Morgunblaðið - 23.03.1973, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.03.1973, Blaðsíða 4
MORGUTSFBLAÐEÐ, FÖSTUDAGUR 23. MARZ 1973 r 22-0-22- RAUOARARSTIG 31 BfLALEIGA CAR RENTAL tf 21190 21188 14444 "S 25555 mim BÍLALEIGA-HVEFISGOTU 103 14444 S 25555 STAKSTEINAR Norðlenzk einokun I blaðinu Deffi er nýlegra frá því skýrt, að kaupfélaffsstjór- inn á Ólafsfirði vilji sameina félag: sitt KEA-valdinu á Ak- ureyi-i. Nú er það út af fyrir sig engin ný tíðindi, að hin minni kaupfélögin séu látin hnýta kænu sina í hafskip stóru féiaganna, en röksemd- ir kaupfélagsstjórans fyrir skoðun sinni eru slíkar, að fyllsta ástæða er til þess að ætia, að óeðlileg-um þvingun- um hafi verið beitt við Ólafs- firðinga. Röksemdir kaupfélagsstjór- ans eru þær, að hann verði að flytja vörur sínar frá Reykjavík með ærnum kostn aði, meðan KEA fái vörur sín ar beint til Akureyrar og geti því boðið mun lægra verð á vörum. Kai i pfélagsstjórinn segist ekki sjá aðra leið til þess að njóta þessara kjara sem KEA getur boðið, heldur en þá að sameina félögin. Ekki þarf að efa, að hinir slyngu kaupsýslumenn, sem stjórna KEA, hafa fyrir löngu séð kosti þess að flýtja vörur beint til Akureyrar. Það er heldur ekkert undarlegt, að þeir reyni að veita viðskipta- mönnum sinum góða þjón- ustu og vörur á hagstæðu verði. Hitt vekur hins vegar furðu, að sam\Tinnuhreyfingin á Akureyri skuli ekki ljá máls á þvi að láta Ólafsfirðinga verða aðnjótandi sömu kjara og þeir sjálfir. Hefði þó ver- ið hægara að bjóðast til þess að annast innkaup fyrir kaup félagsstjórann á Ólafsfirði eða hreinlega selja honum á kostnaðarverði þá vöru, sem hann verður að kaupa svo dýru verði frá Sambandinu hér í Reykjavik. Hvar er samvinnu- hugsjónin? Vafalítið er hægt að færa mörg rök önnur fyrir samein- ingu kaupfélaganna en þann skort á samvinnuvilja, sem kaupfélagsstjórinn á Ólafs- firði lýsir. En þótt eitthvað kunni að vinnast með sam- einingu, getur enginn neitað því, að fólkið í byggðunum missir við hana þau áhrif á samvinnufélög sín, sem það á að hafa. 1 stað þess að kaup félögin séu undir stjóm fólks- ins í byggðunum, verða þau deildir í stórum kaupfélaga- samsteypum og hin stað- bundnu vandamál verða fjar- læg stjóraendunum. Er Sam- bandið gott dæmi um þetta, því að það hefur undanfarin ár og áratugi lagt allt kapp á að efta sina eigin starfsemi, — hikar jafnvel ekki við að fara í samkeppni við önnur samvinnufélög eins og dæmi sanna hér úr Reykjavík. l»ví miður hefitr Sambandið lítinn áhuga á þvi að hjálpa litlu kaupfélögunum í sam- keppni þeirra við stóru félög- in. KEA getur að visu boðið SÍS byrginn. KEA getur flutt sinar vörur beint frá útlönd- nm vegna þess, hve markaður þess er stór. En kaupfélagið á Ólafsfirði fær ekki að not- færa sér sömu hlunnindi, — það fær ekki einu sinni að njóta góðs af framkvæmda- semi KEA-valdsins. Það þarf engan að undra, þótt Dagur á Akureyri telji Ólafsfirðingum fyrir beztu að leggja niður kaupfélag sitt. Þetta blað hefur lengi verið f jármagnað með auglýsingum frá Kaupfélagi Eyfirðinga, og ritstjóri þess er félagsráðs- maður í kaupfélaginu. Slíkir veraldlegir hagsmunir vega mun þyngra á ritstjórnarskrif stofum þess blaðs en réttwr fólksins á Ólafsfirði til þess að hafa sitt eigið kaupfélag. Vélopakkningor Oodge '46—’58, 6 sxrokka Dodge Dart ’60—’70, 6—8 strokka Fiat, allar gerðir Bedford, 4—6 strokka, dísilhreyfill Buick, 6—8 strokka Chevrol. ’48—'70, 6—8 str. Corvair Ford Cortina '63—’71 Ford Trader, 4—6 strokka Ford D800 ’65—'70 Ford K300 ’65—'70 Ford, 6—8 strokka, '52—'70 Singer - Hillman - Rambler Renault, flestar gerðir Rover, bensín- og dísilhreyflar Skoda, allar gerðir Simca Taunus 12M, 17M og 20M Volga Moskvich 407—408 Vauxhall, 4—6 strokka Willys '46—’70 Toyota, flestar gerðir Opel. allar gerðir. þ. Jóra & co Símar. 84515 — 84516. Skeifan 17. GRJLLSMUXJR Jöharmes LeLfsson Laugavegi30 TRÚTX3FLTNARITHINC1AR við smiðum þérveljið HÓRÐUR ÓLAFSSON hmtBróttaWögmaður akjábþýðandf — ensku Austurstraati 14 simar 10332 og 35673 Saab 99 L g^lr spurt og svarad Lesendaþjónusta MORGUNBLAÐSINS Hringið í síma 10100 kl. 10—11 frá mánudegl til föstudags og biðjið um Lesendaþjónustu Morg- unblaðsins. ENSKA KNATTSPYRNAN I S4ÓNVARPI Kagnar Friðriksson, Kefla- vík,5pyr: „1. Ef sjónvarpið þarf að nota útsendingartíma milli kl. 19 og 20 á sunnudögum, liggur þá ekki beinast við að flytja þáttinn „endurtekið efni“ yfir á þann tíma, en láta ensku knattspyrnuna hefjast kl 17? Það fer varla á milli mála, hvor þátturinn hefur stærri áhorfendahóp. 2. Hvað er í veginum fyr- ir viðskiptum við BBC sjón- varpsstöðina, sem yfirleitt sjónvarpar toppleikjum á hverjum tima?“ Pétur Guðfinnsson, fram- kvæmdastjóri sjónvarps, svarar: „1. Ástæðan til þess, að Sjónvarpið sýnir ensku knattspymuna kl. 19—20 á sunnudögum, en ekki kl. 17—18, er sú, að við teljum fyrmefnda tímann hentugri fyrir þorra áhorfenda. Má í þessu sambandi benda á, að mikil hreyfing er á fólki síð- degis á sunnudögum, ekki sízt áhugafólki um iþróttir, enda eru þær þá mik ið stundaðar og mörg iþrótta mót haldin. 2. Við höfum spurzt fyrir um þetta og fengið þau svör, að BBC geti ekki selt úr landi þá leiki sem það flyt ur í sjónvarpi sínu.“ ENSKA KNATTSPYRNAN Matthías Oddgeirsson, Geit landi 37, spyr : „Er ekki hægt að fá is- lenzkan texta með ensku knattspymunni á sunnudög- um?“ Pétur Guðfinnsson, fram- kvæmdastjóri sjónvarps, svarar: „Erfitt er að gera íslenzk- an texta með ensku knatt- spyrnunni, vegna þess að ekkert handrit fylgir þessum filmum. Þær eru sendar út mjög fljótt eftir að þær koma til landsins, stundum samdæg urs, og því lítið tóm til að þýða þær. Auk þess er hætt við, að erfitt yrði að koma hinni hröðu frásögn þular- ins til skila svo vel sé í neð- anmálstexta, og ekki er hægt að setja íslenzkt tal í stað þess enska, nema fóma upp- runalegri hljóðupptöku að mestu leyti. Til að bæta hér nokkuð úr skák, hefur Sjón- varpið tekið upp þá ný- breytni að fá sérfróðan mann til að flytja stutta kynningu á undan hverjum leik.“ SAMNINGURINN UM LANDHELGINA Magnús Jónsson, Kapla skjólsvegi 37, spyr: „Er það rétt, að íslenzka rikisstjómin, sem sat við völd árið 1961, hafi fljótlega eftir gerð landhelgissamn- ingsins við Breta sent þeim tilkynningu þess efnis, að hún túlkaði samninginn þann ig, að við mættum færa út landheLgina áður en dómstóll inn kvæði upp úrskurð sinn?“ Utanrikisráðuneytið svar- ar: „Ekki verður séð í gögn- um ráðuneytisins, að ríkis- stjóm íslands hafi sent Bret um slíka orðsendingu, sem lesandi spyr um.“ IHH1I f Los Angeles hefur að nndanförnu verið sá orðróm- tir á kreiki, að þrír Bítlanna hafi aftur hafið samstarf með hljómplötuupptökur fyr ir augum. John Lennon, George Harrison og Ringo Starr eru allir í Los Angeles, ásamt Klaus Voorman, bassa leikaranum, sem á sínum tima var talinn iíklegiir eftirmað- ur Paul McCartneys eft- ir brottför hans úr hljómsveitinni. Klaus var áð ur liðsmaður hljómsveit- ar Manfred Manns. — Sögu- sagnir um að þ'ssir fjórir garpar ætluðu að hefja sam- starf voru á kreiki í New York fyrir hálfu ári, en ekki hefur verið að sjá, að slíkt ætti að gerast, fyrr en nú, er menn er aftur farið að gruna, að það muni standa til. ★ Það ér alltaf verið að stela hljóðfærum og tækjum frá brezkum hljómlistarmönn- um og meðal þeirra, sem nú nýlega hafa orðið fyrir slíku, eru Elton John, sem missti tæki fyrir meira en hálfa milljón ísl. króna (sem myndu á Islandi kosta hátt í tvær vegna tolla og inn- flutningskostnaðar o.s.frv.) og Ted Turner, gítarleikari Wishbone Ash, sem missti tvo dýra gítara og peninga að auki, er brotizt var inn i íbiið hans í London. Hann hefur boðið 100 sterlings- punda (24 þús. ísl. kr.) verð laun fyrir uppiýsingar, sem leiða til þess að gítararair tveir finnist, en vafasamt er að sú upphæð falli nokkrum íslendingi í skaut! ★ Deep Purple urðu fyr- ír óþægindum í Napolí á Ítalíu á dögunum, er þeir komu of seint til borgarinn- ar og urðu að fella niður kvöldhljómleika af þeim sökum. Um 3.000 öskn- illir aðdáendur (!!) létu öll- um illuni látum fyrir utan hótelið, sem hljómsveitin hélt sig á. Lögreglan kom á stað inn, alvopnuð, og varð að halda hlifiskildi yfir hljóm- sveitinni, allt til næsta kvölds, er ákveðlð var, að hljómsveitin efndi til auka- tónleika til að bæta fyr- ir niðurfellingu hinna fyrstu. Og þá komst aftur kyrrð á, ★ Japanskir tónlistargagn- rýnendnr komu saman i fyrsta skipti nú á dögunum til að kjósa helztu hljóm- pliitulistamenn ársins 1972. Elvis Presley var þar efstur á blaði — og Richard Perry var kjörinn plötiiupptökM stjórnandi ársins, aðal- lega vegna samstarfs sins við Nilsson, en Perry stjórnaði upptöku stóru platanna „Nilsson Schmilsson" og „Son of Nilsson“ — auk litlu plötunnar „Without you“. ★ Steve Stills stefndi að þvi að ganga í hjónaband i sið- nstu viku, en ekki höf- um vér haft af því fregnir, hvort honum tökst það eður ei. Hin lukkulega var franska söngkonan Vero- nique Sanson — og hún er vonandi lukkuleg ennþá! ★ MAGNtS Kjartansson, fyrr- nm Trúbrotsmaður, hljóp i skarðið lijá Rifsberja nýlega, eins og sagt var frá í þessum dálkum í gær, en mishermt var, að hann ætlaði að vera með Rifsberja í 2—3 mánuði, hann verður aðeins með hljóm sveitinni út þessa viku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.