Morgunblaðið - 15.03.1973, Síða 16

Morgunblaðið - 15.03.1973, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. MARZ 1973 JMtftgtiitirliiMfe Útgefandi hf. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthias Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Arni Garðar Kristinsson. Ritstjóri og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10-100. Auglýsingar Aðalstræti 6, simi 22-4-80. Askriftargjald 300,00 kr. á mánuði innanlands. I lausasðlu 18,00 kr. eintakið. Ritstjórnarfuiltrúi Fréttastjóri Dersýnilegt er nú, að stjórn- " arflokkarnir eru í óða önn að undirbúa fall vinstri stjórnarinnair og skapa sér pólitíska stöðu, þegar að því kernur. Að undanförnu hefur verið haldið uppi í málgögn- um Framsóknarflokksins, Tímanum og landsbyggðar- blöðunum, markvissum áróðri þess efnis, að Framsóknar- flokkurinn hafi viljað leysa efnahagsvandamálin með ábyrgum hætti en sú við- leitni hafi strandað á þeim vonda manni, Bimi Jónssyni, forseta ASÍ, sem ekki hafi viljað taka upp viðræður við ríkisstjórnina um raunhæfar aðgerðir gegn verðbólgunni. Þetta stef hefur verið leikið með mismunandi tilbrigðum í stjómmálagreinum Tímans og minniháttar málgögnum Framsóknarflokksins. Er greinilegt, að Framsóknar- menn telja það vænlegast að kenna verkalýðshreyfingunni um ófarir vinstri stjórnarinn- ar. Ráðherrar Alþýðuþanda- lagsins Undirbúa fall stjórn- arinnar með öðrum hætti. þeir hafi verið andvígir að- gerðum hennar í efnahags- málum, en fallizt á þær til þess að bjarga „stóru“ málun- um, landhelgismálinu og varnarmálunum. Það er til marks um heil- indi kommúnista í stjórnar- samstarfinu, að á ríkisstjórn- arfundi þeim, sem haldinn var sunnudag einn í desem- ber í ráðherrabústaðnum í hátíðarskyní, þegar gengis- lækkunin var ákveðin, strengdu menn þess heit að koma fram sem einn maður og verja gengislækkunina og segja, að stjórnin öll stæði að henni. Ekki voru margir dag- ar liðnir er þetta heit var rof- ið bæði af kommúnistum og framsóknarmönnum og sögn Alþýðublaðsins af ræðu hans þar, var sannarlega eng- in tilviljun, heldur liður í markvissri stefnu forystu- manna Alþýðuflokksins og SFV að samstarfi eða sam- runa í næstu kosningum, jafn- vel með þátttöku hóps ungra framsóknarmanna. Þannig eru allir stjórnar- flokkamir, hver með sínum hætti, að undirbúa það, að ríkisstjórnin fari frá. Ekkert sýnir betur þá algeru upp- gjöf, sem nú einkennir störf ríkisstjórnarinnar, en einmitt þessar undirbúningsaðgerðir, sem öllum eru sýnilegar. Enda er svo komið, að ríkis- stjórnin gerir ekki lengur til- raun til þess að takast á við þau vandamál, sem hún hefur UNDIRBUA FALL STJÓRNARINNAR Allt frá því að gengislækkun- in var ákveðin í desember- mánuði sl. hafa þeir kapp- samlega haldið því fram, að þeir hafi verið andvígir geng- islækkuninni og raunar öllum þeim ráðstöfunum öðrum, sem ríkisstjórnin hefur stað- ið að síðan, en fallizt á þessar aðgerðir til þess að bjarga stjóminni. Með þessum hætti vilja þeir undirbúa þann áróður, sem þeir munu reka, þegar stjórnin er fallin, að skyldu þeir veita því eftir- tekt, sem hug kynnu að hafa á samstarfi við þessa flokka síðar meir. Samtök frjálslyndra og vinstri manna hafa einnig verið að búa sig undir fall vinstri stjórnarinnar með hreingerningu innan dyra og viðræðum við Alþýðuflokk- inn um samstarf. Ferð Bjöms Jónssonar á fund laun- þegaráðs Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur og ítarleg frá- sjálf skapað og hefðbundin forysta ríkisstjórnar í störf- um Alþingis er ekki lengur fyrir hendi. Þegar svo er komið málum er tímabært að menn fari að undirbúa sig undir þær breyt- ingar, sem leiða af falli vinstri stjórnarinnar, óförum hennar og óstjórn í efnahags- og atvinnumálum, Ljóst er, að þjóðin þarfnast einskis fremur nú en styrkrar stjórn- ar, sem nýtur trausts almenn- ings og þeirra fjöldahreyf- inga, sem eru aðilar vinnu- markaðarins, er hafa úrslita- áhrif á þróun mála á þeim vettvangi. Slíkt traust al- mennings og samtaka verka- lýðs og vinnuveitenda er for- senda þess, að hægt verði að taka til höndum og hefja nýtt viðreisnarstarf eftir þann við- skilnað, sem fyrirsjáanlegur er hjá vinstri stjórninni. Almennar kosningar í land- inu, sem gefa kjósendum kost á að kveða upp sinn dóm yfir vinstri stjórninni og verkum hennar, eru að sjálfsögðu grundvallaratriði og forsenda þess að takast megi að tryggja samvinnu þeirra þjóð félagsafla, sem uppfylla fram- angreind skilyrði um styrka og samhenta stjórn. Hvar- vetna bíða verkefni úrlausn- ar þeirra manna, sem við verða að taka, fyrst og fremst að ná á ný tökum á stjórn efnahagsmála, en einnig á sviði utanríkismála og við að tryggja sigur íslendinga í landhelgismálinu. Þegar stjórnarskiptin urðu á miðju sumri 1971 var haft á orði, að líklega yrði þjóðin stöku sinnum að kjósa yfir sig vinstri stjórn til þess að sann- færa sjálfa sig um, að sá val- kostur leiddi ekki til velfarn- aðar. Nú hefur sú reynsla fengizt enn á ný og niður- staðan er hin sama og jafnan fyrr og þá ættu að vera fyrir hendi allar forsendur til traustrar stjórnar. NY VERKEFNI KISSIN GERS Henry Kissinger er um þess- ur mundir aíi endurskipuleg'gja starfslið sitt í Hvíta húsinu, og sam- kvæmt fyrirmælum forsetans er hann að búa sig undir mikiar annir í við- ræðum við ráðamenn í Vestur- Kvrópu, .lapan ng Mið-Austurlönd- um um samskiptin við Bandarikin. Á undanförnum tveimur árum hafa ferðir hans á vegum forsetans til Peking, Moskvu, Parísar, Saigon og Hanoi vakið heimsathyglí, og nafn þessa fyrrverandi prófessors við Harvard-háskóla er orðið þekkt um heim allan. En dagar stórtíð- inda eru liðnir, og framundan er tími nákvæmrar könnunar á gjald eyrisvandamálinu, orkuskortinum í heiminum og deilum Araba og Isra- ela, en þessi mál eru nú efst á dag- skrárlista utanríkismála í Washing- ton. Kissinger er nú að búa sig undir viðræður í Evrópu og Mið-Austur- löndum — en þær eru tengd- ar, vegna þess að deilur Araba og Israela og orkuskorturinn hafa áhrif í Evrópu ekki síður en í Bandarikj- unum — og sá undirbúningur er jafn ítarlegur og undir viðræðumar i Peking og Moskvu. Hann hefur fleiri atriði að semja um nú, og verður því að veita að- stoðarmönnum sinum víðtækara verk svið Hann þarf að ráða til sín nýj- an ráðgjafa í innlendum efnahags- málum, og verður hann væntanlega ráðinn á næstu vikum. Helmut Sonn enfeldt verður helzti ráðunaut- ur hans í máium Evrópu og Sovét- ríkjanna, ef hann ekki verður flutt- ur til fjármálaráðuneytisins. Richard T. Kennedy fyrrum ofursti í hemum verður ráðgjafi í öllum málum er varða Öryggisráð Bandaríkjanna, og aðalráðgjafi í öllum málum verður Brenc Scowcroft hershöfðingi, sem tekur við af Alexander M. Haig hershöfðingja, núverandi varafor seta herráðsins. Að sjálfsögðu er Kissinger aðeins starfsmaður forsetans, og hefur aldrei þótzt vera annað, en nú er starf hans að taka breytingum. Hann hefur komið á nánum persónulegum tengsium við Chou En-lai í Peking og Le Duc Tho í Hanoi, og þarf sennilega að halda þeim samböndum báðum. Norður-Vietnamar hafa til dæmis rofið samkomulagið, sem Kissinger gerði við Le Duc Tho með því að halda áfram vopnaflutningum til Suður Vietnams, og Kissinger verð- ur sennilega að láta það brot til sín taka persónulega. í>á verður einhver innan Nixon- stjórnarinnar að hafa eftirlit með framkvæmd samkomulagsins milli Peking og Washington um að skipzt verði á sendifulltrúum, og enginn þekkir það mál betur en Kissinger. Kínverjar létu Kissinger um að semja fréttatilk. um síðustu viðræðurn- ar í Peking, og breyttu aðeins þrem- ur orðum í handriti hans. Það var ekki Kissinger, heldur Kínverj- ar, sem lögðu til að Kína kæmi sér upp aðsetri sendifulltrúa í Washing- ton, og kom sú tillaga Kissinger á óvart. Kissinger varð fyrstur háttsettra talsmanna vestrænnar ríkisstjórnar til að heimsækja Hanoi, og hann verður að halda samböndum sínum I Asíu þótt hann snúi sér að áhuga málum forsetans varðandi Evrópu, Japan og Mið-Austurlönd. Það eina sem Kissinger vantar I sambandi við þetta breytta ástand er að fundinn verði upp 48 klukku- stunda sólarhringur. Vinir hans vilja að hann dragi sig í hlé nú meðan hann er enn á tindinum, og segja að honum geti ekkert miðað nema niður á við. Hann er hundeltur af dagblöðum, tímaritum og bókaútgef- endum, sem vilja að hann skrifi bæk ur fyrir milljónir, en hann verður áfram í starfi sínu, og er að endur- skipuleggja starfslið sitt til að mæta vandamálum framtiðarinnar. Fyrst tekur hann sér þó frí frá störfum í hálfan mánuð til að hvíla sig og beina huganum að nýju verk- efnunum í Evrópu og Mið-Austur- löndum, sem forsetinn hefur falið honum. Það verður athyglisvert að fylgj- ast með honum í þessum nýju verk- efnum. í Asíu vann hann að því að koma á sáttum, að heimflutningi frá Vietnam, að samkomulagi við Kína, Sovétríkin og Japan, og að því að koma á nýju valdajafnvægi i heim- inum. 1 Evrópu bíða hans vandamál er varða gjaidmiðlá, viðskipti, tækni og hernaðarlegt öryggi. 1 Mið-Austurlöndum er grundvall- arspurningin þessi: Eiga Bandarík- in að hafa forustu um að miðla mál- um milli ísraels og Arabaríkjanna, og ef svo er, ætti þá Washington að tryggja öryggi ísraels og senda bandaríska hermenn til eftirlits við landamærin? 1 Washington eru vandamálin þessi: Hver er stefna Bandaríkjanna varðandi dollarann, varðandi her menn í Evrópu, varðandi stuðning við Israel og þörf okkar fyrir olíu Eftir James Reston Henry Kisslnger. frá Arabaríkjunum, varðandi það hve lengi við eigum að halda rúm- lega 250 þúsund manna herliði vest- an Elbufljóts, varðandi vtð- skipti Bandaríkjanna við aðrar þjóð ir, greiðslujöfnuð, óhagstæðan við- skiptajöfnuð, atvinnúleysi, kaup- gjald, verðlag, valdajafnvægið er- lendis og jafnvægið milli auðugra og snauðra heima fyrir. Undanfarin tvö ár hefur Kissinger aðeins verið falið að einbeita sér að Kina og Sovétríkjunum, og það hef- ur hann gert mjög vel, en nú er hon um falið að vinna að mun flóknarí vandamálum Bandaríkjanna, og hann er að taka sér firí til að hugsa málin og endurskipuleggja starfslið sitt. Árangurinn af viðræðum hans við Chou En-lai i Peking og Le Duc Tho í París og Hanol er mjög góður, en nú verður hann að snúa sér að Heath, Pompidou og Brandt í Evrópu og að Wilbur Mills og öðr- um í bandaríska þinginu, og það verður sennilega ekki jafn auðveit, jafnvel ekki fyrir Kissinger.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.