Morgunblaðið - 15.03.1973, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.03.1973, Blaðsíða 10
- 10 MORGUNHLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. MARZ 1973 HVERJU BREYTIR GRUNNSKÓLI? Jafnrétti í framkvæmd — H'vemig er fyrirhugað að ná jafnréttismarkmiðum grunn skólaf rumvarpsins í fram- kvæmd? — Á því 10 ára tímabili, sem gert er ráð fyrir, að fram- kvæmd grunnskólakerfisins taki um allt land, verður land- inu skipt í skólakerfi með sam ráði milli menntamálaráðuneyt- isins og sveitarstjórna á hverj- um stað. Þessi nýja skólaskip- an mun miða að því, hvernig framkvæmd verði á hagkvæm- astan hátt og í bezta samræmi við staðhætti og óskir fólksins langt mál um fjölda einstakra atriða, sem frumvarpið felur í sér. Nýir kennsluhættir Ég býst við, segir Magnús Torfi Ólafsson, menntamálaráð herra, að fólki leiki mest for- vitni á að vita, hvernig koma á í framkvæmd þeirri nýju skóla gerð með nýjum kennsluhátt- um, sem að er stefnt, því tel ég rétt að drepa á nokkur at- riði. Gert er ráð fyrir, að náms- efni verði tekið nýjum tökum með námsskrám, sem síðan verða í sífelldri anduirskoðun til að fullnæigja þeim kröfum, sem gerðar verða á hverjum tíma, án þess að iþyngja nemandan- um með atriðum, sem frekar mega nri'.ssa sín. I>á er einnig fyrirhuguð námsráðgjöf í eldri deildum grunnskóla, jafnframt hefðbundnari kennslu. í náms- ráðgjöf felst bæði tilsögn og þjálfun í aðferðum við nám og sömuleiðis fræðslu um starfs- eða námsbrautir, sem nemand- imn á um að velja er grunn- skóla er lokið. Nátengd náms- ráðgjöfinni er stóraukin áherzia á skólabókasöfn og af- not þeirra. Þar er viðast hvar gífurlegt verkefni óunnið, því að hæfilega stór bókasöfn í um- sjá kennara eru ómissandi þátt ur i skóla, sem byggist á náms- aðgreiningu. Þess er ekki að dyljast, að Um leið og það mark er sett, RÆTT VIÐ MAGNUS TORFA ÓLAFSSON, MENNTA- MÁLARÁÐHERRA UM GRUNNSKÓLAFRUMV ARPIÐ lengda uti um landsbyggðma. — Nú eru þess dærni að nem endur hafa ekki stundað skyldu nám eins og því er háttað úti í hinum dreifðu byggðum lands ins einfaldlega vegna þess, að foreldrar hafa ekki haft fjár- hagslegt bolmagn til þess að kosta börn sín á dýrar heima- vistir. Hvernig er ráðgert meS grunnskólafrumvarpi að leysa þetta vandamál? — 1 frumvarpi um skóla- kerfi er skýrt kveðið á um það, hversu með skal fara þegar efnahagur foreldra eða annarra forráðamanná barna er þannig að þeim er um megn að standa straium af skólagöngu barna og greiða kostnað sem henni er samfara. Hingað til hefur ver- ið ráð fyrir því gert, að sveit- arfélag borgaði kostnað fyrir foreldra, sem ekki hafa efni á að iáta böni sín sækja heima- vist, og fái siðan hálfan kostn- að endurgreiddan frá ríkinu. Reynslan sýnir, að börn fara stundum ails ekki í skóia vegna þess, að foreldrar skirrast við að ganga eftir aðstoð, sem þeim virðist vera sveitastyrkur. Dæmi eru líka um barnmargar fjölskyldur, þar sem sum börn in fara á mis við skólavist, vegna þess að kostnaður er for- eldrum um megn. 1 frumvarpi um skólakerfi eru ákvæði á þá leið, að þar sem fleiri systkini eru en tvö samtimis í grunn- skólaheimavist, skuli riki greiða heimavistarkostnað fyrir þriðja barn og það sem það er fram yfir og þegar efnahagur meinar greiðslu skólakostnað- ar i grunnskóla, hlaupi ríkið að fullu undir bagga. Tengsl við lægri og æðri skólastig — Hvernig eru tengsl grunn- skóla hugsuð við 6 ára deáldir og framhaldsskóla og sérskóla, sem við taka af grunnskóla- námi loknu? — Ekki er gert ráð fyrir 6 ára kennslu, sem almennri regliu, en heimild er fyrir sveit- arfélög til að stofna forskóla fyrir 6 ára eða 5 og 6 ára börn undir sömu stjórn. Til þess þarf samþykki ráðuneyt'sins sem á að sjá«m að aðstæður séu fuil- nægjandi. Síðan er ákvæði um kennaralið við forskóla og starf fóstra. Tengslin við fram- haldsskólana verða ekki kerfis- bundin fyrr en með endurskoð- un löggjafar um framhaldsstig ið, en hið almenna markmið er, að grunnskólanám veiti rétt- indi til að hefja nám í fram- haldsskólum og sérskólum. Gert er ráð fyrir því, að í öliu grunnskóliakerfinu verði mjög dregið úr hefðbundnum próf- um og þau próf sem tekin verða, verði ekki samkeppnis- próf þar sem hver reynir sig við annan heldur færð í form svokallaðs námsmat, þar sem prófverkefni verða mælikvarði á hvemig hver nemandi hefur tileinkað sér námsefnið. Til þess þarf að taka upp svonefnd stöðluð próf, sem eiga að segja til um námsárangur með æski- legri nákvæmni. Við lok grunn- skólanáms á svo nemandinn að fá vottorð um námsárangur sinn bæði í almennum greinum og valgreimum. Eitt af því sem sýnir, að gert er ráð fyrir aukn um sveigjanleik í námsfyrir- komulagi er, að ætlazt ©r til aið mjög bráðþroska nemendur geti liokið grunnskólanámi einu til tveimur árum fyrr en aldur segpr til um. FYRIR nokkru var grunnskóla- frumvarpið lagt fyrir Alþingi í annað sinn, en frumvarp þetta var fyrst sýnt á þingi veturinn 1970, er Viðreisnarstjórn sat enn við völd, og Gylfi Þ. Gísla- son gegndi embætti mennta- málaráðherra. Á því þimgi hlaut það ekki afgreiðslu, enda ekki til þess ætlazt, en hefur síðan verið í endurskoðun á vegum memntamálaráðuneytis- ins og nú hefur það verið lagt fyrir Alþingi á ný, jafnframt því sem víðtækar umræður fara fram meðal skólamanna um gildi frumvarp&ins. í þvi skyni að kynna fyrir almenningi efni grunnskóla- frumvarpsins og þær breyting- ar, sem lögfesting þess mundi leiða af sér i skólakerfi lands- manna hefur Morgunblaðið snú ið sér tii Magnúsar Torfa Ól- afssonar, menntamálaráðherra, og lagt fyrir hann nokkrar spurningar um efni frumvarps ins. Fer samtal þetta hér á eft- Lr: Hvað breytist? — Hvaða breytingar verða á skyldunámsstiginu, ef grunn- skólafrumvarpið verður sam- þykkt, menntamálaráðherra? — Grunnskólafrunwarpið miðar að annarri gerð skyldu- námsstigs en hingað til hefur tiðkazt á Islandi, segir Magnús Torfi Ólafsson. Með þvi er mið- að að skóla, sem skilar úr skyldunámi öllum nemendum þamnig á vegi stöddum, að þeir geti án nokkurs trafala, hafið framhaldsnám af mismunandi gerðum, Vegna þess, að hér er ætlunin að tryggja hverjum ár- gangi í heild rækilegri fræðslu en hingað til hefur verið gert á skyidunámsstigi, þarf að breyta skólastarfinu. Þessl breyting hefur að vísu sótt á smátt og smátt, en ekki kerfis- bundin sem skýrt stefnumark. Breytingin er fyrst og fremst sú, að skólinn miðar ekki að því að láta nemendum öllum í té ákveðinn skammt af vitn- eskju í mismunandi námsgrein um, sem þeir tileinka sér svo hver eftir getu, heldur skuiu stefnumark og starfshættir skólans við það miðaðir, að hann taki tillit til hæfileika og hugðarefna einstaklingsins, að hver og einn nemandi geti fengið að njóta persónulegrar umörfiunar og handleiðslu á námsstiginu. Fræðigreinar eru þannig á vegi staddar, að námsefnið sem talið er nauðsynlegt að láta í té á skyldunámsstigi tekur tölu verðum breytingum. Þess vegna er ekki lengur fullnægj- andi að beina fræðslu að tiltekn um þekkingarforða, heldur er brýnt verkefni að búa nemend- ur þannig úr garði, að þeim séu töm þau vinnubrögð að bæta þekkingu sína, annað hvort þegar í stað, er skyldu- námi lýkur eða einhvem tima á atarfsaldri, þegar þeir þurfa á endurþjálfun að halda eða vilja auka við þekkingu sina. Sú skólagerð, sem miðað er að í grunnskólafrumvarpinu, þarf því í eldri deildum að geta boðið upp á mismunandi náms- brautir, ef hún á að vera fær ttm að leysa af hendi þá náms- aðgreiningu, sem að er stefnt. Þetta þýðir við íslenzka stað- hætti, að i strjálbýli þarf að færa skólastofnanir saman, svo að til umráða sé sá mannafli og sá tækjakostur og sú hús- næðisaðstaða, sem með þarf til að ieysa sómasamlega af hendi fræðslu eldri deiidanna i grunn skóla. — Gerir grunnskólafrum- varpið ráð fyrir sérstökum að- gerðum til þess að auka jafn- rétti miili nemenda í hinum ýmsu landshlutum frá þvi sem nú er? — Annað höfuðmarkmið frumvarpsins, segir mennta- málaráðherra, er að koma þvi til leiðar, að æskan um land alilt geti orðið aðnjótandi stað- betra skyidunáms, sem grunn- skóla er ætlað að láta í té. Það hefur sýnt sig að við ríkjandi aðstæður, þar sem bil er óbrú- að milli skyldunáms og þeirra krafna um inntökuskilyrði, sem flestir ef ekki allir fram- haldsskólar gera, eiga ungling- ar í strjálbýli langtum örðugra en unglingar í kaupstöðunum að afla sér þeirrar viðbótarskóla göngu, sem með þarf til að brúa þetta bil. Þess vegna er ráð fyrir því gert í grunnskóla- frumvarpi, að á 10 ára tímabili verði komið í framkvæmd um alit land 9 ára grunnskóla, þar sem sérhver aldursflokkur hljóti kennslu við sitt hæfi. Lenging skólatíma — Nú hafa menn staðnæmzt við þá staðreynd, að grunn- skólafrumvarpið gerir ráð fyrir lengingu skólatíma. Hvað vill menntamálaráðherra segja um þann þátt frumvarpsins? — Ástæðan til þess, að gert er ráð fyrir lengingu skóla- skyldu i níu ár og nokkurrf lengingu námstima á ári hverju er sú, að þetta er eina færa leiðin, ef menn ætla að ná því marki að skila nemendum úr skylduinámi færum um að hefja framhaldsnám og sémám ým- iss konar. En á það vil ég leggja sérstaka áherzlu, að fyr- ir þann mikla meirihluta, sem nú þegar leggur stund á fram- haldsnám, og sá me rihiuti á að allra dómi eftir að vaxa enn, er alls ekki um að ræða lengingu námstima i heild, þótt skyldunámið lengist um 1 ár. Þannig stendur á þessu, að með þvi að gera skyldunámið sam- fellt í einum grunnskóla í stað þess að skipta því i barnastig og unglingastig, ásamt leng- ingu skólatíma, á að koma þvi til leiðar, að kennsla geti orð- ið markvissari og árangursrík- ari en nú er, svo þorri nemenda tileinki sér námsefni örar en nú er gert. Það er gert ráð fyr- ir, að um leið og grunnskóii er tekinn til starfa að fullu sé t.a.m. unnt að stytta mennta- skólanám um eitt ár, svo þeg- ar kerfið er orðið virkt. á með- alstúdentsaldur að færast einu ári neðar en nú er. Svipaðs ár- angurs vænta menn á öðrum framhaldsbrautum og í sérskól- um. Með þessari lengingu skyldunámsins er þvi ætlunin að vinna eins árs styttingu námsferils þorra þjóðarinnar og bæta þannig ári við starfs- ævi. Ekki er enn unnt að greina í einstökum atriðum frá þvi, hvemig þetta gerist á fram- haldsskólastigi, en þegar grunn skólafrumvarp hefur verið sam þykkt er ákveðið að öll löggjöf um framhaldsskólastig verði tekin til endurskoðunar til sam ræmingar við þær breytimgar, sem í grunnskólakerfinu. felast. Þetta tel ég vera höfuðþætti í stefnumörkun frumvarpsins um grunnskóla og um skóia- kerfi. En auðvitað mætti flytja að hinn almenni skóli skuli koma sérhverjum einstaklingi í aldursflokki til nokkurs þroska, er starfsliði skólanna lagður aukinn vandi á herðar. 1 hverjum aldursflokki er nokk ur hópur einstakliinga, sem af mismunandi ástæðum á við erfiðleika að stríða í námi. Hingað til hefur það þvi mið- ur verið undir hælinn lagt, hvort þessir einstaklingar verða aðnjótandi þeirrar sér- kennsiu og sérstöku umönnun- ar, sem þeir þarfnast. Hér get- ur jöfnum höndum verið um að ræða böm og unglinga, sem búa við einhvers konar heilsutjón eða ekki hafa náð að taka út eðlilegan félagsleg- an þroska. Þessum hópi verður að sinna, ef ná á því marki að hver og einn einstaklingur hljóti fræðslu við sitt hæfi. í því skyni er gert ráð fyrir í grunnskólafrumvarpinu sér- kennslu handa þeim, sem henn- ar þarfnast, og starfi skólasál- fræðinga og félagsfræðinga í skólakerfinu um allt land. En eins og kunnugt er, hefur slík þjónusta hingað til aðeins ver- ið látin í té í höfuðbopgiinni og næsta nágrenni. Meðal annars til að gera þetta kerfi sem allra virkast og nákomnast fólkinu á hverjum stað, sem það á að þjóna, er gert ráð fyrir dreifingu valds yfir ýmsum stjórnunarþáttum skólakerfisins, frá menntamála ráðuneytinu til fræðsliuiskrif- stofa, sem ætlazt er til að verði ein í hverju fræðsiuumdæmi, en skipting landains í íræðslu- umdæmi feilur samkvæmt frum varpinu saman við núgildandi kj ör dæmaskipan. grunnskólafræðsla um land allt. Verður það gert skv. áæti- un, einnig gerðri í samvinnu menntamálaráðuneytis og sveit arstjórna og láti einhver sveit- arstjórn undir höfuð leggjast að standa við sinn hluta áætl- unarinnar getur menntamála- ráðuneytið, ef nauðsyn krefur, séð um þær framkvæmdir sjálft á hennar kostnað. En ég fyrir mitt leyti vil liáta í ijós þá von, að til sliks þurfi hvergi að koma. Tillögur um nýja skólaskipan hafa þegar verið samdar i ráðunéytinu og born- ar undir heimafólk i ýmsum héruðum, og eru slíkar tillögur á ýmsum stigum umræðu og sameigintegrar meðferðar. Sú reynsla, sem þar er fengin, gef- ur að miinum dómi fyllstu ástæðu til að vona, að tímafrest ur sé kappnógur. Hér er að sjálfsögðu um að ræða torteyst vandaroál. Jöfnum höndum verður að gæta þess, að kostn- aður fari ekki fram úr því, sem nauðsyn ber til, en jafnframt sé tekið tiilit til staðhátta, veð- urfars og nemendafjölda, sem er mjög mismunandi efti.r hér- uðum. í grunnskólafrumvarpl er við það miðað, að skólar fyr- ir yngri deild'r grunnskóla verði svo víða sem þörf gerist til þess að unnt sé að flytja nemendur í skóla og úr honum með heimanakstri. Er þá gjarn- an ætlazt til, að þessir smærri skólar verði útibú frá stærri skólum, sem ná bæði yfir yngri og eldri deildir og þar sem nemendur smærri skóla eiga að stunda nám siðari hluta grunnskólaaid'jrs. Þessir stærri skólar hljóta að bjóða heimavistaraðstöðu vegna vega Hvað kostar? Hvað kostar framkvæmd grunnskólakerfis? — Framkvæmd grunnskóla- kerfis kostar 289 milljónir króna meira á ári en varið er til náms sömu aldursflokka eins og nú er. Af þessu koma 229 milljónir í hlut ríkisins en 60 milljónir í hlut sveitarfélaga. Kostnaðaraukinn dreifist æði misjafinlega á 10 ára tiimabilið. Framhald á bls. 21

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.