Morgunblaðið - 21.03.1973, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 21.03.1973, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. MARZ 1973 17 Þormóður Runólfsson: Þankabrot UMSKIPTINGAR I 1. des. blaði stúdenta 1972 má m.a. lesa eftirfarandi klausur: „Þeir (þ.e. „borgaraflokkarnir") ljúga því að verkaiýðsstéttinni, að mögulegt sé að „bæta hag" hennar án þess að skerða hag borgarastétt- arinnar. — Þeir tala um kaupmátt- araukningu uim leið og þeir fremja kjaraskerðingu á verkalýð til að hygla burgeisum og broddborgurum. — Slagorð þeirra var í gær „félags- legar umbætur", i dag „atvinnulýð- ræði". — Hvaða atvinnu-lýðræði get- ur orðið innan ramma borgaralegs þjóðfélags? — Hvaða atvimnu-lýð- ræði getur orðið á meðan minnihlut- Inn kúgar meirihlutann? — Á með- an vinna verklýðs er söluvara og gróðauppspretta borgarastéttarinn- ar? . . ." Ætla mætti, að sá, er svo skrifar, væri kominn alla mjög tiil ára sinna. Að minnsta kosti virðist hann hafa staðnað í hugsun og hætt að fylgj- ast með framþróun atvinnu- og efna- hagsmála í heiminum um það leyti sem iðnbyltingki mikla var að skríða úr eggi í Evrópu, þ.e. á seinustu áratugum 18. aldar og í upphafi þeirr ar nítjándu. — Eða hvernig gæti þessum góða manni — eða réttara sagt konu — að öðrum kosti duiizt þau endask pti sem orðið hafa á kjör ' um verkalýðsstéttarinnar sem ann- arra stétta frá upphafi iðnbyltingar- innar fram á okkar tíma, í þeim rikj- uam sem hún hefur kosið að kalla „auðvaldsriki"? — Hvernig gæti konu þessari að öðrum kosti dulizt að langsamlega mestur hluti af „gróða atvinnutækja borgarastéttar- innar" hefur annars yegar verið not- aður til að hækka kaup og stytta vinnutima launþega og hins vegar til að efla almenna menntun, auka félagslegt öryggi, bæta sarngöngur, efla atvinnuvegina og fjölga þeim, þannig að fólk hefur yfirleitt haft næga atvinnu þrátt fyrir gífurlega fólksfjölg'un, o.s.frv.? — Hvernig gæti henni dulizt sú þróun í átt til atvinnulýðræðis sem átt hefur sér stað í „auðvaldsríkjunum", þegar kjör verkamanna nú á tímum eru borin saman við ástand þeirra mála í upphafi iðnbyltingar, þegar iðn- verkamenn i Bretlandi og viðar voru í si«m«m tiifellum jafnvel verr settir en ánauSugir þrælar? — Hvernig gæt'. henni dulizt sú staðreynd, að langflestir atvinnurekendur, kaup- menn, alþingismenn og aðrir um- svifa- og stjórnunarmenn (les „borg- arastétt") hiris islenzka þjóðfélags eru skilgetnir synir bænda og verka- manna? Islenzkir vinstri-stúdentar halda því fram í fúlustu alvöru, að í „auð- valdsþjóðfélagi" sé ekki unnt að bæta kjör verkalýðsstéttarinnar. „Borgarastéttin" eigi framleiðslu- tækin, framleiðsluna og fjármaginið, og noti það vald, sem þessu fylgir, til að „arðraena og kúga öreigastétt- ina". Á hinn bóginn er þvi svo hald- ið fram, að á íslandi ríki „borgara- legt auðvaldsþ.ióðfélag". — Ef taka ætti þessar fullyrðingar vinstri-stúd enta alvarlega, yrði rökrétt afleið- ing þess sú, að kjör isienzkrar al- þýðu hefðu Htið sem ekkert batnað, allt frá grárri forneskju. Nú vill svo til, að Island er það land Evrópu, þar sem áhrifa „iðn- byltingarinnar mikhi" fór einna síð- ast að gæta að nokkru marki. Þvi er það, að'ekki þarf gamalt fólk til að muna tímana tvenna á íslandi. Til er aldrað fólk, sem í eigin per- sónu hefur komizt í kynni við nær- iíigarefnaiskortsisjúkdóma s.s. skyr- bjúg. Það þekkir af eigin reynd, hvernig það er að búa í húsuim, sem „halda hvorki vatni né vindi" og geta ekki kveikt upp e:d til að ylja sér við í helköldu skammdegiinu vegna skorts á eldsneyti. Það þekkir atvinnuleysi í sinni verstu mynd, og veit því hversu óendanlega mikils virði næg atvinnu handa öll'Uim er. Þetta fólk hefur af eigin reynd kynnzt örbirgð íslenzkrar alþýðu á fyrri tímum, og hefir sjálft fylgzt með þeim ævintýralegu breytingum, sem hafa orð ð á lifskjörum íslenzku þjóðarinnar á aðeins örfáum ára- tuigurn. Er nokkur furða þó þetta fól'k hristi höfuð sín í forundran, þegar „menntamennirnir okkar" halda því fram sem sjálfsögðum sannleika, að „hið islenzka auðvaldsþjóðfélag sé ekki fært um að bæta kjör alþýðunn- ar?" — Er nokkur furða, þótt aldrað fólk heyrist stundum tuldra gremju- lega í barm sinn vandlætingarorð vegna „vanþakklætis unga fól'ksins • nú á dögum?" Nei, það þarf eng'nn að furða sig á sliku. Hitt hlýtur aftur á móti að vekja óttablandna undrun allra hugs- andi, góðgjarnra manna, hvernig það getur hent stóran hóp sona og dætra íslenzku þjóðarinnar að slitna þann- ig úr tengsl'Um við raunveruleikann og ánetjast erlendum ofbeldisöfium, sem hafa hryðjuverk, manndráp og kúgun efst á blaði í stefnuskrá sinni. Rithöfundurlnn Arthur Koestler var um tíma félagi í Kommúnista- flokki Þýzkalands. Hann hefur lýst á eftirfarandi hátt hugsanagangi menntam,anna í slíkum samtökum: „Við vörpuðum menntunarfargani okkar fyrir borð, eins og farþegar á skipi, þegar þeir eru gripnir ofsa- hræðslu, unz ekkert var eftir nema bráðnauðsynlegasti forði vigorða, rökfræðilegra orðasambanda og marxistiskra tilvitnana, seim er hið alþjóðlega djugashviiska hrognamál. Það yarð sifelld orsök til sjálfsávitun ar, að hafa not.ð hins vafasama hagn aðar af borgarlegri menntun, að geta séð ýrnsar hliðar hvers máls en ekki aðeins eina. Við þráðum aS verða eins hugar og einfaldir. And- leg sjálfsvönnn var ekki hátt gjald fyrir að greta að einhverju leyti tíkzt félaga Ivan Ivanovich." (Lbr. min Þ.R.). Hversu stórum hópi islenzkra menntamanna skyldi þessi Iýsing Koestlers hæfa? — Er kannski, þegar allt kemur til alls, eitthvert sann- leikskorn fóligið í gömlum íslenzkum sögnuam um áifa-umskiptinga? Kalman Stefánsson: A útmánuðum NÚ er nýlokið fundi Norður- landaráðs í Osló. Þar kom fram sem oftar sú rrrkla vel- vild, sem ísland og íslending- ar njóta á hinum Norðurlönd- unuin. Viðbrögð bræðraþjóð- anna á Norðurlöndum við þeim áföllum sem okkur hafa borið að höndum vegna jarð- eldanna i Vestmannaeyjum, eru hvernig sem á er litið stór höfðingleg, bæði að þvi er varðar stjórnir landanna og ekki síður sú mikla samúð al- menninigs í þessum löndum, sem fram kemur bæði í orð- um og verkum. Við slikri vel-. vild er sjálfsagt að taka með miklu þakklæti hvaðan sem kemur. Það getum við þeim mun betur bert sem einhuga þjóð hefur þegar ákveðið að taka sameiginlega á sig allan skaða er af þe«su áfalli hlýzt og er þar með raunar staðfest sú stefna, er upp var tekin að forgöngu Ingólfs Jónssonar árið 1970, er Heklu gos oHi bændum miklu tjóni er borið var sameiginlega af þjóðinni allri. Nú hafa frænd- ur okkar ákveðið að bera byrðina með okkur og þar með er raunveruiega tekin upp sú stefna að slík áföll, hvar sem er á Norðurlöndum skuli borin sameiginlega, er vafalaust að farsæld mun fylgja þessari stefnu, sem er bæði hyggileg og drengileg. AHt er þá þrennt er, sögðu menn er gengi islenzku krón- unnar var fellt i þriðja s':nn, nú á ekki tveimur árum. Hætt er þó við, að um sé að ræða hreystiyrði fremur en eiginleg gamanyrði, því fremur sem menn höfðu kannski búizt við öðru fremur • af núverandi valdhöfum en sífelldum geng- islækkunum. Því vissulega benti málflutningur þessara manna á undanförmum árum engan vegínn til þess, sem nú er fram komið. Þvert á móti virtust þeir í einlægni telja að það væri hið versta verk gagnvart almanningi að lækka gengi krónunnar. Nú er tími áramótauppgjör- anna og þeir sem reka fyrir- tæki sjá nú raunar fyrst hvern afrakstur starf þeirra á liðnu ári hefur gef^ð. Ef- laust er það misjafnt sem oft- ast áður, þó er líklegt að vegna mikillar atvinnu og þar af Ieiðandi góðrar kaupgetu almennings sé um aukna um- setningu að ræða hjá flestU'm vel reknum fyrirtækjum, sem starfa við eðlilegar aðstæður. Kalnian Stefánsson Sú hugmynd hefur komið fram, að eftir- og næturvlnna við gjaldeyrisskapandi starf- semi eigi að vera skattfrj'áls, og þá jafnframt hluti sjómanna. Það er ekki nema eðliiegt að fólk, sem leggur á sig eftir- og næturvinnu í m klum mæli, svíði sú stað- reynd, að í flestum tilvikum fær það ekki einu sinni dag- vinnukaup fyrir erfiði sitt, þegar frá hafa verið dregin hin afar háu opinberu gjöld, sem alla jafna koma á slíkar aukatekjur og nema yfirleitt 55%—60% af þeim fjármun- um sem aflað er. Þetta hlut- fall er þó mun hærra, ef um er að ræða tekjur af einhverri eign, sem menn eiga, þar sem þá bætast við fasteignagjöld sem hafa verið hækkuð mjög mikið eins og kunnugt er og svo eft'r atvikum eignaskatt- ur og aðstöðugjöld ef um rekstur er að ræða. Aliir hljóta að sjá að opinber skatt lagning er komin út í hreinar öfgar eða hvernig halda menn að t.d. ungu fólki, sem af dugnaði hefir komið sér upp þaki yfir höfuðið gangi að greiða auk vaxta af íbúðar- verði og annarra opinberra gjalda bæð! hin háu fasteigna gjöld og eru svo jafnframt reiknaðar allháar tekjur fyrir að búa i eigin húsnæði. En auð vitað á skattpíningin sinar or sakir, það eru ekki bara vond ir stjórnmálamenn, sem endi- lega vilja kreista sem mest fé undan blóðugum nöglum al- mennings af einskærri illgirni eða fégræðgi. Hér er um að ræða stefnu, þá stefnu, að stöðugt beri að þenja út opin- bera starfsemi, láta ríkisvald ið taka meiri og meiri þátt i, að ráðstafa þeim fjármunum sem þjóðin aflar. Þegar þessi stefna rekst hins vegar á ósk ir alimennings um auknar tekj ur til eigin ráðstöfunar mynd ast á milli spenna, sem á mjög verulegan þátt i verðbólgu undanfarinna ára. Þetta er sérlega áberandi um þessar mundir, vegna þess að nú hefur miklu dýpra ver ið seilzt í vasa h ns almenna manns af hálfu opinberra að- ila, en áður hefur þekkzt. —¦ Þessu til viðbótar til að ýta undir aukna verðþenslu, kem ur svo einnig sú ríkjandi skoð un meðal manna að æðstu stjómendur landsins skammti sjálfum sér ósanngjarnan hlut úr sameiginlegum sjóði lands manna. Enginn vafi er á því, að rétt er hið forna máltæki að „eftir höfðinu dansa lim- irnir" og, að til dæmis launa kjör ráðherra nú, eru veruleg ur verðbólguvaldur í þjóðfé- laginu. Til þess að geta raun- verulega tekið forystu um meiri hófsemi i kröfugerð i þjóðféiaglnu þyrftu æðstu stjórnendur landsins því ef- laust að byrja á sjálfum sér, það myndi hafa meiri áhrif a viðhorf almennings en menn gera sér almennt ljóst. Ef svo væri snúið við blað- inu hvað snertir opinberar á- lögur og þeim létt af i nokkr um mæli með raunverulegum sparnaði i rekstri ríkisins bæði með þvi að lækka hæstu launaflokka ríkisins, sem brjóta í bága við réttlætistil- finningu almennings og jafn- framt með þvi að hverfa fr& þeirri stefnu að rétt sé að ríkið yfirtaki stöðugt stærri hluta af efnahagslífinu og stöðugt sé hægt að hækka öll möguleg og ómöguleg gjöld, þar sem ekki muni um einn pinkilinn enn. Þá væri mikil von til að linna myndi þeirri óðaverð- bóLgu sem hér hefur ríkt una skeið og brýtur niður þegn- skap h:ns almenna manns, þar sem reglan verður að hver hi'ammsar til sín sem hæigt er og hugsa þá margir, „það höfðingjarnir hafast að, hinir ætla að leyfist það".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.