórn- arandstöðunnar, að ekki tókst neitt að draga úr þeirri hækk- unarskriðu, sem varð hér um s.l. mánaðamót. Slík er þjóðhollusta stjórnar- andstöðunnar á þeim tíma hegar meiri erfiðleikar sækja bjóðina heim af völdum náttúruhamfara en gerzt hefur um langt skeið. Vissulega er erfitt að hugsa sér öllu meira ábyrgðarleysi." Ekki eru þeim vandaðar kveðjumar „stjómarandstæð ingunum", sem ekki vildu hjálpa ríkisstjórninni til „að draga úr þeirri hækkunarskriðu, sem varð hér um sl. mánaðamót". Tíminn segir þá Björn Jónsson, Karvel Pálmason og Eðvarð Sig urðsson ábyrgðarlausa menn, sem enga þjóðhollustu sýna. Svona er nú samkomulagið orð ið á stjórnarheimilinu. Lúðvík skælir Björn Jónsson segir, að ríkis- stiórnin hafi átta sinnum gert tilraun til þess að breyta kaup- gjaldssamningum, og hann spá- ir því, að verkalýðshreyfingin þurfi á næstu mánuðum að berj ast ,.með kjafti og klóm“, ekki fyrir auknum k.jarabótum held- ur fyrir þvi. að ríkisstjórninni takist ekki að rýra kjör launa- manna. Karvel Pálmason talar í þátíð um ríkisstjórn „hinna vinnandi stétta“, og Eðvarð Sig- urðsson lýsir fullri andstöðu við stiórnarfrumvarp til að hindra vísitöluhækkanir. En ráðherramir. hvað gera þeir? Jú, forsætisráðherr- ann er farinn að tala um nauð- syn þess, að „breikka" stjórn- ina og lýsir eftir úrræð- um stjórnarandstöðu. Hann er leiðtogi Framsóknarflokksins og talar væntanlega í hans nafni. Hannibal Valdimarsson kveinkar sér undan stjórnar- andstöðunni þótt kjarkmaður hafi löngum verið, og segir að hún sé ofsafengin, ofstæki.sfull og hávaðasöm. Hann talar þó líklega ekki fyrir aðra en sjálfan sig og Magnús Torfa Ólafsson, hví að Bjarni Guðnason er horf inn úr flokki frjálslyndra og vinstri manna, og Björn Jóns.son og Karvel Pálmason gagnrýna ákaft ýmsar gerðir og aðgerða- leysi vinstri stjórnarinnar, svo að þá verður í raun réttri að telja í hópi stjórnarandstæðinga. En aumkunarverðastur er þó Lúðvík Jósepsson. í útvarpsum- ræðunum s.l. mánudagskvöld, skældi hann allan þann tíma, sem hann hafði til umráða. Hann hóf mál sitt á þessum orð- um: „Herra forseti, góðir hlustend ur. Líklega hefur aldrei ver- ið jafn ófyrirleitin og ábyrgðar- laus stjómarandstaða á íslandi og sú sem nú er. Ég átti sæti í vinstri stjórninni á árunum 1956 —‘58 og heyrði þá eins og fleiri sitthvað litið fagurt úr stjórn- arandstöðuhorni íhaldsins. En stjórnarandstaðan þá var hrein asti barnaleikur hjá því, sem hún er nú, og á ég þá sérstak- lega við áróður stjórnar- andstöðublaðanna. Nú eru líka komnir nýir herr ar að blöðunum, menn með nýj- ar siðareglur, ef siðareglur skvldj þá kalla." Og í niðurlagi ræðu sinnar, spurði hann kjökrandi: „En hvað mundi taka við, ef gömlu viðreisnarkempurnar Gylfi og Jóhann tækju við stjórnartaumunum í dag . . . það er satt að segja ótrúlegt, að rnargir landsmenn vildu í raun og veru viðreisnarpostulana aft ur til valda í landinu eftir þá dýru reynslu, sem fyrir liggur af stjórnarstörfum þeirra." Punktum basta. Mega vel við una Geir Hallgrímsson, vara- formaður Sjálfstæðisflokksins, gat þess í umræðunum um van- traust á vinstri stjórn, að stjórn arandstaðan mætti vel við una þá einkunn, sem ráðherrarn- ír gefa henni. Raunar er ástæða til að vekja athygli á því, að fyrst eftir að þessi ríkisstjórn var mynduð, var hún í heild hin montnasta, sem um getur, og þá höfðu ráðherrarnir um það mörg orð, að stjórnarandstaðan væri aum og léleg. En.nú er sem sagt komið annað hljóð í strokkinn. Nú er stjórnarandstaðan ráð- herrana lifandi að drepa, og þeir kveinka sér i hvert sinn, sem þeir taka tii máls. En satt bezt að segja, þá er stjórnarandstaðan hvorki harð- ari né linari nú en hún var fyrstu mánuðina eftir að vinstri stjórnin var mynduð. Stjórnar- andstaða Sjálfstæðisflokksins hefur frá hinu fyrsta byggzt á því, að vinstri stjórnin ætti rétt á því að sýna hvað hún gæti gert. En henni væri þó veitt fullt aðhald og fólkið í landinu fengi upplýsingar um það, sem hverju sinni væri að gerast, svo að það sjálft gæti dæmt. Bn ásitæðiuinia til þess, hve mjög ráðherrana svíður undan orðum stjórnarandstæðinga nú, er að finna í þeirri stað- reynd, að þjóðin öll veit nú, að þau eru sönn og rétt. Þeir finna, að störf þeirra og stefna hefur mistekizt, vinstri stjórnin er orð in hræ. Enginn treystir henni lengur né ber snefil af virðingu fyrir henni. Stjórnarandstaða Sjálfstæðis- flokksins Þegar litið er yfir rúmlega hálfs annai's árs stjórnarand- stöðu Sjálfstæðisflokksins, get- ur hann og forustumenn hans vel við unað. Ekki er unnt að benda á eitt einasta dæmi þess, að Sjálfstæðisflokkurinn hafi leitazt við að hindra framvindu mála með óheiðarlegum úrræð- um. Þegar núverandi stjórnar- flokkar voru í stjórnarand- stöðu, beittu þeir verk- föllum skefjalaust til þess að reyna að grafa undan efnahags- lífinu. En Sjálfstæðisflokkurinn tók sér fyrir hendur seint á ár- inu 1971 að leysa þá sjálfheldu, sem ríkisstjórnin hafði komið launamálum í. Það voru sjálf- stæðismenn, bæði í röðum laun- þega og vinnuveitenda, sem beittu sér fyrir því, að á þann hnút var höggvið, enda vofðu þá yfir geigvænlegustu verkföll í sögu þjóðarinnar. Ríkisstjórnin hafði í málefna- samningi sínum með raunveru- legu valdboði sagt launþegum og vinnuveitendum, hvemig semja bæri, bæði að því er vinnutíma- stvttingu varðaði og kaupgjalds hækkanir. Forustumenn verka- lýðsfélaganna gátu að sjálf sögðu ekki gert minni kröfur en ríkisstjórnin hafði sagt eðlileg-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.