Morgunblaðið - 15.03.1973, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 15.03.1973, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1§. MARZ 1973 Dagrún Kristjánsdóttir: Hvað á að bíða lengi? NOKKRAR samvizkuspumingar til alilra landsmanna. Hve lengi á að líða núverandi stjóm að ráðska með einkafé almenn- ings? Hve lengi á að líða það, að ráðherrarnir seilist ofan í v£isa ainnarra, þegar þá vantar nokkr- ar milljónir og milljarða til að krafsa í bráð yfir eigin mistök, eyðslu og óforsjálni? Hve lengi á að líða það, að stjórnarherr- amir reyti hvern einasta eyri af: Ellilífeyrisþegum, fátækUm bamafjölskyldum, öryrkjum og veiku fólki? Hve lengi á þeim að líðast að skattpína hvern einasta borgara, (nema þá sem nóga eiga pen- ingama) svo að hann verður að vinna margfalda vinnu, þ.e. leggja nótt við dag, ef hann er svo sanwizkusamur að vilja borga það, sem honum er gert að borga af stjómvöldum. — Og að því loknu er ekkert eftir, til að kaupa brýnustu nauðsynjar fyrir. — Þá er um tvennt að velja, að svelta eða reyna að fá víxillán. Hvorugt er gott og ekki hægt til lengdar. Önnur leið er líka til og hún er að segja sig til sveitar. Er það þetta, sem vinstri stjórn in er að keppa að með óstjóm sinni? Er þetta velmegunin, sem hún lofaði, þegar hún tók við, ailir áttu að hafa það svo gott, — allir áttu að fá kjarabætur beint og óbeint — öllum var lof- að styrkjum sem erfitt áttu upp- dráttar. Vinnustyttingu var kom ið á svo að öllum gæti liðið sem bezt og hvíit sin lúnu bein eftir 40 stunda vinnuviku. Það var svo sem sjálfsagt því ekki veit- ir af að hvila sig vel, sbr. þegar kölski sagði við bóndann: „Hvíldu þig, hvíld er góð“. Bónd- inn fór að hans ráðum, lá og flatmagaði alla daga, ekkert var gert, enda svalt hann og fjöl- skyldan í hel. Já, hvíld er góð, en það er öruggt að meiri skyssa h-efur ekki lengi verið gerð en einmitt að knýja fram þessa 40 stunda vinnuviku. Það er tap fyrir alla, sérstaklega þó fyrir atvinnurekendur, sem margir hverjir risa ekki undir þessum álögum, það kostar þá offjár. Tap ríkisins, þ.e.a.s. þjóðarbúsins, er gifurlegt, hefur það ráð á þessu? Auðvitað þarf ekki að spyrja svo flónslega, því hvert tveggja ára barn sér það að þetta er hreint glapræði, a.m.k. var ekki timabært að framkvæma þessa breytingu á þeim tíma, sem gert var — eða í þann mund, sem bú- ið var að ryksjúga alla vara- sjóði, ríkiskassann og vasa hvers einasta þegns í landinu, og það margsinns. Þrátt fyrir allt þetta er sam- þykkt 40 stunda vinnuvika og varðar við lög — næstum þvi, að hreyfa hönd eða fót umfram það. Venjuleg vika telur í allt 168 stundir. Þar af er unnið i 40 stundir, eftir eru 128 klst. Venju legur maður þarf 8 stunda svefn á sólarhring eða 56 st. á viku, þá eru eftir enn 72 klst. á viku ti! að hvíla sig, eða til jafnaðar 10 klst. og 17 mín. á dag, — fyr- ir utan svefntima! Getur þjóð, sem er á barmi gjaldþrots, leyft sér sliíka tíma- sóun? Hvernig er öllum þessum hvildartíma eytt? Ekki eru allir svo andlega sinnaðir, að þeir sitji eins og góðu börnin heima með bók í hendi, eða sinni ein- NETAFLOT Ódýrir plasthringir fyrir veiðar á grunnsævi. c— 1J rim imiiiiiiinGFÍt Bústaðasókn Aðalfundur Bústaðasóknar verður haldinn að lok- inni messu sunnud. 18. marz í safnaðarheimilinu. Sóknarnefnd. hverjum gagnlegum frístunda- áhugamálum? Hvað gera hin'r, sem hvorki eru bókhneigðir eða hafa önnur þarfleg áhugamái fyrir sig? Það ætti öllum að vera ljóst að það þarf mikið andlegt þrek til þess að standast það að eyða öl'lum þessum frítíma í ekki neitt. Ár- angurinn hlýtur að verða sá að VEGNA h'ns mikla frítíma, er ýmislegt gert til að láta tímann líða, — sem er ef til vill ekki svo hollt, hvorki fyrir einstakling- inn né þjóðfélagið, eitthvað sem hvorki er hollt heilsunnar vegna né fjárhagslega. Fyrir það Mður ekki aðeins einstaklingurinn, heldur einnig fjölskyidan og þjóðfélagið i heild. Stytting vinnuvikunnar leiðir margt iUt af sér. Fólk, sem áður þurfti og vildi vinna og gat unn- ið á sama vinnustað lengri tíma á dag, það fær ekki að gera það, þvi þá eru það alls konar félög sem (svo til) banna það. Fast- ráðning í meir en 40 stundir vifeu lega er ekki leyfiiieg. Þar af leið- ir, að þeir, sem neyðast til, eða vilja vinna lengri tíma vikulega, verða að sækja á önnur mið tU þess að drýgja þær tekjur sem ekki hrökkva til að fyUa hina botnlausu hít skattheimtunnar, og til að framfleyta heimili á sómsamlegan hátt. Þetta veldur óþægindum, tímasóun og fjárút- látum, ef reynt er, — en sé það ekki gert, þá er ekki um annað að ræða fyrir marga en að herða sultaróHna þar til ekkert er leng ur tU að herða að og ólarinnar er ekki þörf iengur. Nú, það er ef til viU spamaður eí hægt er að arfleiða einhvera annan að óUnni sem hefur þörf fyrir hana, en ekki haft ráð á að kaupa svo nauðsynlegan hlut, nú á þessum síðustu tímium vinstri stjórnarinnar. En þá er spurningin: Hækkar þá ekki toll- urinn á þeim um leið og eftir- spurn eykst? Það væri ófyrirgef- ánlegt glapræði af stjómvöldum að láta þá tekjuöflun fara fyrir ofan garð eða neðan — við ríkis- kassann, því litið munar vesæl- an. Um þann stórkostlega greiða, sem fyrirtækjum og stofnunum — jafnt atvinnufyrirtækj um og líknarstofnunum — var gert með þvi að banna fólki að vinna eins og það hafði þörf og löngun tU, ætla ég ekki að fara mörgum orðum að s'nni nema aðeins að varpa fram tveimur spurningum í þvi sambandi. Hvaðan fær hinn almenni launþegi laun sín, þeg- ar atvinnufyrirtækjunum hefur verið lokað vegna þess að þau rísa ekki mörg hver undir þeim kvöðum, sem á þau voru lögð með styttingu vinnuviku og hækkuðum launum, ásamt öHum öðrum álögum, sem rík'svaidið leggur þeim á herðar? Hvar fær þetta fólk vinnu, þegar svo er komið? Og ég ætla að leyfa mér að varpa fram þriðju spurning- unni í framhaldi af þessum tveimur. Hvar ætlar stjóm „hinna vinnandi stétta“ að taka þessa fáu aura, sem hana van- hagar svo sárlega um (að visu er það smásmugulegt að telja þeim eftir þessa vasapeninga, þar sem væntanlega verður ekki um meira að ræða en 30—32 millj arða árið 1974), þegar hvergi er atvinnu að fá og enginn á neitt til að lifa fyrir, hvað þá að borga þá geysilegu skatta, sem enginn þarf að kvarta um að séu of lág- ir, og sífellt hækka? Hvar og af hverjum verða þess ar vesölu upphæðir teknar? Verður reynt að leita í vösum gamla fólksins að krónunum, sem að því voru réttar, á meðan verið var að tæma varasjóði frá tíð hægri stjómar? Auðvitað má reyna það, en hætt er við, að þær krónur séu komnar tU síns heima — afturgengnar í botn- lausum vasa vinstri stjórnarinn- ar, og ábatahorfur úr þeirri átt eru ekki m'klar. Hvað ætlar stjórnin að gera, þegar hún er búin að þrautpína alla til hins ýtrasta: Atvinnufyr- irtæki, launþega, aldraða? Vitan- lega er alltaf hægt að skrifa himinháar tölur á blað og segja: þetta verðum við að fá í okkar vasa. Það er auðvelt að ieggja á svimandi háa skatta, hækka all ar vörur upp úr öMu valdi, — jafnvel annanhvern dag og svo, að UM MUNAR. — En hver get- ur borgað og hver getur keypt þessar „jóiagjafir“ stjómarinnar, þegar búið er að þjarma svo að öllu venjulegu fólki, að lengra verður ekki komizt, og enginn veit lengur hvað snýr upp eða niður. Það var mikið fárast um það í tíð fyrrverandi stjórnar, ef vör ur hækkuðu um nokkra aura eða krónu. En hvað gerist nú í stjóm- artíð vinstri manna, sem allit þótt ust geta og ætla að gera fyrir fólkið í landinu? Það eru sann- arlega engin vettlingatök hjá þeim, þegar þeir rétta fram sína föðurlegu hjálparhönd, fulir mildi og kærleika til aUra lands- íns bama, enda sagði blessaður forsætisráðherrann við eitt gott tækifæri: „Það er gaman að vera Islend'ngur í dag.“ Já, það er gaman, þegar lands- feðurnir eru slíkir sem þeir eru nú. Ég veit það, að húsmæðumar eru glaðar, þegar þær fara sínar daglegu ferðir eftir mjólk og öðrum nauðsynjum út í næstu verzlun — hafa lengi verið það, en gleð n vex með hverjum degi sem líður, — það er dýrðlegt að þurfa ekki alltaf að rogast með pyngjuna jafnþunga heim aftur, það er eiginlega óþo'iandi að geta ekki tæmt hana í hvert sinn. En kæru húsmæður, þið þurfið ekki lengur að hafa áhyggjur af þvi að þið hnjótið um þúsund — eða fimm þúsumdkallínn, við hvert fótmál he m úr verzluminni. — Eða húsbóndinn, ekki þarf hann lengur að liggja vakandi langar nætur og leiðar, vegna þess að honum takist ekki að losna nógu fljótt við allar þær hrúgur af peningum, sem honum berast. Þegar neyðin er stærst er hjálp- in næst, og ég fullvissa ykkur um það, að það eru margar hend ur framréttar tU að létta þessum byrðum af ykkur — hendur rik- isstjómarinnar. Það er mikil Stjórn Lífeyrissjóðs verkalýðsfélaganna í Vesturlandskjördæmi auglýsir að hún hefur samþykkt að fasteignalán verði veitt til sjóðfélaga í vor. Umsóknarfrestur er til 15. apríl 1973. Þeir sjóðfélagar sem ætla að sækja um lán snúi sér til skrifstofu sjóðsins að Suðurgötu 36, Akranesi, sími 93-1927 og fulltrúa hans í Borgarnesi, Stykkis- hólmi, Búðardal, Ólafsvík og Helfissandi, og munu eyðublöð og aðrar upplýsingar gefnar varðandi lánin. Stjórnin. Tilboð Tilboð óskast í eftirtaldar bifreiðar i núverandi ástandi eftir hjón: SAAB 96, árgerð 1972 MOSKVITCH, árgerð 1971 SKODA, árgerð 1965 Bifreiðarnar verða til sýnis í porti Vöku h.f., Stór- höfða 3, föstudaginn 16. þ.m. frá kl. 13:00 — 16:00. Tilboðum skal skila til skrifstofu Brunabótafélagsins sama dag fyrir kl. 17:00. BRUNABÓTAFÉLAG ISLANDS, LAUGAVEGI 103 - SÍMI 26055. guðsblessun að eiga þá að í neyð, sem hvorki yfirgefa vini sína né ráðherrastólana, þó að rigni eldi og brennisteini og eldglæringum slái fyrir í stjórnarsölum. Það eru óneitanlega hraustmeimi, sem halda um stjómvöl þjóðar- skútu okkar íslendinga og ólík- legir til þess að fara frá borði fyrr en skútan er sokkin með manni og rnús, — og góðum skip stjórum ber að fylgja farkost- inum í djúpið, frekar en að yfir- gefa hann á meðan nokkur von er um björgun. En skipstjórar eru misjafnir, sumir sökkva skút unni, en bjarga sjálfum sér og fáeinum aurum. Bezti kosturinn er þó sá að bjarga öHu — fleyi, áhöfr og sjálfum sér. En býst nokkur við því hér eftir (bráð- um tveggja ára setu í ráðherra- stólum), að þessari stjóm takist að bjarga einu eða neinu, eru okkur ekki nær dagiiega færðar sönnur á hið gagnstæða? Hvað húigsa til dæmis húsmæður þessa dagana, finnst þeim til um hugulsemi stjórnarinnar í garð heimilanna? Dagleg útgjöld hækka, — ekki um nokkrar krónur — heldur hundruð króna og spáð er meiri hækkunum oft- ar seinna á árinu. Er ekki kominn tími til að fara að gera eitthvað og spyma við fótum? Það gagnar ekkert að kvarta niður í kaffibollann sinn um dýrtið og óstjóm, heima í eldhúskróknum, stjórnarherr- amir heyra það ekki og kaffi- bollinn segir ekki frá. En ef til vill yrði tekið eftir því ef hús mæður væru einu slnni saintaka og elduðu ekki mat í hálfan mán uð. Keyptu ekki vöruna, sem sífeUt er sprengd upp, — en svo undarlega vill til að brýnustu nauðsynjar fyrir heimUin, af ýmsiu tagi, hækka langmest, en það er hoHasta matvaran og heimiMsáhöld og tæki, sem eng- in húsmóðir má án vera. Hvað veldur, eru ekki heimilin nauð- synleg undirstaða í þjóðfélaginu — sú undirstaða sem alit bygg- ist á? Engir, er sitja í ráðherrastól- um geta velt milljörðum á miUi handa sér, ef heimilin eru aUs- laus, en svo Mtur út nú, að gera eigi alvöru úr þvf að kippa öllurn stoðum undan þjóðarbúinu og ganga rösklega til verks. — Og í stað þess að láta sér hugsast svo einföid úrlausn vandans að draga úr einhverjum fram- kvæmdum, sem „þeim er heima sitja“ þykja stundum vafasamar og sýnast ekki allar vera bráð- nauðsynlegar, þegar hart er í ári og hafa Mtið gildi fyrir stund- lega og eiliflega velferð lands- ins þegna. — Og það sem þjóðin hefur verið án i 1100 ár, ætti að þola enn nokkurra mánaða bið, án þess að neinn bíði við það tjón á sálu sinni. En ýmsar þessar framkvæmdir kosta tugi og hundruð milljóna króna, sem ef t'l vill munaði um að þurfa ekki að pína út úr skattgreiðendum, þegar árar sem nú. Nei, i stað svo auðveldrar lausnar úr fjár- málaöngþveiti ríkisstjórnarinnar — þá er ráðizt að heimilunum, og einstaklingunum, (þvi þeir eru líka fólk, þó sjaidan sé á það minnzt) jafnt ungum sem gömlum. Hver einasta leið er f£ir 'n sem hugsanleg er tU að plokka og reyta hvem eyri, áður en hann kemst í buddu þess, sem fyrir honum hefur unnið. En ef til viU er það guðleg forsjón, sem hefur skákað þessum mönn- um niður (eða upp) í ráðherra- stólana, okkur hinum til eilifr- ar sáluhjálpar, því sagt er aö eigi skuM safna fjársjóðum á jörðu, sem mölur og ryð fá grand að. Og það mega þeir þó eiga að dyggilega hafa þéir reynt að koma í veg fyrir að við syndug- ir þegnar föl'lum í þá freistni að leyna földum fjársjóðum, sem leitt geta sálir okkar beina leið niður á við á ónefndan stað, í stað upp, sem þykir víst öllu huggulegra og viðkunnanlegra tii frásagnar. Og það er ekki Mt- ið afrek að bjarga heiiU þjóð úr klórn hins vonda mammons. 2. marz 1973.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.