Morgunblaðið - 23.03.1973, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 23.03.1973, Blaðsíða 5
MORGUNBLA3EHÐ, FÖSTUDAGUR 23. MARZ 1973 5 • • Svar Oldunnar við athugasemd samgöngu- ráðuneytisins 16. marz sl. Samgönguráðuneytið sendir stjórn Öldunnar ofanígjöf í Þjóð viljanum 16. marz s.l. án undir- skriftar. Rökrétt afleiðing lestr- ar þeirrar ofanigjafar, „sem sjó- menn myndu frekar nefna ágjöf eða slettu", hlýtur að vera sú að beina andsvörum til sam- gönguráðherra eða ráðuneytis- stjóra, þar sem þeir virð- ast grípa til þess i vandræðum sínum og lélegum rökstuðningi að upphefja persónulegt skítkast 1 formann Öldunnar, Loft Júlí- usson. Yfirlýsing Öldunnar var frá stjórn hennar, og félagið tel ur 500 félagsmenn á svæði sem nær yfir allt Reykjavíkursvæð- ið og nágrenni, Austurland með 2 félagsdeildum, annarri i Nes- kaupstað og Höfn, Hornafirði, Þorlákshöfn, Eyrarbakka Stokkseyri og í öllum sjávar- plássum við Breiðafjörð, svo sjá mega þeir herrar að Loftur Júlí usson er ekki einn á báti. Enda verður ekki séð hvernig örygg- is- og hagsmunamálum fiski- mannafjölskyldna verði bjargað með persónulegu skítkasti í ein staklinga sem vilja leggja mál- um þeirra liðsinni sitt. Benda má á að kæruleysisleg vinnubrögð, sem virðast sem meinlausar skvettur, geta orðið sá brotsjór, sem hefur hinar al- varlegustu afleiðingar í för með sér. Vonandi eru skvettugjafar ekki sjálfir á undanþágu, en að því er varðar ráðherrann, fer það eftir þeim forsendum, sem liggja fyrir ráðherradómi hans, en að þvi er snertir ráðuneytis- stjórann þá má gera ráð fyrir að ákveðinnar menntunar muni hafa verið krafizt, og þar komi engin undanþága til greina. Af þessum mönnum ætti að krefjast mikillar ábyrgðar, og ættu þeir því að forðast útgáfu ómerki- legra pappira samkvæmt óskum og umsögnum, sem oft eru tæki færisbundnar, svo ekki sé meira sagt. Reynt skal að svara ofanigjöf inni eftir efnislegri niðurstöðu hennar sem er þó óljós, full af dylgjum og undanbrögðum, svo sem oftast vill verða þeg- ar reynt er að verja slæman mál stað. „Ofanígjöfin" gerir mikið úr hinum tíðu sjóslysum að und- anförnu, sem orsök yfirlýsingar Öldunnar. Þetta er rétt svo langt sem það nær, eða finnst ráðuneytinu þau óhöpp ekki næg ástæða til íhugunar um hvort alls öryggis sé gætt að minnsta kosti lögum sam- kvæmt, en gæta skal að þvi að tugir og hundruð annarra skipa, sem til allrar hamingju hafa kom izt hjá óhöppum eru að störfum, og mörg með undanþágumenn í stöðu skipstjóra og stýrimanna sem þurfa að vera á skipunum líka og vera staðgenglar skip- stjóra, auk undanþágumanna við vélstjórn. Við nánari athugun á upptaln ingu ráðuneytisins er hörmu legt að þurfa að komast að þeirri niðurstöðu að forsvars menn ráðuneytisins virðast ekki vita hvað þar gerist. Hér er átt við þá staðreynd, að undanþág- ur á nefndum skipum eru miklu fleiri en fram kemur í „ofaní- gjöfinni" og meðal annars voru aliir yfirmennirnir eins skipsins með undanþágu til þeirra starfa. Erfitt er að sjá hvernig ráðu- neytið fer að því að sækja Öld- una, eða þá sem þar eru í for- svari til ábyrgðar fyrir að vekja umræður um undanþágumál- in. Ekki veidur sá er varar, eða er svo komið að frjáls skoðana- myndun sé hegningarverð. Það tók ekki langan tíma. „Hin illa nauðsyn" er jafn- gömul baráttu Öldunnar gegn henni. Lengi vel var veiting und anþágu til skipstjórnar og stýri mennsku háð athugun og umsögn skipstjórafélaganna, og nefndar kjörinni af Farmanna- og fiskiihannasambandi íslands. Fyrir kom oft að nefnd þessi treysti sér ekki til að mæla með undanþágubeiðnum sem til henn ar bárust frá ráðuneytinu, sök- um skorts á upplýsingum varð- andi viðkomanda, t.d. um mennt- un, hæfni, reynslu, sjón- og heyrnarvottorð o.fl. er henni þótti varða að fyrir lægi. 1 mörg um tilvikum var samt undanþág an veitt af ráðuneytinu sjálfu, og um nokkurt skeið hafa und- anþágur verið veittar án þess að umsagnar væri leitað hjá um- ræddri nefnd, eða skipstjórnar- félögum úti á landi. Ráðuneytið segist við veit ingu undanþága rannsaka mál- in hverju sinni. Hefur það lagt fram gögn máli sínu til sönnun- ar? Slík málsmeðferð væri frek ar sæmandi, en að drótta að mönnum að þeir fari með stað- lausa stafi, blekkingar og hár- toganir. Hver skyldi blekkja? Um heilindi allra útgerðar- manna gagnvart málefnum skip- stjórnarmanna viljum við ekki ræða. Þar hlýtur að vera mis- jafn sauður í mörgu fé, sem inn- an annanra stétta. Mangir eru ágætir enda farnast þeim sam kvæmt því. Vafasamt mur þó teljast að um menntun skip stjómarmanna fjalli nokkur úr þeirra röðum, sem ekki er nógu jákvæður viðvíkjandi nauðsyn slíkrar menntunar. Stjórn öldunnar hafði ekki hugsað sér að ræða launamál stéttarinnar í þessu sambandi, en tekur undir orð ráðuneytis- ins þar sem segir: „Þeir vinna hópum saman í landi, oft við sambærileg eða betri kjör en á sjó.“ Undanþágumálin eiga sér langa sögu. Við birtum hér með umsögn ski paskoðunarstj öra- embættisins í einu tilviki fyrir röskum áratug. Þar var um bát- strand að ræða, og dómsmála- ráðuneytið óskaði umsagnarinn- ar. „Orsök strandsins er í fyrsta lagi sú, að vélin bilar og álands vindur er. 1 öðru lagi hlýtur að leika vafi á, hvort skipstjóri og 2. vélstjóri hafi verið starfi sínu vaxnir. Auk þess eru ýms lög og reglur sem varða áhöfnina brotnar": a) Ekki var lögskráð á skip- ið. b) Skipstjóri réttindalaus (a.m.k. formlega, þar sem hann ekki hefur atvinnuskírteini, er auk þess ekki 21 árs gamall eins og lög gera ráð fyrir). c) 2. vélstjóri var réttinda- laus og er það rangt hjá odd- vita að nægilegt hafi verið að hafa einn vélstjóra með réttind- um á bát þessum. d) Stýrimaður var réttinda- laus. (Tel ég stórvarasamt að veita mönnum, sem ekki hafa notið neinnar fræðslu í sigling- arfræði undanþágu til stýri- mennsku). Ennfremur viljum við birta hér almenningi eitt sýnishorn af undanþágu frá Ráðuneytinu. „Símskeyti frá Reykjavík. Skráningarstjórinn, Sandgerði. Ráðuneytið leyfir lögskrá . . . sem . . . mb . . . fyrst um sinn þar til réttindamaður fáanlegur eða ráðuneytið ákveður annað, þó ekki lengur en til 31. maí 1971. Innheimtið gjald kr. 200,00. Samgöngumálar áðuney tið“. Nemendaráð Stýrimannaskól- ans hefir með bréfi til öldunn- ar dags. 14. marz s.l. lýst yfir fullum stuðningi við sjónarmið öldunnar í baráttu hennar gegn undanþáguplágunni, og vonumst við til að þeir sjálfir birti það Fnunh. á bls. 25 i Fallegt úrval af fermingarfötum stökum jökkum, buxum, skyrtum og slautum Simi13008. Faco fyrir þú sem fylgjust með Foghat: Rock & Roll Ein kraftmesta hljómsveit starfandi í dag. Procul Harum: Grand Hotel Þeirra bezta og fjölbreyttasta plata til þessa. Hookfoot: Communication Félagar Eltons John, og ef þessi plata líkar ekki vel, þá .. . War: The World is a Ghetto Þessi plata var nýlega No. 1 í U.S.A., og ekki af ástæðu- lausu. Allman Brothers: Beginning Ein virtasta og bezta hljóm- sveit í U.S.A. Jo Jo Gunne: Bite Down Hard Geysilega frísk og skemmtileg rokkhljómsveit. Black Oak Arkansas: Ravnch‘n‘Roll Svar U.S.A. við Slade? Move: Split Ends Þeirra síðasta og bezta plata. Jerry Lee Lewis: Session Sér til aðstoðar hefur Jerry Lee súperkappa eins og Rory Gallagher, Alvin Lee, Peter Frampton, Albert Lee, Klaus Worman og Kenny Jones, og árangurinn lætur ekki standa á sér. Trafik: Shoot out the Fantasy Factory Winwood og Co. halda sínu striki, beint upp á við. Tempest: Tempest Jon Hiesman er góður, en það eru félagar hans líka.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.