Morgunblaðið - 18.03.1973, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 18.03.1973, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. MARZ 1973 Sjötug á morgun: Helga Kristjánsdóttir Þessi fábrotna endurminning er rifjuð upp er sjötugsafmæli frú Helgu nálgast, en eiginmað- ur hennar náði þessu marki í hraðspretti tímans þann 13. nóv- ember síðastliðinn. Þótt yfir æðimargt firnist með háum aldri, þá munu flestir gaml ir kennarar eiga lengi í fórum sínum ýmsar augnabliksmyndir af börnum, eins og þau komu þeim fyrst fyrir sjónir er til skól ans kom. Svo er því háttað með húsfreyjuna, sem sjötug er í dag. Ég á af henni ljóslifandi mynd i minni mínu, þegar hún kom fyrst í skólann minn á Flateyri fyrir rúmum 60 árum með spjald ið sitt undir hendinni, vel klædd og brosandi og sæl á svip. Hún var dóttir Kristjáns Ás- geirssonar verzlunarstjóra frá Skjaldfönn og Þorbjargar Guð- mundsdóttur frá Dýrafirði, sem mörg börn áttu í skóla mínum og öll ágæt. Og Helga óx upp i glöðum systkinahópi við prýðilegan heim ilisbrag, sótti síðan Kvennaskól- ann í Reykjavík og reyndist alls staðar ágætur skólaþegn, enda átti hún til góðra að telja. En svo kom ungur maður til sögunnar árið 1919, þá nýslopp- inn úr Verzlunarskólanum. Hann flyzt til Flateyrar og gerist skrifstofumaður hjá verzlun þeirri, er faðir Helgu veitti for- stöðu. Hann hét Guðmundur, son ur Sigurðar Þorkels kaupmanns á Laugavegi 62 í Reykjavík og konu hans Hólmfríðar Guð- mundsdóttur frá Ánanaustum, fallegur piltur, vel gefinn og gerður, söngvinn ágætlega, svo að mér þótti mikill fengur að honum i kórinn minn. Og hann kynnti sig svo vel, að okkur þótti öllum vænt um hann. En Helgu dóttur verzlunarstjór ans varð hann þó kærastur allra, því að 18. október 1925 gengu þau í hjónaband. Þá var glatt á hjalla í „Kristjánshúsi" þessum rismikla rausnarranni, þar sem séra Páll Stefensen lagði blessun sina yfir hjónabandið, en gestir að góðri veizlu lokinni fylgdu brúðhjónunum til hins nýja heim ilis þeirra í þorpinu. 'En árið 1926 fluttu þau til Reykjavíkur, og þar hefur heimilið siðan verið og farnazt vel. Húsbóndinn sístarfandi í meira en hálfa öld, fyrst hjá einkafyrir tækjum, en lengst hjá ríki og banka, og allsstaðar þótt vaskur maður og verður trúnaðar. En húsfreyjan gætti bús og barna af móðurlegri umhyggju og hreinleika hjartans, sem er öllu ofar. Og uppeldi 6 barna er mikið og veglegt, ekki sizt þeg- ar vel tekst sem hér. Synirnir tveir, Sigurður Þor- kell læknir, Gylfi hagfræðingur, Ástríður, Hólmfríður, Þorbjörg og Gerður, allt gagnmenntað fólk og vinnusamt, og makar þeirra ágætt fólk, segir tengda- móðirin, og henni trúi ég. En hjónin aldurhnignu dunda sér við eitt og annað i sínu fallega og velbúna heimili, minn- ast horfins tíma og fagna heim- sókn tengdafólks og afkomenda, sem allmargir eru orðnir. En við, gamlir og góðir vinir, sam- gleðjumst þeim með árangurinn, og árnum þeim og hópnum öll- um heilla og blessunar. Snorri Sigfússon. UNIVERSrrETET IBERGEN PROSEKTOR NOREGI Ný staða í 1 kl. 23 er laus frá 1. maí. I starfinu felst stjórn rannsóknastofu fyrir kliniskar rafeindasmásjár- rannsóknir. Umsækj^pdur þrufa að hafa próf í læknisfræði eða líffræði og reynslu í meðferð rafeindasmásjár. Ef enginn sækir um starfið, sem hefur reynslu, kæmi til greina fastráðning að loknum reynslutíma. Upplýsingar hjá Det medisinske fakultets sek*retariat, Postboks 25, 5014 BG-U. Umsóknarfrestur til 21. apríl. Nánari upplýsingar í Norsk Lysingsblad nr. 58 9/3 '73. ESS2K Atvinna — verzlunarmnður Vanur verzlunarmaður, með langa reynslu við heildsölu og smásöluverzlun, einnig sölu bif- reiða, óskar eftir starfi á næstu mánuðum. Upplýsingar, sem farið verður með sem trún- aðarmál, óskast sendar afgr. Morgunblaðsins fyrir 27. marz, merktar: „Verzlunarmaður" - 9455". Hjiíkrnnarkonur óskast til starfa við handlækningadeild og gjörgæzludeild. Einnig vantar hjúkrunarkonur til sumarafleysinga í hinar ýmsu deildir spít- alans. — Nánari upplýsingar veitir forstöðu- kona. ST. JOSEPSSPÍTALI, Landakoti. Hóseti óskast á 105 lesta netabát frá Grindavík. Upplýsingar í síma 92-8086 og 92-6577. Hóseta vantar á 60 tonna netabát sem rær frá Eyrarbakka. Upplýsingar í síma 99-3162 og 99-3153. Vélstjóri Óskum eftir að ráða vélstjóra með próf frá rafmagnsdeild í díselstillingaverkstæði okkar BRÆÐURNIR ORMSSON HF., Lágmúla 9, sími 38820. Félog einstæðra loreldra óskar að komast í samband við konur, sem vilja taka að sér að sitja hjá veikum börnum, meðan foreldri vinnur úti. Upplýsingar í skrifstofu FEF í Traðarkotssundi 6, mánudaga frá kl. 5—9 og fimmtudaga kl. 10—2. — Sími 11822. Umsjónarmoður Viljum ráða lagtækan mann, sem getur séð um viðhald og haft umsjón með byggingum heim- ilisins. 2ja herbergja íbúð fylgir starfinu. Æski- legt að umsækjandi hafi umráð yfir sendiferða- bil. Tilboð sendist fyrir 27. þessa mánaðar til stjórnar Skálatúnsheimilisins, Mosfellssveit. ifl ACM ír I.O.O.F. 3 = 1543198 = 8} O. I.O.O.F. 10 = 1543198i/2 = Bingó. □ Mimir 59733197 = 2. C Gimli 59733197 - 1 atkv. Frl. Kvenfélag Neskirkju býður eldra fóliki ( sókninnl i síödegiskaffi í Félagsheimil- inu sunnudaginn 18. marz aö lokinni guösþjónustu í kirkj- unrvi sem hefst kl. 2. Stjórnin. Óháöi söfnuöurinn Plattarnir með mynd af kirkjunni okkar eru falleg fermingargjöf. Uppl. i símum 34843, 24846 og 14293. Kjólameistarar Munið aðalfundinn mánudag kl. 8:30 á Hótel Esju, herbergi nr. 727. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. 30 ára a-f- mæli Fólags kjóhameistara. — Tízkusýning að hausti. Stjórnin. Æskulýðsstarf Neskirkju Fundir pilta og stúlkna 13 til 17 ára mánudagskvöld kl. 8.30. Opið hús frá kl. 8. Sókna-rprestarnir. Hörgshlíð 12 Almenn samkoma — boðun fagnaðarerindisins í kvöld, su-nnudag kl. 8. Minningarkort Félags einstæðra foreldra fást í Bókabúð Lár- usar Blöndal í Vesturveri og í skrifstofu félagsins í Trað- arkotssu-ndi 6. Skrifstofa Félag einstæðra foreldra Traðarkotssundi 6 er opin mánudaga 5—9 eftir hádegi og fimmtudaga kl. 10—12. Sími 11822. Filadelfía, Reykjavík Safnaðarguðsþjónus-ta kl. 2. Vakningarsamkoma kl. 8. — Willy Hansen og fleiri tala. Félagsstarf eldri borgara, Lang- holtsvegi 109—111 Miðvikudagi-nn 21. marz verð- ur „opið hús“ frá kl. 1.30 eh. M. a. verður kvikmyndasýn- ing. Fimmtudaginn 22. marz hefst handavinna — föndur kl. 1.30 ©h. Mæðrafélagskonur Aðalfundu-r félagsins verður að Hverfisgötu 21 miðvikudag i-nn 21. marz kl. 8.30. Mætið vel og stundvísl-ega Stjórnin. I.O.G.T. St. Framtíðin Fundur á morgun kl. 8.30 í TemplarahöMinni. Inntaka nýrra félaga. Fl-eiri i-nmsækj- endur velkomnir. Fu-ndurinn opnaður kl. 9.30. Erindi um endurhæfingahæli í Noregi. Gestir fundarins verða sér- fræðing-ar þeirra mála. Spurn- ing-ar og svör. All-ir velkomnir. Kaffi. — Æðstitemplar. Síðasta spilakvöld Kvenfélags Kópavogs verður sunoiudagin-n 18. marz kl. 8.30 í n-eðri sal. Allir vel-komn ir. Mætið vel. — Spi-lanefndin. Brautarholt 4 Sunnudagi-nn 18/3: Sunndagaskóli kl. 11.00, sa-mkoma kl. 5.00. Aílir velkomn-ir. Kristniboðsfélag karla Munið fundimn í Beta-níu, La-uf ásvegi 13, mánudagskvöldið 19. marz kl. 8.30. AMir karl- menn velkomnir. Vopnfirðingar Munið árshátíðina í Félagsheimilinu Seltjarnaritesi laugard. 24. marz kl. 19.30. Miða-sala í Verzl. Verinu, Njálsgötu 86, mánud. 19. og þriðjud. 20. marz kl. 2—6 e. h. Stjórn og skemmtinefnd. BREYTT SÍMANÚMER 86266 3 línur FRIÐRIK BERTELSEN, Lágmúla 7, Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.