Morgunblaðið - 20.03.1973, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 20.03.1973, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. MARZ 1973 23 að að mér og sagðir: það verð- ur að tala við dýrin, skilja þau og þeirra tilfinningar. Svona varstu, skildir ætíð tilfinningar annarra, þó að allir hafi ekki ætíð skilið þinar tilfinningar. Ég man lika að þú hvattir mig til að læra það sem hugur minn stóð til, þvi að hver og einn ætti sjálfur að velja burtséð frá skoð unum annarra um fínt nám eða nám sem í tizku væri. Það sama gerðir þú, þegar þú á sjötugs aldri fórst á námskeið til að læra meðferð lita. Því þú varst ekki aðeins bókhneigð og fróð heldur hafðir þú líka næma tilfinningu fyrir náttúrufegurð. En svo varðstu veik og þurft- ir að fara á sjúkrahús og þar lást þú i mörg ár, stundum svo mikið veik að þú þekktir engan. En þegar ég kom til þín, þá þekktirðu mig og sagðir: „Finnst þér ekki gaman að vera svona lík honum pabba þínum?“ Jú, ég hef alltaf verið ánægð með það, pabbi var bróðir þinn og hann var eins og þú, barðist fyrir rétt læti framar öllu. Og sjálf áttu dóttur, hana Lilju frænku, sem líkist þér, enda virt og dáð af öllum sem hana þekkja. Hún hef ur nú misst þig, en hún er ekki ein, því við hlið hennar stendur tengdasonur þinn, hann Guðni og barnabörnin þín þrjú, Guð- mundur Smári, Efemía Berglind og Júlíus Víðir, sem öll eru mér hvert öðru kærara, enda hafa þau alltaf verið mér meira en bara frændur og frænka. Elsku frænka mín, ég veit að nú líður þér vel, því nú hefur þjáningum þínum létt. Ég þakka bér fyrir allt. Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir. Á virðulegan hátt AÐALFUNDUR Kvenfélagsins Seltjarnar, haldinn miðvikudag- inn 21. febrúar 1973, lýsir stuðri- ingi sínum við framkomnar til- lögur um að minnast ellefu hundruð ára afmælis Islands- byggðai' á látlausan en virðuleg- an hátt. Fundurinn telur varhuga- verða þá ákvörðun að stefna allt að 60—70 þúsund manns til hópsamkomu á Þingvöllum, en leggur til að í þess stað verði tímamótanna minnzt í kirkjum og fjölmiðlum. Frá stjórn Kvenfélagsins Seltjarnar. Minning: Einar Sveinsson, húsa- meistari Rvíkurborgar NÚ er fallinn í val drengur góð- ur, utm aldur fram. Einar Sveins- son, húsame'stari, er lagður í hinztu hvílu í dag. Ég man eftir honum í skóla, hæglátu prúðmenni. Hann sett- ist í stærðfræðideild Reykjavík- urskóla, sem þá var ung að ár- um og fámenn. Þá þóttu ekki aðr ir eiga erindi þangað en þeir, sem áhuga höföu á stærðfræði og var létt um þau fræði. Hann átti þangað er ndi, því hann var góð- ur stærðfræðingur. Mér er í minni bók eftir hann í skóla með lausnuim á stærðifræðiverkefn- um. Þar var hvert viðfangsefni leyst á einfaldan og ljósan hátt, en það er aðal góðra stærðfræð- inga og frágangur var allur svo snyrtilegur, að bókin var augna- yndi. Komu þar strax fram þeir eðlisþætt r, sem hæst bar hjá honum alla tíð, skýr hugsun, snyrtimennska og fátíð sam- vizkusemi. Að loknu stúdentsprófi nam hann húsagerðarlist í Þýzka- landi, rak um skamma hríð húsa- meistarastofu í Reykjavík, en réðst í starf húsameistara Reykjavíkur 1934 og gegndi þvi starfi til dánardægurs. Jafn- framt hafði hann yfiruimsjón með sk pulagsmálum borgarinn- ar frá 1934 til 1949. Einar Sveinsson var hæglátuir maður og hlédrægur og hafði sig lítt í frammi á mannamótum ut- an starfs síns. Hann var prúður í framkamu, en átti þó til að vera svarakaidur við spjátrunga og þá, sem honum þóttu miklast af litliu, við hina var hann ljúfur og hjálpsamur, sem ekki létu meira en þe r stóðu undir. Þó að hann gerði sér ekki títt uim mannfaignaði, þá var hann glað- ur og skemmtijiegur í þröngum hópi, naut sín þá einkar vel skop- skyn hans, sem sá í sjónhend- ingu spaugilegar hliðar á mönn- um og máliefnu.m og átti hann þá stundum til að gera þá bros- lega, sem hreyktu sér hátt. Aldrei beindl hann skeyti að þeim, sem stóðu höllum fæti og raunar tók hann svari flestra. Hanri lagði ekki einasta stund á húsagerðarlist he’dur og á ýmsar skyldar greinar. Munu m-argir bygg'ngaverkfræðinigar ekk hafa verið betur heima í burðarþolsfræðum en hann. Átti það rauinar við um al’.t er laut að húsbygigingum. Hann sökkti sér niður í það, enda var sjald- an komið að tómum kofanum hjá honum í þeim efnum. Þegar hann skapaði hús, hugleiddi hann fyrst til hvers ætti að nota það, nytjagripurinn var efst á blaði. Þegar því var lok- ið var tekið til við að gefa bygig- ingunni form. Hann fómaði aldrei notagildi hússins á altari útlitsins, enda var það með óliik- indum hvernig hann gat nýtt tak markað rúm. Kom þar til form- skyn hans og skýr hugsun, svo og hitt að hann kastaði aldrei hönduim til nokkurs verks. Hann gat velt fyrir sér smáatriðum langar stundir, þar til hann hafði fundið lausn, sem allir gátu unað við. Einar Sveinsson teiknaði síð- ari áfanga Landakotsspítala með Gunnari Ólafssyni, en hann lézt er byggingin var skammt á veg komin. Við stórhýsi af því tagi — og raunar við öll hús — koma ætíð mörg vandamál, sem þarf að leysa jafnótt og byggingin gengur fram. Allt mæddi það á Einari Sveinssyni og alltaf var hann boðinn og búinn til ráðu- neytis. Það var stundum, að ekki þótti báðum aðilum eitt i upphafi, en þá var málið hugs- að og það brást varla, að næsta dag var komin lausn, ekki að- eins viðunandi, heldur prýðileg. Þá sjaldan að ekki var hægt að gera það, sem stjórn spitalans hafði dottið í hug, þá voru orsak ir þess settar fram svo ljóst og álitið svo vel undirbyggt, að ekki var skuggi af vafa, að hann hafði réU fyrir sér. Naut þar við djúþstæðrar þekkingar hans á öllu, sem að byggingum laut jafnt verkfræðilegum atriðum og arkitektoniskum. Allt var þetta gert af hljóðlátri hógværð, aldrei orði hærra þó oft væri kvabbað. Það var mikil fyrirhöfn og stór- ar fjárhæðir, sem hann sparaði systrunum með hollráðum sín- um. Og launin sem hann tók fyrir alla þessa vinnu voru ekki nema nafnið tómt. Honum var alla tíð svo farið, að hann hugs- aði liítt um fjárhag sinn. Pening- ar lágU honum i léttu rúmi. Hom- uim var nóg að hafa til hnífs og skeiðar. En hann var ríkur af þeim verðmætum, sem hvorki mölur né ryð fá grandað. Einiar Sveinsson var grandvar maður í öllu lífi sínu, svo grand- var, að ég hygg að það hafi stundum verið honum f jötur um fót í skiptum við misjaína menn. Mér finnst að leiðarlokum, að hafi nokkur maður lifað eftir heilræði skáldsins: Láttu smátt, en hyggðu hát-t, heilsa kátt, ef áttu bágt. Leik ei grátt við minni mátt. Mæltu fátt og hiæðu lágt, þá hafi það verið Einar Sveins- son. Hann haifði enga tómstunda- iðju mér vitainlega. Hann hafði engar tómstund r. Hann var einn þeirra fáu manna sem ganga svo upp í starfi símu, að það fyllir allt þeirra iíf. Hjá honum var það jöfnum höndum af á- huga á starfinu og fágætri sam- vizkusemi. Verkefnin voru ekki skilin eftir á skrifstofunni þegar henni var lokað. Hann gekk seint til náða, hann sat oftast fram á nótt við teikniborðið heimia og bækur sínar, til þess að leyea þau viðfangsefni, sem hvildu á herðum hans. Varla riaifa aðrir opinberir starfsmenn unnið lengri dag í þágu em-b- ættisins og það án verðsikuldaðr- ar umbunar. Einar Sveinsson var h-amingju- maður i einkalífi sdnu. Hann eig'naðist góða konu, sem bjó honu.m friðsælt og fagurt hei-m- ili og var honum samhent og samhuga til hinztu stundar. Missir h-ans er henni áfall, sem ekki skilja aðrir en þeir, sem reynt hafa ástvinaímissi. En þeir sem áttu því láni að fagna að kynniast Einari Sveinsssyni sakna hans allir og þeir mest, sem þekktu hann bezt. Hann var vammlaus maður. Bjarni Jónsson. Einar Sveinsson, húsameistarl Reykjavíkurborgar, lézt 12. þ.m., í Borgarspítalanum. Með honum er genginn einn merkasti og mikilhæfasti húsa- meistari þessa lands. Hann var gagnmenntaður í sinni starfs grein. Hvort tveggja er, að hann var góðum gáfum gæddur og að hann var haldinn óseðjandi fróð leiksfýsn, sérstaklega um húsa- gerðarlist, alla þætti henna-r. Hann var vakinn og sofinn við það að lesa um nýjungar á þessu sviði og eignaðist mikinn bóka- kost um þetta efni. Nokkr- ir starfsbræður Einars Sveins- sonar hafa sagt það í eyru þess, er þetta ritar, að þeir hefðu kos- ið að hafa haft hann sem próf- essor í húsagerðarlist. Naut hann sérst-akrar virðingar stéttar- bræðra sinna og allra annarra, sem kynntust honum, fyrir það, hve þekking hans var viðtæk og stóð á föstum grunni. Verk hans vitna og um kunn- áttu og vandvirkni, en hús þau, er Einar byggði, eru rómuð fyr- ir, hve vönduð þau eru í allri smíð og fyrir það, hve lítils við- halds þau þarfnast. Samvizkusemi og skyldurækni einkenndu allt hans líf og starf. Þekkingarleit hans var af sömu rótum runnin, því að undirbúa og að framkvæma varð hvert verk, sem hann sá um, á þann eina veg, sem hann vissi beztan. Og ánægður var Einar ekki fyrr en hann hafði sjálfur fullreynt, að það hafði heppn- azt. Einar gerði uppdrætti að mörg um húsum hér í borg, m.a. ýms- um stórhýsum, fjölbýlishúsum, nokkrum skólabyggingum, Heilsuverndarstöðinni og Borgar spítaianum. Verk hans hafa því sett svip á borgina og eru hon- um veglegur minnisvarði. Sérstök ástæða er til að geta um þátt hans í byggingu sjúkra- húsa, en hann gerði uppdrætti að hinni nýju álmu St. Jóseps- spitala, ásamt Gunnari heitnum Ólafssyni, og að Borgarspítala. Þegar Einar vann að hönnun Borgarspítalans fyrir rúmum 20 árum, kom hann læknum í bygg- ingarnefndinni æ ofan í æ á óvart með þekkingu sinni á lækn isf-ræðilegum atriðum í sambandi við sjúkrahúsbyggingar. Kom sú þekking úr ritum frá mörg- um löndum. Það er til marks um stórhug og fors.jálni Einars Sveinssonar við hönnun Borgarspitalans, að þrátt fyrir þá byltingu í sjúkra- húsarekstri, sem síðan hefur orð ið og sem engan sjúkrahúsman-n óraði fyrir, hefur húsameistaran Framh. á bls. 20 ; ' i lofti eru audveldasta leidin Flugfélagið býður beztu þjónustu í vöruflutningum innanlands og milli landa. Fé. tími og fyrirhöfn sparast, ef beitt er fullkomnustu flutningatækni nútímans. Sendið vöruna með Flugfélaginu: ódýrt, fljótt og fyrirhafnarlaust. FLUCFÉLAC ÍSLANDS ÞJÓNUSTA HRAÐI ÞÆGINDI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.