Morgunblaðið - 20.03.1973, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 20.03.1973, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. MARZ 1973 F.HlWk'ft Verkamenn óskasl til starfa hjá bæjarsjóði Akraness. Upplýsingar veittar í síma 1211. BÆJARSJÓÐUR AKRANESS. Hdseto vantar á netabát. Upplýsingar í síma 51119. Hafnarbúðin Keflavík Stúlku vantar til afgreiðslustarfa nú þegar. — Vaktavinna. Upplýsingar á staðnum og í síma 1131. Flökun Vanan flakara vantar í frystihús. Mikil vinna og ódýrt fæði. Upplýsingar í síma 41412 eftir kl. 8. Lagermaður Iðnfyrirtæki óskar eftir að ráða mann til lager- starfa. Upplýsingar í síma 12946 milli ki. 1.00—4.30 Verksmiðjnvinna Óskum eftir að ráða konur og karla til verk- smiðjustarfa sem fyrst. Upplýsingar í síma 12946. Fiskvinna Kvenfólk og karlmenn vantar til starfa í frysti- hús og saltfiskverkun. Unnið eftir bónuskerfi. Fólk, sem hefur áhuga á mikilli vinnu og góðri þénustu ætti að hafa samband við okkur. — Fæði og húsnæði á staðnum. Upplýsingar í síma 93-6613 og 93-6624. HRAÐFRYSTIHÚS HELLISSANDS HF. Verziunarmaður Kjötiðnaðarmaður eða vanur afgreiðslumaður óskast í kjöt- og nýlenduvöruverzlun strax, eða um næstu mánaðamót. — Framtíðarvinna með góðum launum fyrir traustan mann. Tilboð með upplýsingum um aldur og fyrri störf sendist Morgunblaðinu fyrir 24. þ. m., merkt: „Verzlunarmaður — 952“. Alvinna Óskum eftir tveim mönnum, til að skera af þorskanetum, í ákvæðisvinnu. Upplýsingar í síma 16168. ÍSBJÖRNINN HF. Aðsloðarmoðui Óskum að ráða aðstoðarmann við söludeild frá 1. apríl nk. til 1. sept. Skilyrði að umsækj- andi hafi ökuleyfi. Væntanlegir umsækjendur tilgreini skriflega aldur, menntun og fyrri störf. Upplýsingar ekki veittar í síma. Tékkneska bifreiðaumboðið á íslandi hf., Auðbrekku 44—46, Kópavogi. Vantar yður húsvörð sem þér getið treyst, eða mann til gæzlustarfa, eftirlits eða innheimtu? — Eldri maður, orð- lagður fyrir samvizkusemi og snyrtimennsku er laus til starfa strax. — Beztu meðmæli fyrir hendi. Upplýsingar í síma 23510 á skrifstofutíma. Rösk og úreiðanleg skrifstofustúlka óskast allan daginn. Nafn um- sækjanda, ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, leggist inn á afgreiðslu Morgunblaðsins fyrir nk. föstudagskvöld, merkt: „Stundvis — 905". Vanan húseta vantar á góðan netabát frá Keflavik. Upplýsingar í símum 2716 og 1933 Keflavík. SJÖSTJARNAN H/F. Verkamenn Óskum að ráða verkamenn í byggingarvinnu nú þegar. Upplýsingar í síma 82340. BREIÐHOLT HF. Skriístofustúlka Óskum að ráða stúlku til almennra skrifstofu- starfa við söludeild frá 1. mai nk. Vélritunar- og enskukunnátta skilyrði Væntanlegir umsækjendur tilgreini skriflega aldur, menntun og fyrri störf. — Upplýsingar ekki veittar í síma. Tékkneska bifreiðaumboðið á íslandi hf., Auðbrekku 44—46, Kópavogi. Menn óskast í fiskvinnu Óskum að ráða menn í saltfiskverkun. Mjög mikil vinna. Fæði og húsnæði á staðnum. Upplýsingar í símum 36714, Reykjavík, og 99- 3757, Þorlákshöfn. GLETTINGUR HF. Húsetor óskast 2 vanir hásetar óskast á 200 lesta netabát, sem stundar veiðar á Breiðafirði. Upplýsingar í símum 18105 og 94-6105. Meinatæknir með góða starfsreynslu óskar eftir atvinnu, sem hefjist eftir samkomulagi, næsta sumar eða haust. Tilboð um laun ásamt upplýsingum um verkefni sendist afgreiðslu Mbl. fyrir 31. marz nk„ merkt: ,,9462“. Ofaukið? Nýlega hafa tveir yfirlœknar sjúkrahúsa í Reykjavík, dr. Friðrik Einarsson yfirlæknir í Borgarsjúkrahúsinu og dr. Bjarni Jónsson yfirlæknir Landakotsspitala, skrifað um þau miklu vandræði, sem eru vegna vöntunar á hjúkrunar- plássi fyrir aldrað, lasburða og sjúkt fólk. Báðir þessir yfir- læknar þekkja gjörla hvernig málin standa. Ber að þakka þeim greinamar, sem verða von andi til þess, að farið verður að sinna þessum málum betur en gert hefur verið. Annars er ég vondaufur um að nokkur breyting verði á þessu næstu árin. Ástæðan er sú, að menn vilja almennt ekk- ert vera að því að hugsa mik- ið um framtíðina — hvað þá ell- ina — hún er svo óralangt í burtu — og þegar þar að kem- ur, þá eru þeir færir í flestan sjó að sjá um sig og sína. — Hvað verður um hann Jón? — þá varðar ekkert um hann Jón. — Þannig hefur þetta verið í áratugi og verður enn — óef- að. — Unga fólkið skilur ekki vandræðin — stjórnmálamenn- imir telja flestir í atkvæðum og þeir gefa meira fyrir unga fólk ið — ennþá. En ef þeir færu nú að athuga kjörskrána betur, þá kæmust þeir að þeirri niður- stöðu, — að sums staðar í land- inu, að minnsta kosti, er eldra fólkið nokkuð margt í prósent- um á kjörskránni. Á Siglufirði eru 15% kjósenda 67 ára og eldri. Á Eyrarbakka eru það 20%, Neskaupstað 12,5%, Sauð- árkróki 14,8%, Akureyri 13,39% og í Reykjavík 13,5%. Aldursflokka 65 og 66 vantar til viðbótar og hækkar þá prós entutalan nokkuð. Líklega er tími kominn til fyr ir aldraða fólkið í landinu að fara að rumska og reyna að vinna skipulega að sínum fram- tíðarmálum. í Hafnarfirði er Styrktarfélag aldraðra 5 ára gamalt, en á Húsavík er það nýstofnað. Fleiri félög er verið að hugsa um að stofna. En þrátt fyrir öll blaðaskrif fundahöld og félög, þá er kom- ið í algjört óefni fyrir fjölda manns, sem þarf húsaskjól, hjúkrun og aðhlynningu ævi- kvöldið. Ósanngjarnt væri, að kenna forráðamönnum þetta eingöngu. Fyrst og fremst er þetta fólkinu sjálfu að kenna. Hver hugsar um sig — og telur sig geta séð um sig og sína þeg- ar þar að kemur. En svo breyt- ist þett? fljótt, þegar skórinn fer að kreppa að, þá finnst mönnum að allt ætti að vera til, — en sjálfir gerðu þeir aldrei neitt í þessum málum, hinir áttu að sjá fyrir öllu. Menn eru svo sinnulausir um framtíð sína í ellinni að engu tali tekur — enda verða margir nú þvi miður tilfinnanlega þess varir — hvergi pláss — hvergi hægt að koma fyrir háöldruðu fólki, sem nauðsynlega þarfnast hjúkrun- ar. Vonandi fara ritstjórar og blaðamenn að kynna sér málin — þeir verða allir langlifir væntanlega — og þurfa ekki síð ur en aðrir athvarf ævikvöldið. Gísli Sigurbjörnsson. „Við kerf jumst þess“ „Félagsmálaráðherra, Hanni- bal Valdimarsson: Ummæli yðar á fundi Junior Chamber 14. 3. sl. um að Islandi beri að leggja landhelgisdeiluna fyrir Haag-dómstólinn og þar gefast upp fyrir Bretum og V- Þjóðverjum, eru vítavert athæfi, svik við íslenzku þjóðina og stuðningsþjóðir okkar og ganga landráðum næst. Við krefjumst þess, að þér segið af yður þegar í stað. Landshreyfing íslenzkra náms- manna i Osló. Lagt fyrir fund að kvöidi 15. 3. 1973. Fyrir hönd hreyfingarinnar, Guðmundur Sæmundsson, Áslaug Agnarsdóttir, Sigbjörn Gnðjónsson, Eriingur Baldursson."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.