Morgunblaðið - 29.03.1973, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.03.1973, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. MARZ 1973 Herranótt MR 1973: Sigrún Sævarsdóttir Gunnar R. Gunnarsson Allir starfsmenn og leikarar Herranætur. — Ljósm. Mbl. á. j. Dóri í Dáinsheimum — með lífsglöðu fólki og dugmiklu, göml- um hefðum í síbre ytilegum búningi Gunnar Pálsson ÁRVISS viðburður er fram- undan, Herranótt Menntaskól- ans i Reykjavík 1973 verður frimisýnd í Austurbæjarbiói í kvöld. Glaðvært ungt og þrótt mikið fólk tekur sig til í þágu Thalíu og Herranætur á ári hverju og heldur við fornum siðum. Talið er að fyrst örli á þeirri fornu athöfn í tíð Bjarna Hall dórssonar skólameistara í Skálholti 1723 -1728 og haft er á orði að 1726 hafi leikrit- ið Sperðill eftir séra Snorra Björnsson á Húsafelli verið sýnt á staðnum, en sagt er að Sperðill sé fyrsta leikritið á íslenzkri tungu. Lengi vel var Herranótt laus i reipunum, en ávallt vár þó eitthvað á seyði og1 upp úr 1846 þegar Lærði skólinn fluttist frá Bessastöðum til Reykjavíkur tóku línurnar að skýrast og viðburðirnir fær- ast í fastara form og síðan upp úr 1920 hefur leiklistar- hjólið gengið svo til snurðu- laust á hverju ári. Við fylgdumst með æfíngu á Herranótt þessa árs, leikrit- inu Dóri í Dáinsheimum. Það var hamagangur og dilleri í öllum kimum, smurn- ingur á leikara, búningasnudd, leiksviðsrjátl og alls konar tutl sem tilheyrir. Ein var að festa sál í band, önnur að búa um rúm, einn lét ljósin flökta og annar gruflaði ileik skránni. Allir voru að. Embættismenn Herranætur, sviðshönnuður, timbrarar, hvíslari, hljóðstjórar, Ijósa- menn, sviðsstjórar, ábyrgðar- maður og leiknefnd, létu hend ur standa fram úr ermum og reyndar var það mjög auð- velt því flestir voru í stutt- erma skyrtum. Leikritið Dóri i Dáinsheim- um fjallar um Dóra og Línu, ung og ástfangin, en dauð- inn setur strik í reikninginn og kallar Línu. En Dóri getur ekki án hennar lifað eins og segir í góðum sögum og ákveður að fara til Dáins- heima og endurheimta kon- una sína og vopn hans í þeirri ferð er harpa, en Dóri er hljómsnillingur. Samningum nær hann og söguþráðurinn magnast af spennu og eftir- væntingu. Leikstjóri Herranætur er Pétur Einarsson, en þýðing- una gerði Stefán Baldursson. Aðalhlutverkin eru leikin af Sigrúnu Sævarsdóttur, Gunn- ari R. Guðmundssyni og Gunn ari Pálssyni, en auk þeirra leika Pétur Þór Sigurðsson, Guðmundur Þorsteinsson, Sverrir Sverrisson, Ólafur Arnalds, Sigurður Helgason, Sigurður Pálmason, Elín Kjartansdóttir, Anna Björns- dóttir og Grétar Róbertsson. Herranótt er ómissandi þáttur í menningarlífi Is- lands, hefð og dyggð, sem halda ber. Dóri í Dáinsheim- um og f élagar eru næstu gest ir Herranætur og enginn ætti að verða svikinn af að sækja leiksýningar Herranætur. Þar fer lífsglatt fólk og dugmik- ið ákveðið fram með forna hefð í síbreytilegum búningi. — á.j. Hresst og kátt Herranæturfólk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.