Morgunblaðið - 21.03.1973, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.03.1973, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. MARZ 1973 Verð að byr ja upp á nýtt A STOFU númer 301 í Borg- arspitalanum liggur tvítugur piltur, sem heitir Hilmar S'g- urbjartsson. Fyrir rúmuim rmámið: blasti lífið við honum eins og hverjum öðrum ung- um manni. Unnusta hans var við nám í menntaskóia og sjálfur hafði hann liokið imi- tökuprófi í Iðnskólann og ætl aði að fara að læra þar pípu- lagnir. Það var ráðgert að þaiu ynnu bæði á sumrin til að koma sér í gegnum námið og sjálfsagt hafa fleiri áætl- anir verið gerðar þegar þau hittust á kvöldin hjá níu man- aða gömlum syni. En 16. febr- úar urðu áætlanirnar og drauimarnir að engu. Nú veltir Hilmar þyí fyrir sér á ný hvað hann geti lagt fyrir sig. Það verður að vera eitthvert starf sem ekki krefst þess að hann hafi heilan vinstri fót og heila hægri hönd, þvi hann missti hvort tveggja þann 16. febrúar. — Það var verið að sprengja inn í grjótnámi. Ég var að bora í stóran stein sem þeir ekki gátu tekið. Ég veit ekki nákvæmtega hvað gerðist, ég veit ekki hvort búlð er að rannsaka það til fullis. En það sem sagt losnaði stór grjót- hella fyrir ofan og ég ' fékk hana yfir mig. — Mér er sagt að ég hafi verið með rænu en ég man harla lítið hvað gerðist. Þeg^ar ég rankaði almennilega við mér var ég anzi illa farínn. Fyrir utan það að það var bú- ið að taka af vinstra fæti og hægri handlegg, þá var hæigri fóturinn þríbrotinn, ég var viðbeinsbrot'n vinstra megin og með meiðsli á brjósti. — Ég var víst niðurbrotinn fyrst. Ég hef alltaf verið við góða heilisu og haft gaman af að ferðast, dansa og hreyfa mig, eins og aðrir á mlnum aldri og ég býst v.'ð að fyrst hafi mér fundizt að nú væri mér öll'um lokið. — Ég er auðvitað ekki bú- inn að sætta mig við þetta, það geri ég sjálfsagt aldrei. En ég veit að þess: algjöra ör- vænting dugar ekki. Það þýðir ekki að gefast upp því þetta verður ekki aftur tekið. Ég verð einhvern veginn að klára mig og gera það bezta úr því sem hægt er. Mér er mi'kill styrkur að unnustu minni og stráknutm okkar litla og raunar öllum ástvinuim okkar. — Ég veit að ég er í raun- inni ekki búinn að gera mér grein fyrir öll"am erfiðiieikun- um sem framundan eru. Þeg- ar ég verð kominn út og á að fara að iifa eðlilegu lífi eftir því sem ég get. Ég skal viður- kenna að ég kvíði fyrir því en ég reyni að líta á björtu hlið- arnar. Ég fæ víst gerviíót og mér er sagt að þeir séu nú orðnir svo góðir að það sé jafnvel ekkert þvi tii fyrir- stöðu að dansa á þeim, ekki vegna þess að það sé dansinn, Framhald á bls. 20. Sigurður Sverrir Pálsson: Balladen om Carl Henning Leikstjórar: Lene og Sven Gronlykke. HVERS vegna danska kvik- myndaviku? Ja, hvers vegna ekki? Ég vildi gjarnan fá finnska, hollenzka, júgósiavneska og jafnvel arabiska kvikmynda- viku hér einnig, þó ekki væri til annars en að beygja aðeins út af þeirri amerísku e'nstefnu, sem hér ríkir í kvikmyndahúsunum. Kvikmyndamenning á sviði kvik myndasýniniga byggist ekki ein- göngu á þvi að sýna verk viður- kenndra meistara, heldur einnig, og ekki siður, á því að kynna al- mennt, hvað verið er að gera í fevikmyndagerð á sem flestum BtöSum í heimmum. Þess vegna þjóna slikar kvikmyndavikur í rauninni þeim megintilgangi, að kynna huigmyndastrauma við- komandi lands á hverjum tíma, og þá er hægt að reikna með, að þær myndir séu vaidar til sýn- inga, sem bezt þykja lýsa ástand inu. Þess vegna ber að þakka það framtak að halda kvikmynda- viku yfirleitt og mættu þær gjarnan vera fleiri, þó myndirn- ar hljóti að vonum að ganga mis- vel í áhorfendur. Dönsk kvikmyndagerð hefur löngum ver'ð fremur fyrirferðar htill en þó átt sín góðu og slæmu timabil, eins og kvikmyndagerð annarra landa. Árið 1969 virtist Dönum sem nýjar og áhugavekj- andi breytingar væru að eiga sér stað. Þetta ár komu á markaðinn tvær myndir, sem sérstaka at- hygli vöktu og þóttu lofa góðu, en þær voru „Manden der tænkte ting" og „Balladen om Carl Henning". Fyrri myndin var sú fyrsta, sem sýnd var á kvikmyndavik- unni og um hana hefur þegar verið fjallað. „Balladen om Carl Henning" var sýnd á laugardag- inn og er ætlunin að fjalla lítil- lega um hana hér. Eftir að hafa séð þessa mynd og lesið um „Ang. Lone", virð- ist mér, sem þessar myndir eigi margt sammerkt. „Balladen om Ca.rl Henning" tekur efni sitt úr hversdagislíf'nu, umhverfið er smábær úti á landsbyggðinni og efnismeðferðiin með raunsæis- blæ. Carl Henning er 16 ára piltur, saklaus og gáskafullur, en lend- ir allt í einu í þeirri aðstöðu, fyrir klaufaskap, áfengi og mis- skilning, að rota vinnuveitanda sinn og telja sig hafa drepið hann. Carl flýr í dauðans ofboði, lendir í slagtogi við smyglara og drukknar aH skyndilega. Og þar með er úti ævintýri. Það virðist hafa verið kapps- mál höfundanna að skapa rauin- sæja kvikmynd, sem svo aðsegja sprytti út úr daglegu Mfi. Algjört formleysi er rikjandi og dramatísk ládeyða er yfir öll- um atburðum, hversu dramatísk- ir, sem þeir þó kuinna að vera. Líkt og Carl gerir sér ekki gre!n fyrir meiriháttar atburðum, læt- ur myndin og höfundarnir sér einnig fátt um fiinnast. Myndin virðist eiga að spegla sálarlífi Carls, þvi inn á milli er kvik- myndavélin látin lýsa því, sem Carl sér umhverfis sig, og þá gjarnan látin hristast, og þeim mun meir, sem Carli er órórra innanbrjósts. Þessi tækni ber þó aðeins tak- markaðan árangur, þar eð illa er á vélinni haldið, auk þess sem það dregur úr áhrifunum, að kvikmyndatökuvélin er oft á ó- þægilegri hreyfingu, þar sem hreyfing á alls ekki að vera. Ljós við kvikmyndatökuna virðist einnig hafa verið af skornum skammti (af ráðurn hug) og út- koman verður einungis ljót mynd. ? m stafar af dómigreind- arleysi íioiyndanna. Mér finnst sem sá raunveru- ieiki, sem þarna er verið að sækj ast eftir náist alls ekki í kvik- mynd'nni, kaninski einmdtt vegna þess að höfundarnir hafa ætlað sér að festa á filmu hráain raun- veruleika, án þess að laga hann að iö^má'ium kvikmyndarinnar. Þó er einn þáttur í myndinni mijög sannur og með því betra, sem ég hef séð lengi. Er það kafí- imn, þar sem Carl vaknar einn morguninn og mamma hans rek- ur á eftir honum við morgun- verðarborðið. Carl tekur síðain mótorhjól ð sitt og húkir á þvi á þeysireið til vinnu sinnar, yfir danska flatneskju. Mannsmynd- in á hjólinu er svo sönn, mann- lýsingin svo nákvæm, að þetta eina atriði var þess virði að siá mynd na alla. Jesper Klein sem Carl er greinilega mjög fær leik- ari, og má segja að hann bjargi því seim bjargað verður. Ágætur gagnrýnandi sagði í ritdómi um „They Shoot Hors- es, Don't They" að hann óskaði þess, að kvikmyndagerðarmenn hefðu aldrei heyrt minnzt á „ex- istentiai sma", það væri hugtak sem ætti að rétt'æta næstum öll mistök. Vafaiaust hefur þessi kv'k- mynd átt að vera brot úr dag- legu lífi, brot, sem andaði lífi og ferskleika. Líkt og lífið átti myndin að rúila án dramatískra hæðarpunkta, ekkert gerði boð á undan sér, hlutirnir bara gerð- ust. En einmitt þetta formleysi hefur í för með sér ákveðna hættu, sem. er algjört ráðaleysi og ringulreið. Formleysið sem stíll verður aðeins afsökun fyr- ir því að geta ekki komið efn- inu til skiia nnan takmarka þess forms, sem valið er sem miðill, í þessu tilvik! kvikmyndaforms- ins. DONSK KVIK- MYNDA- VIKA Sæbjörn Valdimarsson: Presturinn í Vejlby ÖLL tilbreyting er vel þegin í fábrotnu kvikmyndalíf'. okkar. Danska kv.'kmyndavikan var því hin ágætasta upplyfting, þrátt fyrir að undirritaður hafi tak- markað álit á núverandi stöðu danskrar kvikmyndamenninigar. Kvikmyndin „Prestur!nn í Vejlby" gerist í litlu sveitaþorpi á seytj'ándu öld. Prestur byggð- arlagsins er velefnað sludda- menni sem líti'lla vinsælda nýtur meðal sóknarbarna sinna. Dóttir á hann gjafvaxta og beitir stór- bóndi nokkur, sem er skuldunaut ur. prests, öilum ráðuim tifl að eigna sér hana. En stúlkan er í þingum við fógeta staðarins, og verður hann hlutskarpari. Til þess að ná sér niðri á þeim öllum, setur stórbóndinn morð- mál á svið. Einn af vinnumönn- unum lendir í þjarki við klerk- inn og lýkur þeim svo að klerk- urinn lernur til hans með reku og telur hann dauðan. Það reyn- ist þó ekki rétt því vinnumaður- iran skreiðist á fætur og flýr á náðir stórbóndans. Hann sér þar góðan leik á borði. Grefur upp iík af flæking sem nýlega hafði fyrirfarið sér, klæðir það í föt vínnumannsins og gengur þann- ig frá andliti þess að það verð- ur óþekkjanlegt. Sendir hann síð an vinnumanminn á brott með vænan fésjóð. Þvi næst kaupir bóndi nokkur ljúgvitni máli síinu til fulltingis. Er nú klerkurinm ákærður um morð og verður fó- getinn að dæma í málinu. Fær hann ekki rönd við reist gegn k'œkjabrögðum bónda og er þvi kierkurinn dæmdur fyrir morð og hálsihöggvinin. Fátt gott er hægt að tina t:l um kvikmyndagerð þessarar máð aldasögu. Líklegast nær þó leik- stjórinn ailvel yfirborðslýsingu og tiðaranda, þessara dapurlegu tima, og þá bezt í leik og gervi betlaralýðslns sem mikið kemur við sögu. Vonleysið, hungrið, fá- tæktiin og eymd n, holdi klædd. Þá er Preb Lerdorff Rye mjög sannverðugliegur í hlutverki stór bóndans. En þar með eru lika jákvæðu hliðar myndarinnar upp taldar. Hin rómaða kvikrriynda- taka lét lítið á sér kræla. Kvik- myndatökumanninn virtist vera mikið í muin að láta menn og dýr bera við hiimiin, það getur verið ásjálegt — í hófi. Þá var eltinga- leikur elskendanna í skóginum stirðbusalegur og gamalkunnur, og mátti engan veginn við því að vera tvítekinn. Leikur Jens Okking í hlutverki fógetans, var skeifing bragðdaufur og Karl Stegger hef ég oftast séð betri. Dramatískustu atriðin, réttar- höldin og aftakan voru algjört klúður, í þau vantaði allan al- vöruiþunga. Eg vona af heilum hug að Dan- ir eigi eitthvað betra í pokahorn- inu, þótt það sé kannski ögn klæminara, það þyrfti ekki að saka. Þessi mynd er ekki vitniis- burður um rismikla kvikmynda- gerð. Því miður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.