Morgunblaðið - 15.03.1973, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 15.03.1973, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. MARZ 1973 15 Kennslubók og þægileg handbók Heimir JÞorleifsson: Frá einveldi til lýðræðis. Islandssaga eftir 1830. Bókaverzlun Sigfúsar Eymundss 1973. Þetta er að ytra útliti mynd- arleg og nokkuð nýstárleg bók, og hún er og að efhismeðferð um sitthvað sérstæð í flokki þeirra mörgu Islandssagna, sem út hafa verið gefnar. 1 meginmáli bókarinnar er lögð áherzla á að blanda sem minnst saman sögu þeirra manna, sem gerzt hafa frum- kvöðlar eða forystumenn, og rás atburða og lýsinga á orsökum og aðstœðum. Hins vegar skrifar svo höfundur sérstakar smálet- ursgreinar um 26 menn túnabils ins. Þær hefjast allar efst á blað siðu, og margar þeirra eru ekki heil síða, en fáar einar eru það langar, að nokkrar linur flyrj- ast yfir á aðra siðu. Þar er stutt lega rakinn æviferill þessara manna, sem allir eru nú látnir og drepið á þau störf sem þeir hafa innt af hendi, en ekki koma, nema þá að litlu leyti, við þjóðarsöguna. Einnig er þar nokkuð greint frá gerð margra þessara manna, og skírskotar höfundur gjarnan orðrétt til um sagna samtíðarmanna — og þá stundum andstæðinga, sem mælt hafa eftir manninn látinn. Að- eins ein kona, Bríet Bjarnhéð- insdóttir, er í þessum úrvals- hópi. Þar eru og nokkrir menn, sem varu fyrst og fremst fröm- uðir á sviði atvinnu- og við- skiptamála, en flestir hinna 26 voru einkanlega brautryðjend- ur í frelsisbaráttu þjóðarinnar eða valda- og forystumenn á sviði þjóðfélagsmála í víðtækri merkingu. Það sem vekur þegar i stað athygli þess, sem flettir bókinni, er ' tvennt, auk smáletursgrein anna, sem þegar hefur verið get ið. Fyrst er þá að nefna hinn mikla og sérstæða fjölda mynda. Þær eru 175, auk myndanna af hinum 26 — eða ails rúmlega tvö> hundruð. Myndirnar eru frá ýmsum skeiðum þess tímabils, sem um er fjallað. Þær eru og af irijög margvíslegu tagi , — af mönnum, húsum, kaupstöðum og bændabýlum — og allmargar úr atvinnulífinu. Þá eru þarna myndir af landabréfum, titilsið- um merkra tímarita, stjórnar- auglýsingum, athyglisverðum fyrirsagnum í blöðum, banka- seðlum, hlutabréfum Eimskipa- félags Islands og togarafélags- ins AHianee, hópmyndir merkra atburða — að ógleymdum all- mörgum skopmyndum, einkum úr Speglinum, — og þó að þessi upptalning sé allrækileg, er þar ekki' getið allra tegunda þeirr- ar myndauðgi, sem bókin hef- ur að geyma. Híð þriðja, sem vakti strax athygli mina, var það, að höfundurinn vilar ekki fyrir sér að rita sögu allra sið- ustu árátuga, lýkur bók sinni með kósriingasigri Hannibals Valdimassonar það herrans ár 1971' bg stjórnarmyndun Ólafs próféssórs Jóhannessonar, sem trúlegá verður allminnisstæður atbúrður i þjóðarsögunni. 1 bókarlok ér nafnaskrá, skrá yfir atfiðisórð og rit, sem hðf- undur' héfur hotað sem heimild- Ir, og'í föririalabókárinnar seg ir svo: „Áformað er, að innan skamms komi út hefti heímildar texta, talna og ' taflna, sem fylgja eiga bók þessari." Bók in er hvorki meira né minna en 270 stórar og þéttletraðar blaðsíður, og þar eð höfundur gerir sér mikið far um að segja frá í sem stytztu máli, en þó skýrt og skipulega, hefur bók- in að flytja mikinn og margvís- legan fróðleik. 1 hinum stutta Inngangi gerir höfundur fáorða, en þó allskil- merkilega grein fyrir aðaldrátt- um íslenzkrar sögu á því tima- bili, sem bókin tekur tH, — og tengslum þróunar þjóðlífs og at vinnulífs við stórviðburði i um- heiminum. Þar gerir hann og grein fyrir efnismeðferð sinni í sögunni fram að 1904. Hann seg ir svo: „í samræmi við þann aðskiln- að, sem bent var á, að rikti á 19. öld milli stjórnfrelsisbarátt- unnar og almennrar umbóta- stefnu i innanlandsmálum, hef- ur í riti þessu þótt rétt að greina frá þessum málaflokkum í aðskildum meginköflum. Stjórnfrelsisbaráttan er rakin í samfelldri heild, en ýmsir flokkar innlendra mála eru ræddir á eftir í sérstökum köfl- um." Og ennfremur: „Með inn- lendri ráðherrastjórn verða þáttaskil. Atvinnumál og al- in —Lýðveldi, Árin eftir strið. 1 þættinum um sjálfstæðisbar- áttu 19. aldar er fyrst gerð nokkur grein fyrir þeim þjóð- legu og lýðræðislegu frelsis- hreyfingum, sem fylgdu júlí- byltingunni frönsku upp úr 1930, í flestum löndum Evrópu, enda urðu áhrif þeirra dönsku einveldi og stórdanskri stefnu í samskiptum við hjálendur og granna ærið örlagarik. Þessu er lýst allrækilega og þá án málalenginga, og síðan er sagt á mjög skýran, en mælgislausan hátt, að mér virðist frá hverju því atriði, sem máli varðaði, í hinni löngu og seinvirku frels- isbaráttu þjóðarinnar á þriggja aldarfjórðunga tímabili — og þá einnig ýmsu öðru sem hér gerð- ist og var í beinum eða óbein- um tengslum við þessa baráttu. Höfundur vill auðsjáanlega á engan halla, og er meðal annars ljóst vitni þess, að hann ritar smáletursgrein um séra Arn- ljót Ólafsson, sem þótti flestum fremur meira en nóg um, hve Heimir Þorleifsson. hafi þeirra fólksflutninga úr sveitum landsins að sjávarsíð- unni, sem enn er um rætt sem ærið umfangsmikið og torleyst vandamál, enda hefur mér virzt að stundum væri viljinn til lausnar þess meiri í orði en á borði — og jafnvel kæmi það fyrir, að sá hyggi þar ekki sizt, er hlífa skyldi. Síðan er gerð grein fyrir fjármálum eða enn frekar fjárskorti þjóðarinnar — og breytingum og framförum á sviði atvinnu- og viðskiptamála. Þa er rætt um skóla og kirkju, dómsmál, menningarstarfsemi, vísindi og blaðaútgáfu. Þarna er frá mörgu og margvislegu sagt, en ætla má að þó telji sum- ir einhvers vant eða meira ætti að segja frá þessu en minna frá hinu, en mér þykir þarna sagt frá f urðu miklu á stuttorðan hátt og fæ ekki betur séð en höfundur hafi allvandlega vegið og metið hvað varðaði málið og hvert rúm skyldi léð, og ekki virðist mér að höfundur hafi nokkra til- hneigingu til hlutdr»gni. Öllum má vera ljóst, að málið vandast meira og meira hjá höf undi þessarar bókar, eftir því sem nær dregur samtímanum. Margir eru enn á lífi, sem muna hinar margslungnu deilur og flokkaflækjur frá árunum 1904 til loka heimsstyrjaldarinnar fyrri og ýmsum hleypur enn kapp i kinn, ef þeim þykir hall- að á Hannes Hafstein, Skúla Thoroddsen eða Björn Jónsson. Þá er og mörgum beinlínis eit- ur í beinum að óvarlega sé sagt frá hinu um margt leiða og þung bæra tímabili milli heimsstyrj- aldanna og flestir, sem komnir eru til vits og ára telja sig ann- að hvort hafa sannar sagnir um eða þekkja meira og minna af eigin raun atburði og allt að því byltingarkenndar breytingar á högum þjóðarinnar frá upphafi heimsstyrjaldarinnar síðari og fram til 1971 — og þá um leið Guðmundur G. Hagalín skrifar um BOKMENNTIR menn innlend framfaramál tengjast náið stjórnmálum og stjórnmálamönnunum, eins og fyrsti ráðherrann fékk að reyna í símamálinu." Þá er raktir hafa verið aðal drættir sögunnar, farast höf- undi þannig orð um árangur þróunarinnar: „Eftir 1950 hafa lífskjör al- mennings farið jafnt og þétt batnandi. Atvinna hefur oftast verið næg og stundum of mik- il, en verðbólga er förunautur velmegunar." En — svo kveður hann les- andann þannig, að fulljost verð ur, að ekki þyki honum allt sem skyldi, þó að nóg sé að starfa, húsakynni stórum bætt og yfir- leitt gnægð fæSis og fata. Hann segir: 1 kvæðinu ,,í landsýn" talar Þorsteinn Erlingsson þeim orð- um til lands síns, sem verða mættu íslendingum allra tíma umhugsunarefni: Við vonum þú senn eigir svipmeiri þjóð og senn verði heiðari bráin; til þess orti Jónas sín þjóðfrægu ljóð, til þess er Jón Arason dáinn. Bókin sklptist í sjö aðalþætti, sem merktir eru rómverskum töl um. Þeir helta þetta: Inngangur, Sjálfstæðisbarátta 19. aldar, Almenn mál 19. aldar, HeimastjórnartimabH, Árin milli stj-íða, Siðari heimsstyrjöld „endalaust og árangurslaust stjórnarbótarstagl" sat i fyrir- rúmi fyrir fjárhagsmálum þjóð- arinnar og þar með nauðsynleg um umbótum, enda var séra Arnljótur um sitthvað víðsýnni í innanlandsmálum en flestir aðr- ir stjórnmálamenn samtimans. Þá dæmir og höfundur aðgerð- ir landshöfðingjanna með fullu tilliti til aðstöðu þeirra og ritar af glöggum skilningi smáleturs grein um Magnús Stephensen. Hann getur og fleiri stjðrnmála manna tímabilsins en flestir aðr ir, sem ritað hafa Islands sögur og hallar ekki á þá menn, sem stundum eða jafnvel oftast voru andstæðir Jóni Sigurðssyni eða Benedikt Sveinssyni. Um Valtý Guðmundsson og Valtýskuna rit ar hann skýrt og eftirminnilega og gerir hlut Valtýs að verðleik um betri en hann hefur yfirleitt verið i augum þorra manna, og hann lætur meðal annars getið þeirra orða Valtýs, sem munu siður en svo fjarri sanni, að Hannes Hafstein hafi drepið hann með glæsimennskunni, en þar kom þó raunar fleira til greina, svo sem höfundur bók- arinnar einnig getur. Þættinum um „almenn mál" 19. aldarinnar er skipt í tólf kafla, enda efnið viðamikið, og virðist mér auðsætt, að tviskipt ing sögu þessa timabils hafi ver ið vel ráðin. Kaflarnir í síðara þættinum eru tólf. 1 þeim fyrsta er sagt frá árferði, vexti þjóð- arinnar, Ameríkuferðum og upp það stjórnarfar — og stundum stjórnleysi, sem slikar gerbreyt ingar virðast óhjákvæmilega hafa í för með sér, þar sem þrýstingur frá kröfufrekum kjósendum og margvislegum samtökum, ásamt haltrandi við- miðun við erlenda framvindu, veldur meira og minna „fljót- andi gengi " siðrænnar ábyrgð- ar. En bókarhöfundur bregður á ýmis ráð til að forðast það, að honum verði brugðið um hlut drægni, hvað þá alger rang- hermi, ritar þó allrækilega smá- letursgreinar um svo umdeilda menn sem Hannes Hafstein, Skúla Thoroddsen og Björn Jónsson — og jafnvel um til- tölulega nýlátna foringja, sem svo til hver unglingur man. . . . En Heimir Þorleifsson sleppur við að lýsa stjórnarfari síðustu tveggja ára, og svo lætur hann þá duga það, sem hann gefur í skyn með skírskotun til hinna eftirminnilegu orða úr ljóðinu Landsýn! En ég get ekki látið hjá líða að minnast á alvarlega vöntun í þessari margvísu bók. Höfundur inn skírskotar nokkrum sinnum til skálda, og hann nefnir nokk ur skáld og einar fjórar eða fimm bókmenntastefnur, og hann birtir — í svipuðu formi og Ijósmyndarar í auglýsinga- gluggum sinum — myndir af 18 skáldum 19. aldar og eru mynd- irnar svo litlar, að ég þekki ekki skáldin með berum augum! Hann ætlar auðvitað íslenzku- kennurum kennslu i bókmennta sögu en samt sem áður virðist mér að hann hafi tekið gildi bókmenntanna fyrir þjóðarsög- una slikum káktökum, að það megi ekki vera óátalið. Fornbók menntirnar og þær bókmennta- greinar, sem alþýðan lagði rækt við á nauðöldunum, burgu ís- lenzkri tungu og einnig mann- dómi þjóðarinnar. Þær vöktu á henni athygli og virðingu vitt um heim og voru Jóni Sigurðs- syni ómetanlegt vopn i barátt- unni fyrir rétti Islendinga, auk þess sem þeim var að þakka, hve þjóðin var þrátt fyrir allt fljót að skynja og skilja frum- herja og forystumenn og skyld- ur sínar við þá. Og vissulega höfðu ljóð 19. aldar skáldanna svo mikil og margslungin áhrif til örvunar og vakningar allrar þjóðarinnar, að þess ber að geta allrækilega í hverri fslandssögu og einnig er óhætt að fullyrða, að ýmis skáld þessarar aldar hafi verið virkir boðberar og örvendur jákvæðrar framvindu með þjóðinni — en sum önnur þarfir gagnrýnendur. Höfundur sögunnar getur nokkuð íslenzkr ar myndlistar, en tónlistar að svo til engu. En ég leyfi mér hér með að benda á, að vert hefði verið að geta þess, hve áhrifaríkur til vakningar og menningarauka á 19. öldinni var samleikur skáldskapar og söng- listar. Læt ég nægja að minna á eitt eftirminnilegt og órækt dæmi, sem geta skyldi ávallt, þegar sögð er saga Islands. Þar á ég við hið mikla og stund- um daglega samstarf hins há- lærða menntamanns og þjóð skálds Steingríms Thorsteins sonar og járnsmiðsins Jónasar Helgasonar, en hin mörgu söng hefti Jónasar flugu um land allt, voru mikið notuð og urðu feikna vinsæl. Sem kennslubók mun Frá ein veldi til lýðveWis eingöngu ætl- uð efri bekkjum menntaskóla, en í bókinni eru rakin i stuttu máli, en þó ærið rækilega, svo mörg mál og málaflokkar, að erf itt mun reynast að kenna hana svo, að velflest komist til skila í heilabú nemendanna. En ég tel að ekki megi hún aðeins verða að gagni í menntaskólum, held- ur geti hún orðið að notum í hér aðs- og gagnfræðaskólum sem lesbók og ennfremur sem hand- bók nemenda við samningu stuttra ritgerða um söguleg efni. Loks leyfi ég mér að leggja áherzlu á það, að jafnvel sæmi- lega sögufróðum og minnugum mönnum, hvað þá öðrum, mun hún henta sem „uppsláttarbók" — og ekki efa ég, að hún verði höfundi sínum til uppsláttar! Bókin er prentuð í Odda og frá henni gengið i Sveinabók- bandinu, og er hún vönduð að frágangi, jafnt yzt sem innst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.