Morgunblaðið - 20.03.1973, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.03.1973, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. MARZ 1973 ® 22-0-22* RAUDARÁRSTÍG 31 BILALEIGA CAR RENTAL Tt 21190 21188 14444 g 25555 [V miæifí lALEIGA-HVEflSfiOTU 103 0 14444 3“25555 FERÐABlLAR HF. - sími 81260. Tveggja manna Crtroen Mehan. Fimm manna Citroen &.S. 8—22 manna Mercedes Benz hópferJabilar (m. bíistjórum). HOPFERÐIB T« leégu í tengri og skemmri ferifcr 8—34 farþega bilar. Kjartan Ingimarsson, simar 86155 og 32716. tUTAf fiOLCAR f } VOLKSWACCH Volkswagen varahlutir tryggja Volkswagen gæði: © Örugg og sérhæfð viðgerðaþjonusta Hvað var sent til Haag? Kins og kunnugt er, hefur rikisstjórnin sagt það, að hún hafi aðeins sent allra nauð- synlegustu gögn, sem máli skiptu til Alþjóðadómstólsins í Haag. Þannig hafi hún forð azt að gera nokkuð það, sem kalla mætti málflutning fyrir dómnum. Nú hefur dagblaðið Tíminn hins vegar vakið sér- staka athygti á greinargerð brezka dómarans i lögsögnúr skurðinum 2. febrúar s.l. Ger ir blaðið enga athugasemd um sannleiksgildi þess, er dómar inn segir og verður að ætia, að Maðið teiji hann fara með rétt mál. Dómarinn er að fjalia um ákvörðun ts- iendinga að mæta ekki, og segir þá skv. frásögn Tímans: „Ef fsland hefði gert þetta í eitt skipti fyrir öii og skýrt sjónarmið sín, en eftir það þagað um málið, væri ekki ástæða til að hafa um það fleiri orð, en kalla fjar- veru Islands mistök sem bæri að harma. En staðreyndin er sú, að samt sem áður hefur ísland sent dómstólnum syrpu af bréfum og simskeyt um varðandi inálið, sem oft hafa innihaldið efni, sem oft gengur lengra miklu lengra en spurningin um rétt dómsins til lögsögu, og hef- ur snert sjálfan kjarna efnis- atriða." Samkvæmt þessari frásögn dómarans, hefur rikisstjórnin síður en svo haft eins lítii af- skipti af málarekstrinum og hún vill vera láta. Þvert á móti hefur hún sent „syrp- ur af bréfuin og skeytum“ til dómsins. Væri það vissuiega fróðlegt að fá birt þessi bréf og skeyti til dómaranna til þess að sjá, hvaða röksemdum ríkisstjórn in beitir í málflutningi sínum fyrir dómstólnum, l>ótt hún segi kjósendum sínum, að hún komi þar hvergi nærri. Hvað er verið að dylja? Þetta ósamræmi milli þess magns skeyta og bréfa, sem ríldsstjórnin segist hafa sent, og þess, sem Tíminn seg- ir að sé rétt, gefur tilefni tii grunsemda um, að lítil heil- indi hafi verið í af- stöðu stjórnarinnar til Haag- dómstólsins. Verður því þó tæpast trúað að óreyndu, að einstakir ráðherrar hafi far- ið að senda dómstólnum skeyti í nafni ríkisstjórnar- innar, án þess að hafa til þess fullt samþykki allrar stjórn- arinnar. Slík meðferð á við- kvæmu máli væri algjörlega með eindæmum, og hefði þá Einar Ágústsson sýnt af sér meiri klókindi í skiptum sín- um við kommúnistana í stjórn inni en jafnvel Guðmundur I. G uðmundsson. Þrátt fyrir ítrekaðar fyrir- spurnir hefur stjórnin aldrei fengizt til þess að segja hvað hún sendi til Haag. Dular- fullar yfirlýsingar forsætis- ráðherrans um málið, er það eina, sem opinberlega er sagt hér heima. Forsætisráðherr- ann hefur ekkert við það að athuga, þótt því sé hald- ið fram á Alþingi, að dóm- stóllinn hafi aðeins fengið eitt skeyti og hálfa aðra vélritaða síðu um málið. Hann hef ur heldur ekkert við það að athuga, þótt einn dómarinn kalli þetta eina skeyti og bréf kornið „syrpu af bréfum og símskeytum". Það er vissulega kon*- inn tími tii fyrlr forsætisráð- herrann að gera hreint fyr- ir sínum dyrum og birta hrein lega það, sem stjórn lians sendi, svo að skorið verði úr því í eitt skipti fyrir öil, með hverjum hættl ríkisstjórnin hélt á Iandhelgismálinu fyr- ir Aiþjóðadómstólnum. spurt og svarað Lesendaþjónusta MORGUNBLAÐSINS Hringið f sima 10100 kl. 10—11 frá mánudegi til föstudags og biðjið um Lescndaþjómistu Morg- unblaðsins. NOBRÆNI SUMARHÁSKÓLINN Ragnheiður Guðmundsdótt ir, Ránargötu 16, spyr: „í fréttum sjónvarpsins miðvikudaginn 31. jan. átti fréttamaður, Ólafur Ragnars son, viðtal við Stefán Karls- son um Norræna sumarhá- skólann svonefnda. í því við tali var m.a. drepið á ýmis viðfangsefni, sem fjallað verður um, svo og leiðbein- endur eða framsögumenn hinna ýmsu málaflokka. Af því tilefni langar mig að spyrja: 1. Hver eða hverjir velja þessa leiðbeinendur eða fram- sögumenn? 2. Er við slikt val tekið til- lit til menntunar og/eða reynslu viðkomandi aðila og sé svo, hvaða skilyrði er ætl azt til að viðkomandi upp- fylli? 3. Hver eða hverjir taka ákvörðun um val verkefna þeirra sem fjallað er um? 4. Er þessi sumarháskóli ætiaður stúdentum eingöngu eða öðru fólki einnig, og sé svo, hvaða skilyrði (aldur, menntun) þurfa væritanlegir þátttakendur að uppfylla?" Birgir Thoriacius, ráðu- neytisstjóri, svarar af hálfu menntamálaráðuney tisins: „Norræni sumarháskólinn er frjáls samtök háskóla- manna á Norðurlöndum, en hefur notið styrks til starf- semi sinnar af opinberu fé í Norðurlandaríkjunum öllum. Starfsemin fer fram í náms- hópum, og er lögð stund á fræðiefni, sem ákveðið hefur ve. iö að taka til meðferðar á árlegu móti Norræna sum- arháskólans. Sumarmótið er haldið í Norðurlandarxkjun- um til skiptis. Námshópar á hverjum stað mynda til sam- ans deild úr sumarháskólan- um, og staðbundnar deildir í hverju landi mynda lands- deild. Hver deild kýs full- trúa af sinni hálfu í fulltrúa- ráð Norræna sumarháskól ans, en meðal verkefna þess er að fjalla um, hvaða fræða svið skuli tekin til meðferð- ar hverju sinni. Stjórn ís- landsdeildar Norræna sumar háskólans skipuleggur starf- semina hér á landi, en for- maður - stjórnarinnar er nú Páll Skúlason, lögfræðingur. í samþykktum Norræna sumarháskólans segir, að þátt taka i starfsemi hans sé op- in öllum háskólamönnum á Norðurlöndum, en einnig öðr um aðilum, sem geti fært sér slíka þátttöku í nyt og lagt skerf til starfsemi sumarhá- skólans." BYGGING HÖFÐASKÓLA Bjarni Guðmundsson, Grenimel 26, spyr: „Ég vil beina þessari spum- ingu til Magnúsar Torfa Ól- afssonar, menntamálaráð- herra: Hvað líður byggingu Höfðaskóla? Skólinn er hús- næðislaus." Birgir Thorlacius, ráðu- neytisstjóri, svarar af hálfu menntamálaráðuheytisins: „Uppdrættir af húsi Höfða skóla eru að verða fullgerð- ir. Verið er að vinna að út- boðslýsingu. Skólabygging- unni er ætlaður staður efst í Fossvogi við Bústaðáveg og Reykjanesbraut. Byggingin er kostuð sameiginlega af rík inu og Reykjavikurborg og fé til hennar veitt i fjárhags áætlun borgarinnar og fjár- lögum á þessu ári.“ SKÓLI FYRIR SJÚKRAÞJÁLFARA Ólafur Jóhannsson, Álfta- mýri 36, spyr: „Hvenær má búast við því, að hægt verði að afla sér menntunar til sjúkraþjálfun- ar hér, og hvaða menntunar verður krafizt til sliks nárns?" Steinunn Kjartansdóttir, Bústaðavegi 42, spyr: „Hvenær má vænta þess, að settur verði á laggimar skóli fyrir sjúkraþjálfara hér?“ Birgir Thorlacius, ráðuneyt isstjóri, svarar fyrir hönd menntamálaráðuney tisins: „Menntamálaráðuneytið hefur fyrir nokkru óskað eft ir því við heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyt- ið, Háskóla íslands, Félag ísl. sjúkraþjálfara og Læknafé- lag íslands, að þessir aðilar tilnefndu einn mann hver i nefnd til þess að athuga möguleika á, að stofnað verði hér á landi til mennt- unar sjúkraþjálfa og iðju þjálfa og hvernig slíku náml verði fyrir komið. Þegar til- nefningar hafa borizt frá öll- um þessum aðilum mun menntamálaráðuneytið skipa nefndinni formann og er þess að vænta, að rtefndin geti haf ið starf á næstunni.“ HEKLA hf (7ú—m7í — S>m( 21240. - toni TVEIR GÓÐIR frá Amer- íku eru nú i Bretlandi að leita fanjs — þeir Jerry Wein- traub og Sid Bemstein. Þeir stýra stórvirkri umboðsskrif- stofu í New Vork, sem nefn- ist Management III, og eru þeir nú að sem.ja við brezkar hl.jiimsveitir og listamenn tim að koina fram í tveimur 90 minútna löngum sjónvarps- þáttum, sem /erða teknir upp í Bretlandi í aprii og sýndir i Bandarikjunum í maí í ABC- sjónvarpsstöðinni og áskrif- endum hennar. Jerry þessi Weintraub sá um fyrstu New York-hljómleika Presleys og einnig um hljónileikaferðir Moody Blues um Bandarikin. Sid Bernsteín sá á sínum tíma um hljómleika Beatles í Sliea Stadium íþróttaleikvanginum í New York og um fyrstu hijómleikaferð Rolling Stones um Bandaríkin. Og hvað koma þessir tveir gaurar okkur við? Ekki annað en það, að í sumar gistu þeir eina helgi á Loftlciðahótelinu, á meðan þeir voru að reyna að semja við Bobby Fischer um að gerast umboðsmenn hans. — 0 — CLIVE JOHN, gítarleikari hljómsveitarinnar MAN, hef- ur neyðzt til að hætta að leika með hljómsveitinni af heilsufarsástæðum. Hann hef- ur ekki þrek til að þola það mikla álag, sem fylgir hinum gffurlega miklu hljóm- leikaferðalögum, sem hljóm- sveitin hefur staðið í að und- anförnu og ekkert lát virðist ætla að verða á. Man mun halda áfram sem fjögurra manna hljómsveit. Þetta er í annað sinn, sem Clive hættir í hljómsveitinni. Er hann hef- ur hvflt sig nóg, kann svo að fara, að hann stofni sína eig- in hljómsveit. Clive John — dauðjireyttur!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.