Morgunblaðið - 27.03.1973, Page 5
46
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. MARZ 1973
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. MARZ 1973
47
Áhugaleysi
Haukar áttu ekki í erfiðleikum
með KR og sigruðu 27-16
Það reyndist ekki mikill áliug-i
á |>eim tveimur leikjum sem fram
fóru í 1. deild Islandsmótsins í
handknattleik á sunnudagrskvöld
ið. Áhorfendur hafa varla verið
fleiri en 100 og: flestir leikmenn
þeirra fjögurra liða sem þarna
komu við sögu gengu til leikj-
anna með hangandi hendi. Þess-
ir leikir höfðu heldur enga þýð-
ingu í stöðu mótsins, nema þá ef
til vill fyrir iR-inga sem eiga
niöguleika á verðlaunum i mót-
inu. Eftir jafnteflið við Ármann
minnka þeir möguleikar veru-
lega, en eru samt sem áður enn
fyrir hendi.
Fyrri leikur kvöldsins var
milli KR og Hauka. Tefldu KR-
ingar, sem fallnir eru niður I 2.
deild, nokkrum nýliðum fram tll
þessa leiks, og verður að segj-
ast eins og er, að þeir reyndust
hinum leikreyndari mönnum liðs
ins lítið slakari, nema síður
væri. Áhugi KR-inga var greini-
lega i algjöru lágmarki, og leik-
menn eins og Björn Pétuirsson
og Björn Blöndal, sem oft hafa
verið atkvæðamiklir og skorað
töluvert af mörkum komust nú
tæpast á blað. Haukur Ottesen
var eini KR-ingurinn sem veru-
lega lét að sér kveða i leiknum,
og ekkert vafamál að hann
gæti náð langt í þessari íþrótt
tæki hann hana alvarlega. Næsta
vetur fá KR-ingar tækifæri til
þess að enducrnýja og end-
urskipuleggja lið sitt, en leiki
það ekki betur en það gerði á
móti Haukunum á sunnudags-
kvöldið er varla von til þess að
það vinni sig upp úr annarri
deildinni ngssta vetur.
Haukamir voru frískir í þess-
um lei'k, og sýndu oft skemmti-
leg tilþrif, einkum í fyrri hálf-
leik. Náðu þeir fljótlega yfir-
burðastöðu, og í siðari hálfleik
setti það sinn svip á leik Hauk-
anna. 1 fyrri hálfleik feragu þeiir
aðeins 4 mörk á sig, og má þakka
það sérlega góðri markvörzlu
Gunnars Einarssonar, sem oft á
tíðum lokaði hreinlega Hauka-
markinu. Gunnar hefur mjog góð
air staðsetniragar í markinu, og er
auk þess snöggur og fljótur að
átta sig á því sem er að gerast.
Má mikið vera ef þarna er ekki
á ferðinni framtíðarmarkvörður
landsliðsins.
Stefán Jónsson lét mikið að
sér kveða í leiknum, og sýndi
nú margt sem hann lék þegar
hann var upp á sitt bezta, en
Stefán hefur aldrei náð sér
verulega á strik í vetur. Reynd-
ar lék KR-vömin þannig,
að gegnumbrotsmaður eins og
Stefám er fékk góð tækifæri til
þess að njóta sín. Greinilegt er
einnig að Haukaliðið hefur æft
„taktik“ sem gengur út á
að Stefán reki endahnútinn, og
það gerði hann svo sannarlega
oft í þessum leik.
Haukamir eiga nú eftir leiki
við Val og FH — báða suður i
Hafnarfirði, og þyrfti ekki að
koma svo mjög á óvart, þótt þeir
settu einhver strik í reikning-
inn.
ÆVAR MEIDDIST
1 leiknum meiddist einn leik-
manna KR, Ævar Sigurðsson,
illa. Skall hann með andlitið á
Franihald á bls. 49
LIÐ KR: ívar Gissurarson 1, Björn Pétursson 1, Árni Garðars-
son 2, Sigurður P. Öskarsson 2. Bosi Karlsson 1. Símon
Unndórsson 1, Bjarni Kristinsson 1, Ævar Sigrurðsson 2, Ilauk-
ur Ottesen 3, Már Friðsteinsson 1, Björn Biöndal 1.
LI® HAUKA: Sigurgeir Sigurðsson 2, Sturla Haraldsson 2,
Hafsteinn Geirsson 1, Sigrurður Jóakinisson 2, Stefán Jónsson
4, Guðmundur Haraldsson 2, Sigurg-eir Marteinsson 1, Olafur
Ólafsson 3, Arnór Guðmundsson 1, Þórir Úlfarsson 2, SvaVar
Geirsson I. Gunnar Einarsson 4.
'Stefán .Jónsson var í miklum ham í leiknum og skorar þama eitt
marka sinna.
Einar Magnússon stekkur upp fyrir I'raman vörn Norðmannanna, en sendir síðan knöttinn fram á völlinn. Ólafur Jónsson (nr. 8) er í gæzlu inni á línu, en Stefán
Gunnarsson (nr. 7) virðist heldur niðurdreginn á svipinn. (Ljósm. Mbl.: Sveiran Þormóðssora)
10. landsleikur íslands og Nor 3gs:
Bezt væri að gleyma honum
— eftir að hafa haft forystu 12-9, skoraði
íslenzka liðið ekkert mark í 14 mínútur
íslenzkur handknattleilair beið
álitshnekki í Laugardalshöllinni
á laugardaginn, er landsliðið tap
aði síðari landsleiknum við Norð
menn með 12 mörkum gegn 14.
Það er út af fyrir sig éngin
skömm að tapa fyrir Norðmönn-
um. Þeir hafa lengst af átt góðu
og harðskeyttu landsliði á
að skipa, og lið þeirra hefur unn
ið frækna sigra í vetur. Hitt er
mun alvarlegra að íslenzka liðið
lék þennan leik ilia og glopraði
niður, að því er manni virtist,
öruggri forystu. Skoraði liðið
ekki eitt eínasta mark síðustu
14 minúturnar.
— Þetta var sannarlega óvænt
ur sigur, sagði lararstjóri norska
liðsins eftir leikiran. Þegar ís-
lenzka liðið var búið að ná 3ja
marka forystu í síðari hálfleik
bjóst ég við að það myndi sigra
með 5—7 marka mun. Það hefur
nefnilega aldrei verið okkar
sterka hlið að vinna upp marka-
mismun seint í leikjum, né gera
mikið í erfiðum stöðum.
MIÐLUNGSLIÐ
Undirritaður sá islenzka og
norska landsliðið leika tvo leiki
s.i. sumar i Sandefjord og Töns
berg. Miðað við þá leiki hefur
norska liðinu farið aftur. Þeir
leikmenn sem nú eru að koma
inn í liðið fylla engan veginn
skörð þau er hinir þekktu otg
lei'kreyndu menn, eins og t.d. Per
Ankre, skildu eftir sig. Nú virk-
aði norska liðið á mann sem
miðlungslið. Að vísu var mikil
barátta í því, en það hafði engri
verulegri langskyttu yfir að
ráða og línuspil þess var held-
ur ekki burðugt. Gegnumbrot og
einstakliragsframtak var það sem
skapaði öðru fremur mörk
þeirra, svo og mistök í íslenzku
vörninni.
LÉLEGRA EN FÉLAGSLIÐ
Óhætt er að fullyrða að eiras
og islenzka liðið lék þennan leik
þá var það lengst af lélegra en
þau í.slenzku félagslið sem nú
leika í 1. deild. Hvað eftir ann-
að var ráðleysið nær algjört og
þeir leikmenn sem maður hefur
svo oft séð vinna skemmtilaga
saman voru núna úti á þekju.
Það var eins og leikmennirnir
ætluðu hverjir öðrum frumkvæð
ið, og enginn fórnaði sér fyrir
liðið, nema helzt Stefátn Gunn-
arsson. Hann reyndi að „blokk-
era“ eins og vant er, en félaig-
ar hans voru oftast seinir að
koma auga á það. Varnarleikur
liðsins var líka fremur fálm
kenndur, og því lán í ólárai að
Norðmenn skyldu ekki hafa yf-
ir meiri skyttum að ráða,
en raun bar vitni.
OLYMPÍULEIKMENN
Ekki er hægt að afsaka
frammistöðu islenzka liðsins með
því að þar hafi verið óreyndir
leikmenn á ferð. Þvert á móti.
Flestir þeirra léku í íslenzka
Olympíulandsiiðinu s.l. sumar.
Landsliðsnefndin tók þann kost
inn, eins og við mátti búast, að
gera litlar breytingar á liðirau
frá fyrri leikraum, og nýir menn
í landsliðshópinn virðast vera
„tabu“ í þeirra herbúðum, sem
fyrr. Hygg ég að þetta sé að
verða jafnvel stærra mál en flest
ir gera sér grein fyrir í fljótu
bragði. Að stofni til þykja þeir
leikmenn er skipuðu landsliðið á
laugardaginn, sjálfsagðir í það,
og þeir þurfa þess vegna ekki
að leggja sig fram í landsleikj-
um. Stöðum sínum eru þeir nokk
uð öruggir með að halda.
GLÆSILEG MÖRK
GEIRS HALLSTEINSSONAR
Snúum okkur þá aftur að
leiknum á laugardaginn. Það
eina sem sást verulega fallegt til
íslenzka liðsins þá voru mörk
er Geir Hallsteinsson skoraði í
fyirri hálfleiknum. Þá var hann
óstöðvandi i sóknarleikmim
og sum marka hans svo fálteg
að maður getur ekki ímynd
að sér að urant sé að skora glæsi-
legri mörk, Sérstaklega verður
þó eitt þeirra minnisstætt. Þá
stökk Geir upp fyrtr utan
punktalínu — það hátt að hann
gnæfði yfir vamarvegig Norð-
mannanraa og sendi síðan bolt-
aran í netið með sliku þrumu-
skoti, að norski markvörðurinn
vissi ekkert hvað var að gerast
fyrr en boltinn lá í markirau fyr-
ir aftan hann. Einar Magnússon
skoraði lika tvö falleg mörk und
ir lok hálfleiksins, og vert er
eiranig að geta um mark
sem Axel Axelsson skoraði í síð-
ari hálfleik. Þá var hann fljót-
ur að koma auga á „blokker-
ingu“ Stefáns Gunnairssonar og
notaði sér hana út í yztu æsar.
EINKENNILEGAR
INN ÁSKIPTIN G AR
Þegar 14 mlnútur voru til
leiksloka var staðan 12:9 fyrir
fsland og það hafa örugglega
verið fleiri en norski faxarstjór-
inn sem bjuggust við öruggum
íslenzkum sigri. En á þessart
stundu virtist allt fara í baklás
hjá telenzka liðinu — mjög senni
lega hefur ein af ástæðum þess
verið sú að Karl Benediktsson
þjálfari, skipti stofni þess liðs
sem forskot þetta hafði skapað
útaf í einu. — Það er öskaplega
erfitt að koma iinn á völlinn og
eiga að halda slíku forskoti og
helzt auka það, varð ein-
um þeirra að orði sem skipt var
inná, eftir leikinn. Mistökin
sem íslenzka liðið gerði slg sekt
um á þessum lokakafla leiksins
voru líka þarmig, sum hver, að
þau eiga ekki einu sinni að
henda byrjendur í handknatt-
leik. Sem dæmi um slikt má
nefna að einn leikmaðurinn ætl-
aði að senda til félaga síns, en
kastaði beint í dómarann. Af
honum hrökk svo boltinn til
Norðmanna og upp úr hraða-
upphlaupi skoruðu þeir.
ÁTTA VlTAKÖST A
ÍSLAND
í leiknum voru dæmd átta víta
köst á fslendinga. Leikaðferð
Norðmanna bauð reyndar upp á
pústra á linunni, en manni
fannst íslenzku varnarleikmenn
irnir oft vera hálígerðir klauf-
ar í aðgerðum síraum. Þeir komu
ekki nógu vel út á móti andstæð
ingum sínum og náðu því ekki að
stöðva þá í tíma. Úr vítaköstun
um skoraði svo Klaveness
af miklu öryggi. Miðaði hann
jafnan nálægt höfði Ólafs Bene-
diktssonar markvarðar, sem
jafnan beygði sig frá skotunum.
Ólafur hafði fengið skot í and-
litið snemma í leiknum, og var
því skiljanlegt að hann væri rag
ur. Ólafur var í markinu lengst
af. Hjalti Einarsson gat ekki tek
ið þátt í leiknum, og var því
Haukamarkvörðurinn, Siguu’geir
Sigurðsson, valinn í hans stað.
Fékk Sigurgeir engin tækifæri
til þess að sýna sig í leiknum,
en vitað er að með góðri vörn
fyrir framan sig er hann góður
markvörður.
BEZT GLEYMDUR
Þessi 10. landsleikur íslend-
inga er bezt gleymdur sem fyrst.
Vonandi hefur hann þó þau
áhrif að lært verði af mistökun-
um, og leikmennimir sjái að án
Framhald á hls. 49
Ármenningar:
Unnu upp 5
marka forskot
Jafntefli 20-20 og sanngjörn úrslit
Þrátt fyrir að iR-ingar gerðu
jafntefli við Ármann í leik lið-
anna í 1. deild Íslandsmótsins í
handknattleik á stmnudags-
kvöldið, er liðið enn í baráttu
um verðlaun í íslandsmótinu.
Það stendur reyndar sýnu verr
að vígi en FH og Frani, en eigi
að síður er það alls ekki úti-
lokaður möguleiki að ÍR-ingar
hljóti bronzverlaun mótsins.
Og þau hljóta að vera aðal-
keppikefli liðsins í ár.
Eftir að iR-ingar höfðu náð
fimm mairka forystu þegar 10
mínútur voru eftir að fyrri hálf
leik, taldi maður að öll spenna
vært úr leiknum, og að ÍR-sigur
væri komiran í nokkuð örugga
höfn. En Ármennimgar voru á
öðru máli. Þeim tókst að jafna
fyrir hlé, og í síðari hálfleik
slepptu þeir ÍRiragum aldrei
langt framúr og á lokamínútuin-
um fengu Ármeraniragar góð
tækifært til þess að sigra i
leiknum. Þeir nýttu ekki tæki-
færi, sem gáfust og jafntefli
20:20 var staðreynd. Út af fyr-
ir sig gefa þau góða hugmynd
um gaing leiksins og verða að
teljast sanragjömiustu úrslitin.
BRYNJÓLFUR í HAM
í fyrri hálfleik var Brynjólf-
ur Markússon í miklum ham, og
virtist svo sem hann ætlaði að
vinraa þennan leik á eigira spýt-
ur fyrir lR. Skoraði hann níu
mörg í fyrri hálfleiknum úr lit-
ið eitt fleiri skottilraunum, og
sýndi 'glæsiilegan leik. Brynjólf-
ur er mjög fjölhæfur hand-
knattleiksmaður, og má mikið
vera ef hann styrkti ekki te-
lenzka landsliðið, félli hann tem
í hópinn. 1 síðari hálfleik datt
Brynjólfur nokkuð niður, enda
imná allan tímann. Þá átti haren
m.a. misnotað vítakast. 10 mörk
í leik er þó glæsilegur áranigur,
ekki sízt með tilliti til þess að
við þau mörk sem Brynjólfur
Skoraði með laragskotum og
gegnumbrotum, fékk hann litla
sem enga hjálp hjá samherjum
sínum.
ALLTAF í FRAMFÖR
Ármannsliðið hefur verið í
stöðugri framför í allan vetur,
og er allt annað að sjá leik liðs-
ins nú eða fyrst i haust. Eink-
um er sóknarleikur liðsins orð-
inn beittari og árangursríkari.
Vörnin er ekki að sama skapi
góð, a.m.k. ekki i þessum leik,
þar sem hún virtist opnast nokk
uð illa í hvert eitt sinn sem ÍR-
ingar náðu að leika hratt með
boltann fyrir framan hana.
Varnarmenn Ármanns voru yfir
leitt of seinir að koma fram í
mennina, og gáfu þeim of mikið
rými á vellinum til þess að
stökkva upp og skjóta.
Eins og í ÍR liðinu var einn
einstaklingur í Ármannsliðinu
sem skaraði nokkuð framúr í
þessum leik. Það var Björn Jó-
hannesson, en hann kom lR-
vörninni hvað eftir annað í
opna skjöldu með föstum skot-
um sínum, sém höfnuðu óverj-
andi í ÍR markinu. Björn er
mjög vaxandi handknattleiks-
maður, en helzti galli hans er
sá, að taka of mikla áhættu með
skotum þegar staðan er tvísýn.
Þorsteinn Ingólfsson er einnig
mjög vaxandi leikmaður hjá Ár-
manni, svo og Stefán Hafstein
sem er mjög efnilegur og sterk-
ur piltur.
í STUTTU MÁLI
Laugardalshöll 25. marz.
Íslandmótíð 1. deild:
Úrslit: Ármann — ÍR (20:20
(14:14)
Ingólfsson, Ármanni, Bjarni Há-
Brottvísanir af velli: Þorsteinn
konarson, ÍR og Ágúst Svav-
arsson, IR í 2 mín.
Misheppnað vítakast: Brynjólf-
ur Markússon átti vítakast í
stöng og út á 45. mín.
Gangur leiksins:
16. 5:8 Agö»l
17. 5:9 BrynJ.
16. 5:10 Brynj.
19. I’orsteiim 6:10
20. 6:11 Jóhannea
22. Iljörn 7:11
23. Kagiiar 8:11
23. 8:12 Gunnlaug.
24. Stefán 9:12
25. líjörn 10:12
27. Björn 11:12
27. 11:13 Ágúst
28. GuAm. 12:13
28. 12:14 Brynj.
29. Vilberg 13:14
30. Björn 14:14
IlAl-FLKIKIR
34. HörOur 15:14
35. 15:15 Jóhaiines
37. 15:16 Brynj. (v)
37. I»orsteinn 16:16
38. 16:17 Jóhaunes
39. Björn 17:17
39. 17:18 Agúst
42. Björn 18:18
49. 18:19 Ásúst
49. Björn 19:19
51. Höröur 20:19
55. 20:20 Ágúst
Mörk Ármanns: Björn Jó
hannesson 8, Þorsteinn Ingólfs-
son 3, Hörðúr Kristinsson 3, Ol-
fert Naaby 2, Ragnar Jónsson
1, Stefán Hafstein 1, Guðmund
ur Sveinbjörnsson 1, Vilberg Sig
tryggsson 1.
Mörk ÍR: Brynjólfur Markús
son 10, Ágúst Svavarsson 6, Jó-
hannes Gunnarsson 3, Gunnlaug
ur Hjálmarsson 1.
Dómarar: Ingvar Viktorsson
og Karl Jóhannsson og dæmdu
þeir mjög vel.
- stjl.
ÍSLANDSMÓTIÐ
1. DEILD
Staðan i 1. deild
ins í handknattleik
Valur
FH
Fraim
IR
Víkingur
Haukar
Ármarain
KR
11 9
11 8
11 7
11 6
13 5
12 4
12 3
íslandsmóts-
er nú þessi:
223:167 18
217:196
209:192
218:195
278:278
209:215
203:232
208:290
17
15
13
12
10
8
1
13 0 112
Markhæstu leikmenn mótsins
Mín. Ármann 2. 4. Olfert (v) 0:1 1:1 1:2 (R Brynj. eru þessir: Einar Magnússon, Víking 91
4. Ágúst Geir Hallsteinsson, FII 73
5. Hörður 2:2 Brynjólfur Markússon, ÍR 66
6. 7. Olfert (v) 2:3 3:3 Brynj. (v) Haukur Ottesen, KR 64
10. Björn 4:3 Ingólfur Óskarsson, Fram 63
11. 4:4 Brynj. Bengur Guðnason, Val 61
11. Þorsteinn 5:4 Ólafur Ólafsson, Haukum 58
14. 5:5 5:6 Brynj. Brynj. Guðjón Magnússon, Víking 51
15. 5:7 Brynj. (v) Vilberg Sigtiryggsson, Á 50
LIÐ ÁRMANNS: Ragnar Gtmnarsson 2, Olfert Naahy 2,
Stefán Ilafstein 2, Björn Jóhannesson 3, Ragnar Jónsson 1,
Vilberg Sigtryggsson I, Jón Ástvaldsson 2, Hörður Iiristlns-
son 2, Giiðntiindiir Sveinbjörnsson I, Grétar Arnason 1, Þor-
steinn Ingóifsson 2, Skafti Halldórsson 1.
LIÐ ÍR: Geir Thorsteinsson 1, Jiilius Hafstein 1, Úlafnr Tómas-
son 1. Hörður Hafsteinsson 1, Ágúst Svavarsson 3, Gunnlaug-
ur Hjálmarsson 2. Þórarinn Tyrfingsson 2. Bryiuóifur
Markússon 4. Jóhannes Gunnarssson 2. Giiðmimdur Gnnnars-
son 1, Bjarni Hákonarson 1.
Brynjólfur Markússon var erfiðnr fyrir Armanns vörnina, einkurn í fyrri hálfleik. Þarna er hann iwJ
skora eitt marka sinna, án þess að þeir Hörður, Jón og Olfert komi við vörnum.