Morgunblaðið - 18.03.1973, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.03.1973, Blaðsíða 12
A/TrvRryr7i\mT.a*vm stTTNriMTtt>anrrp 1« map? i<v7« 1Q Vilja 200 mílna lögsögu vegna aflabrests, aukins innflutnings og gjaldþrota hjá útgerðinni í BANDAHÍKJUMJM er starf- andi sérstök verndunamefnd, er nefnist The Emerg-ency Committee To Save America’s Marine Resources, og vinnur að vítfærslu fiskveiðilögsög-imn- ar og friðun fiskimiðanna við strendur landsins. Talsmaður nefndar þessarar, Allan J. Rist- ori, flutti nýlega stefnuskrár- nefnd repvíblikanaflokksins ít- arlega skýrslu nefndarinnar, ogr fer hún hér á eftir Iítið stytt: Á sama tíma og skýrsla þessi birtist eru að minnsta kosti 650—750 stór erlend fiskiskip að moka upp gífurlegum sjáv- arafla á fiskimiðunum út af ströndum Bandaríkjanna. Þess- ir erlendu fiskiflotar (aðallega frá járntjaldsríkjunum) hófu komur sínar upp að ströndum Bandaríkjanna upp úr árinu 1960 eftir að hafa þurrausið eigin fiskimið. Frá þvi þeir fyrst komu hefur skipunum sí- fellt fjölgað, og nú eru i þess- um flotum svo til eingöngu mjög stór skip. Eru þau búin fullkomnustu tækjum til að finna og fanga fiskgöngur og skelfisk. Á undanfömum árum hefur orðið bylting í fiskveiðum með tilkomu fullkominna fiskleitar- tækja. Rannsóknarskip leita stöðugt að nýjum miðum. Er þessari leit beint að ákveðnum fisktegundum þar til ekki reyn ist lengur hagkvæmt að stunda þær veiðar. Þá er leitinni beint að öðrum tegundum, og sagan endurtekur sig. Flest erlendu fiskiskipin hafa ekki mestan áhuga á tegund- unum sjálfum, heldur á eggja- hvítumagninu, sem úr þeim má vinna. Vegna uppskerubrests í sovézkum landbúnaði, verður að vinna upp eggjahvítuskort- inn með fiskafurðum, og þar sem flotarnir eru í ríkiseign, skiptir ekki máli hve fjarlæg miðin eru. Hvaða þýðingu hefur þessi innrás erlendra fiskiflota fyrir Bandaríkin? í heild hefur hún leitt til gifurlegrar minnkunar fiskstofnanna á þeim miðum, sem þessir flotar hafa stundað. Nokkur ákveðin dæmi geta bezt sýnt fram á hve alvar- legar afleiðingar það hefur að ekkert eftirlit er með þessari ofveiði á miðum okkar. 1) Um langt skeið hafði ýs- an verið verðmætasti bolfiskur okkar. Hún hafði staðið undir stöðugum og hagkvæmum fisk veiðum á svæðinu við Georgs- banka, um 50—100 mílum frá strönd Massachusetts. En eins árs ofveiði sovézka flotans þar árið 1965 leiddi til þess að stofn inn er nú svo til uppurinn. Vegna mjög lítils ýsuafla hefur verðið á henni þotið upp, svo aðeins þeir efnameiori geta leyft sér að kaupa hana, og fisk- flotinn á norð-austurströnd Bandaríkjanna er á barmi gjald þrots. 2) Rússamir höfðu engar áhyggjur af útrýmingu ýsunn- ar. Árið 1966 beindu þeir flota sínum að lýsu- og löngumiðum. Bandarískir fiskifræðingar höfðu jafnan talið að svo mik- ið væri af þessum tveimur fisk tegundum á miðunum að aldrei gæti þar orðið um ofveiði að ræða. Þess vegna var reiknað með að þar væru framtíðar birgðir af ódýru eggjahvítuefni til að bæta upp fæðutegund- ir með minna næringargildi. Þó fór svo að á fyrsta veiðiár- inu veiddi sovézki flotinn 96,2 þúsund tonn af lýsu og 25,7 þús und tonn af löngu. Gekk þetta svo nærri stofninum, að á næsta ári minnkaði afli sov- ézka flotans niður í 23 þúsund tonm af lýsu og 14,9 þúsund tonn af löngu. 3) Á árunum frá 1952 til 1960 nam afli bandarískra skipa á miðunum út af norðaustur- ströndinni að meðaltali um 320 þúsund tonnum á ári, og var það um 99% heildaraflans á þessum miðum. Árið 1969 var KROSSGATA SJONVARPSINS Sendandi. Hér birtmn við krossgátuformið — en krossgátiiþátturinn verður á dagskrá í sjón varpinu í kvöld. afli bandarísku skipanna á þessum miðum kominn niður i 190 þúsund tonn, og var aðeins 25% heildaraflans á miðunum. Það ár veiddi sovézki flotinn hins vegar 380 þúsund tonn á þessum miðum, eða um helm- ing heildaraflans. 4) Sérfræðingar bandaríska fiskifélagsins álíta að síldar- stofninn í Norður-Atlantshafi hafi rýrnað um allt að 95% á tveimur árum vegna ofveiði er- lendra fiskiskipa. 5) 1 april 1966 hófu Rússar karfa- og flyðruveiðar á Kyrra- hafinu við strendur Oregon og Washington ríkja. Síðan hefur afli bandaríska veiðiflotans á þessum miðum minnkað úr 6.100 tonnum af karfa árið 1965 í 410 tonn árið 1971, og Flyðruaflinn hafði minnkað á sama tima úr 1.040 tonnum í 225 tonn. 6) Árið 1957 veiddu banda- rísk skip 67% þess fiskmetis, sem neytt var innanlands. Ár- ið 1967 hafði sú hlutfallstala 9) Sunnudagskvöldið 6. febrú ar í fyrra sigldi Howard Bog- en skipstjóri báti sínum Jam- aica til veiða frá Brielle, skammt frá New York borg. Á leiðinni á miðin sá hann allt í einu í um 10 mílna fjarlægð ljósadýrð, sem helzt minnti á skýjakljúfana í New York. Ljósin voru hins vegar um 16 mllur frá landi, og Bogen skip stjóri vissi að þama voru þekkt fiskimið, sem ganga und- ir nafninu „Mud Hole“, eða forar-pytturinn. Við nánari at- hugun kom í ljós að þarna voru 32 stór rússnesk fiskiskip að veiðum — sovézk borg aðeins 16 mílur frá landi. 10) Ekki má gleyma örygg- ishlið þessa máls, og því rétt að benda á að þessi stóru og vel búnu skip geta óáreitt fisk- að upp að 12 milna mörkunum. Eina eftirlitið með þeim er flug véla strandgæzlunnar tvisvar i viku, sem oft falla niðurvegna veðurs. En það eitt að reyna að vernda bandariska fiskibáta THE REAS0N THE PRICE 0F SEAF00D IS"0UT 0F SIGHT" IS BECAUSE THEY'RE CATCHING EVERYTHINGIN SIGHT... THE S0VIET FISHING FLEET Vesnel lypo: Tuna Long Linor Numberinerew: 11 Longlh overall: 178'. This vessel can eorry about 100 lons o( (rozen (ish products. Vessellype: Rofrigeraled Transport Numberinei Lenglh overall: 515’.Thisvesselcnncarry about 7,250 lons o( (rozen fish. Vesseltype: SternTrawler Number in crew: 232 Length overall: 423". Thls is the targost stern bawler ever built. Also is a factory ship. Vessel type: Base Shlp Numbor in crow: Lenglh ovorall: 532'. Cnrrios 12boats (or plck up ol nels and calches. Factory capable of canning, (reeving and storage ol up to 50,000 casea ol (Ish. Vessel type: Molher Ship Number in crew: 1M Length ovorall: 377'. Slx calchor t eats are carríedon dcck. Alsoserves as factory ship. Vessel lype: SideTrawler Numberlner Length overalt: 242*. This vessel can earry about 830 tons of lish products. I MS Vessel lypo: ResearchShlp Number In crew: 1M Length overall: 337'. Probably has more oeeanographl* gear than any ship afloat. Has hwllcoptee londlng platform. 16 seicntlfie iaboratoriee. Vessel lype: Factöry Shlp Numher in crew: 510 Length overall: 715'. No (ishing gear. but stern chute tohaul whales sboard. World’s largest whaling ship. Will carry 18,000 fons el whole oil, 1,800 tons ol Irozon whaíe mea Can handle 65 wholes per day. 200MILELIMITNOW.ee THE SOVIET F4SHING FLEET IS 12 miles off our coast and sucking up everything that swims, cra wls, or hides in the sand... .They leave nothlng. ...They put back nothing....We must have legis- lation now to control our Continental Shelf and regulate foreign fishing fleet calches. We must start by pushing our present 12 mile llmlt to 200 miles, wliich will take the great pressure off of our most valuable marine resources, our fish. If we do not act now. in the very near future we can allforget fish... Please write today for Fish Tomorrow. Write your Senator and Congressman today and ask them to support 200 mile legislation... 200 MILE LIMITNOW Pimtlng counasy ul: Ih« En-.»f*»ncy Commlttee to S»vo Am»rte»'» RMeucce*. 110 Ctiartott* Ptoee, Engtowood Cllft». Nm t»tuy 07692. Áróðursspjald bandarísku verndunarnefndarinnar, þar sem kjósendur eru livattir til að skora á þingmenn sína að niæla með 200 mílna lögsögu. lækkað niður í 29%, og hún fer enn lækkandi. 7) Það er ekki aðeins að rússneskir togarar veiði mikið af verðmætum humri við strend ur Bandaríkjanna, heldur toga þeir iðulega yfir vel merkt veiöisvæði bandariskra humar- veiðibáta og valda miklum spjöllum á veiðarfærum þeirra. 8) Mjög algengt er orðið að sjómenn á litlum bandarískum fiskibátum allt frá norð-aust- urströndinni vestur til Alaska kvarti undan yfirgangi stórra erlendra fiskiskipa á miðunum. Sem dæmi má nefna að 4. júní í fyrra sökk 86 feta dragnóta- bátur, Rosanne Maria frá Glo- ucester í . Massachusetts, við eyjuna Isle of Shoals eftir að 214 feta austuir-þýzkur togari Brandenburg hafði siglt á bát- inn. Rosanne Maria lá við ekk- eri undir fullum ljósum, en engu að síður sendi austur- þýzki togarinn strandgæzlunni kvörtun og hélt þvi fram að báturinn hefði átt sök á ásigl- inigunni. gegn yfirgangi erlendra fiski- skipa kostar strandgæzluna milljónir dollaira árlega. 11) Á sama tima og fiskveið- ar flestra þjóða hafa stórauk- izt vegna tæknilegra framfara, minnkaði afli bandarískra fiskiskipa á árunum milli 1960 og 1970 þótt sum fengsælustu miðin, sem vitað er um, séu hér rétt undan ströndinni. Af- leiðingin er sú að fiskverð hef- ur rokið upp jafnvel enn meira en verð á kjöti, og gífurleg aukning hefur orðið á innflutn- ingi. Þetta hefur svo aftur leitt til þess að viðskiptajöfnuðua- okkar, sem ætti að vera hag- stæður á þessu sviði vegna þess ara auðugu fiskimiða okkar, hefur verið mjög slæmur. Nefna mætti ótal fleiri dæmi, en hér hafa verið rakin, og hvert þeirra sýndi ljóslega hvernig gengið er á rétt allra Bandaríkjamanna, hvort sem þeir eru beinir aðilar að fisk- veiðum eða aðeins venjulegir neytendur, sem eiga erfitt með að fylgjast með síhækkandi flskverði. Vemdunamefndin (The Emergency Committee To Save America’s Marine Res- ources) telur að yfirvöldin verði nú þegar að láta til skar- ar skríða til að vernda ogend- urheimta þau auðæfi, sem svo mjög hefuir verið níðzt á. Til þessa hefur andstaða ut- anríkisráðuneytisins gegn út- færslu fiskveiðilögsögunnar byggzt á hagsmunum varnar- mála. Ráðuneytið hefur litið svo á að með almennri útfærslu yrðu sumar siglingaleiðir lok- aðar bandarískum skipum. Þessi rök elga þó aðeins við varðandi landhelgi, þvi fisk- veiðilögsaga nær ekki til lög- mætra siglinga skipa, aðeins til veiða. Gera verður glögg skil á þessum hugtökum ef lausn á að nást á fiskveiðivandamálinu. Þar sem hugtökin tvö eiga fátt sameiginlegt, leggja bandarísk- ir fiskimenn mikla áherzlu á að fá 200 mílna fiskveiðilög- sögu, eins og lagt er til í frum- varpi til laga nr. HR13729. Sú lögsaga fæli ekki í sér að er- lendum skipum væri hafið um- hverfis Bandarikin lokað, held- ur aðeins umhyggju.fyrir fram tíð auðugasta forðabúrs jarð- ar. Erlendir fiskiflotar yrðu þá að hlita bandarískum verndun arreglum og eftirliti, sem eng- in ákvæði eru til um í samn- ingum þeim, er utanrikisráðu- neytið hefur gert við Rússa og Pólverja. Bandaríkin hafa sjálf gefið fordæmi um útfærslu lögsögu við strendurnar með Truman- yfiriýsingunni frá 1945, þar sem lýst var yfir eignarrétti okkar á auðæfum hafsbotnsins á landgrunninu. Hefði sú yfir- lýsing aðeins einnig náð til fisk veiðanna, ættum við í litlum erfiðleikum í dag. Nú verðum við að spyrja sjálf okkur hvort hin miklu auðævi hafsins séu okkur jafn þýðingarmikil og olí an! Mörg riki hafa fært út fisk- veiðilögsögu sína á undanförn- um árum, og málið í heiid verð ur tekið fyrir á alþjóða hafrétt- arráðstefnunni í Genf, sem hefst sennilega í desember í ár, þótt almennt sé talið að litl- air líkur sé til þess að sam- komulag náist þar. Nýgerður samningur utanríkisráðuneytis- ins við Brasilíu gæti hins veg- ar orðið fyrirmynd að samn- ingum við fleiri þjóðir. Samkvæmt þvi samkomulagi fá bandarískir rækjubátar sér- stök leyfi brasilískra yfirvalda til veiða innan 200 mílna fisk- veiðilögsögunnar. Þeim er gert að virða verndunarlögin, og heimiia brasilískum strand- gæzluskipum að hafa eftiriit með veiðunum. Telur verndunarnefndin að að úr þvi að utanríkisráðuneyt- inu þykir svo nauðsynlegt að halda fast við samninginn við Brasilíu að það greiðir brasil- ísku strandgæzlunni 200 þús- und doHaira á ári upp í kostn- aðinn við eftirlitið með banda- rísku rækjubátunum, ætti ráðuneytið að reyna að fá svip- aða samninga við þau ríki, er stunda fiskveiðar við strendur okkar, sem væru jafn hagstæð ir bandarískum hagsmunum og brasilíski samningurinn er hagsmunum Brasilíu. Vemdunarnefndin skorar á stefnuskrárnefnd repúblikana- flokksins að styðja lagafrum- vörp þau, sem ýmsir þingmenn flokksins eru meðflutnings- menn að, er gera ýmist ráð fyrir 200 mílna fiskveiðilögsögu eða friðun landgrunnsins. LEIÐRETTING I micniniinigarginein um Ásitu Guömumds'dóttur, siem biirtist hér i blaðinu á föstud'aig mi'sritaðist eitt mafm. Þóira Gyða Guninla'uigs- dóttir tana Ámna Validimarssioin- ar sjómælingarn'anins var sögð Sófusdóttír. Leiðréttist það hér mieð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.