Morgunblaðið - 18.03.1973, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 18.03.1973, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. MARZ 1973 17 Ágúst Einarsson skrifar frá Þýzkalandi: Heimsókn til Bremerhaven (IV): „ísland er brautryðjandi66 LUDWIG Jansen, ræðismaður Is- lands í Bremerhaven, er vel þekktur heima. Hainn er umboðsmaður is- lenzku togaranna og síldveiðiskip- anna, sem selja aifla sinn í Bremer- haven. Lúðvík er þriðji ættliðurinn, sem innir þessi störf af hendi í þágu íslendimga. Bæði faðir hans og afi voru íslenzkir ræðismenn og jafn- framt umboðsmenn íslenzku skip- anna. — Hvernig hafa 1anda?iir íslenzku togaranna gengið eftir útfærsluna? — Það hefur allt gengið mjög vel, en ekkert varð úr hótuninni um að setja löndunarbamn á íslenzku skip- in. Uppboðsverðin voru mjög há, og ég held, að bæði útgerðarmenn og sjómenn séu mjög ánægðir með ár- angur unctanfarinna mánaða. Því miður ríkir verkfali á is- lenzka togaraflot'anum um þessar mundii' og harma ég það, því að fisk- verðið er mjög hátt og helzt senni- lega svona hátt að minnsta kosti fram að páskum. Það lítur vel út fyr- ir nýju islenzku togarana, ef þeir sigla á Þýzkaland. — Hefur útfærslan engin áhrif haft á atvínnuUfið í Bremerhaven? — Nei, ekki enn sem komið er. Þýzku togararnir veiða enmþá innan 50 milnanna. En eiinn góðan veður- dag verður 50 mílma landhelgin viður- kennd, en ég held ekki að stórfellt atvinnuleysi verði í Bremerhaven af þeim orsökum, eins og mvkið er skýrt frá í þýzkum fjölmiðl'um. Þetta er að- eins áróður þýzku togarafélciganma, sem er skiijanlegur út frá þeirra sjón- arhorni. — Telurðu að beinar viðræður milli Reyk.javíkur og Bonn séu líklegri til árangurs en Jiriggja ianda fundir? — Ég álit, að beinar viðræður væru árangursrikari. Ég sikil ekki, hvers vegna Þjóðverjar, sem hafa allt anm- arra hagsmuna að gæta en Englend- ingar, hafa gengið í lið með Bretum á móti íslendingum. Við höfum áhuga á að veiða karfa og ufsa, en ekki smáþorsk eins og Englendi'ngar. Ef teknar yrðu upp beiinar viðræð- ur milli Islendinga og Þjóðverja um þeirra hagsmunamiál, þá væri mjög sennilegt að samkomulag næðist milli þessara tveggja þjóða. — Álítur Jiú, að núverandi land- helgisdeila sé eins konar prófmál, er skipta muni aði-ar þ.jóðir, sem eru í útfærsluhugleiðingum, miklu máli? — Já, ég myndi álíta það. Það kom til að mynda vel fram i atikvæða- greiðsluinmi um landgrunnstillöguna hjá Sameinuðu þjóðunum að ísland er að mörgu leyti brautryðjandi á þessu sviði. Ef a'Ilit heppnast hjá Islendingum, þá hefði það í för með sér, að land- helgin yrði færð út hjá íjölmörgum þjóðum. — Hefur útfærslan leitt til minnk- andi framboðs af fiski í Þýzkalandi? — Nei, það er að vísu minina magn boðið fram, en það á eng'ar rætur að rekja til útfærslunnar. Það veiðist minna um þessar mundir. Fiskverð í Þýzkalandi hefur farið hækkandi vegna skorts á fiski. Það er ekki hægt að kenna Islendingum um það. — Hver eru viðbrögð Bremerhav- enbúa við útfærslunni? — Við verðum að gera greinarmun á mil'li opinberrar stefnu Bremerhav- ens og skoðana aimennings. Aimenn- ingur hefur því miður enga skoðiun i þessu máli og er áhugalitill um framgang þess. Hims vegar er hin opinbera stefna boðuð í blöðum og öðrum fjölmiðlum. Þar hafa þýzku togaiafélögin hönd í baigiga. Það, sem kemur því fram í fjölimiðlum, er' dálítið litað af áróðri gegn útfærslunni. Þessar tvær þjóðir, íslendingar og Þjóðverjar, þyrftu að geta litið hlut- laust á málið og ættu að reyna að setja sig inn í vandamál hins aðilans. — Hvað finnst þér um Jiá ákvðrð- un íslenzku rikisstjórnarinnar að senda engan fulltrúa til Haag? — Þetta er stefna íslenzku ríkis- stjórnarinnar. Ég veit ekki hvaða ástæður liggja til gruindvallar þessari stefnu, en ég get ímyndað mér af hverju enginn fulltrúi er sendur til Haag. Ég vil hins vegar hvorki taka jákvæða né neikvæða afstöðu til stefnu islenzku ríkisstjómarinnar. — Hverja te.lur þú verða líklegustn lausn á þessari deiln? —■ Ég vona, að fullnægjandi lausn fyrir báða aðiia náist. Ég ímynda mér þá lausn þannig, að Þjóðverjum verði Ludwig Jansen leyft að veiða ákveðið magn á ákveðn um veiðisvæðum innan 50 míinanna. Hins vegar ætti þýzka ríkisstjórnin að auðvelda framboð íslenzks inn- flutnings í Þýzkalaindi með tollaíviin- unum og öðrum ráðstöfunum. Ég vil að lokum skila hjartanlegum kveðjum til allra vina og kunningja minna á fslaridi og óska þeim góðs gengis á yfirstandaindi vértíð. •iinum þremur í upphafi þingfundar sl. fimmtudag, er samtalið J|>ji>ðadómstólinn í Ilaag, birtist i Morgiinblaðinu. Þetta eru augljósustu rökin fyrir því, að við sendum mál- flytjanda, en auðvitað áttu þau alveg nákvæmlega jafnt við um aðgerðir af okkar hálfu, áður en þeir tveir úrskurðir voru upp kveðnir, sem þegar hafa fallið. Or því að ríkisstjórnin tók þá ákvörðun að segja upp sam komulaginu frá 1961 og reyna að fá það úr gildi fellt, átti hún auðvitað að láta fylgja málinu eftir með málflutningi og taka alla þá fresti, sem tii þurfti. Ef það hefði verið gert, væri enn langt í land, að Alþjóðadómur- inn kvæði upp úrskurð sinn um lögsöguna, og augljóst, að eng- inn efnisdómur gæti fallið, fyrr en eftir að hafréttarráðstefnu lyki. Því miður hefur í landhelgis- málinu flest það verið vitlaust gert, sem vitlaust var hægt að gera. En látum það, sem liðið er, liggja á milli hluta. Nú er mest um vert að tryggja loka- sigur i málinu, sem allra fyrst. Það gerum við með þeim hætti að hefja öfluga sókn á öllum víg stöðvum. Við eigum að beita til hins ítrasta öllum þeim sérfræð- ingum, sem við eigum í alþjóða- rétti, og ráða þeim til aðstoðar erlenda lögfræðinga. Við eigum að beita utanríkisþjónustunni um heim allan til að vinna fylgi málstað okkar í landhelgismál- inu, áður en hafréttarráðstefn- an er haldin. Sendimenn ættu að fara til allra þeirra ríkja um víða veröld, sem einhver von er um stuðning frá — og þá hæfir menn en ekki óhæfir. Það má ekki horfa í neinn kostnað, og það má einskis láta ófreistað til þess að tryggja sigur. En meginatriðið er, að vel verði á málum okkar haldið fyr- ir Alþjóðadómnum. Þvi miður hef ur það mjög skaðað orðstír okk- ar erlendis, og þar með málstað okkar, að við skyldum sýna Al- þjóðadómnum þá óvirðingu að senda ekki málflytjanda. Or þessu verður nú væntanlega bætt, og þá verður líka auðveld- ara um vik fyrir sendimenn okk ar um víða veröld að afla máls- stað okkar samúðar. Engum dettur lengur í hug, að nein hafréttarráðstefna muni ákveða 12 mílur sem fiskveiði- takmörk. Og flestir, sem til þekkja, eru raunar þeirrar skoð unar, að 200 mílna fiskveiðiland helgi muni njóta mests fylgis. En þau ríki, sem aðhyllast víðáttu- mikla fiskveiðilandhelgi, hafa enn ekki samræmt sjónarmið sín nægilega. Þess vegna eigum við að leggja okkur alla fram um að tengja þau sem traustustum böndum, svo að sigur vinnist, en ekki komi upp glundroðt i liði samherjanna. Eitt tækifæri höfum við nú til þess að nálgast þessar þjóðir. Við eigum að vinna að því, að þær gerist aðilar að máli okkar i Ilaag, ef nokkur kostur er, en allar þær þjóðir, sem hagsmuna hafa að gæta, geta gerzt slíkir aðilar. 1 Haag mundu þá skap- ast gullvæg tækifæri til að sam- ræma sjónarmiðin, jafnframt því sem allur málarekstur drægist á langinn. Ekki er vitað til þess, að ríkisstjórnin hafi fram að þessu sinnt þessum þætti máls- ins fremur en öðru því, sem mik- ilvægast er í sambandi við all- an rekstur þess. En nú verður ekki lengur unað við þann sof- andahátt, aulahátt væri kannski réttara að segja, sem ríkt hef- Ur í málinu. Orka og stóriðja [ I erindi, sem Jóhanníis Nor dal, Seðlabankastjóri, flutti ný- lega og birtist hér í blaðinu, komu fram athyglisverðar upp- lýsingar. Hann benti á, að verð á raforku hefði mjög farið hækk andi að undanförnu, gagnstætt því sem menn álitu fyrir tiltölu lega fáum árum. Þá var talið, að kjarnorkan mundi lækka verð á raforku og jafnvel koma í veg fyrir, að hagkvæm vatns- orka yrði nýtanleg. Tæknilegir erfiðleikar við byggingu kjarn- orkuvera hafa reynzt miklu meiri en menn álitu. En auk þess hafa umhverfisverndarsjónarmið valdið því, að ýmis orkuver, sem áður var talið að mundu rísa, verða aldrei byggð. Á það bæði við um kjarnorkuver og olíuknúin raforkuver — og sið- ast en ekki sízt vatnsaflsvirkj- anir, því að nú verða ekki heim- ilaðar virkjanir, sem náttúru- spjöllum valda, og takmark- ar það mjög byggingar raf- stöðva, t.d. bæði í Noregi og á vesturströnd Bandaríkjanna. Vel kann því svo að fara, að orkuverð hækki enn, og vera má, að það geti von bráðar orðið tvöfalt hærra en það var, þeg- ar samningar voru gerðir við Svisslendinga um byggingu ál- bræðslunnar. Ef þær spár ræt- ast, er ljóst, að við íslendingar eigum gífurleg auðæfi í fallvötn- unum, jafnvel enn meiri en við hingað til höfum álitið. Norð- menn, sem verið hafa okkar helztu keppinautar um sölu raf- orku, munu naumast gera samn- inga um nýjan orkufrekan iðn- að, því að þeir þurfa orkuna til annarra hluta. Og sama er að segja um Bandaríkjamenn. Helztu keppinautarnir yrðu þá vanþróuðu ríkin, en þar er við margháttaða erfiðleika að etja, sem erlendir fjármagnseigendur hljóta að setja fyrir sig. Þess vegna er ljóst, að okkur gefast margvísleg tækifæri til þess að nýta orkuna hér á landi, bæði vatnsaflsorkuna og hverahitann. Verður það áreiðanlega meg- in málefni næstu ára að koma þeim málum fram. Þáttur Magnúsar Ráðherrarnir bera Morgun- blaðinu það á brýn, að það skatnmi þá fyrir alla skap- aða hluti. Og víst verður að játa, að hér í blaðinu hefur sitthvað verið gagnrýnt, sem af ríkis- stjórnarinnar hálfu hefur verið gert eða látið ógert — og lái hver sem vill blaðinu það. En að þessu sinni er þó a.m.k. ekki hugmyndin að skamma iðnaðar- ráðherrann, heldur þvert á móti að hæla honum — m.a.s. að hæla honum upp i hástert. Magnús Kjartansson hefur lát ið halda áfram ósleitilega að vinna að samningum við erlenda fjármagnseigendur um að þeir byggðu hér á landi iðjuver, og hefur þá einna mest verið talað um málmblendiverksmiðjur, en raunar hefur einnig verið rætt við Aiusuiss um byggingu nýrr- ar álbræðslu. Raunar hefur ráð- herrann haft orð á því, að hér þyrfti að verða iðnbylting og hefur þá tekið alldjúpt í árinni. Iðnaðarráðherra hefur haft einstaklega gott samband við forráðamenn ISALs og Alu- suiss. 1 fyria þáði hann boð þeirra um dvöl í Svisslandi, þar sem mikið var um dýrðir. Að vísu var það ámælisvert, að hann skyldi láta hinn erlenda auð- hring greiða fyrir sig jafnvel ferðir fram og til baka, en látum það liggja á milli hluta. Hitt er vissulega mjög mikilvægt, að út- lendingarnir hafa nú séð, að jafnvel á tímum vinstri stjórnar gengur allt snurðulaust í sam- skiptum við Islendinga, og þar að auki eru vinstri menn á ís- landi einstaklega skemmtileg- ir og alúðlegir í samkvæmum. Magnús Kjartansson hefur þvi unnið mjög merkt starf við að undirbúa þá samvinnu við er- lenda fjármagnseigendur, sem sjálfsögð er á næstu árum og tryggja, að þeir treysti íslend- ingum til að halda gerða samn- inga. Þetta verður þungt á met- unum, þegar setzt verður að samningaborði. Þökk sé Magnúsi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.