Morgunblaðið - 13.04.1973, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.04.1973, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. APRÍL 1973 > 14444 “S 25555 mim BILALEIGA-HVEFISGOTiJ 10] 14444S25555 ® 22*0*22* RAUÐARÁRSTÍG 31 BÍLALflGA CAR RENTAL ‘E 21190 21188 STAKSTEINAR Eins og rjúpa yið staur I»jóðviljinn er ailtaf öðru hvoru að þenja sig yfir því, að ekki sknli vera búið að Ioka Keflavíkursjónvarpinu á valdaferli rikisstjómarinn- ar. Ráðherrar, útvarpsstjóri og fleiri, sem málið snýr að, eru dregnir fyrir rétt á síð- um blaðsins og síðan er snú- ið út úr svörum þeirra og gert grín að þeim á eftir. Það er alveg óskiljaniegt, hvers vegna þetta blað telur nauð- syn að eyða öllu þessu púðri og orku i þetta sjónvarpsmál. Menn myndu halda, að þetta væri smámái, sem væri í raun og veru svo gott sem úr sög- unni. Magnús Kjartansson hefur marglýst því yfir, að samkvæmt málefnasamningi ríkisstjórnarinnar, þá fari vamarliðið á kjörtímabilinu. Hann hefur ítrekað við mörg tækifæri, að ekkert bendi til þess, að við þetta ákvæði verði ekki staðið. Og ef þetta er rétt hjá ráðherranum, að varnarliðið verði látið fara, þá ætti Þjóðviljanum að vera óhætt að draga þá ályktun, að þar með verði endir bund inn á þessar útsendingar Keflavíkursjónvarpsins. Og blaðið ætti ekki að þurfa að bíða lengi, því að ef ríkis- stjórnin ætlar að standa við málefnasamninginn, þá þarf að segja varnarsamningnum upp á þessu ári. Og þar sem Magnús Kjartansson hefur sagt, skýrt og skorinort, að við ákvæðið verði staðið, þá ætti Þjóðviljinn að geta and- að rólega. Það er aðeins vika eftir af þinginu, svo að upp- sögnin verður sennilega lögð fram innan tveggja, þriggja daga. Bezta aprílgabbið Fyrir nokkrum dögum upp lýsti Þjóðviljinn, að innlend dýrtíð hefði raunverulega að- eins vaxið um 1% síðasta ár- ið. Að vísu var þessi stór- kostlega uppgötvun ekki birt fyrr en vika var liðin af apr íl, en Þjóðviljinn virðist sann færður um, að bull skuli ekki aðeins birta 1. þess mánaðar heidui' meira og minna út mánuðinn. Annars varð þessi yfirlýsing mörgum mikið fagnaðarefni, því að mönnum varð ljóst, að blaðið hafði ekki alveg tapað húmornum. Mitt í mestu verðbólguöldu, sem yfir landið hefur dunið, synda Þjóðviljaritstjóram ir ótrauðir móti straumnum og h rjf.ia í kapp við verð- bólgudriinurnar — „dýrtíðin hefur samt ekki vaxið!“ Þessi sundaðferð ritstjór- anna er Uennd við það atferli að berja hausnum við stein- inn. Og það má taka undir það, að ýmislegt megi gera fyrir húmorinn, og þessi stríðsyfirlýsing Þjóðvilja rit- stjóranna er ágæt upplyfting fyrir blað, sem ekki nokkur maður tekur mark á hvort eð er. Hins vegar má benda á, að þó að Þjóðviljinn myndi fullyrða um langan tíma, að Ksjan væri aðeins 6 metrar á haéð, þá myndi slíkt ekki nægja til að lækka það fjall. Og víst er að almenningur veit allt of vel, að það veral ar enginn fyrir stórletursfyr irsagnir úr Þjóðviljanum. &3Þ spurt og svarad Lesendaþjónusta MORGUNBLAÐSINS Hringið í sima 10100 kl. 10—11 frá mánudegi til föstudags og biðjið um Lesendaþjónustu Morg- unblaðsins. ■ ANOLEG HREYSTl-ALLRA H0LLB ■GEÐVERNDARFÉLAG ISLANDSB BÍLAR Ford Maverick ’70 nýínnfluittur Ope’ Statior. '69 Saa-b ’65 Ford Mustng ’66 Fiat 850 ’66 o. fl. Vörubifreiðir Scania Vabis 56 árgerð ’71. Bedford ’63 Höfum kaupendur að fóiks- og vörubifreiðum. BÍLAR og BÚVÍLAR við Miklatorg. Símar: 18677 — 18675. Sundföt í miklu úrvali. Póstsendum. —ilympiT^ Laugavegi 26, sími 15186. ÚTVARPSEItlNDI BIRT í MBL. Ólafur Ólafsson, Hávalla- götu 17 spyr: „Halldór Steinsen læknir héit erindi í útvarpinu fyrir nokkru um þvagsýrugigt. Er- indlð var haldið að morgni dags og margir hafa misst af því af þeim sökum og sér- staklega karlmenn í vinnu. En ég held að það séu 19 karlmenn á móti einni konu, sem hafa þennan sjúkdóm. Væri ekki hægt að birta þetta erindi í Morgunblað inu?“ Styrmir Gunnarsson, rit- stjóri, svarar: Það er föst regla hjá Morg unblaðinu að birta ekki út- varpserindi. Mikil eftirsókn er i slíkt og væri engan veg- inn hægt að verða við öllum þeim beiðnum. Fyrirspyrj- anda er bent á að snúa sér til Ríkisútvarpsins og óska eftir því að erindi þetta verði endurflutt, þar eð það er vafalaust til á segulbandi. „Allt í gamni“ gerir lukku OKKUR hefur borizt bréf frá konu i Bandaríkjiinnm, þar sem lokið er miklu lofsorði á frammistöðu hins „fræga ís- lenzka söngflokks, Allt i gamni“. Allt í gamni er skipað fjór- um ungitm mönnum, þeim Helga Péturssyni, Gunnari Þórðarsyni, Ágústi Atlasyni og Ólafi Þórðarsyni — með öðrum orðum Ríó-trióið og Gunnar úr Trúbroti. Þeir léku og sungu á hljómleikum í ríkisháskóla New York í Binghamton og segir konan í bréfi sínu m. a.: „Söngur þeirra var frábær og iindirleikurinn af fínustu gráðu. Á hljómleikunum var litskuggamyndasýning á tjaldi fyrir aftan söngvarana. Þess- LÆKKUN FJÖLSKYLDUBÓTA Herdis Berndsen, Ljósheim um 22, spyr: „Af hverju hafa fjölskyldu bætur með 3 og 4 börnum lækkað á meðan aðrar bætur hækkuðu?” Öm Eiðsson, upplýsinga- fulltrúi Tryggingastofnunar ríkisins, svarar: „Töluverð hreyfing hefur verið á upphæð fjölskyldu- bóta undanfarið ár. Fyrri helming ársins 1972 voru bæf urnar 667 kr. á mánuði með hverju barni. Næstu fjóra mánuði hækkuðu þær í 917 kr. og loks í 1083 kr. tvo síð- ustu mánuði ársins. í jan. og febr. 1973 voru greiddar 1193 kr. á mánuði með hverju barni, en frá fyrsta marz er upphæðin 1083. Fjölskyldubætur eru hag- stjórnartæki rikisstjórna á hverjum tíma og í tengslum við visitölu, þannig að hækki þær, hefur það áhrif til lækk unar vísitölunnar, en sé um lækkun á fjölskyldubótunum að ræða hefur það gagnstæð áhrif.“ ar myndir frá íslandi voru ekki einungis mjög fallegar, heldur einnig mjög áhuga- vekjandi fyrir áhorfendtir, sem ókunnir voru landslagi og siðum á Islandi. Ég vil leggja til, að Allt í gamni, sem tals- menn Iands ykkar, fái fjár- styrk og viðurkonningu ís- lenzka lýðveldisins á hljóm- leikaferð sinni um Bandaríkin. Þessir ungu menn voru aug- ljóslega hreyknir af landi sínu og framkoma þeirra skapaði anda vinsemdar og velvildar. Vissulega eiga svo góðir tón- listarmenn og góðir drengir mikla viðurkenningu skilda frá okkur og sérstaklega frá ykkur.“ Konan, sem bréfið ritar, heitir Nancy E. Zuwiyya og er menntaskólakennari. — Hún kveðst hafa mikinn áhuga á að eiga bréfaviðskipti við ís- lenzkan nemanda, sem hefur nógu góða enskukunnáttii, og vill hún læra um land og þjóð og sérstaklega íslenzkuna. — Heimilisfang hennar er: 4632 Salem Drive Binghamton, New York 13903. UMBOÐ FYRIR TALSTÖÐ Þorkell Þorkelsson, Blöndubakka 7, spyr: „1 blaðinu þ. 28. marz birt- ist svar við spurningu, hver hefði umboð fyrir neyðartal- stöð í Sjöstjörnunni KE. En er ekki hægt að fá að vita, hver hefur einkaumboð fyrir þessari taistöð þ.e. Link- line?“ Einkaumboð fyrir Linkline talstöðvar hefur Grandaver hf. á Grandagarði. AÐ SEL.JA HLUTA ÚR SAMEIGN Stefnir Óiafsson, Reykja- borg v. Múlaveg, spyr: „Tveir menn eiga saman þinglesna eign. Má annar selja ióð úr því landi án þess að spyrja hinn aðilann?“ Friðjón Skarphéðinsson, yfirborgarfógeti, svarar: „Nei, slíkt er óheimilt án samkomulags við meðeig- anda. Ef slikt samkomulag næst hins vegar ekki, getur annar aðilinn krafizt þess, að öll eignin sé seld til slita á sameign." KVIKMYNDIR AF ÁGANGl LANDHELGISBRJÓTA Sólveig Ólafsdóttir, Bræðraborgarstíg 15, spyr: „Til Landhelgisgæzlunnar: Eru engar kvikmyndatöku vélar um borð í íslenzkum varðskipum til að taka mynd ir af ágangi brezkra togara og dráttarbáta?” Hafsteinn Hafsteinsson, 'blaðafulltrúi Landhelgisgæzl unnar, svarar: „Kvikmyndavél er I einu varðskipanna og kvikmynd- ir, sem teknar voru á hana, hafa verið sýndar í íslenzka sjónvarpinu." SKÓLASKIP Bjarki Guðbjartsson, Ás- garði 127, spyr: „Til Landhelgisgæzlunnar. Hve gamall þarf maður að vera til að komast á skóla- skip?“ Hafsteinn Hafstcinsson, blaðafulltrúi Landhelgisgæzl unnar, svarar: „Til að komast á skólaskip á sumrin þarf viðkomandi að hafa náð 15 ára aldri.“ VEGNA þrengsla á þessari síðu á laugardögum færum viS ni brezka vinsælda.liftann yfir á föstudagaina, og hér er birtui vinsældalistinn, sem tekinn or saman af Melody Maker oj birtur í því blaði á morgun, laugardag. 1 (2) Get down 2 (3) Tie a yellow ribbon - 3 (1) The twelfth of never ■ 4 (6) I’m a clown---------- 5 (4) Power to all our friends 6 (12) Love train------------------ 7 (15) Tweedle Dee - 8 (8) Never never raever ■ 9 (5) Cum on feel the noize 10 (14) Pyjamarama------ Gilbert O’SuIlivan ------------Dawn Donny Osmund - David Cassidy — Cliff Richard O’Jayea ■ Jimmy Osmond — Shirly Bassey -------- Slade - Roxy Musie

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.