Morgunblaðið - 29.03.1973, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.03.1973, Blaðsíða 2
jVTORQJJNBLAf>rE), Jí'IMMTLJDAGíJS 29. A'].AR.Z_ 19J3 10 Eyjahús á Eyrarbakka Eyrai’bakka, 28. marz. 1 gær lönduðu hér 8 bátar rúmum 114 lestum af fiski og nú er komið hér á land það sem af er árinu hálft það magn sem kom alla vertíðina í fyrra. Á laugardaginn var lagt hér út tveimur ljósdufl- um til að glöggva innsigling- una, en hér koma nú daglega að landi 8—9 vertíðarbátar. Höfnin tekur nú naumast við fleiri bátum. Samkomulag hefur verið gert við Viðlagasjóð um 10— 12 hús fyrir Vestmannaeyinga hér á Eyrarbakka, sem mynda samstætt hverfi. Tíu sarns- konar hús verða á Stokkseyri, og tálað er um 55 hús á Sel- fossi. Eyrbekkingar hafa nýlega lokið við að bora eftir neyzlu vatni og heppnaðist sú borun mjög vel. Er nú unnið að því að tengja nýju borholuna vatnsveitunni. — Óskar. Mótmæla vörpu- veiðum í Faxaflóa Morgunblaðinu hefur bor- izt ályktum félaigsfundar i Út- vegsmannafélagi Hafniarf jarð- ar þar sem mótmælt er að leyfðar verði veiðar i Faxa- flóa með botnvörpu og flot- vörpu. Tilkynnimgim fer hér á eftir: „Fundur í Útvegsmiannafé- lagi Hafnarfjarðar, haldinn 22. marz 1973 samþykkir að mæla eindregið gegn sam- þykkt framkomins frum- varps til Jaga um breyt- ingu á lögum um bann gegn veiðum með botn- vörpu og flotvörpu, þar sem gert er ráð fyrir að veiðar verði leyfðar í botnvörpu eða dragnót í Faxaflóa. Fundurinn benidir á að fuil ásteeða sé til þess að halda áfram friðunum á þeim upp- eldissvæðuim, s«n nú eru fríð- uð og lítur svo á, að heldur beri að auka friðunarráðstaf- anir en að draga úr þeim“. Teflt í Breiðholti Síðastliðinn laugardag tefldi Jón Þorsteinsson fjöltefli við unglimga í Breiðholti á 23 borðum, vann 22 og tapaði einni fyrir Hielga Kristjáns- syni. Taflæfingar halda áfram á laugardaginn kl. 1—3.45 og þeir sem vilja geta ger/.t fé- lagar í Tafl’félagi Reykjavíik- ur (Breiðholtsdeild) gegn 25 kr. gjaldi og fá félagssikí'rteini. Þessi starfsemi er ætluð ungl- ingum á aldrinum 10—16 ára og fer fram í amddyri Breið- holtsskóla. Leiðbeinandi er Svavar G. Svavairsson. Eyjagjafir Jón Kjartansson, forstjóri ÁTVR heíur afhent Hjálpar- stofnun kirkjunnar 15 þúsund danskar krónur eða um 234 þús. ísl. sem gjöf til aðstoðar Vestmannaeyingum frá fyrir- tækjunum Danisco og De danske spritt fabrik'ker í Kaupmannahöfn. Studia Islandica; Myndmál Passíu- sálmanna ÚT er komið nýtt heftl í rit- flokknum STGDIA ISLANDICA, hið þrítugasta og annað í röð- inni. l»að flytur ritgerð eftir Helga Skúla Kjartansson, „Mynd mál Passíusálmanna", stílfræði- lega rannsókn á Passíusálmum séra Haligrínis Péturssonar. Um verk sitt kemst höfundiur m. a. svo að orði í formála: „Þessi rannsókn er athugun á stíl eins veriks, sem litið er á I einangrun, mjög í anda nýrýn- innar. 1 þessu birtist þó engin fordæming á söguilegum aðferð- um við bókmenntaikönnun, þvert á móti tel ég athugianir þessarar ritgerðar helzt réttlætast af þvi, að þær geti varpað ljósi á til- urð sálmanna eða samband þeirra við ömnur verk.“ Ritstjóri flokiksins Studia Is- lanðica (íslenzk fræði) ér dr. Steingrimur J. Þorsteinsson. — Verður flokkurinn framveigis gefinn út af Rannsóknars'tofnun í bókmenntafræði við Háslkóla Is- lands og Bókaútgáfu Menningar- sjóðs, sem annast sölu og dreif- ingu ritanna. Allt að 45 daga gæzluvarðhald ÚRSKURÐUR um gæzluvarðlhald í allt að 45 daga var í gær kveð- inn upp yfir manninum, sem stol- ið hafði banlkabók um miðja síð- ustu viku og tekið út úr henni tæplega 400 þús. kr., eins og skýrt var frá í Morgunhbaðimu í gær. Emn hefur ékkert fundizt af þeim peningum, avo heitið geti. Vélskólinn í Eyjum varð hrauninu að bráð í gær. Fyrst kviknaði í honum, eins og sést á þessarl mynd, en Iitlu síðar var hann ailui koniinn undir hraun. — Ljósm Mbl. Sigurgeir. Eldborgin: Með 400.000. loðnu- tonnið á vertíðinni Aflaverðmætið um 2,5 milljarðar ELDBORGIN fékk í gær fjögur hundruð þúsundasta tonnið af loðnu, sem veiðzt hefur á þessari vertíð, sem slegið hefur öll met. Má þá gera ráð fyrir að verð- mæti loðnuafurða sé um það bil 2.5 milljarðar, en fyrir nokkru iauk frystingu á loðnu og höfðu þá verið fryst 20 þúsund tonn. Afgangurinn hefur verið settur í bræðslu. Láta mun nærri að um 20 þúsund tonn af frystri loðnu jafngildi í verðmæti um 70 þús- und tonnnm af loðntimjöli. Loðnuveiðin í fyrradag var nokkuð góð, þar til fór að bræla Ný hreinsitæki reynd í álverksmiðjunni NÚ standa yfir hjá álverksmiðj- nnni í Straumsvík tilraunir með endurbætta gerð hreinsitækja, sem Jón Þórðarson, verksmiðju- stjóri á Reykjalundi, hefur fundið upp. Frá því síðari hluta árs 1971 hefur verið uininið að tilraiunum með hreinsirtæki, sem Jón Þórð- arson hefur gert, til að ákveða hvort þau muni geta komið að notum við hreinsun á útfolaistri áiiðjuvera. Tilraundr, sem gerðar voru um áramótin 1971—72, gáfu mjög góða raun varðandi hreins- un á ryki, en bseta þurfti árang- ur gagnvart gastegundum. Nú er lokið uppsetningu tilraiuna- hreinsitækja af endurbættri gerð í samvinnn við Jón á öðrum ker- skáianum í Straumsvik, og sem fyrr segir er nú verið að reyna þau. 10) INNLENT og fengust alls 3.600 tonn af 14 bátum og voru þeir flestir með fullfermi. Voru bátarnir að ve'ð- um við Þormóðssker. Þrír af þessum 14 bátum sigldu til Siglu fjarðar með um 1200 tonn. í gær var rólegt á miðunum, en um klukkan 18 tók heldur að lifna yfir og voru þá þrir bátar komn ir með fullfermi, Pétur Jónsson, Gísli Ámi og Óskar Magnússon. Þá var Eldborgin að fá full- fermi, hafði kastað og var verið að dæla upp úr nótinni. Kom þar um borð 400.000. tonnið á þessari vertíð. Þessir bátar voru aLlir fyrir sunnan Snæfellsnes oig ætlaði Pétur Jónsson til Sand- gerðis, Gísli Árni á Faxaflóa- höfn, en Óskar Magnússon og Eldborgin ætluðu til Siglufjarðar en ekki var styttra í laust þróar- rými héðan úr Faxaflóanum í gær. Ef veiðin heldur áfram, verða miklir erfiðleikar með þróarrými — sagði Gyifi Þórðarson, formað ur loðnunefndar í viðtali við MbL í gær — og stytzt er að fara til Siglufjarðar. Þó er talsverður styrkur fyrir siiglingu þangað, svo að skipin munu ekki láta svo langa siglinigu á sig fá. í fyrradag fékk eirrn bátur full- fermi skamrnt sunnan v'.ð Reykja nes og var þá sagður þar svartur sjór af loðnu. Þar voru í gær- kvöldi nokkrir bátar að kasta. Þjófur gripinn UNGUR piltur var handtekinn á ininbrotsstað í fyrrimótt í verzlun við Laugalælk. Hafði hainn brotið rúður í þremur verzlunum við götuna og rakarastofu og farið inn á þrem stöðum, en var síðan handtelkinn á fjórða staðnium. — Hann hafði eiimunigis stolið skiipti miynt í iinmbrotunum. Sérhannaðar íbúðir fyrir aldraða Félagssamtök undirbúin á fundi í kvöld Fulltrúaráðsfundi Sambands ísl. sveitarfélaga lokið FULLTRÚ ARÁÐ SFUNDI Sam- bands íslenzkra sveitarfélaga Iauk í gær. Skýrsla um lands- hiutasamtök sveitarfélaga og verkefni þeirra, svo og verka- skiptingu milli þeirra, sveitarfé- laga og ríkis, sem var aðalefni fundarins, var vísað til stjórnar sambandsins til framhaldsmeð- ferðar. Helztu samþykktir fundarins voi-u setm hér segir: FuHtrúaráðið mælir með því við Alþingi, að það samþykki ó- breytt frumvarp til laga um landshlutasamitök sveitarfélaga, sem flutt hefur verið á Alþingi. Fulítrúaráðið telur rétt, að kannað verði hvort rétt sé að setja á stofn sérstakan stjóm- sýsludóms’tól, er fjalli um ágréin ingsefni mnlii einstaklinga og sveitanstjóma og milli sveitar- stjónna og handhafa ríkisvalds og sveitarstjórnir geti skotið til málum sínum til fullnaðar- ákvörðunar. FulTtrúaráðíð skorar á Alþingi að samþykkja á yfirstandandi þinigi flrumvarp til hafnariaga, aem fyrir því liggur og að veita Hafnasambandi sveitarfélaga að- ild að stjóm hafnarmála. Fulltrúaráðið vefcur athygli á þvi, að landafcaupasjóður er með öllu fjárvana og skorar á ríkis- stjórn og Alþimigi að tryggja sjóömuim fjármagn, svo að hon- um sé kleift að gegna hlutverki sínu. Ennfremvur leggur ráðdð til að liandakaupasjóður verði gerð- ur að deild í Lánasjóði sveitar- félaga. Loks bendir ráðið á nauðsyn þess að aukið fé fáist til skipu- Lagsmála og rnælir eiindregið með þvi að tillaiga sambandsstjómar um það mál nái fram að ganga. NOKKUR hópur manna á stór- Reykjavíkursvæðinu, telur að fó!k á mið.ium aldri eða svo, þurfi að undirbúa sig undir það að veita ellinni viðtöku. Eitt mesta vandamál aldraðra er hús- næðismál og þess nauðsynlega þjónusta. Þessi hópur hefur ákveðið að beita sér fyrir stofn- un félagssamtaka, sem taki þessi mál upp á stefnuskrá sína. Og verður stofnfundurinn í kvöld í kaffistofu Giæsibæjar kl. 8.30. —■ Við viljum reyna að gera félki kleift að haida sínu heimili i allra lengstu lög. Við höifum rætt um að byggja hús með hæfi lega stórum íbúðum fyrir aldr- aða — jafnt hjón sem einstakl- inga í einhvers konar sambýlis- eða raðhúsum eða hvoru tveggja. Við viljum láta skipulegga húsin þannig að auðvelt sé að veita ýmiss konar daglega þjón- ustu til þessara heimila, t.d. út- vega eina heita máltíð á dag. Og vegna hins úthugsaða skipulags þessara smáíbúða, sem hver og einn ætti sjálfur, væri líka hægt að veita allsherjar þjónustu á sviði læknishjálpar o.fl. o.fl. Eitthvað á þessa leið komst Auðunn Hermannsson fyrrum forstöðumaður Dvalarheimil's aldraðra sjómanna að orði við Mbl. í gær, en hann hefur orðið við þeirri ósk undirbúningsnefnd ar þessa fundar í kvöld að reifa þar málið. Þeir eru sorglega fáir, sagði Auðunn, sem á miðjum aldri við- urkenna að el’lin er á næsta Teiti. Þegar þeir svo standa sjálfir, eða vegna sinna nánustu, and- spænis vandamálum aldraðra ein mitt í sambandi við útvegun samastaðar, þá horfir málið öðru vísi við. Þeir eru ófáir sem sagt hafa i mín eyru: Maður hefði betur hugað að þessu hér á árun- um, sagði Auðunn Hermannsson. Hann bætti við: — Fundurinn þarf ekki að vera langur og ef menn fjöl- menna og mæta tímanlega þá má afgreiða fonmsiatriði félags- stofnunarinnar á sfcömmum tima. Hann gat þess að lokum að hann hefði rætt þessa hugmynd við ýmsa opinbera aðila og hefðu þeir sýnt málinu mikinn áhuga, enda er það hvergi 0fmælt að vandamál hinna öldruðu á stór höfuðborgarsvæðinu eru hreint stórmál og mun enn vera svo um langa hríð, sagði Auðunn að lok- um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.