Morgunblaðið - 20.03.1973, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.03.1973, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. MARZ 1973 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsinffastióri Ritstjóri og afgreiðsla Auglýsingar Áskriftargjald 300,00 kr. I lausasðlu hf. Árvakur, Reykjavik. Haraldur Sveinsson. Matthias Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Biörn Jóhannsson. Arni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sími 10100. Aðalstræti 6, sími 22-4-80. á mánuði innanlands. 18,00 kr. eintakið. í skýrslu, sem unnin hefur verið af fiskirannsóknar- stöðinni í Löwestoft á vegum brezka sj ávarútvegsráðuneyt- isins kemur fram sú niður- staða vísindamanna þessarar stofnunar, að hrygningarstofn þorsks í Norðaustur-Atlants- hafi væri nú aðeins um fimmti hluti þess, sem var á árunum 1950-—1959 og fari enn minnkandi. Afleiðingin hljóti að verða sú, að afli muni fara minnkandi á þessu svæði öllu og takmarkalaus- ar veiðar utan 12 mílna marka óhugsandi. Um svipað leyti og brezka sjávarútvegsmálaráðuneytið hefur þessar upplýsingar í höndum frá brezkum vísinda- mönnum, senda brezkir út- gerðarmenn togara sína til veiða innan 50 mílna mark- anna og brezk stjórnvöld sertda dráttarbáta á miðin, setn þverbrjóta allar siglinga- reglur og reyna að sigla á ís- lenzku varðskipin. Bretar hafa hingað til neitað þeim fullyrðingum íslenzkra vís- indamanna, að þorskstofninn væri í hættu en nú, þegar fyrir liggja niðurstöður þeirra eigin vísindamanna, sem sýna, hversu alvarlega hefur verið gengið á þorsk- stofninn við íslandsstrendur, er það ekkert minna en til- ræði við lífshagsmuni ís- lenzku þjóðarinnar að halda þessum veiðum áfram innan 50 mílna markanna. En þótt brezka stórveldið telji sig ekki þurfa að hugsa um hagsmuni íslenzku þjóð- arinnar meðan togarar þess ausa upp fiski af miðunum við Island, sem vísindamenn þess segja, að séu að ganga til þurrðar, er það okkur fagnaðarefni, að óvæntur skilningur á okkar málstað kemur fram hjá öðrum. Á fundi þingmanna EBE^ríkj- anna fyrir síðustu helgi gerðu tveir þingmenn frá Frakk- landi og Ítalíu harða hríð að sir Christopher Soames, vegna afstöðu Breta til samn- ings þess. sem ísland hefur gert við EBE. ítalski þing- maðurinn sagði, að líta bæri á útfærslu íslenzku fiskveiði- takmarkanna sem innanrík- mál íslendinga og franski þingmaðurinn, sem er fyrr- verandi upplýsingamálaráð- herra Frakka, lagði á það á- herzlu, að Efnahagsbandalag- ið mætti ekki beita valdi sínu gagnvart Tslandi og að gildis- taka FBF-samninganna ætti ekki að vera háð velþóknun stjórna einstakra aðildarríkja EBE. Þessi drengilegi stuðningur þingmannanna tveggja er þakkarverður og sýnir, að víða á íslenzkur málstaður hauka í horni. Enginn vafi leikur á því, að stuðningur af þessu tagi væri mun al- mennari, ef þannig hefði ver- ið haldið á okkar málum, að fullur sómi væri að fyrir ís- lenzku þjóðina. Ekki þýðir að sýta það, að svo hefur ekki verið. Þýðingarmeira er, að framvegis verði þannig á málum íslands haldið, að sér- hvert tækifæri verði notað til þess að vinna málstað okkar í landhelgismálinu gagn. Nú bendir allt til þess, að ákveðið verði að senda fulltrúa til Haag, þrátt fyrir það að tveir stjórnarflokk- anna séu því andvígir, þar sem ætla verður nú, að þing- meirihluti sé fyrir þeirri stefnu og ríkisstjórnin verð- ur að hlýta vilja þingsins. Jafnframt því, sem ákvörð- un verður tekin um að mæta í Haag er eðlilegt að gera um það kröfu af íslands hálfu, að brezkir togarar færi sig út fyrir 50 mílna mörkin á grundvelli samkomulagsins frá 1961. Þegar það var lagt fyrir Alþingi á sínum tíma var þeim skilningi lýst af tveimur þáverandi ráðherr- um, að Bretum væri óheim- ilt að veiða innan nýrra fisk- veiðitakmarka, meðan al- þjóðadómstóll fjallaði um málið. Þessum skilningi ís- lendinga hafa Bretar aldrei mótmælt og nú er full ástæða til að láta þá standa við sín orð að þessu leyti, þegar formleg ákvörðun hef- ur verið tekin um að mæta í Haag. Undanfarið hefur verið mjög tíðindasamt á fiskimið- unum kringum landið. Varð- skip hafa verið iðin við að klippa á togvíra brezku tog- aranna og er nú komið í ljós, að dráttarbátarnir brezku geta tæpast rönd við reist. Hingað til hafa brezkir tog- araeigendur lagzt gegn því, að brezk herskip yrðu send á miðin og er bersýnilegt, að þeir hafa ýmislegt lært af hinu fyrra þorskastríði. Vænt anlega verður aðgerðum varð skipanna haldið áfram, jafn- framt því sem unnið verður að því eftir stjórnmálaleið- um að tryggja okkur sigur. Stjómmálalegur sigur bygg- ist hins vegar m. a. á sam- stöðu. Það stuðlar ekki að slíkri samstöðu, þegar einn af ritstjórum Tímans tekur upp persónulegt skítkast og níð um andstæðingana í reiði sinni yfir því, að sjónarmið vfirmanna hans um Háag- dómstólinn njóta ekki meiri hluta stuðnings á þingi. VIÐHORFIN í LANDHELGISMÁLINU iíiák, THE OBSERVER Eftir Eric Silver ísrael krefst skaðabóta frá A-Þýzka- landi vegna hryðjuverka nasista ISRAEL hefur nú með leynd í frammi mikla viðleitni til þess að knýja Austur-Þýzkaland til að viðurkenna skuld Þjóðverja víð Gyð- inga og veita fórnarlömbum Þriðja rikisins bætur. Tilhneigingin á meðal iýðfrjálsra ríkja nú til þess að viður- kenna Austur-þýzka alþýðulýðveldið og líkurnar á því, að landiinu verði veitt upptaka í samtök Sameinuðu þjóðanna ásamt Sambandslýðveldimi, hafa ýtt mjög undir þessa viðleitni. Mál þetta var til meðferðar á þjóð- þingi Israels i byrjun þessa árs og þar hélt utanrikisráðherrann, Abba Eban, þvi fram, að al-lt ÞýzkaJand bæri i heild sökina á manndrápum nasista og eyðileggingu. Skaðabætur, sem þegar hefðu verið greiddar af Vestur-Þýzkalandi, gætu ekki bætt fórnarlömbum þessara glæpa þján- ingar þeirra, en þær væru að minnsta kostí viðurkenning um ábyrgð. Gideon Hausner, sem var saksókn- arinm gegn Adolf Eichmann og er nú kunnur þingmaður í hópi frjáls- lyndra á þjóðþingi IsraeLs, hefur tek- ið hákvæmar til orða og síður skafið utan af þvi, sem hann hefur að segja. — Eignir, sem rænt var frá Gyðingum, segir Hausner, — fóru til allra hluta Þýzkalands. Þetta var þáttur i hinni „endanlegu lausn Gyð- ingavandaimálsins", sem þýddi bæði að myrða Gyðinga og ræna þá. Haúsner hefur það eftir skýrslu frá skiþtaforstjóra Hitlers yfir eignum Gyðinga, en hún var lögð fram í Niirnberg-réttarhöldunum, að 2000 vagnfarmar af eignum Gyðinga hafi verið sendir frá Póllaindi til Þýzka- lands á árinu 1942 einu saman. I ágúst 1944 hafi embættismenn nas- ista skýrt frá því, að í rás stríðsins hafi 26.000 vagnfarmar eða um 1000 lestarfarmar af eignum Gyðinga ver- ið fiuttir frá Frakkiandi og Niður- löndum til Þýzkalands. — Við vitum einnig, hvernig nas- istar dreifðu þessum eignum, er enn- fremur haft eftir Hausner. Þessum búsióðum var dreift um allt Þriðja ríkið. Eignir Gyðinga voru ómetan- legar til aðstoðar Austur-Þýzkalandi, sem fékk enga Marshaliaðstoð við viðreisn og enduruppbyggingu lands- ins eftir heimsstyrjöldina síðari. Ég sé enga ástæðu til þess að leyfa því að halda þessu öllu. Þeir, sem illvirkin frömdu, komu frá öllum hlutum Þýzkalands. Af hálfu Austur- Þýzkalainds er það talið nóg að for- dæma nasismann og fagna kommún- ismanum tii þess að afplána sér- hvert afbrot. Ég tel, að heimurinn eigi ekki að leyfa því að komast upp með slíkt, segir Hausner. Síðan samniongurinn um skaðabæt- ur var gerður við Vestur-Þýzkaland árið 1952, hefur Bonnstjór'nin greitt Israel i bætur upphæð, sem nemur 420 millj. sterlingspunda og 6.600 millj. pund til einstakra Gyðinga, sem lifðu stríðið af, en um þriðjunigur þeirra er búsettur í Israel. Hafa Vest- ur-Þjóðverjar greitt Gyðingum beggja vegina járntjaldsins bætur. Þar að auki hefur Sambandsdýð- veldið veitt ísraeí um 18 millj. sterl- ingspunda lán á ári sl. áratug til framkvæmda með mjög hagkvæmum kjörum. Þessu fé hefur verið varið til meiri háttar opinberra fram- kvæmda, svo sem til endurbóta á þjóðveginum milli Tel Aviv og Jerú- salem, stækkunar á Lod-flugvelli og endurbóta á talsímakerfinu. Engin upphæð hefur verið nefnd sem inntökugjaid fyrir Austur-Þýzka- land í samfélag þjóðanna, en i samn- ingnum frá 1952 er lagt til, að það greiði um % af heildargreiðslu Vest- ur-Þýzkalands. Austur-Þýzkaland heifur áunnið sér reiði Gyðinga með tvennum hætti. Walter Ulbricht og eftirmenn létu sér ekki nægja að sverja af sér hvers konar ábyrgð vegna striðsglæpanna, heldur hafa þeir verið óbilgjörnustu aindstæðingar ísráels á meðal aðildar- landa Varsjárbandalagsins. Alfred Norden, sem sæti á í forsætisnefnd austur-þýzka kommúnistaflokksins (það viil svo til, að hann er sjálfur Gyðingur), sagði á fundi með frétta- mönnum 1960: — Gagnstætt Vestur- Þýzkalandi, þar sem fasismi rikir, hefur Austur-Þýzkaland upprætt fas- ismann. Tryggingin fyrir þvi að fá að lifa i friði er mikilvægari en nokkrar bætur. Fimm árum siðar sagði anner tals- maður flokksins, að Austur-Þýzka- land væri hvorki reiðubúið til að greiða Gyðingum né Israel bætur, sökurn þess, að Israel væri stökkpall- ur heimsvaldástefnunnar og því beint gegn réttindum arabísku þjóðanna og baráttu þeirra fyrir frelsi. Austur-Þýzkaland er eina landið aí fylgiríkjum Sovétrikjanma, sem aldrei hefur haft stjórnmáiatengsi við fsrael. Austur-Þjóðverjar aðstoð- uðu Gamal Adel Nasser við að skipu- leggja leyniiögreg'lu Egyptalands. Þeir tóku opinberlega við sendinefnd frá A1 Fatah, áður en Sovéts'tjórnim viðurkemndi skæruliðahreyfimgar Palestínu-A raba. Málaleitanir Israelsimanna til rikis- stjóma Norður-Ameríku og Vestur- Evxrópu hafa tii þessa látið lítið yfir sér. Sendiherrar Israels hafa leitað fyrir sér í utanrikisráðuneytunum. Abba Eban ræddi þetta mál í við- ræðum símum nýlega við sir Alex Douglas-Home, utanrikisiráðherra Bretlands. Engar kröfur hafa ver- ið lagðar fram. Israelsstjóm hef- ur einfaldiega farið þess á leit við vinveitt riki, sem n.ú eiga í viðræð- um við Austur-Þýzkaland um stjóm- málasamband, að þau geri kröfuna um bætur að einu af skilyrðunum fyrir imngöngu Austur-ÞýzkaJands í samfélag þjóðamma. 1 einkaiviðtölium hafa emnbættis- menn i Israel saigt, að það hatfi kom- ið þeím ánægjuiega á óvart, eins og haft var eftir einum þeiira, — hve viðbixigðin hefðu verið jákvæð á margan hátt. Ekkert lamd hefði orð- ið til þess að segja „nei4*. Þau rfki eru mörg, sem að undan- fömu hafa verið að ihuga það að viðurkenna A ustur-Þýzkaland. 1 hópi Vestur-veldanna hafa Bandaríkin og Bretland verið að samræma aðgerðir sínar. Frakkar vita um viðihorf þeirra, en hafa minni áhuga á sam- eiginleg’um aðgerðum. ÓlíkJegt er, að umsókn Austur-Þýzkalands um aðild að Sameinuðu þjóðunum verði sam- þykkt fyrir næsta haust.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.