Morgunblaðið - 01.04.1973, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 01.04.1973, Blaðsíða 15
MCXRGUNKLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. APRlL 1973 15 Pearl S. Buck Þegar Pearl S. Buok er minnzt kemur lesend- um hennar jafnan fyrst í huga bókin „The Good Earth“, sem einna drýgstan þátt átti í því, að hún fékk Nóbelsverðlaun í bókmennt- um, fyirst kvenna, árið 1939. En tvær aðrar bækur, ævi- sögur foreldra hennar, sem báru titlama „The Exile“ og „Fighting Amgel“ öfluðu henni einnig verulegrar við- urkenningar. Pearl S. Buck vair með af- kastameiri rithöfimdum og skrifaði fram á elliár og raunar alveg fram á >graf- arbakkann. Skáldskapur hennar náði lýðhylli, þegar með hennar fyrstu bók „East Wind, West Wind“, sem kom út árið 1929, en margir bók- menntamenn lögðu llítið upp úr skrifum hennar. Þeg ar hún fékk Nðbelsverðlaun in er haft eftir Robert Frost: „Ef Pearl Buck igetur fengið þessi verðlaun, getur hver sem er fengið þau.“ Langflestair bækur hennar eru frá Kína, enda bjó hún þar áratugum saman, meðal annars stundaði hún þar trú boðsstörf. Hins vegar var hún fædd í Bandaríkjunum og sneri aftur til Bandaríkj- anna á efri árum, og Kína undir kommúnistastjóm kynntist hún aidrei. En sjálf sagði hún í ævisögu sinni: „Ég var miklu meiri Asíubúi en Bandaríkjamaður. Asía var minn raunverulegi heim- ur, en Bandaríkin draumaver öldin." Hún nam í Bandaríkjun- um á ungiingsárum, en árið 1914 sneri hún aftur til Kína og var þar næstu tuttugu ár- in alveg samfleytt. Um 1920 hóf hún að skrifa, enda þótt fyrsta bók hennar kæmi ekki út fyrr en niu árum síð ar. Enda þótt bókmenntamenn og ri'thöfundar litu skrif Pearl S. Buck hálf'gerðu homauga, margir hverjir, héldu bækur hennar áfram að streyma á markaðinn og hún skrifaði ótai igreinar og aragrúa smásaigna. Síðasta bók hennar kom út árið 1970 og hét „The Kennedy Wo men“. Hún auðgaðist mjög af skrifum sinum, enda voru bækur hennar þýddar á fjöl mörg tungumál. Fyrtr nokkr um árum 'gaf hún allar eig- ur sinar í sjóð, sem ber nafn hennar og nam upphæðin þá sjö milljónum dollara. Skal peningunum varið tii að siyðja við bakið á asiskum bömum sem eiiga bandaríska feður, en staða þeirra er mjög iök víða i Asíu. Talið er, að sjóðurinn ha’fi nú þeg- ar orðið að liði um tvö þús- und bömum í þessum heims- hiuta. Sjálf sagði hún: „Ég get ekki imyndað mér, að það sé farsælt eða virðulegt fyrir Bandaríkin, að hálf banda- risk böm í Asíu aliat upp ólæs, óskrifandi og útskúfuð. Útkoman hlýtur að verða sú, að þessi böm verða hornrek ur þjóðfélagsins og Asiu menn geta með sanni sagt: „Sjáiði hvað Kanarnir hafa skilið eftir handa okkur." Pearl S. Buck var tvigift og átti eina dóttur með síð- ari manni sínum. Dóttirin var vangefin og hefur frá unga aldri verið á heimiii fyr ir vangefna. Pearl S. Buck kvaðst löng um kæra sig kollóitta þótt ekki væru ailir á eitt sáttir um hversu mikið væri bók- menntagildi verka hennar og ialdi sig hafa fengið nægi- lega viðurkenningu um æv- ina, svo og sagði hún það mikla uppörvun fyrtr sig, hve vel lesendur tækju verk um hennar, og enda taidi hún það ekki í sínum verka hring að hafa áhyggjur af því, hvort bækur hennar myndu lifa mörgum áratug- um eftir að hún væri komin undir igræna torfu. h.k. Pearl S. Buck. — Eg áfrýja Framhald af bls. 11. Að lokum vil ég bæta við: Mó'tmæli frá kommúnista- flokkum og vinstriflokkum, 'geta ekki aðeins orðið tii að létta þrýstinginn á þungfoær um öriögum tékkneskra fanga. Ég er sannfærð um að nú er meirii ástæða en nokkru sinni áður til að vinna í'tartega að því að leggja niður fyrir sér vanda málin á skipulegan og kerf- isfoundinn (hátt. Það er mikilvægt að komm- únistaflokkar og stuðnings menn þeirra ,í þeim löndum, þar sem stjóm hægrisinnaðra borgaraflokka er enn við völd, bjóði 'upp á annað og meira en slagorð og innantóm orð. Við getum ekki notfært okkur bandamenn okkar að- eins á meðan foardaginn stend ur yfir og meðan verið er að byggja upp sósiaiismann. Það þjónar bezt þagsmunum kommúnistahreyfingartnnar um heim allan, að iþeim séu og tryggð lýðræðisieg rétt- indi, og það verður að gerast á sannan og sannfærandi hátt ekki aðeins formlega og í orði, en ekki á foorði. — „Sveigi“-tími Framhald af bls. 9. raun í Nestle fyrirtækinu með fyrirkomulagið, og var það upphaflega kynnt all ítar- lega. Almennt ríkti mikil bjartsýni manna á meðal, nema hvað framkvæmda- og deildarstjórar voru ekki á einu máli um árangurinn. Það sýndi sig eftir á, að bjart sýnin var ekki alveg út í hött, og stjórnendur voru spurðir álits. Ein spurningin, sem iögð var fyrir þá hljóð- aði eitthvað á þessa leið: Telur þú, að það hefði ein- hver sérstök vandamál í för með sér ef fyrirkomulaginu yrði komið á til langframa? 31 svaraði spurningunni játandi, en hins vegar 96 neit andi. Meirihlutinn sigraði, og nú búa menn við „sveigjan- legan“ vinnutíma í Nestle. Liðugleiki fyrirkomulagsins byggist m.a. á því að allir stimpli sig inn og út, og hver og einn skal skila vinnuáætl un til yfirmanna sinna, hvem fimmtudag. Þ.e.a.s. vinnuáætlun fyrir næstu viku. Ef einhverjir örðugieik ar koma upp er reynt að leysa úr þeim sem allra fyrst og enn sem komið er hafa hlutirnir gengið snurðulaust f jrrir sig. 1 upphafi var arðið segir biblían, en vísindamenn nú- timans eru mangir hverjir á þeinri skoðun, að orðið hefj- ist á þögn, það sé slitið í sundur, af þögn, einni eða fleiri, og hún ákveði enda þess. Hér áður fyrr fóru fram viðtækar fræðirannsóknir á orðinu, og nú genigst þögnin (pause) undir svipaðar rann- sóknir, aðailega fyrir tiistuðl an mál- og sálfræðinga. Þetta virðist ef til viil vem þver- sagnakennd þróun, oig aðeins verið að teygja lopann, en svo er ekki. Próf. Frieda Goldman-Eisl- er frá London er einn þeirra fræðtmanna sem hvað mest hefur fenigizt við rannsóknir á þessu sviði. Hún telur þagn ir eða málhvíldir mjög mikii- vægan þátt í rannsóknum á því, hvemig menn tala, og bætir við, að þagnir (mál- hvíldir) gegni jafn veiga- miklu hlutverki og það sem sagt er, í orðræðu. Þegar við tölum, igerum við ætið meiri og minni hlé á ræðu okkar, en hvers vegna? Til að hjálpa þeim sem við tölum til eða eru þetta ósjálf ráð viðbrögð hvers og eins ? Ber tai vott um líkamtegt framtak, ber þögn vott um hugsun? Próf. Daniel C. O’Connor frá St. Louis og aðstoðarmað- ur hans hafa þetta um málið að segja: „Sá sem talar notar þaign ir til að hjálpa viðmælendum sinum að skiija, hvert hann er að fara, og til að undirfoúa sjálfan sig undir það sem hann ætlar að segja næst.“ Reynt hefur verið að draga upp mynd af því, hvaða or- sakir iægju fyrir þögnunum, og hvað hefði mest áhrif á þær. Helztu atriðin eru: Hversu hratt talað er, að- stæðum (eimtal — tvítal — mangtai), breytiieg líkindi á milH orða, öndun, hvensu vel vakandi sá er sem talar fyrir því, sem hann er að segja, málfræðileg uppbygging, tak- mörk framlburðar, ábyggjur, hryggð, þreyta . . . Próf. Goldman-Eisler teiur, að tíðar máihvíldir foeri þess vott, að sá sem talar sé að segja eitthvað nýtt á óvenju legan og frumlegan hátt, en fáar, að hann gangi troðnar slóðir í orðavali sínu. Hann telur ennfremur, að þagnir styttri en 0,20 sek séu eðli- legar í máli. Fyrir þeim geta legið ýmsar orsakir, og sem dæmi mætti nefna, að mjög erfitt igetur reynzt að bera fram tvö samiiggjandi hljóð áin hvíldar á milli. Þetta á einkum við um harðhljóð (frá blásin iokhijóð). Aðrir vilja hafa tímamörkin hærri, 0,50—1,0 sek, og teija, að styttri hvíldir komi aðeins fyrir í skvaldri eða bama- máli. Til að mæla tengd þagna þarf mjög flókinn tækjaút- bylgjumæla, tæki sem mæla vöðvasamdrátt, tölvur, svo eitthvað sé nefnt. Er málhvild undirfoúningur undir það sem segja á næst eða það, sem ætlunin er að segja eftir 15 sek. ? Sumir vilja halda þvi fram, að skipuiagning orða fylgi eins konar hringlaga ferli, þannig að sífelldar endur- tekningar eiga sér stað: löng hlé og slitrótt tal skiptast á með stuttum hléum og óslitnu tali. Talað er um „tómar“ þagn- ir og „fyHtar" þagnir. „FyHt ar“ þagnir eru á marga lund, svo sem endurtekningar, leng ing atkvæða, rangar byrjan- ir, orðatiltæki (t.d. það er nú það) og alls konar hljóð eins og hm, ah, mm, eh. . . . „Tóm“ þögn er algjör hvHd. Of iangar „tómair“ þagn- ir í orðræðu hiafa það yfir- leitt i1 för með sér, að orðið er tekið af viðkomanda. Kúnstin er að bíða nógu lengi og gefa síðan merki eins og hm eða mm, sem þýðir nán ast: „Ég er enn að tala, ekki gripa firam í.“ Það þarf ekki að taka það fram, að þagnir eru ofit mjög mælskar. Híttumst í kaupfélagínu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.