Morgunblaðið - 18.03.1973, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.03.1973, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. MARZ 1973 Otgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfuiltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjóri og afgreiðsla Auglýsingar Askriftargjald 300,00 kr. I lausasðlu hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Arni Garðar Kristinsson. Aðaistræti 6, simi 10-100. Aðalstræti 6, sfmi 22-4-80. á mánuði innanlands. 18.00 kr. eintakið. YTarnarmálin og afstaða rík- ' isstjórnarinnar til varn- arstöðvarinnar hafa lítið ver- ið til umræðu að undanförnu, fallið í skuggann fyrir öðrum ágreiningsefnum í herbúðum stjórnarflokkanna. En telja verður líklegt, að þessi mál komist á umræðustig á ný á næstu vikum og mánuðum. Því veldur tvennt. í fyrsta lagi er ljóst, að andstæðingar varnarliðsins hafa að undan- förnu undirbúið víðtæka áróðursherferð til þess að afla málstað sínum fylgis. í öðru lagi eru vamarmálin að kom- ast í eindaga fyrir þau öfl í stjómarflokkunum, sem eru staðráðin í að koma vamar- liðinu úr landi. í varnarsamningnum er gert ráð fyrir 18 mánaða tímabili frá því að umræð- ur eru teknar upp um endur- skoðun og uppsögn samnings- ins og þar til allt liðið á að vera horfið af landi brott. í lok þessa árs verða einmitt 18 mánuðir þar til næstu reglulegu þingkosningar eiga að fara fram og því eru að verða síðustu forvöð fyrir kommúnista í broddi fylking- ar ætla að efna það fyrirheit, að varnarliðið verði farið af landi brott á þjóðhátíð 1974. Þá þarf að taka þessa ákvörð- un nú, áður en þingi lýkur. Þegar þessi viðhorf eru höfð í huga, er eftirtektar- vert, að Framsóknarfélag Reykjavíkur efndi til fundar um varnarmálin sl. miðviku- dagskvöld og fékk til fram- sögu þar Jón Skaftason, þann þingmann Framsóknarflokks- ins, sem hefur verið einarð- astur í þingflokki Framsókn- arflokksins í andstöðu við þá fyrirætlan að gera landið varnarlaust og gerði sérstak- an fyrivara um þann þátt stjórnarsáttmálans, þegar hann var lagður fyrir á sín- um tíma. Aðeins sú stað- reynd, að Jón Skaftason er valinn til framsögu á þessum því yfir á fundinum, að það öryggiskerfi, sem við hefðum verið aðilar að í 25 ár, hefði gefizt vel og tryggt eitt lengsta friðartímabil í sögu Evrópu og því væri ábyrgð- arhluti að breyta því. Hann kvað upp úr um það með af- dráttarlausum hætti, að sú stefna í öryggismálum, sem á sínum tíma hefði verið mót- uð, væri rétt og að Framsókn- armenn mættu ekki gleyma því, að forystumenn þeirra hefðu átt þátt í að móta þá stefnu. Ennfremur sagði Jón Skaftason, að enda þótt þær aðstæður, sem á sínum tíma leiddu til komu varnarliðsins væru breyttar, hefðu nýjar forsendur fyrir dvöl þess komið í staðinn. En athyglisverðasti kafl- inn í ræðu Jóns Skaftasonar fjallaði um áhrif þess á hin VARNARMAL í BRENNIDEPLI Á NÝ kommúnista og aðra ands+'-ð- inga varnarliðsins að knýja fram þá ákvörðun í ríkis- stjórn og Alþingi, þannig að varnarliðið verði horfið af landi brott fyrir þær. Enn styttri tími er til ráðstöfunar, ef hinir svonefndu herstöðv- arandstæðingar með ráðherra fundi sýnir, að þeim öflum í Framsóknarflokknum, sem vilja fjalla af ábyrgð um ör- yggismálin, er að vaxa ás- megin. En ræða þingmannsins var ekki síður eftirtektarverð, eins og skýrt var frá í Morg- unblaðinu í gær. Hann lýsti Norðurlöndin, ef varnarliðið hyrfi á brott frá íslandi. Hann sagði, að slíkt mundi breyta valdahlutföllunum á þann veg, að það kæmi frændum okkar mjög illa og vitnaði í.því sambandi í sam- töl Trygve Bratteli, sem hefði sagt við hann, að brottför varnarliðsins héðan mundi þýða, að Norðmenm yrðu að stórauka vígbúnað sinn vegna stórkostlegrar hernaðarupp- byggingar Sovétmanna við landamæri Noregs. Að lokum benti þingmaðurinn á, að eðli- legt væri að tengja spurning- una um öryggi íslands við umræður um afvopnun í Evrópu. Þessi ræða Jóns Skaftason- ar nú er mjög þýðingarmikil vegna þess, að hún staðfestir, að verulegur hluti Framsókn- armanna er andvígur því, að varnarliðið hverfi af landi brott og að þessir Framsókn- armenn eiga í raun og veru algera samstöðu með sjálf- stæðismönnum í utanríkis- og öryggismálum. Sú sam- staða hefur meginþýðingu, ekki sízt þegar haft er í huga, að einhverjir hópar í Alþýðu- flokknum hafa bilað í þessu mikilvæga máli. Samstaða lýðræðisaflanna um öryggis- málin hefur tryggt farsæla stefnu í þessum málum fram til þessa og sá stuðningur, sem bersýnilega er innan Framsóknarflokksins við þá afstöðu, sem sjálfstæðismenn hafa haldið fast við, gefur auknar vonir um, að því verði forðað, að kommúnist- um takist að koma áformum sínum fram. Þessi samstaða getur einnig haft mikla þýð- ingu á öðrum vettvangi. Reykjavíkurbréf _______ Laugardagur 17. marz-----------• Fólkið og stjórnmálin Ekki fer á milli mála, að miklu fleiri hafa hlustað á útvarpsum- ræðurnar fyrra mánudag en tíð- ast er. Útvarpsumræður frá A1 þingi hafa verið taldar orðnar staðnaðar og miklu minna hefur áreiðanlega á undanförnum ár- um verið á þær hlýtt en fyrrum var. Nú bregður hins vegar svo við, að fjöldi fóiks hlýðir á um- ræðurnar, og um þær er fjallað á vinnustöðum og í kunningja- hópum. Hvað veldur? Þegar stjórnarfar er í föstum skorðum, búast menn ekki við miklum tíðindum, er þeir hlusta á kappræður stjómmálamanna. Þeir reikna með að sama gamla platan verði spiluð einu sinni enn og þvi sé óþarfi að eyða tím- anum við útvarpstækið. Góður maður gaf þá skýringu á falli Viðreisnarstjórnarinnar eftir meira en áratugajrdvöl, að fólkið hefði verið orðið leitt á henni. Stjórnin leysti öll vandamál, sem að steðjuðu. Hún var því góð stjórn, en henni var ekki sætt eftir að fóiki tók að leiðast hún. Um vinstri stjórnina verður hvorki sagt., að hún hafi verið góð stjórn né leiðinleg stjóm. Þetta er áreiðanlega lang versta ríkisstjórn, sem nokkru sinni hefur setið að völdum hér á landi. En hins vegar hafa ráð- herramir æ ofan í æ veitt lands mönnum mikla skemmtun með kátlegum tilburðum sínum. En nú er svo komið, að fólkið gerir sér grein fyrir, að öllu gamni fylgir nokkur alvara, og óveð ursskýin hrannast nú upp. Það er kominn uggur í aimenning og hver spyr annan: Hvað er nú framundan? Sú er áreiðanlega skýringin á því, að menn fylgj ast nú meir og betur með stjórn málaþróuninni en oft áður. Frétt vikunnar Frétt vikunnar var sú yfirlýs ing Hannibals Valdimarssonar, félagsmálaráðherra, að hann teldi, að við íslendingar ættum að mæta fyrir Haagdómstóln um og taka þar til varnar og | sóknar. Ráðherrann sagði, að þessi skoðun ætti sterkan hljóm- grunn í flokki hans, og vafa- iaust hefur hann tryggt sér stuðning þingflokksins, áður en hann gefur slíka yfirlýs- ingu. Þess vegna verður að ætla, að nú sé meirihluti á Al- þingi fyrir því, að íslendingar taki upp skynsamleg vinnubrögð i landhelgismálinu, í stað þess flumbruháttar og slóðaskapar, sem fram að þessu hefur ein- kennt meðferð málsins af rikis- j stjórnarinnar hálfu. En þá er rikisstjórnin líka þverklofin i síðasta meiriháttar málaflokknum. Eins og menn minnast, klofnaði hún i afstöð- unni til samkomulagsins við Bandaríkjamenn um lengingu flugbrautanna á Keflavíkur- flugvelli. Þá gerðu kommúnista- ráðherrarnir bókun, þar sem m.a. sagði, að lengur væri ekki hægt að reka sjálfstæða is- lenzka utanríkisstefnu. En þeir sátu kyrrir í stólunum. Og nú spyrja menn, hvort þeir muni hafa sama háttinn á, bara gera bókun, en sitja sem fastast. í efnahagsmálunum þverklofn aði ríkisstjórnin í desembermán- uði, og hver maður gat séð, að dagar stjórnarinnar voru taldir, þótt barið væri í brestina. Síð- an hafa stjórnarflokkarnir klofnað 1 afstöðunni til Vest- mannaeyjámálsins og vísitölu- frumvarpsins, svo að dæmi séu nefnd. í efnahagsmálum rík- ir upplausn i stjórnarherbúðun- um. Og hvað um afstöðuna til varnarliðsins? Jú, þrír stjórn arþingmenn hafa lýst yfir and- stöðu sinni við brottrekstur þess. í því máli hefur stjórnin heldur ekki meirihlutafylgi á Alþingi. Stjórn eða ekki stjórn En er í rauninni hægt að tala um, að ríkisstjórn sitji við völd í þingræðisríki, þegar hún hef- ur ekki styrk á bak við sig í neinu meiriháttar máli? Ráðherr arnir svara þeirri spurningu ját andi með því að sitja áfram í stólum sínum. En hætt er við, að fólkið í landinu sé á allt ann- arri skoðun. Það gerir sér grein fyrir því, að landið er stjórn- laust. „í rikisstjórninni er ekki samstaða um nein úrræði,“ eins og Hermann Jónasson komst að orði á Alþingi, er hann baðst lausnar fyrir vinstri stjórnina árið 1958. Og ekki má gleyma því, að nú ríkir orðið fuilkominn fjand skapur milli rikisstjórnar „hinna vinnandi stétta“ og samtaka „vinnustéttanna". Daglega kast- ast opinberlega i kekki milli ráðherranna og stjórnarblað- anna annars vegar og forustu- manna launþegasamtakanna hins vegar. Hatrammastar hafa árásirnar verið á Björn Jónsson, forseta ASl, en hann svarar fyr- ir sig og hans menn, án þess að blikna. Reynt er að læða því inn, að stjórnarandstaðan, og er þá átt við Sjálfstæðisflokk og Alþýðu- flokk, hafi komið í veg fyrir sam þykkt frumvarpsins um visitölu skerðingu. En til þess kom aldrei, að Sjálfstæðisflokkurinn tæki afstöðu til málsins. Því var við fyrstu umræðu vísað til nefndar og annarrar um- ræðu með atkvæðum allra við- staddra þingmanna. En síðan hef ur málið verið svæft í nefnd samkvæmt fyrirmælum ríkis- stjórnarinnar sjálfrar. Raunar eru stjórnarblöðin að seilast til annarra „stjórnarand- stæðinga" en þeirra, sem eru í Sjálfstæðisflokknum eða Al- þýðuflokknum. Það eru Björn Jónsson, Karvel Pálmason, Eð- varð Sigurðsson og Bjarni Guðnason, sem skeytin eiga. Og líklega er það rétt, að þeir séu allir í hjarta sínu stjórnarand- stæðingar — og líklega miklu fleiri þingmenn í röðum hinna svoneíndu stjórnarflokka. Hvað vinnst í Haag En nú þegar telja má víst, að Alþingi ákveði, að við tökum til Þessi mynd var tekin af ráShari við Mannibal Valdimarsson um A sóknar og varnar fyrir Alþjóða- dómstólnum, hvað sem meirihluti ríkisstjórnarinnar segir, er rétt að gera sér grein fyrir, hvað vinnst með þeirri stefnu. Þegar Hannibal Valdimarsson lýsti yfir hér í blaðinu stuðn- ingi við þá stefnu, að við mætt- um fyrir Haagdómstólnum, benti hann á, að ljóst væri, að efnis- dómur yrði upp kveðinn. Þess vegna ættum við að senda mál- flytjanda og taka alla þá fresti, sem auðið væri, til þe.sis að dómur yrði ekki upp kveðinn, fyrr en eftir haf'rétt:a rráðs tefinuina En málið mundi ganga mjftg hratt, ef enginn mætti af okkar hálfu fyrir dómnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.