Morgunblaðið - 21.03.1973, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 21.03.1973, Blaðsíða 21
MORGIJNBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 21. MARZ 1973 'Zl kvenna Lambakjöt og minnimáttarkennd Hamborgarar í matinn Ef til viU þykir svo'kallaður haimborgari ekki neinn sérstak ur hátíðamatur, en ýmislegt má gera til að færa hann í sparibún- irug. Á myndinni sjáum við 12 miisimunandi vegu við að bera fram hamborgara úr hökkuðu nautakjöti. Efsta röð frá vinstri: 1) Tómatar, ferskir eða niður soðnir, settir ofan á, síðan o®t- ur, ansjósur og óliifur þar ofan á, sett inn i ofn þar tiil osturinn bráðnar. 2) Avocado-sneið sett ofan á, sltrónusafi, salt og pipar sett á. Hálfur tómatur, sem innmatur- fain hefur verið tekinn úr, settur ofan á og síðan fylltur með ,,lauk-dýfu“, (tilbúin úr pakka). Steinselja sett á og „láme“-sneið. 3) Þykkar, siteiktar laufcsneið ar settar ofan á og þykk sneið af osti, Dálítið ef dhiM-S'ósu sett á, og þetta sett inn í ofn þar til ositurinn bráðnar. 4) Ofan á kjötið sett sneið af ananas, (má vera brugðið á pönnu áður). Þar ofan á eru settar soðnar gulrótarsneiðar, sem aðeins eru soðnar í olMu, bætt i ananassafa, soya-sósu og sykri eftir smefck. Sósan sett yf ir kjötið ásamt steiktu baconi og „pickles". Miðröð: 1) Soðnar gulrætur, sem að- eins hefur verið brugðið á pömmu, settar ofan á, ,,thyme“ Ekið inn í bílskúrinn SUMIR eiga erfitt með að aka þnáð'beimt inn i bílskúrinn, þeim ti'l armæðu og erfiðleika, sem næstir þurfa að „bakka" út. Við heyrðum um gott ráð. AnnaShvort má mála rendur á gólfið, þar sem hjólin eiga að vera eða þá að gera hringi á vegginm, á móti hurðinni, þannig að ljósin á bílmum faMi beint á hringina, ef bífai- um er rétt lagt. Ekki svo slæm hugmiynd, finnst okkur? kryddi stráð yfir, graslauki þar ofan á. 2) Framskar kartöflur, heitar, settar ofan á, laukhringur, sem steiktur er eims og kartöflum- ar, síðan heit „barbecue“-sósa sett ofan á. 3) Grænn piparhringur steikt ur í olíu, settur á kjötið, inn i hringinn settir steifetir sveppir og rauður pipar. 4) Karrý-hrísgrjónum og græn um baunum blandað saman, sett ofam á kjötið, skreytt með „chutney" og rifnum appel'sínu- berki. Neðsta röð: 1) Heitar belgbaunir, litlir hvít ir laukar settir ofan á, kryddað eftiT smekk, ristaðar möndlur má einnig setja ofan á, papriku stráð yfir. 2) Agúrkusneiðar (afhýddar ef vill) edik og sykur að smekk látið standa dágóða stund áður en sett er á kjötið. Majones sett yfir og ef til vill nöfckrar rækj ur og sítrónusneið. 3) Sýrður rjómi með kúmeni í settur yfir, gerð dæld í kjöt- sneiðina. Skreytt með radísu- srneið, þegar þær eru fáaniegar. 4) Köld kartöflustappa krydduð með salti, pipar og sinn epi. Gerðar kökur aðeins minni en kjötsneiðarnar, velt upp úr saxaðri steinseljunni og sett á kjötið. Skreytt með „pickles" og radísu. MIKIÐ hefur mér oft gramizt, þegar ég heyri fólk tala með lít- ilsvirðingu um lambakjötið okk- ar ágæta. Það er engu líkara en ýrnisum þeim, sem farið hafa nokkrar ferðir til annarra landa og forframazt, finnist lambakjöt ákafléga lítilfjörlegur matur á eftir. Þeir hinir sömu tala þá af mikilli hrifningu um nautasteikur og annað góðgæti i útlandinu og ergja sig yfir að geta ekki fengið það samia hér. Lambakjöt þykir jaftnvel sums staðar varla nógu góður matur til að bera fyrir gesti. Nú er svo sem á boðstólum annað kjöt hér og margt ágætt. Kjúklingar hér standa áreiðan- lega ekki að baki slíkum mat annars staðar, þó að ekki sé um ýkja langa reynslu í ræktun þeirra að ræða. Einhvem tíma verður kannski á boðstólum hér fyrsta flokks nautakjöt, sem aldrei svíkur þau fyrirhe t um gæði, sem lofað er. Við eigum áreiðanlega ekki völ á ljúffengara kjöti en lambakjöti í bili. Það hefUT þó orðið ögn hversdagslegri matur i margra augum en efni standa til. Má þar áreiðanlega um kenna áhugaleysi framleiðenda á kynningu, einhæf um sfcurði og sundurtekningu, og oft of mikilli fitu. Og svo er það auðvitað þessi landlæga minni- máttarkennd okkar, svona ramm íslenzkur matur getur ekki verið fínn matur. U Hvernig „ropar barnið? ALLIR hliutir eru athugaðir nú til dags og er það eflaust gott. Dr. Milton M. Berger, vel þekktur sálfræðingur í New York, álítur eftir langvarandi athuganir, að með því að fylgj ast með hvemig ungbamið „ropar“ megi segja til um viss an þátt í skapgerð þess sem fuliltíða manns. Þau böm, sem eru treg til að „ropa“ en gera það svo all myndarlega þegar það kem- ur, álítur hann að sýni á- kveðni og styrk, og séu vel failim til forystu. Hin sem gera þetta með minni hávaða, róilegar og sjaldnar álítur hann verða framtaksminni og hikandi. Ef til vill er eitthvað til í þessu. Reyndar þekkjum við hér á landi þá trú að ráða megi af gráti smábarna hvem ig skapferli þeirra verður. I fyrrasumar b!w%*.t i tímiariti hér viðtal við þekktan hótel- stjóra, þar sem hann sagði: „Við eigum ekki alltaf að vera með þetta lambakjöt.“ Kvað hann ferðamenn jafnvel kvarta undan því. Á sama tima komu hér hópar brðzkra kvenna, meðlimir í Kven félagasambandi Bretlands og dvöldust hér í vikutíma á hóteli i borglnni. Sumar þessara kvenna höföu ferðazt mjög víða um lönd á vegum sambandsins. Eftir 4—5 daga dvöl hér kvört- uðu konurnar mjög yfir því að fá ekki að bragða íslenzkan mat. Matseðillinn var ákveðinn fyrir hópinn, val tveggja rétta hvert sinn. Það sem þeim var boðið upp á þessa daga var nautakjöt með frönskum kartöflum, Wien arsnitzel með frönskum kartöfl- um o. fl. með frönskuim kartöfl- um. Sögðu þær sem satt var að sJíkan mat gætu þær fengið í hverri „kaffiteriu" í heimalandi sínu. Lelðinleg mistök skipuleggj anda ferðarinnar eða þeirra, sem matseðli ráða. En vegna þess að þær kvörtuðu fengu þær lamba- kjöt og fisk og urðu gilaðar mjög. Nei, við þurfum síður en svo að bera kinnroða fyrir lamba- kjötið okkar (á það reyndar við um fleira af mat okkar) en við þurfum að læra að matbúa það á fleiri vegu, gera tilraunir með nýja rétti og matbúa á nýjan hátt. Þe'.r, sem kaupa hállfa eða heila skrokka í einu geta sagt til um og ráðið skurði að vild. Möguleikar til matargerðar eru áreiðanlega óteljandi. Af þeim mörgu réttum sem ég hef búið til úr lambakjöti þó að uppskrift hafi gefið upp kálfa- eða svina- kjöt, hefur það sannarlega ekki brugðizt heldur orðið fjölakyldu og gestum til ánægju. Sj’álfsagt hafa margir sömu sögu að segja. Framleiðendur ættu að gera meira af því, að kynna nýjungar og efna jafnvel til samkeppni um lambakjötsrétti til að kynna ágæti þess. Það þarf enginn að skammast sin fyrir að bera lambakjöt á borð, jafnvel fyrir sjálfan kónginn, ef það er vel matreltt. Bergljót. Lale Anderson 1947 og 1972 „Lily Marlene44 MARGIR kannast við lagið „Lily Marlene" sem án efa var vinsæl- asta lagið, sem sungið var í seinni heimsstyrjöldinni bæði af hermönnum í herbúðunum og ekki síður borgurunum heima fyrir. Lagið var upphaflega kveðjuiag útvarpsins í Belgrad, sem þá var i höndum Þjóðverja, em barst þaðan viða um lönd. — Textinn var þýddur á 42 tungu- mál, og hlaut ásamt lagi, fádæma vinsældir. Stúlkan, sem söng þetta lag inn á plötu og gerði frægt, var þýzk og hét Lale Anderson. — Hún ritaði endurm nningar sín- ar og kom bókin út í haust undir nafninu „Litir himinsins eru margir“ („The Sky Has Many Coiours!) Lætur hún þar í ljós undrun sína á vinsældum „Lily Marlene". Lale Anderson lézt i Vín í september síðastliðnum, 59 ára að aldri, rétt eftir að bók n kom út. Hvað hefur hún á borðum? MARGOT Nycop er sænsk blaða- kona, sem er sérhæfð í því sem viðkemur mat- og neyzluvenjum. Hún er þekkt í Svíþjóð og víðar vegna greima sinna í blöðunum „Damernas Várld“, „Svensk Femina“ og „Expressen". Á heimili frúarinnar virðast góðir matarsiðir hafa skapazt, og hún verið mjög varkár í vali á vörum. Hún segist aldrei kaupa n ðursoðinn mat, gosdrykki, sæl- gæti, sætar kökur, pylsur, tilbúið álegg, mat eða drykki i duft- formi. Frúin á þrjá uppkomna syni, sá elzti nær þrítugur, og hefur aldrei þurft að láta gera við tönn. Hér er svo smá yfirlit yfir kaup á ýmsu til helmilis Margot Nycops. Sykur: Mjög lítið magn keypt, kannski nokkux hundruð grömm á ári, handa gestum. Hveiti: Aldrei keypt og heldur ekki hveitibrauð. Brauðristin var tekin úr notkun fyrir áratug. Hún kaup r þýzkt innflutt súr- deigsbrauð, sænskt gróft brauð og Ideal 4 hrökkbrauð. Saltaður matur: Kjöt eða fisk- ur kemur aldrei á borðið Egg og fugla kaupir hún stund um og þá beint frá búunum. Græimieti og ávextir eru ríkur þáttur í daglegri fæðu. Græn- meti, bæði nýtt og frosið, helzt það, sem hefur verið ræktað án tilbúins áburðar og úðunar. Salat, borðað daglega. Salat- blöð, piparávextlr, tómatar, ag- úrkur, steinselja. Kartöflur borð aðar á sumrin og haustin og soðn ar með hýði. Á vetuma notuð hrisgrjón með hýði í staðinn. Ostur. Daglega á borðum, norskur mysuostur (salt- og syk urlaus) og Schweizer-ostur. ör Margot Nycop liitið smjör. Aidrei smjörlíki. Salt. Aldrei sett i mat, meira notað salt með kryddi i. Kaffl: U.þ.b. 2 bollar á dag, ann ars ávaxtasafi. Sólblómaolía ti'l að steikja úr, aldrei harðsteikt, engar hveitisó* ur eða jafningar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.