Morgunblaðið - 21.03.1973, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 21.03.1973, Blaðsíða 32
ÁNÆGJAN FYlfilR ÚRVALSFEF©UM JH^awIrlaMlr nucivsinGaR ^-^22480 MIÐVIKUDAGUR 21. MARZ 1973 Banaslys í gær BANASLYS varð i nmferðinni í Reykjavik i gærkvöldi nm klukk- an 20.30 á Hringbraut, rétt vest- an við gatnamótin við Njarðar- gotu. Þar var bifreið ekið á konu, sem var að ganga yfir götuna og slasaðist hún mikið og lézt stuttu eftir að í slysadeild Borgarspít- alans kom. Konan var rúmlega sextug og búsett utan Reykja- víkur. Verður nafn hennar ekki birt að sinni. Konan var að fara yfir nyrðri akrein götunnar, er slysið varð. Volvo-bifréið var ekið vestur göt jna og mum bilstjórinji ekki hafa séð konuna fyrr en um seinan. Hemdaði hann þá, en tókst ekk' að forðast slysið. Bjarni sigraði fyrstu lotu Lögbann lagt við starfsemi Hannibalista í nafni stjórnar Samtaka frjálslyndra í Reykjavík JON P. EMILS, fiilltrúi yfir- borgarfógetans i Reykjavík, kvað í gær upp þann úrskurð, að lögbannskrafa stjórnar Sam- taka frjálslyndra i Reykjavík gegn Guðmundi Bergssyni o. fl. næði frairi að ganga gegn 75.000 króna tryggingu. Var þessi trygging þegar sett og lýsti þá fógeti yfir því, að lögbann væri lagt við því, að Giiðmiindur Bergsson, Árni Markússon, Ein- ar Hannesson, Haraldur Henrýs- son, Ólafur Hannibalsson og Steinunn Harðardóttir gæfu út í nafni stjórnar Samtaka frjáls- lyndra i Reykjavik félagsskír- teini fyrir árið 1973, innheimtu félagsgjöld eða boðuðu til fund- ar, meðan núverandi stjórn færi með löglegum hætti með stjórn félagsins. Viðræður við sendi- herrann Ríkisstjórnin ákvað á fundi sin- um i gærmorgun að halda áfram viðræðum við brezka sendiherr- ann í Reykjavík um þær hug- myndir um bráðabirgðasamkomu lag í landhelgisdeilunni, er fram komu í viðræðum hans við Ein- ar Ágústsson, utanrikisráðherra jeO. iaugardag. Lögbannið er bráðabirgða- gerð og verður að höfða mál Framh. á bls. 20 Frá réttarhöldum í lögbannsmáli dr. Bjarna Guðnasonar á Guðnmnd Bergsson. Jón P. EmiJs, fógetá í málinu, situr fyrir miðju. Honum til vinstri handar situr Logi Guðbrandsson hrl. og Ottó Björnsson, varaformaður í stjórn Bjarna. Ilinum megin sitja Hörðnr Einarsson hrl. Ein- ar Hannesson, Ólafur Hannibal sson og Steinunn Harðardóttir. Magnús Torfi Ólafsson, menntamálaráðherra: Er ekki á sama máli og Hannibal Ráðherrar SFV á öndverðri skoðun um meðferð landhelgismálsins fyrir Haagdómstólnum „ÉG er ekki á sama máli og Hannibal," sagði Magnús Torfi Ólafsson, menntamálaráðherra, er Morgunblaðið spurði hann um afstöðu hans til yfirlýsingar Hannibals Valdimarssonar, er hann lýsti því yfir að fslending- ar ættu að senda málflutnings- mann til Haag. Þegar Morgun- blaðið bað Magnús Torfa um að rökstyðja skoðun sina í málinu, sagðist hann hvorki hafa tima né tækifæri til þess að svo stöddu. Svo sem menn rekur minni til skýrði Hannibal Valdimarsson fé lagsmálaráðherra frá þvi i Mbl. fyrir nokkrum dögum, að hann væri kominn á þá skoðun, að ís- lendingar ættu að senda mál- flutningsmann til Haag, þegar landhelgismálið verður tekið fyr ir við alþjóðadómstólinn. Með því gastu Islendingar unnið tima og fengið máiinu frestað fram yfir hafréttarráðstefnuna um við áttu landhelgi, sem halda á á næsta ári. Hefur Hannibal lýst því yfir að betra vasri að hafa málflutningsmann, en láta tóma stóla tala fyrir málstað Islands. Þessari yfirlýsingu hefur verið mótmælt af ýmsum stuðnings- mönnum rikisstjórnarinnar og m. a. hefur Einar Ágústsson lýst því yfir að hann væri á önd- verðri skoðun við Hannibal. 1 gær birti svo Þjóðviljinn sam- þykkt framkvæmdastjórnar Al- þýðubandalagsins um málið og er hún svohljóðandi: „Að gefnu tilefni vekur Al- þýðubandalagið athygli þjóðar- innar á því, að í forustuliði stjórnarandstöðuflokkanna eru ýmsir, sem vinna nú að því öll- um mætti að hvikað verði frá þeirri stefnu í landhelgismálinu, sem íslenzka þjóðin markaði sjá'lí í siðustu alþingiskosning- um og aiþingi féllst einróma á þann 15. febrúar 1972, enda ýms ir þeir sömu, sem stóðu að upp- gjafarsamningnum árið 1961. Alþýðubandalagið ítrekar, að það mun eigi þola undanslátt i landhelgismálinu og mun standa vörð um markaða stefnu. Al- þýðubandalagið telur fráleitt að senda fuiltrúa tii Haag-dómstóis- ins, enda gæti dómstóllinn ekki „dæmt" i málinu nema á grund- velli samninganna frá 1961, sem íslendingar hafa sagt upp og ekki eru lengur í gildi. Alþýðubandalaigið hvetur fé- lagasamtök og alla landsmenn til áð sýna árvekni og hindra að hvikað verði frá þeirri stefnu, sem þjóðin sjálf valdi í alþingis- kosningunum 1971." Laxárdeilan: Samkomulag AÐILAR í Laxárdeilunni, íull- trúar stjómar Landeigendafélags Laxár og fiilltrúar stjómar Eax- árvirkjunar undirrituðn klukkan 19 í gærkvöldi samkomulag í deilumálinu, sem staðið hefur nn Þingsályktunartillaga 9 þingmanna Sjálfstæðisflokksins: Ráðuneyti byggðamála - þjónustumiðstöðvar - lög um landshl utasamtök NfU þingmenn Sjálfstæðisflokks- Ins hafa lagt fram á Alþingi viðamikla þingsályktunartillögu nm skipulag byggðamála og auknar ráðstafanir til hag- kvæmrar byggðaþróunar. Er þingsályktiinartillaga þessi i 9 töluliðum og henni fylgir ítar- tog greinargerð ásamt fjölda fylgiskjala. Flutningsmenn tillög unnar eru: Lárus Jónsson, Matthías Bjarnason, Pálmi Jóns- eon, Sverrir Hermannsson, Steln- þór Gestsson, Jón Árnason, Odd- ur Ólafsson, Ellert B. Schram og Pétur Sigurðsson. Helztu atriði tillögunnar eru þessi en tillagan i heild ásamt köflum úr greinar- gerð er birt á bls. 14 í Morgun- blaðinn í dag: 0 Sérstakt ráðuneyti annist yfirstjórn byggðarnála og sett verði löggjöf um skipu- lag þeirra. # Sett verði lög um laridshiuta- samtök sveitarféiaga, seim kveði á um verkefni þeirra og tryggi rétt þeirra tii áhrifa í samráði við rikis- valdið. Byggðar verði þjónustumið- stöðvar i byggðum landsins, þar sem deildir ríkisstofnana og skrifstofur iandshiuta- samtaka geti starfað saman. Breytt verði lögum um Hús- næðismálastofnun, þannig að jöfnuður verði á fyrir- greiðslu miHi byggðasvæða. Lögum um Byggðasjóð og aðra stofnlánasjóði verði breytt þannig, að Byggða- sjóður veiti sérstaklega lán og aðra fyrirgreiðslu til fyr- irtækja í þeim landshlutum, sem eiga við mestan byggða- vanda að stríða. Tekjur Byggðasjóðs verði auknar og verði ekki lægri en sem svarar 2% af árleg- um tekjuim ríkissjóðs. Sjá nánar á bls. 14. í hartnær 3 á.r. Samningafiindnm stjómaði Egill Sigurgeirsson, hrl. og voru langir og strangir fundir áður en þessi áfangi náðist. Sam- komulagið er undirritað með fyrirvara um samþykki stjórn- anna. EgiH Siigaiirgeiirsson sagöi í við- tali við Mbl. í gær að þótt saim- komiulagið vaeri undirritað með fyrirvara, þá yrði eigi annað séð en fullt samkomulag væri nú loks komið i þessu erfiða deiliu- máli. í samikomiulagiiniu er geit ráð fyrir að sú virikjuTi, sern nú er i Laxá, 6,5 megavajtta viaikj- unim verði leyíö. Og enn fleiri hækkanir FUNDUR var í verðlagsnefnd í fyrradag og aftur verður fundur i dag. Samkvæmt upplýsingum Kristjáns Gislasonar, verðlags- stjóra voru samþykktar all- margar hækkanir í fyrradag og voru þar á meðal: 10% hækkun á þjónustu rakara, 4 til 5% hækk un á fiskibollum og fiskbúðingi, 20% hækkun á þjónustu þvotta- húsa og efnalauga og 16% hækk un á þjónustu hárgreiðslustofa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.