Morgunblaðið - 11.03.1973, Síða 32

Morgunblaðið - 11.03.1973, Síða 32
i í 0 Vinsæ/asta ameriska sælgætið jWíirsjHHX'TníiÍíi RUCLVSinCRR ^^22480 SUNNUDAGUR 11. MARZ 1973 Skildingamerkin fóru á 3,8 milljónir króna — en með fyrirvara þó — Mun lægra MikiM fjöldi ijóamyndara og ~ j i .v. , v . —> blaðamanna var á uppboðinu og verð en buizt hafði venð við Hamborg 10. marz. Frá dr. Sverri Schopka. HIÐ iimtalaða frímerkjauppboð, 5>ar sem m.a. var boðið upp umslag með islenzkum skildinga- frimerkjum, fór hér fram í morg- un. Áður en uppboðið hófst var orðrómur á kreiki um, að merkið myndi seljast á allt að 700 þús- und mörk. Uppboðshaldari til- kynnti, að umslagið yrði ekki seit undir 150 þús. mörkum en hærra boð en 110 þúsund kom ekki (eða um 3.850.000.— ís- lenzkar krónur). Fékk sá sem þá upphæð bauð, umslagið, en þó með fyrirvara. Uppboðshald- »ri viidi ekki gefa upp hver þar átti hlut að máli, en talið var að kaupandi væri Svíi. Skildingaum.slagið var númer 371 í röðinni af um 600 númer- um. Einvörðungu voru boðin upp frimerki frá Norðurlöndum. Var þetta hæsta boðið. Hið næsta var 100 þúsund mörk fyrir firai.sk fiskafrímerki. Uppboðsihaldari tjáði mér fyr- ir uppboðið, að ekki kæmi til greina að bjóða ekki umslagið upp, þar sem að því væri lög- mætur eigandi. var greimilega búizt við, að þarna yrðu boðnar háar upphæðir. Mjög dró úr spenmu í salinum, þegar ijóst var að skildingaum- slagið myndi ekki seljast nema fyrir brot af því verði, sem fyrir- friam hafði verið spáð. Eigand- inn ekki gefinn upp SVAR hefur komið frá þýzkum lögregluyfirvöldum víð beiðni íslenzkra um að upplýst verði, hver sé eigandi umslagsins með skild- ingafrímerkjnnum, sem sleg- ið var á 110 þúsund mörk í gær. Svar þýzku lögreglunn- ar var neikvætt, hún taidi sig ekki geta upplýst, hver eig- andi umslagsins er, þar sem ekkert bendir til þess að í sambandi við tjlvist þess í l'ýzkalandi sé glæpsamlegur verknaður. „Vildi ekki eiga hér næturstað66 — sagði frú Palme en sænsku forsetahjónin heimsóttu Vestmannaeyjar í gær var ekið heim til Guðiaugs Gisla- sonar alþingismanns þar sem al- þingismaðurimin, 'kona hams og Framhald á bls. 2 Vestmannaeyjum í gær. Frá Valdisi & Sigurgeir. { FYRSTA sinn t gærmorgun frá því að eldgosið hófst blöktu fánar við hún á nokkmm liúsum hér i Eyjum, er Olof I’alme og kona hans heimsóttn Heimaey ásamt fylgdarliði til að kynnast ástandinu af eigin raun. Sænsku forsætisráðherrahjónin dvöldust í tvær klukkustiindir á liættnsvæðinu — komu flugleið- is kl. 10.30 og fóru aftur kl. 12.30. f fylgd með forsætisráðherra- iijónunum voru ritari sænska for sætisráðherrans, sænski sendi- Iierrann, Pétur Sigurðsson, for- maður Almannavarna ríkisins og Magnús Magnússon, bæjarstjóri. Sænsku forsætisráðherrahjón- in íóru fyrst upp að Vilborgar- slöðum, en því næst var ekið nið- ur á Skansinn og ástandið við höfnima skoðað. Niðri við höfn- ina voru loðnubátar að landa, og tók Palme sjómennina taii. Spurði þá margs — hvar þeir hefðu verið að veiðum, hversu mikið þeír hefðu fengið og hve langan tima það hefði tekið þá að fá aflann. Að svo búnu var ek- ið upp að Brimhólum en þvi næst Sænska forsætisráðherrafrúin fór ásamt eiginmanni siniim t.il Vestmannaeyja í gær og i sam tali við blaðamenn Mbl. kvað hún ástandið þar ekki koma sér á óvart. Hér er hún ásamt Pétrí Sigurðssyni, formanni Almannavarnaráðs ríkisins. (JLjósm. Mbl. Sigurgeir). Ameríkumarkaður: íslenzk kápa seld fyrir 55 millj. kr. AMERÍSKA fyrirtækið Ameri- ean Express hefur gert samning um kaup á 9000 kápum frá fyrir- tækinu Solido, og á kápan að fara á markað i Bandaríkjun- um i haust. Er útflutningsverð- mæti þessarar pöntunar 55 millj- ónir kr., en í samningunum er gert. ráð fyrir að hægt verði að bæta 1000 kápum við, ef þurfa þykir. Solido mun framleiða mestan hluta af þessari pöntun á eigin saumastofu, en afgang- urinn verður saumaður hjá nokkrum fyrirtækjum úti á landi. Samningurinn er gerður Bjargaði mannslífi með blástursaðferð Akureyri 10. marz. IIFRMANN Stefánsson bíl- stjóri, bjargaði lífi manns á þrítugsaldri á Öxnadalsheiði siðastliðinn miðvikudag með því að beita blástursaðferð við lífgun. Maðurinn, sem bjargað var, var aðframkom- inn af kolsýringseitrun frá útblástursröri bíls síns, þegar Hermann veitti honum at- liygli og gat bjargað honum á síðustu stundu. Fjórir bílar voru á leið suirnan úr Reykjavik til Ak- uireyrajr aðfaramótt miðviku- daigs, þrir flutnin'gabílar og eimn fól'ksbíll, sem verið var að sækja nýjan suður. Um Jdiukkan 02 um nóttina strand- aði bilalestin á Öxnadalsheiði, sikamimit austan við Sesselju- búð vegna smjókomu og ó- færðar. Einn flutningabilanna var búinn talstöð og kom beiðni til Akureyrar um að- stoð veghefla. Hermann Stefánsson ók flutmngabílin- um, sem véir fremsitur í bíla- lestiinni og sagðist honum svo frá atburðum: „Klukkan var orðin átta um miargunirm, þegar ég ge'kk upp að aftasta bílnum tii þess að frétta nánar af snjó- mokstui'stækjumum. Ég hafði þá tal af mömniumum tveimur, sem i fólksbílmum sát u og þá var allt í bezta gengi hjá þeim og þeim leið ágætlega. Annar þeiira mun hafa farið úr biln- um og i einn fluttiingabilanina sikömmiu síðar. Þau boð höfðoi komið, að vegheflamir hefðu farið frá Akureyri klukkan átta um morguninn og um klukkan 10.20 fór ég aftur tii að taia við bilstjóramin, sem hafði tal- stöðina og þá voru heflamir komnir í Bakkasel og voru þair að taka oláiu. Þess var þvi mjög skammt að bíðaj að þeir kæmust tiil okkar. Ég genig nú aftur fram með bilalestinni og ætla að hafa tal af manninum í fólksbíln- um, en bregður þá heldur í brún, því að hann er orðinn rænuilaus, svartblár í framam og að þvi er virðist hættur að anda, nema þá mjög óreglu- lega, hafi það verið nokfcuð. Ég dreg hann óðara út úr bílnum og byrja lífgunartil- Framhald á bls. 2 fyrir milligöngii Álafoss og Ice- landic Imports Inc. Var byrjað að framleiða aí fullum krafti upp i þennan samn ing i saumastofum Solido i Bol- holti, er fréttamaður Mbl. kom þar við í gær, til að leita nán- ari frétta hjá framkvæmdastjór- unum Þórhalli Arasyni og Ás- birni Björnssyni. En Þórhallur var nýkominn að utan, þar sem skrifað hafði verið undir kaup- samninginn. Kápan, sem um ræðir, er úr hvítu ullarefni frá Álafoss, prýdd hvítu óklipptu gæruskinni, sem hægt er að smella á eða taka af og eru kraki og horn undir. En teikningin er „samansoðin" i Solido, eins og þeir félagar orð- uðu það. Tilefni þessarar pöntunar er það, að i haust sendi American Express í könnunarskyni út til handhafa lánakorta sinna, sem eru um 3 milljónir talsins, til- boð um kaup á 3 íslenzkum káp- um, þar af tveimur frá Solido. Voru pantaðar 1000 káp- ur af hverri þeirra. En útkoman úr könnuninni var túlk uð þannig, að hvíta ullarkápan með gæruskinninu mundi seljast bezt. Og samkvæmt því var gerð pöntun á 9000 stykkjum og áskil inn réttur til kaupa á 1000 i við- bót. Var þegar í stað gerð pöntun á 5000 kápum, svo hægt væri að byrja. Kápurnar eiga að vera tilbúnar til afgreiðslu í september-októ- ber í haust. En þar sem mann ekia er og þeir Þórhallur og Ásbjörn sögðust ekki vilja alveg leggja barnafatasauminn á hill- una, þá geta þeir ekki afgreitt alla sendinguna. Taka þeir þó stærsta hlutann, en einnig heíur verið samið um að það sem eftir er, verði saumað í saumastofunni Salina á Siglufirði, Vöku á Sauð- árkróki, Violu á Skagaströnd, Drífu á Hvammstanga, Prjóna- stofu Selfoss og Sunnu á Hvols- velli. Kápurnar eru allar í sama lit og í 5 stærðum. Solido hefur áður selt íslenzk ar kápur gegnum American Ex- Framh. á bis. 31 '<■ <" > Hvit kápa úr ullarefni og með ga*ruskinni sló í gegn. Skinninm má smella af og undir er kragí.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.