Morgunblaðið - 20.03.1973, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 20.03.1973, Blaðsíða 22
22 MQRGUNKLAÐIÐ, í-RIÐJUDAGUR 20. MARZ 1973 Guðbjörg Bjarna- dóttir — Minning 1 dag er til moldar borin Guð- björg Bjarnadóttir, sem um margra ára skeið starfaði á skrif stofu borgarstjóra Reykjavíkur. Guðbjörg fæddist að Hliði í Reykjavík 23. nóvember 1890 Systir okkar, Villa Kavli, lézt að heimili sínu í Stavang- er 18. þ.m. Dagbjört Vilhjálmsdóttir, Svandís Vilhjálmsdóttir, Georg Vilhjálmsson, Gunnar Vilhjáimsson, Stefán Vilhjáimsson. og andaðist að Elliheimil- inu Grund að morgni laugardags ins 10. marz, og var þá að mestu orðin rúmföst eftir starfsama og viðburðarika ævi, þar sem skiptust á skin og skúrir, eins og vænta mátti á langri lifsleið. Foreldrar Guðbjargar voru þau hjónin Sólveig Ólafsdóttir, ljósmóðir frá Hliði í Reykjavik, Magnússonar og Bjami smiður Jakobsson bónda á Valdastöðum í Kjós Guðlaugssonar frá Hurð- arbaki í Kjós, Ólafssonar, Is- leifssonar í Hvammi í Kjós. Þegar Guðbjörg var 7 ára göm ul, missti hún móður sína, sem dó frá 5 börnum sínum, öllum í ómegð. Tvö þeirra eru enn á lífi, þau Ólafía ekkja Björns Sveins sonar, kaupm. í Reykjavík, og Guðmundur Helgi, fyrrv. eld færaeftirlitsmaður. Látin eru Eiginmaður minn, HERMANN EYJÓLFSSON, hreppstjóri, Gerðakoti, Ölfusi, andaðist 17. marz. Sólveig Sigurðardóttir. Uppeldissystir okkar, ÞÓRUNN ÞORSTEINSDÓTTIR, hjúkmnarkona, andaðist að Landsspítalanum sunnudaginn 18. marz. Jarðarförin ákveðin síðar. Fyrir mína hönd og systra minna, Sveinn Sæmundsson. Eiginmaður minn, VILHELM ST. SIGURÐSSON, trésmíðameistari, andaðist í Landspítalanum sunnudaginn 18. marz. Marta Jónsdóttir. SOFFlA J0NSDÓTT1R, Langholtsvegi 150, andaðist í Landspítalanum að morgni hins 17. marz. Margrét Jóhannesdóttir, Kristján Sigurðsson, böm og tengdaböm. t Konan min, t Faðir mirrn, Ólöf Nordal, Bjarni Eggertsson, andaðist sunnudaginn 18. þ.m. bökbindari, andaðist 17. þ.m. Signrður Nordal. Elisabet Bjarnadóttir. þau Gróa Bjamadóttir, fyrri kona Sigurbjörns Þorkelssonar í Vísi og Karl Óskar, varaslökkvi- liðsstjóri. Hálfsystkini Guðbjarg ar eru einnig á lifi, þau Sólveig Bjarnadóttir og Bjarni Bjarna- son, brunavörður. Föður Guðbjargar naut ekki lengi við, því að hann andaðist árið 1906. Þrátt fyrir þennan ástvinamissi, sem frá mannlegu sjónarmiði virtist með öllu ótima bær, tókst henni með Guðs og góðra manna hjálp að afla sér hagnýtrar menntunar, sem kom henni að góðu gagni síðar, 1 því skyni meðal annars fór hún til Noregs, þar sem hún dvaldist um skeið. Nokkru eftir heimkomuna þaðan réðst hún til starfa á skrif stofu borgarstjóra. Þar vann hún nær óslitið til ársins 1932. Þau mörgu ár, sem hún starf- aði hjá borgarstjóra, gáfu henni tækifæri til að fylgjast með og reyndar að eiga sinn þátt í þró- un Reykjavíkurborgar, því að hún starfaði þar einmitt þau ár- in, sem Reykjavík breyttist úr bæ í borg undir hinni farsælu stjóm hins dugmikla og vinsæla borgarstjóra Knud Simsens. Guðbjörg var talin mjög fær og afkastamikil skrifstofu- stúlka, enda kom það sér vel við hin margvíslegu skrifstofustörf, ekki hvað sízt á þeim árum, sem þau tvö, borgarstjóri og hún, önnuðust ein öll störf skrifstof- unnar, áður en bæjarkerfið hlóð utan um sig þeirri mergð starfs fólks, sem síðar átti sér stað. Það var með ólíkindum, hve afköst- in voru mikil, án reiknivéla og annarra þeirra tækja, sem sjálf- Otför föður mins og afa okk- ar, Sigurðar Sveinssonar, fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudagirm 21. marz kl. 1:30. Eva Sigurðardóttir og synir. Við þökkum af alhug samúð og vinarhug við andlát og út- för eiginm'anns mins, föður okkar, tengdaföðuir og afa, Freymóðs Jóhannssonar, listmálara. Sérstakar þakkir færum við læknum og hjúkrunarliði á Borgarspitalanum fyrir góða hjúkrun í veikindum hans. Jóhanna Freysteinsdóttir, Berglind F’reymóðsdóttir, Bragi Freymóðsson, Árdís J. Freymóðsdóttir, Fríða Freymóðsdóttir, tengdaböm og barnarböm. sögð þykja á sérhverri skrif- stofu í dag. Starfsdagurinn var því oft langur og lýjandi, án þess að krafizt væri auka- þóknunar. Auk afkastanna var Guðbjðrg annáluð fyrir lipurð í afgreiðslu og hjálpsemi, einkum við þá, sem hún vissi að voru hjálparþurfi, og kom ósjaldán í hennar hlut að leysa úr margs konar vanda meðborgaranna, einkum þegar fátækt og atvinnu leysi steðjaði að, eins og títt var i þann tíð. Enda þótt hún að sjálfsögðu hefði ekki neitt úr- slitavald til hjálpar meðborgur- unum, þá var milliganga hennar ekki lítilsvirði, einkum fyrir þá, sem máttu sín lítils í erfiðri lífs- baráttu. Hún var þvi ekki einungis vel metin af yfirmönnum smum og samstarfsfólki, heldur og af inum f jölmörgu bæjarbúum, sem erindi áttu á bæjarskrifstofuna í þá daga, en flestir þeirra eru nú horfnir af sjónarsviðinu, og ný kynslóð komin í staðinn. Á þriðja áratug þessarar ald- ar var Guðbjörg talsvert víðför ul miðað við það, hve slíkt var óalgengt í þá daga, þegar ekki var um annað að ræða en lang- ar og oft erfiðar sjóferðir, ef fara þurfti landa á milli. Ferð- aðist hún meðal annars til Frakk lands og Spánar, þar sem hún dvaldist um tíma, og kom sér þá vel málakunnátta hennar, sem hún hafði S frístundum aflað sér. Hún var gjafmild og hugulsöm, eins og við systkinaböm henn- ar, meðal annarra, fengum að reyna, er hún kom heim úr þess- um ferðum sínum. Um tima, eftir að hún hætti störfum hjá bænum, annað- ist hún heimili Helga bróður sins og hugsaði um 2 börn hans, sem nú eru bæði búsett í Amer- iku. Árið 1945 gekk hún að eiga enskan mann, John Roden að nafni. Þau bjuggu hér fyrstu bú skaparár sin, síðar í Englandi, en slitu samvistir, og fluttist hún þá heim aftur. Þeim varð ekki barna auðið. Hún var virkur félagi í sjálf- stæðiskvennafélaginu Hvöt og í fulltrúaráði Sjálfstæðisflokksins i mörg ár. Guðbjorg var háttvís i fram- komu, fáguð og snyrtileg með af brigðum og vakti eftirtekt hvar sem hún fór. 1 eðli sinu var hún dul og flíkaði lítt tiifinningum sínum. Vinföst var hún og trygg- lind. Flestar beztu vinkonur henn- ar voru farnar á undan henni hina hinztu för, og saknaði hún þeirra að vonum. Síðustu tvö árin dvaldi hún á EUiheimilinu Grund og síðasta árið á sjúkradeild, þar sem sér- staklega vel var hlúð að henni, og ber bæði starfsliðinu og stofu systrum hennar þakklæti fyrir einstaka alúð í hennar garð. Nú hefur hún, södd lífdaga eft ir langa og viðburðaríka starfs- ævi, sofnað sínum síðasta blundi með bæn í hjarta, bæn í Jesú nafni, sem á fyrirheiti, er ná út yfir gröf og dauða, því að Jesús sagði við sína: „Ég lifi og þér munuð lifa.“ Biessuð sé minning hennar. Þ.G.S. Efemía Steinbjörns- dóttir — Kveðjuorð Faedd 25. marz 1895. Dáin 10. marz 1973. Elsku frænka mín. Mig langar til að skrifa þér fáeinar línur á þessari skilnað- Hugheilar þakkir fyrir auð- sýnda samúð við andlát og jarðarför Guðrúnar Hafliðadóttur, Meistaravöilum 9. Börn tengdabörn, barnabörn og barnabarnabarn. Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúð og vináttu við andlát og útför, INGIBJARGAR PÁLSDÓTTUR, Gautsdal. Sérstakar þakkir til hjónanna á Brekkubraut 17, Akranesi. Friðbjöm Guðjónsson, börn og tengdaböm. arstundu, því ég á víst ekki eft- ir að sjá þig aftur hér á jörðu. En þó að þú sjálf sért ekki leng- ur á meðal okkar þá munu verk þín og hugarfar auðvelda okkur leiðina til betri skilnings, og til að standa upprétt þótt ýmislegt bjáti á. Manstu þegar ég átti heima uppi á Narfastöðum, og ein kýr- in hans pabba, hún Grána, henti sér niður I básinn þegar verið var að mjólka hana og stóð ekki upp, sama hvaða ráðum var beitt, en pabbi hélt að Grána væri veik, og fékk dýralækni til að líta á hana, en hann sagði að það væri ekkert að henni, þetta væri bara geðvonzkukast. Dag- inn eftir komst þú í heimsókn og vorum við þá að bisa við að koma Gránu á fætur, þú spurð- ir hvort þú mættir ekki reyna, siðan settist þú hjá henni, tókst utan um hálsinn á henni og talaðir heilmikið I eyra henn- ar, stóðst síðan upp og sagðir Gránu að risa nú á fætur, svo að þú gætir mjólkað hana. Kýr- in stóð á fætur og þegar þú varst búin að mjölka hana þakk- aðirðu henni fyrir, snerir þér síð t Ejginmaðor minn, sonur og bróðir. t Þökkum innilega öllum þeim er auðsýndu okkur samúð og ARNUÓTUR Ó. PÉTURSSON, vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu. bifreiðastjóri. ASLAUGU KRISTENSU JÓNSDÓTTUR, Holti, Seltjamamesi, Hrísum, Fróðárhreppi. andaðist að heimili sínu í gær. Jarðarförin tilkynnt síðar. Þorgerður Einarsdóttir, Heimann Þorgilsson, Þorgils Þorgilsson, Una Þorgilsdóttir, Guðmundur Sigmarsson, Fanney Þorsteinsdóttir, Anoa Þorgilsdóttir, Sveinn B. ólafsson. og systkini. Kristlaug Sigriður Sveinsdóttir, Ókrfur Þorgils Sve'msson. S. Helgason hf. STEINIÐJA Bnhollf 4 Slmar U677 og 142S4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.