Morgunblaðið - 29.03.1973, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.03.1973, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. MARZ 19' Núverancli stjórn félaf'sins. Málfundafélagið Óðinn 35 ára: Olli byltingu í verka- lýðshreyfingunni Þann 29. marz 1938 var Málfundafélaglð Óóinn, félag sjálfstæðismanna í lannþegfa samtökimum stofnað. Félag-ið á þess vegna 35 ára afmæli í dag, og í því tilefni er efnt til hátíðarfundar i í'tgarði í Glæsibæ i kvöld, kl. 20.30. Fyrsti formaður félagsins var Sigurður Halldórsson, sem einnig átti drjúgan þátt í stofnun þess. Núverandi formaður félags ins frá árinu 1969 er Magnús Jóhannsson, trésmiður, en áð ur gegndi hann formanns- embætti félagsins á árunum 1958—62 1 ávarpi Magnúsar Jó- hannssonar formanns 1958, sem flutt var á tuttugu ára afmælishátíð félagsins segir hann m.a.: — 1 tuttugu ár hafa fé- lagsmenn Óðins verið sam- einaðir undir einu merki og samstillt átökum sínum til árangursríkra nytjastarfa að málefnum Sjálfstæðis- flokksins og þá fyrst og fremst verkamanna. Stofnendur að Málfundafé laginu Óðni voru 41 að tölu. Er félagið var stofnað fyrir 20 árum var hagur verka- manna slæmur. í landinu hafði setið að völdum vinstri stjórn um árabil og atvinnu- leysi var mikið og afkoma almennings slæm. Verkalýðs samtökin voru reyrð í flokks bönd eins flokks, Alþýðu flokksins. Og enginn verka- maður var þess umkominn að hafa áhrif á gang sinna eig- in mála, ef hann var utan við þau flokkssamtök, eða með öðrum orðum forsendur þess að verkamenn væru kjörgengir í trúnaðarstörf og annað er máli skipti í sínum eigin hagsmunasamtökum, voru þær, að maðurinn væri flokksbundinn í Alþýðu- flokknum. — Þannig var ástandið er sjálfstæðisverka- menn og sjómenn hófust handa um stofnun Óðins. Það varð þvi í upphafi eitt af aðalstefnumálum félagsins að berjast gegn þessu ófremd arástandi, og árangurinn af þeirri baráttu, sem náðst hef ur með afnámi flokkseinræð- is í verkalýðshreyfingunni má að miklu leyti þakka Óð- insmönnum. — í tilefni af þrjátíu og fimm ára afmæli félagsins nú hef- ur stjórn Óðins gefið út af- mælisirit. 1 því riti er m.a. grein eftir Magnús Jóhanns- son formann, sem ber heitið — Aldrei einræðinu að bráð —. 1 grein sinni segir Magnús m.a.: — Óðinn á sér ekki ein- göngu eitt sérstakt svið að vinna á, heldur að berjast á hvaða vettvangi sem er, og alls staðar sem það get- ur komið til liðs í baráttunni til betra lifs fyrir almenn- ing í þessu landi. Óðinsmönn um er ekkert óviðkomandi i þeim efnum og þeir munu hvarvetna leggja orð í belg og veita stuðning til já- kvæðra verka. Á öðrum stað i greininni segir: En þó að margt hafi áunn- izt, er samt ærið verk fyrir höndum. í okkar síhreytilega þjóðfélagi eru alltaf ný verk efni fvrir höndum, eins og allir vita, hefur kjarabarátt an í vaxandi mæli, færzt inn á önnur svið en hún var áð- ur, launþegar leggja nú meg in áherziu á það, að ná sem mestum árangri á hinum ýmsu félagslegu sviðum, og er það tvímælalaust að þakka baráttu sjálfstæðismanna í launþegasamtökunum, að þessi stefnubreyting hef- ur orðið en þeir hafa ávallt bent á það, að þessu bæri að stefna að í framtíðinni. — Nú eru félagar i Málfunda félaginu Óðni 600 talsins. Hér á eftir fara stutt viðtöl við tvo félagsmenn, sem hafa verið félagar allt frá stofn- un Óðins, 1938. PÓLITÍSKT EINRZEÐI AI.ÞÝÐUFLOKKSINS AFNUMIÐ Magnús- Ólafsson, bifreiða- stjóri, 85 ára er einn af stofn endum félagsins. Magnús Ólafsson. — Hvers vegna var félag- ið stofnað, Magnús? — Fyrst og fremst til að . brjóta á bak pólitískt ein ræði Alþýðuflokksins á þess um árum. Margir innan verka lýðshreyfingaxinnar voru sjálfstæðismenn, og okk- ur fannst mjög svo að þeim vegið, og þvi stofnuðum við félagið til að rétta hlut laun- þega í verkalýðshreyfing- unni. Þetta voru að vísu erfið- ir tímar og einkum voru jafn- aðarmennimir erfiðir við- fangs. En fljótlega greiddist úr málum og þegar ég hugsa málið nú, finnst mér í raun og veru merkilegt, hve vel okkur tókst að halda stefn- unni. Axel Guðmundsson, starfs maður hjá Ráðningarskrif- stofu Reykjavíkur, og sem lengi var ritari félags- ins, var okkur innan handar með atvinnu fyrir félags- menn og má ‘jflfea, að hann hafi verið sto» okkar og stytta lengi. Á þessum merku tímamót- um vona ég aðeins, að félag- ið megi eflast mikið í fram- tiðinni og ég óska þvi alls góðs. SIÁI.FST.KHISFEOKKUR INN KYNNTIST ÞÁ VERKAUÝÐNUM FYRST Guðnmndiir H. Giiðinunds- son, sjómaður 85 ára að aidri, hefur einnig verið fé- lagi i Óðni allt frá stofnun þess. Guðmundur vinnur nú við netagerð í Bæjarútgerð Reykjavíkur. — Eftir að við sjálfsta-ðis- menn innan verkalýðshreyf- ingarinnar stofnuðum eigin félag, fór meira á okkur að bera og sjálfstæðismenn létu meira tii sín taka, en áður. Einnig hafði það í för með Framhald á bls. 25 tJr ferðnlagi félagsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.