Morgunblaðið - 15.03.1973, Side 14

Morgunblaðið - 15.03.1973, Side 14
14 MORGUNESLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. MARZ 1973 Sextugur; Harry Frederiksen f ramk væmdastj ór i HARRY Frederiksen, fram- kvœmdastjóri Iðnaðardeildar sambandsins, er sextugur í dag. Trúi hver, sem trúa vill. Mér finnst það hafi verið i gær, að ég byrjaði að vinna hjá honum fyrir 23 árum, er Iðnað- ardeildin hafði verið nýstofnuð og við sátum tveir einir starfs- menn deildarinnar í litlu her- bergi í Sambandshúsinu. Þegar ég hugsa til þessa tíma er mér fyrst og fremst þakk- læti í huga. Þakklæti, fyrir natni hans og þolinmæði að kenna mér óhörðnuðum ungl- ingi að vinna. Harry er sánnkallaður „gentle- man“ í þess orðs fyllstu merk- ingu. Harry fæddist í Reykja- vik þann 15. marz 1913, sonur Age M. C. Frederiksen vélstjóra og konu hans Margrétar Hall- dórsdóttur. Árið 1927, 4. október, hóf hann störf hjá SÍS og hefur hann starfað þar óslitið siðan, fyrir utan tvo vetur er hann stundaði nám i Samvinnuskól- Viðræður Dana og Grikkja að hef jast AÞENU 10. marz — NTB. Fulltrúar Danmerkur og Grikk- lands munu innan tíðar hefja viðraeður um að koma á eðlileg- urn stjórnmálasamskiptum milli famdanna að nýju. Var þetta til- kynnt í Aþenu í dag. Þegar her- forlngjastjórnin tók völdin í Grikklandi árið 1967, kvöddu Dautir heim sendiherra sinn, og hefur sendiráðsritari síðan veitt forstöðu danska sendiráðinu i Aþenu. Nokkrum dögum áður höíðu Danir tjáð sig fúsa til að sam- baind lamdamma kæmist í eðlitegt horf. anum. Hann var fyrsti inn- heimtustjóri SÍS, en vann lengst í útflutningsdeild Sambandsins þar til hann tók við stjórn Iðn- aðardeildar er hún var stofnuð 1. jan. 1949. Síðan Harry tók við stjóm Iðnaðardeildar, hefur iðnaður Sambandsins eflzt stórkostlega, svo vægilega sé til orða tekið. Vakandi og sofandi hefur hann hlúð að óskabarni sinu, íslenzk- um iðnaði. Harry er kvæntur Margréti Jónsdóttur, Hjartarsonar, bónda á Saurbæ í Vatnsdal. Hún hef- ur verið bónda sínum stoð og styrkur í hans mikla starfi og trú mín er sú, að áhugi hennar á islenzkum iðnaði hafi verið Harry mikil og örvandi lyfti- stöng. Margrét og Harry eiga tvö mannvænleg börn, óskabörn, Ólaf og Guðrúnu. Ég og fjölskylda mín sendum Harry og fjölskyldu hans hug- heilar kveðjur á þessum tíma- mótum og óskum þeim alls hins bezta. Hjörtur Eiríksson. m HTra Þ FRÉTTIR í STUTTU MÁLI HAPPDRÆTTI DAS 1 efri deild mælti forsætis- ráðherra fyrir lögum um Hiappdrætti Dvalarheimilis aldraðna sjómamna. Lögim fela í sér þá breytimgu eina, að heimild DAS til hapjxirættis verði framleingd um 10 ár, en happdrættið hefur nú starfað í 19 ár. Vegna þess að gerðar hafa verið nokkrar breyting- ar á lögum um happdrættið á liðnum árum, þóitti rétt að flytja laigafruimvarp um happ- drættið í heild nú. BYGGING OG REKSTUR D AG VISTIJN ARHEIMIL A Frumvarp að lögum um byggingu og rekstur dag- heimila Vcir til annarrar um- ræðu I efri deild í dag. Til máls tóku Ragmar Amalds, Þorvaldur Garðar Kristjáns- som og Auður Auðuns. Um- ræður smerust eimkum um kos tn aóa rsk i ptin g u ríkis og sveitarfélaga við rekstur og byggingu dagheimilanna. LOÐNA TIL BRÆÐSLU Frumvarp til laga um loðnu til bræðslu var afgreitt til þriðju umræðu i efri deild. Til máls tóku Bjarni Guð- björnsson og Tómas Árnason, en í ræðu hans kom m.a. frtam, að nú hefðu veiðzt 330 þúsund lestir af loðnu. Af- urðaverð þessa afla væri um 2200 millj. kr. Ctflutningsgjald af sjAvarafurðum Lagafrumvarp um útflutn- ingsgjald af sjávarafurðum var afgreitt til þriðju um- ræðu með breytimgum, sem sjávarútvegsnefnd lagði til. Breytingin felst m.a. i því, að veitt er heimild tdl að endur- greiða útflutmingsgjald af þurrkuðum sialtfiski vegna þeirra erfiðleiika, sem nú eru á að láta enda ná saman í saltfiskframleiðslunmi. DVALARHEIMILI ALDRAÐRA Pétur Sigurðsson mælti fyr- ir breytmgartiHögum, sem hann flytur ásamt Sverri Her- mannssyni við frumvarp til laiga um dvalarheimili aldr- aðra, er málið var til þriðju umræðu í neðri deild. Ná þess- ar breytingatillögur til nær allra greina lagafrumvarps- ins. Pétur gerði grein fyrir því, hvers vegna tillögurnar komu fram svoma seint, en við fyrstu umræðu hafði hamn dvalizt erlendis, en verið veð- urtepptur er önnur umræða fór fram. Magnús Kjartansson, heil- brigðisiráðherra, kvaðst vera andvigur flestum breytingatil- lögunum, en sagðist myndu gera nánar greim fyrir því síðar, þar sem hann þyrfti að vera við jarðarför. Var málinu siðain frestað. FRAMKVÆMD EIGNARNÁMS Ellert B. Schram mælti fyr- ir tveimur breytdmgatilögum við lagafrumvarp um fram- kvæmd eignamáms. Flutti Ellert itariegit mál um fram- kvæmd eigmarnáms og um þau markmið, sem helzt þyrfti að haifa í huga í því sambandi. Benti hann og á, að á þessu þingi hefðu komið fram ým- is lagafrumvörp, sem gengju gegn eignarréttimum, svo sem frumvarp um Lyfjastofmun og frumvarp um breytimgu á orkulögum. Breytingartillögur Elierts Sohram gera fáð fyrir að felld verði niður 3. mgr. 12. greinar frumvarpsins og 14. grein frumvarpsims. 1 3. mgr. 12. gr. segir: Þegar fasteign eða hluti fasteignar er tekinn eignarnámi, getur matsnefnd ákveðið að eignar- námsþola verði bætt tjón hans að einhverju eða öllu leyti með fiaisteiign eða hluta fast- eigmar, sem eignarnemi get- ur ráðstofað. 14. grein gerir ráð fyrir að matsnefnd geti heiimilað eignarnema að taka umráð verðmætis eignarmámi, þó að mati sé ekki lofcið. Segir og að komi fram krafa um tryggimgu fyrir væntandegum bótum skuli eignarnemi setja hana. Greinar þessar taldi Ellert B. Sohram ganga gegn meg- in markmiði frumvarpsins um vernd eignarréttarins. Ólaifur G. Einarsotn var ekki sammála þessari skoðun og toldi hann þessar tillögur, sem og frumvarpið allt, til bóta frá því sem nú er i lög- um. Ágúst Einarsson skrifar frá Þýzkalandi: „Hvernig getum við hjálpað ykku r?“ Eldgosið í Vestmannaeyjum hefur vakið töluverða athygli hér i Þýzkalandi. Einkum fyrstu daga gossins birtu fjöl- mörg dagblöð æsifrásagnir frá Heimaey. Ýmis dagblöð og tima rit hafa þó fjallað um gosið á málefnalegan hátt. Aðrir fjöl- miðlar, svo sem sjónvarp og hijóðvarp, hafa verið furðan- lega hljóðlátir í sambandi við fréttaflutning af gosinu. Ofan- ritaður átti eftirfarandi viðtal við Ilse Weitzel, sem búsett er í Hamborg. Use Weitzel hefur alltaf haft mikinn áhuga á Is- landi og dvaldist þar meira en eitt ár fyrir nokkrum árum. Hún er gift Hans Weitzel, þýzk um kvikmyndatökumanni, sem gert hefur fjölmargar myndir um Island og íslenzk málefni, sem sýndar hafa verið í þýzka sjónvarpinu og víðar. Hún gjör þekkir því þýzka sjónvarps- heiminn, og er ekki sízt fróð- legt fyrir íslendinga að kynn- ast skoðunum hennar varðandi eldgosfréttlr í þýzkum fjölmiðl um. Hver voru viðbrögð almenn- Ings í Þýzkalandi, þegar fréttlr bárust af gosin? Þetta kom eins og reiðarslag yfir þá Þjóðverja, sem hafa einhver kynni af íslandi og þekkja til aðstæðna í Vest- mannaeyjum. Við finnum djúpt til með Vestmannaey'.ngum, svo og með öllum landsmönn- um og viljum gera allt, sem í okkar valdi stendur, til að hjálpa þeim, sem misst hafa allt sitt. Hins vegar er ekki hægt að segja, að viðbrögð þorra almennings hafi verið mikil, þvi að mjög lxtið hefur verið skýrt frá gosinu í sjón- varpi og hljóðvarpi. Hvaða ástæður eru fyrir því, að svona lítið hefur verið birt nm gosið í þýzkum fjölmiðlum? fslenzk yfirvöld gerðu erlend um blaðamönnum mjög erfitt fyrir. Það var mjög erfitt, raun ast óframkvæmanlegt, fyrir er lenda blaðamenn að fá leyfi til að fara til Vestmannaeyja tll að taka myndir og skrifa frétta frásagnir af gosinu. í öðru lagi virðist íslenzka sjónvarpið liggja mjög á öllum kvikmynd- um, sem gerðar hafa verið. Mér er persónulega kunnugt um fjölda blaðamanna frá Þýzka- landi, sem hættu við Islandsför þegar fréttist um þessa erfið- leika. Teljið þér, að þessi afstaða Islendinga hafi haft neikvæð áhrif á fjársöfnun tii hjálpar Vestmannaeyingum? Tvímælalaixst. Við verðum að taka tillit tíl þess, að venja er í Þýzkalandi að hvetja til fjár- söfnunar í sjónvarpi vegna nátt úruhamfara. Einung's tvisvar til þrisvar sinnum birtust frá- sagnir af gosinu í fréttum sjón vaipsins, vegna þess að ekkert myndefni fékkst fré íslandi. — Ekkert tækifæri hefur þvi gef- izt til að skýra fyrir almenningi framþróun og afleiðingar goss ins og hvetja aimenning til al- mennrar fjársöfnunar. Þetta hefur verið mikið áfall fyrir Is- lendinga, þvi að almenningur í Þýzkalandi er mjög örlátur, þegar um náttúruhamfarir í öðrum löndwm er að ræða. Einu safnanirnar eru þær, sem ís- landsvinafélögin hafa staðið fyr ir meðal félagsmanna sinna. Hvað er að segja um Rauða krossinn í þessu sambandi? Ég talaði persónulega við Rauða krossinn í Hamborg og spurðist fyrir um skipuilagða fjársöfnun til Vestmannaey- inga. Þar var mér tjáð, að beiðni um slíka fjársöfnun yrði að koma frá íslenzka Rauða krossinum til aðalskrifstofu AI þjóða Ranða krossins, sem síð- an myndi senda þessa beiðni til hinna einstöku deilda. Rauða krossinum í Hamborg var ekki kunnugt um slíka beiðni um skipulagða fjársöfnun. Heifitr verið reynt að fá myndefni frá íslenzka sjón- varpinti "m gosið? Já. Tvær mjög vinsælar sjón varpsdagskrár vildu birta þætti um gpsið og sýna þá kvikmynd ir um leið. 1 þessum þáttuim átti að hvetja til fjársöfnunar og birta númer á bankareikn- ingi, sem almenningur gæti lagt inn á. Það var sent telexskeyti til íslenzka sjónvarpsins og beð ið um myndir. Ekkert svar barst. Þetta var ítrekað með öðru telexskeyti, en engu var svarað. Mér er þetta gersam- lega óskiljanlegt. Almenningur í Þýzkaiandi er því tiltöiiilega illa npplýstur uni gosið og afleiðingar þe»s. Já, við vituim, að sjónvarp nær til mun fleiri manna en blöð, og þó að ýmis dagblöð hafi birt öðru hvoru hálfgerð ar æsifréttir um gosið, þá eru vandamái Islendinga alls ekki nægilega skýrð. Ekki er að efa, að fréttir af gosinu hefðu t.d. skýrt mjög hinn réttmæta mál stað íslendinga í landhelgismál inu. Almenning í Þýzkalandi vantar upplýsingar um þessar náttúruhamfarir og um islenzk málefni. Við erum reiðubúin að styða Islend nga á allan hátt í þessum þrengingum, en hvem- ig getum við hjálpað, ef við fáum ekki tækifæri til þess?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.