Morgunblaðið - 15.04.1973, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.04.1973, Blaðsíða 10
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. ÁPRlL 1973 Dr. phil. Steingrímur J. Þorsteinsson prófessor Fæddur 2. júlí 1911. Dáinn <i. april 1973. „Dauðinn er hreinn og hvítur snjór.“ Aldrei skín dýrð lofts og lagar í þvílíku almætti sem á björtum útmánaðadögum, þegar fannþak in fjöll rísa úr bláu hafi mót heiðum himni. Þá sýn gat oft að líta hér við flóa og firði á fyrstu dögum þessa mánaðar. Á slíkum degi barst mér fregn in um andlát kennara míns og vinar, Steingríms J. Þorsteins- sonar prófessors, og slik verður minning hans: hrein og björt og fiékklaus eins og aprílmjöll í miklu sólskini. Aðeins tveimur dögum áður höfum við átt drjúglangt samtal á herbergi mínu í Árnagarði. Þrátt fyrir langvarandi og erfiða vanheilsu stóð hugur prófessors Steingríms til framtíðarverk- efna. Hann ræddi um útgáfu Studia Islandica, sem hann rit- stýrði, um væntanlegt þing há- skólakennara í norrænum bók- menntum á næsta ári og loks um áformaða ferð sína til fyrir- lestrahalds í Lundúnum nú eftir páska. Sú för verður ekki farin. Aðeins hálfri stundu, eftir að hann kvaddi mig, hafði orðið það slys, er dró hann tii dauða. Ég mun ekki í þessum fáu línum dveljast við æviferil pró- fessors Steingríms, embættis- eða lærdómsframa hans, m.a. vegna þess, að fyrir skömmu hef ég rakið nokkur helztu atriði þess máls í Morgunblaðinu 2. júlí 1971, er hann varð sextugur, heldur vil ég hér minnast þess, hver hann var sem kennari, mað ur og vinur. Ég kynntist prófessor Stein- grími fyrst haustið 1950, er ég hóf nám i íslenzkum fræðum. Þá stóð hann í blóma aldurs, hafði nýlega tekið við kennara- embætti sínu, en þó kennt svo lengi, að meðferð hans á náms- efninu hafði hlotið fast snið. Kennslan mótaðist því í senn af þeim ferskleik, sem felst i leit að hinu nýja, og staðfestu og ör- yggi þess manns, er hefur efnið fullkomlega á valdi sínu. Kennsluelni hans voru bók- menntir síðari alda, og á þessu sviði var þekking hans einstök. Ég hygg, að þess muni langt að biða, að upp komi fræðimaður með jafiiviðfeðma og gjörtæka þekkingu á öllum bókmenntum okkar frá því um 1350 til okkar daga. Prófessor Steingrímur var skemmtilegur og góður kennari. 1 kennslu sinni rataði hann hinn gullna meðalveg milli hins upp- hafna og alþýðlega. Ekkert við- fangsefni varð hversdagslegt eða lágkúrulegt ' höndum hans. Stíll hans var gjarna nokkuð hafinn, en framsetninguna skorti þó ekki jarðnánd. Allt. viðhorf hans til bókmennta mótaðist af djúpri lotningu fyrir því undri, sem hvert listaverk er. Gildasti þátt- urinn í kennslu hans var þó slunginn þeim opinskáa og nærri að segja barnslega mannleika, sem einkenndi dagfar hans og umgengni við stúdenta. Hann naut sín, og ég held hon Um hafi liðið vel á kennarastóli. Hann var málsnjall, röddin skýr og hreimmikil með sínum sterka norðlenzka hljómi, er hann varð- veitti og virti eins og annað, sem var honum upprunalegt. Þó að framkoma hans öll væri settleg og tamin af mikilli hátt- visi, voru kennslustundir hans ekki þvingaðar af hátíðleika. Hann hafði næmt auga fyrir hinu kátlega og kímilega og kryddaði gjarna kennsluna með því að draga þá þætti viðfangs- efnisins fram, en ávalit án mein- fýsi, svo að yfir kennslu hans var reisn og ekkert dregið i draf ið. - Minning Prófessor Steingrimur var strangur og kröfuharður kennari í þeim skilningi, að hann heimt- aði undanbi agðalausan heiðar- leika i vinnubrögðum, og þar gerði hann mestar kröfur til sjálfs sín. Nemenduan hans var e.t.v. mikilvægast það fordæmi, sem hann sjálfur var þeim. Hann var lifandi dæmi um afdráttar- lausa þjónustu við sannleikann og leitina að sannleikanum um hvert viðfangsefni, en sú er í rauninni eina siðferðilega skylda fræðimanns, og ef henni er full- nægt, er sem allar aðrar skyldur séu sjálfkrafa af hendi leystar. Rannsóknar- og kennsluaðferð ir prófessois Steingríms stóðu traustum rótum í sögulegri og samanburðarbókmenntafræði- legri hefð. Þar hafði hann innt af hendi merkar rannsóknir, og undir þeim merkjum hlutum við nemendur hans skólun. Hér verður ekki fjölyrt um rannsókn arstörf prófessors Steingrims, en hann skrifaði fjöldann allan af ritgerðum í blöð, bókmennta- og vísindarit, auk stærri verka. Allar rannsóknir hans einkenn ast af breiðri þekkingu, glögg- skyggni og einstæðum vöndug- leik í vinnubrögðum. Skýrleikur hugsunar og visindalegt raun- sæi gerðu honum ljóst, hvað mátti staðhæfa og hvað var vafa undirorpið. Hann féll mér vitan- lega aldrei í þá gildru að vefa langa voð af vafasömum tilgát- um, heldur var viðhorf hans reynsluvísindalegt, og því standa ritverk hans á öruggum grunni staðreynda. Það, sem gerði prófessor Stein- grím þó ofar öðru að frábærum kennara og fræðilegum leiðsögu manni, var mannleiki hans. Ég hef engum kynnzt, er færi jafnnærfærnum höndum um við kvæmar sálir sem prófessor Stein grímur. Áreiðanlega tók hann oft sjálfur út meiri þjáningar vegna mistaka okkar nemenda sinna en við gerðum sjálfir. Það segir mikla sögu um kennararm og manninn, að eitt sinn, er hann valdi „ljóð dagsins" fyrir blað eitt hér í bæ, kaus hann er- indi Einars Benediktssonar, þar sem stendur ljóðlínan: „Áðgát skal höfð í nærveru sálar.“ Hann lifði og starfaði eftir þeirri reglu. Aldrei heyrði ég hann finna að ritsmíðum eða úr- lausnum stúdenta í heyranda hljóði, heldur kvaddi hann hvem og einn á sinn fund og leiðbeindi nemandanum í einrúmi um þá hluti, er betur máttu fara. Umhyggja prófessors Stein- gríms fyrir stúdentum tók ekki aðeins til þeirra, sem lögðu stund á íslenzk fræði eða sömdu ritgerðir undir handleiðslu hans. Mörg ár var hann prófstjóri Há- skólans, og þar naut sín mann- leiki hans, nærfæmi og sálfræði legt innsæi. Hann var beinlínis um árabil sáigæzlumaður fjölda stúdenta, sem voru í andlegum kröggum við prófborðin. Prófessor Steingrímur var heill og óskiptur i starfi sínu. Hann gaf sig allan i kennslu sinni, og því rataði hann að hug og hjarta allra. Árum saman vann hann lengri vinnudag en flestir starfs- menn Háskólans. Jafnvel um næt ur sáum við stúdentar hans oft ljós skina í vinnuherbergi hans, „í turninum“ eins og það kallað- ist. Þó var prófessor Steingrímur þegar á ungum aldri heilsuveill, og mörg síðari árin var hann sárþjáður maður. Ef til vill var vinnukapp hans meira en þrek hans leyfði. Svo mennskur og hjartahlýr sem prófessor Steingrimur var, lagði hann sig mjög fram um að kynnast stúdentum sínum og haifa við þá persóriulegt sam- neyti. Hann sótti samkomur okk- ar og var þar einatt hrókur fagn aðar. Hann var opinskár og ein- læeur. henti hvert eaman á lofti og lagði löngum til gleðimála með kímnisögum og ljóðum og leikarahæfileikum sínum. Ég kynntist prófessor Stein- grími aúnáið bæði sem nemandi og siðar samstarfsmaður. Ein- lægari og betri mann hef ég ekki þekkt. Hann var dæmigerð- ur siðmenningar og hámenning- ar maður. Listrænn næmleiki hans tók til miklu fleiri efna en bókmennta einna. Hann var menntaður og fágaður tónlistar- unnandi og smekkvís og þekk- ingarmikill um málaralist. Öll fegurð og öll sköpun feg- urðar voru honum sifelld upp- spretta unaðar. Líf hans var vígt æsku og fegurð og skapandi list. Þó að prófessor Steingrimur væri svo mannblendinn og ljúf- ur gagnvart stúdentum sínum, var hann að mörgu leyti hlédræg ur maður. Lítilþægt framapot var hrein andstæða við eðli hans, og hann var á marga lund inn- hverfur og mjög viðkvæmur maður. í hörðum heimi berast fleiri sár á slíka menn en þeir flika. Prófessor Steingrímur var geð- ríkur og þótti hans mikill. Því gátu mótgerðir orðið honum þungbærar. Hann duldi aldrei hug sinn, ef hann reiddist, og hann var fús til sátta. Einlægnin var aðalsmerki hans. Hann var hverjum manni að- gætnari og hollráðari, ef leitað var til hans í vandasömum mál- um, og á síðustu árum, eftir að hann var farinn að þreki, megn- aði hann enn að veita öðrum styrk. Það fékk ég sjálfur að reyna. Prófessor Steingrímur var gæddur ótrúlegum sálrænum næmleik. Hann sýndi öðrum nær- gætni og hverri hugarhræringu annarra manna virðingu. Slík- um mönnum er of sjaldan goldið í sömu mynt. Samslungin ást prófessors Steingríms á hinu fagra, sanna og góða var rík trúarleg kennd. Um þau efni vorum við ósam- mála, og eitt sinn fullyrti hann við mig: „Enginn verður mikið skáld, nema hann sé trúaður." Þvi vil ég, um leið og við hjón- in vottum frú Valgerði og dætr- u*i þeirra hjóna innilegustu samúð, ljúka þessum kveðjuorð- um með ljóðlínum séra Matthías ar, eins þess skálds, er prófessor Steingrímur mat mest: Dæm svo mildan dauða, Drottinn, þínu bami, — eins og léttu laufi > lyfti blær frá hjarni, — eins og lítill lækur ljúki sínu hjali, þar sem lygn í leyni liggur marinn svali. Sveinn Skorri Höskuidsson. Orð ná skammt, þegar dauð- inn er annars vegar, og verða raunar fyrr en varir að óþarfa- mælgi. En ekki fer hjá þvi, að margt hvarflar í hugann við and lát próf. Steingríms J. Þorsteins- sonar. Ég kynntist honum ungur og naut síðan kennslu hans, sem hlýtur ætíð að verða mér og öðr um nemendum hans hugstæð. Kynnin við Steingrím rofnuðu ekki, þótt skólagöngu lyki, og minnisstætt er það, hve gott var að koma á heimili þeirra hjóna, Steingríms og Valgerðar, og hve samhent þau voru og einlæg í öllu viðmóti sínu. Oft verður mér hugsað til Steingríms, eins og ég man hann bezt, þegar hann lét hrífast stf mannlegri tjáningu og snilli and ans. Hann átti hæfileikann til að nálgast opnum huga og í fullri einlægni allt það sem fagurt var og háleitt og kunni manna bezt að njóta í fölskvalausri gleði. Einatt fannst mér eins og þessi djúphuguli maður hefði þrátt fyrir mikinn lærdóm varðveitt næmleika barnsins og hrifningu, en þá líka jafnframt nokkuð af viðkvæmni þess og vamarleysi, ef svo bar undir. Hjá slíkum mönnum skiptast eðlilega á skin og skuggar, en þeim gefst líka margt, sem hinir fara á mis við, sem brynjaðir eru og betur bún- ir í veraldarvolkið. Það var Stein grírni eiginlegt að vilja stækka allt, fegra og bæta. Hann var sannur í góðvilja jafnt sem í öll um gjörðum. Því var gott að eiga vináttu hans. Jón Sanisonarson. Við landamærin er Steingrím- ur J. Þorsteinsson kvaddur af okkur öllum með hljóðlátri virð- ingu, eftirsjá og þökk. Fyrir nokkrum er það söknuður eftir vin með hlýjasta og trúasta hjarta, sem fannst, fyrir öðrum vitund um verðmætan son Is- lands genginn. Vitund þess helzt áfram, óháð dánardegi, og takmarkast ekki við samferðamannahóp hans. Auk landsáhrifa sem menntamað ur átti Steingrímur þó oft væri dulur um geð sitt, þau tilfinn- ingaviðbrögð, sem snurtu þá, er eigi voru fyrir þeim lokaðir, og gátu geymzt þeim ævilangt, þó aðeins hefði verið um örstutt kynni að ræða. „Að vexti lágur lítt af öðrum bar hann,“ eins og skáld kvað, og ekki smækkar það hann, þó ég segi, að undarlegur hefði mér þótt hver menntamaður, sem bæði þættist vera og fyndi illa til þess að vera í skugga hans, undir ráðriki hans (sem var nokkurt) eða ná eigi til jafns við hann þeim styrku tökum, sem hann lengsturr hafði á náms iðkun stúdenta sinna. Steingrím- ur var mjög vel að þeim hlut- verkum og virðingum kominn, sem hann gegndi um dagana, hinn mikli e1 jumaður og skýr vel. Þeirra og ritstarfa og ann- ars á framferli hans mun getið í dag af öðrum, sem um rita. Stúdentaárgangur Akureyrar 1932 bar í sér mikinn metnað, og að vísu fleiri árgangar þaðan um þetta leyti. Um miðja öld var því norðanmanna mjög far- ið að gæta í kennaraliði háskól- ans, og má Sigurður Guðmunds- son skólameistari vel una í sög unni; menntaskóií hans varð þjóðarafl. Þó orðskrúðshnykkir, sem minntu á þann kostulega meistara, væru að mínum dómi eina lýtið á stíl dr. Steingríms, fæ ég aldrei fullþakkað önnur mótunaráhrif, sem Akureyrar- skólinn hafði, og um þau er Steingrímur J. Þorsteinsson gott dæmi, auk þess að bera hinni forngrónu menningu kaupstað- ar síns vltni leynt og ljóst. Enn sé ég eftir þvi, að ég og tugir annarra strjálbýlissona, fæddir fyrsta aldartuginn, gátu ekki í leit sinni að stúdentsprófi notið þess skóla, eða ekki fyrr en full orðnir menn. Þegar 21. öld fer að velja sér sýnidæmi um það, til lofs eða ekki lofs, hvérnig þorri 20. aldar á Islandi hafi eiginlega Verið, mun hún beina rannsókn að framvarðasveitum timans 1944— 70, einkum þeim mönnum er tóku nógu ungir við ábyrgðar- hlutverkum sínum eftir lýðveld- isupphaf, voru því ekki kiknaðir áður af aldamótasmædd og ný- legri heimskreppu. Þeir urðu því hvorki á undan né eftir sín- um tíma, skópu hann raunar í sína mynd meir en nokkur önn- ur íslenzk kynslóð hefur megnað með sinn samtíma. Þ etta má vera okkur háskólans mönnum hugstætt veturinn sem við sjá- um á bak Snorra Hallgrímssyni og Steingrími úr eyfirzka stúd- entaárganginum frá 1932 og úr atkvæðamannahópi innan pró- fessorastéttar. Skörð fyllast auð- veldlega, sýnist mér. En sagan ritar kaflaskil. Með nokkrum sanni mætti halda því fram, að þessi kynslóð hafi átt sjálfa sig og viðfangsefni sín, en á sein- asta fjórðungi aldar munum við fá þá meðvitund æ rikari, að það sé tíminn eftir 1999, en ekki við sjálf, sem eignist og stjórni því eftir geðþótta, hvert gagn verði að iðju og kappsmálum þess aldarfjórðungsins. Eftir því sem maður umgengst fleiri kynslóðir, láta fleiri minnis hljómar í eyrum og soga tíma- skynjunina með sér inn í ókomna tímann, fyrst hann er öflugri varðveitandi aðdraganda sins en augnabliksskynjun okkar megn- ar að sjá. Þetta nefnist hljómur af sigurgöngu tímans. Eðlileg fjölþróun hlutverka og starfsaðferða mun gera síðasta aldarfjórðung tilbrigðaríkari I há skóla Steingríms en var á starfs skeiði hans og líklega minna að skapi honum en mér, því hann óttaðist festuleysi og að Péturs Gautseðli réði of miklu i stað þess að maður og háskóli keppti eftir að „vera sjálfum sér líkur.“ Því vil ég hann þeim ljóðum ein- um kveðja, sem hafa má eftir framsæknum stúdent, ort í Reykjavík, raunar helmingi fyrr en ég skráðist í þann hóp. Tak- ast mun að staðla það sögumat á mannsaldrinum 1940—71, að stöðugleikur Islands sem ríkis, menningareindar í heimsþróun- inni og vistfræðilega lifvæns há- skólaumhverfis eigi mikið að þakka kynslóð, sem stríðsárin kvöddu fram unga og ég nafn- greindi tvo Eyfirðinga úr. Við erum ekki minna þakklátir fyr- ir kjölfestu úr þátið, þó við ját- um af örri lund með E. Ben., að „lífsins bylting alein stöðug stenzt." Hér er ekki staðurinn til að lieita þvi skýrimgar, hve fast prófessor Steingrimur dróst að lifstrú Einars Benediktssonar, þess manns sem var mikil and- stæða hans i flestu. Kristni beggja var eitthvað skyld óg gerði geðinu rórra, hvað sem móti blés, „og ekki vildi ég hafa farið á mis við sjúkralegur mín- ar,“ sagði Steingrímur stund- um. Ást á alfegurð tónverka var þeim sameiginlég, nátengd á- Frtamhald á bls. i%

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.