Morgunblaðið - 15.03.1973, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 15.03.1973, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. MARZ 1973 Eliszabet Ferrars: Sarniariía i daurisrin Það hefði nú kannski verið góðunn nágranna samboðið að bjóða henni ósnerta mjólk- urflösku, sem fuglarnir væru ekki búnir að smakka á, en Rak- el vildi ekki eiga það á hættu, að sér yrði boðið inn og hún Veizlumatur KALT BORÐ SNITTUR Sl AVEIZLUR. LTBÚNAÐUR EFTIR YÐAR EIGIN ÓSKUM. KRÆSINGARNAR ERU f KOKKHÚSINU. HUSIÐ Lœkjargata 8 sími 10340 neydd til að drekka sérríglas og tafin þangað til búið yrði að loka í þorpsbúðinni um hádeg- ið. Henni fannst ungfrú Dalziel alltaf frekar ágeng og hún hafði enn ekki lært að afþakka svona boð vingjarnlega en ákveðið. Rakel vonaði, að hún hefði ekki sézt frá húsinu er hún gekk að hjólinu sinu aft- ur, stakk flöskunni í körfuna, sem hékk á stýrinu, og ók til þorpsins. Hún hafði dálítið samvizkubit af því að flýta sér svona burt, en hún hafði ekkert hugboð um, að hún mundi seinna sjá meira eftir því en nokkru, sem hún hafði gert. 2. kafli. 1 búðinni í þorpinu hitti Rak- el frú Godfrey, framkvæmda- stjóra kvenfélagsins, sem gerði hana hissa með uppástungu um, að hún flytti erindi fyrir kon- urnar í þorpinu um starf sitt i sjúkrahúsinu. Þessi uppástunga fyliti hana í senn ánægju og skelfingu. Hún hafði aldrei á ævi sinni talað opinberlega, og hefði varla getað hugsað sér sjálfa sig gera það, og þetta sagSi hún, án þess að hugsa sig frekar um. Frú Godfrey, sem Rakel hafði grunaða um að hafa litið föður hennar hýru auga, tók neitun hennar brosandi, en það var eitthvað í rólegum grá- um augunum, sem vakti þann grun hjá Rakel, að málinu væri ekki hér með lokið. í óðagotinu flýtti hún sér að ljúka kaupum sínum sem allra fyrst, stökk síð an upp á hjólið og lagði af stað heimleiðis. Það var ekki fyrr en löngu seinna, að hún áttaði sig á því, að hún hafði gleymt engi- ferhnúðunum handa föður sín- Þegar hún mundi eftir þessu, var hún í garðinum að raka sam an dauðu laufi á grasblettunum. Það hafði verið þíðviðri og það var viðkunnanlegur moldar- þefur i loftinu og svo lygnt, að það var líkast því sem haustið væri að kveðja. Hún kunni vel við þetta og nennti ekki að fara að taka sig upp og fara til þorps ins. Það gat beðið þangað til of dimmt væri orðið til að vinna í garðinum. Það var því ekki fyrr en klukkan hálfsex, að hún steig á hjólið og lagði aftur af stað til þorpsins. Þegar hún fór framhjá húsi ungfrú Dalziel í þetta sinn, sá hún, að svartur bíll stóð á braut Inni við húsið. Hún sá líka svarta mannsmynd bera við ljós leita húshurðina. Þetta var ekki bíllinn hans Roderick Dalziel, bróðursonar ungfrúarinnar, sem kom þarna oft í heimsókn, en var talsvert stærri og ríkmann- legri, og eins sá hún, að maður- inn var ekki Roderick. Að öðru leyti tók hún hvorki sérlega eft ir manninum né bílnum. Hún hélt þvi áfram, keypti hnúðana og ók heim. Ferðin tók ekki meira en tíu minútur. En nú var tekið mjðg að dimma, og þegar hún fór aft- ur framhjá húsinu, lá skuggi yf- ir öHum garðinum þar, svo hún sá ekki manninn, enda þótt hann stæði þarna í hliðinu. Hún sá hann ekki, fyrr en hún steig sjálf af hjólinu við hliðið hjá sér, og leit þá við, vegna þess að hún heyrði hratt fótatak að baki sér, og stóð síðan augliti til auglitis við hann. Hann var hár og grannur og í dökkum yfirfrakka. 1 hálf- rökkrinu gat hún ekki getið sér tii um aldur hans, en henni fannst hann vera gráhærður. Og þegar hann hóf máls, var rödd- in viðkunnanleg en áköf og mað urinn virtist taugaóstyrkur. — Afsakið ónæðið, sagði hann, — en ekki munuð þér geta sagt mér, hvort hún systir min muni vera komin heim. Hún átti von á mér, en svo virðist hún ekki vera heima. — Eigið þér við ungfrú Dalziel? spurði RakeL — Já — afsakið, ég hefði átt að segja það strax. Ég er Neil Dalziel, bróðir hennar. Ég er bú inn að doka þarna að minnsta kosti í hálftíma, ef hún skyldi hafa farið frá í einhverjum er- indum, en það sést ekkert til hennar enn, svo að ég var far- inn að efast um, að hún væri yfirleitt komin heim. — Ég býst við, að hún sé það, sagði Rakel. — Að visu hef ég ekki séð hana, en ég hugsa, að hún hafi komið heim í morgun með lestinni eins og venjulega. I þýólngu Páls Skúlasonar. Eruð þér viss um, að hún eigi von á yður? — Já, vitanlega, sagði hanm. — Hún hrlngdi til mín í gær- kvöld og bað mig um að koma. Sagði, að það væri áríðandi. — Þá hefur hún kannski þurft að fara til þorpsins eftir ein- hverju, sagði Rakel. En annars kom ég sjálf í búðina áðan, en þar var hún ekki. Hún hikaði og velti því fyrir sér, hvaða erindi ungfrú Dalziel hefði getað átt, sem hafði dreg- izt svona á langinn. — Ætli það sé ekki eitthvað I sambandi við hlöðuna ? velvakandi Velvakandi svarar i síma 10100 frá mánudegi til föstudags kl. 14—15. 0 Hvert er sögusvið „Hemsöborna"? Kristján Sturlaugsson gerir 1 eftirfarandi bréfi athuga- semd við kynninguna á sjón- varpsleikritiíiu „Hemsöborna". Segir hann, að sagan hafi ekki gerzt í Norður-Sviþjóð, en nefn lr til eyju í skerjagarðmum við Stokkhólm. En gefum Kristjáni orðið: „Velvakandi. Tvö síðastliðin sunnudags- kvöíd sýndi sjónvarpið kvik- mynd, sem sænska sjónvarpið Lét gera og sýndi fyrir nokkrum árum. Fékk mynd þessi mjög góða dóma í Sviþjóð og vænti ég, að hún hafi orðið mörgum hér til ánægju líka. Smá kynning fylgdi mynd þessari i sjónvarpi og dag- skránni, sem birt var í blöð- um. Er þar sagt, að Carlson 1x2-1x2 10. leikvika — leikir 10. marz 1973. Úrslitaröðin: 1X2 - 1X1 - 21X - 1X1. 1. Vinningur: 12 réttir — kr. 114.500,00. nr. 28063 nr. 61056 nr. 76693 2. Virniingur: 11 réttir — kr. 3.100,00. 257 + nr. 20311 nr. 28080 nr. 41643 nr. 72316 + 552 — 23600 + — 29409 — 42445 + — 73237 646 — 23903 — 31471 — 42801 — 74710+ 1416 — 26791 — 31570 + — 44388 — 75268 6435 — 26897 — 33483 + — 45746 — 75847 8772 — 27930+ — 33794 — 46592 + — 75952 10775 + — 28059 + — 35208 + — 62312 — 79196 14933 — 28062 — 36191 + — 65078 + — 79585 18142 + — 28069 — 38131 — 66081 — 79824 — 20207 — 28071 + nafnlaus Kærufrestur er til 2. apríl. Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyðublöð fást hjá umboðsmönnum og aðalskrifstofunni. Virmingsupphæðir geta lækkað, ef kærur verða teknar til greina. Vinningar fyrir 10. leikviku verða póstlagðir eftir 3. april. Handhafar nafnlausra seðla verða að framvísa stofni eða senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang trl Getrauna fyrír greiðsludag vinninga. GETRAUNIR — Iþróttamiðstöðin — REYKJAVlK. hafi ráðizt til starfa á stórbýli I afskekktu byggðarlagi i Norð ur-Sviþjóð. Eirmig er sagt, að hann komi langt að sunnan. Sökum þessara missagna, þyk- ir mér rétt að benda á nokkur atriði. Mynd þessi er gerð eftir bók August Strindberg, Hemsö- boma. Hann var faeddur i Stokk- hólmi, og bjó þar mestan hluta ævinnar. Árin 1884—1889 dvaldist hann í Frakklandi, Sviss og Þýzkalandi. Bókina Hemsöborna skrifaði hann í Þýzkalandi árið 1887 og bjó hann þá á gistiheimili í Bæ- heimi. Bókin gerist ekki í Norður- Svíþjóð, heldur utarlega í syðri hluta Stokkhólmsskerjagarðs- ins á ey, sem heitir Kymmendö. Býlið er heldur ekki neitt stór- býli og sjósókn var stunduð þar jafnframt eins og víðast var gert í Skerjagarðinum. Kemur það vel frarn í bókinni. Sagan byrjar líka i Dalarö, þeg ar stúlkurnar sóttu Carlson þangað og er þess sérstaklega getið í byrjun sögunnar að hann sé Varmlendingur til skýringar á klaufaskap hans í bátnum, þegar lagt var frá bryggju. Strindberg bjó sjálfur nokk- uð sunnar á Kymmendö. Leigði hann þá á bænum, en hafði timburkofa úti í skógi og var þar og skrifaði. Kofi þessi er varðveittur og er fest á hann málirnpTata með áletrun um að Strindberg hafi notað hann sem skrifstofu. Sagt er, að Strindberg hafi ekki verið velkomin til Kymin- endö eftir að hann skrifaði Hemsöborna. Kristján Sturlaugsson." 0 Ástarvísa Vatnsenda-Rósu Þá er hér annað bréf varð- andi sjónvarpsþátt: „Velvakandi góður. ögtaksúrskurður Samkvæmt beiðni innheimtu Hafnarfjarðarbæjar úr- skurðast hér með að lögtök megi fara fram vegna gjaldfallinna en ógreiddra fasteignagjalda fyrirfram- greiðslu útsvara og aðstöðugjalda fyrir árið 1973 svo og vatnsskatts samkvæmt mæli fyrir árið 1972. Lögtökin geta farið fram að liðnum 8 dögum frá birtingu úrskurðar þessa, ef ekki verða gerð skil fyrir þann tíma. Bæjarfógetinn i Hafnarfirði 8. marz 1973 ólafur Jónsson e.u. 1 sjónvarpsþætti fyrir nokkru kom fram kór Kennara skólans, sem ég ætla hér með að þakka fyrlr mjög svo þokka legan söng. Söngfólk kórsins hafði þanin hátt á, að kynna ljóð og lag. Eitt af þeim ljóðum voru hin- ar kunnu ástarvísur Vatnsenda Rósu til Natans Ketilssonar. 1 bók Tómasar og Sverris Kristjánssonar er aftur á móti, sagt, að Rósa hafi ort þessar vísur til Páls Melsted, sýsiu- manns, þegar hún var með hon um að Ketilsstöðum á VöBiuim, og var þar uim talað, að þau væru heitbundin, þó svo haren hefði giifzt heimasætunni að Möðruvöllum. Ég minnist ekki að þessa sé getið i Ævisögu Páls Melsted. Hvað er rétt? Beztu kveðjur B.A.Þ." Velvakandi getur þvi miður ekki svarað því, hvort Rósa orti þarna til Natans eða Páls. En ef til vill kann einhver les- enda skil á því. % Vinstrafell Bréfritarar Velvakanda virð- ast enn hafa mikinn áhuga á nafni nýja fellsins á Heimaey. Ætiun!n var raunar að birta ekki flieiri bréf um það efni, en Veivakandi sér sér ekki annað fært en að láta undan síga. MG leggur til að felffið verðl skírt „Vinstrafell". Hann rök- styður það á eftirfarandi hátt: „Er ekki fellið vinstra megiin við Heigafell? (Þá á hann við frá kaupstaðnum séð). — Væri það ekki tWvalið nafn vegna ástandsins í landinu og verðug- ur minnisvarði um vinstri stjórniina?"

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.