Morgunblaðið - 15.04.1973, Page 28

Morgunblaðið - 15.04.1973, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. APRlL 1973 dræmt. — Það. er nú til nokk- uð mikíls mælzt. — Æ, elskan mín, sagði Jane Armstrong ^^ the btQoest name on the ftoor GÓLFDÚKUR FYRIRLIGGJANDI Fjöltreytt litaúrval Margar gerðir Þ. ÞORGRÍMSSON & CO. Suðurlandsbraut 6 og greip um hönd Rodericks. — t>ú ert að blaðra svoddan vit- leysu. Ég er alltaf að segja þér, að ég átti alls ekki við það. Ég er aiveg handviss um, að Margot fannst hún vera ánægð með gift ingu okkar, og að allt, sem þú hefur sagt mér um það er satt. Hún settist niður og brosti hlý lega og afsakandi til Rakelar. — Við gerum þér svo hræðilegt ómak, bæði með því að vera svona seint á ferðinni og allt annað. En við skulum fara strax eftir morgunverð. Við höf- um orðið sammála um, að það sé engin ástæða til að vera neitt að forðast húsið. — Neil, sagði Roderick og brýndi raustina, — viltu segja þetta, sem ég var að biðja þig um? Dalziel leit spyrjandi á Paul sem benti honum að halda bara áfram. — Jæja þá. . . eftir því sem ég bezt get, sagði Dalziel, — en kannski ekki alveg orðrétt. Mar got hringdi til mín á föstudags- kvöld og sagði mér frá gift- ingu ykkar. Og hún virtist full- komlega ánægð með hana, eins og Roderick sagði. Hún var kát og hlæjandi og spurði, hvort það væri ekki fyndið, að Roder ick skyldi kvænast leynilega einu stúlkunni, sem hún hefði þráð, að hann ætti. — Þarna sérðu, sagði Jane við Roderick, rétt eins og það væri hann, sem þyrfti að sannfæra. — Enda þótt ég skilji nú alls ekki hvers vegna Margot hefur alltaf verið svo yndisleg við mig — nema það sé þá kannski fólkið mitt, sem hún er svo hrif in af. Þið skiljið, að mamma er friðdómari og Margot er alltaf að skrifa um þessa unglinga- glæpi og betri fangelsi og allt þess háttar. — Haltu áfram, Neil, sagði Roderick. — Það var meira en þetta. — Já, sagði Dalziel, — hún sagðist vilja gera allt fyrir ykk ur, og hún ætti gamla hlöðu neðst í garðinum, sem hún héldi, að hægt væri að breyta í yndis lega íbúð. Hún talaði nokkuð lengi um þetta, og var með alls konar hugmyndir í þvi sam bandi. Og hún spurði mig, hvort ég vildi sjá um verkið fyrir hana. Ég sagði. . . Hann þagn- aði rétt sem snöggvast, eins og hann væri að hugsa sig betur um, hversu mikið hann ætti að segja þeim um sitt eigið álit á málinu. -— Ég sagðist skyldu koma hingað síðdegis á laugar- dag og ræða það við hana. — Æ, hvað það var dásamlegt af þér! sagði Jane. Og af henni! Og vitanlega er hlaðan alveg dá samleg. — Nema að því leyti, að þar er búið fyrir, sagði Rakel. — Áttu við Brian? spurði Jane. — Blessunin hann Brian. Þetta virtist henni nægja til að afgreiða allt varðandi hann. — Jæja, haltu áfram! ýtti Roderick undir Dalziel. — Er þetta ekki aðalefnið? Hef ég gleymt einhverju? — Jú, nokkru, sem er mikil- vægt, sagði Roderick. — Þú verður að muna, að ég var inni hjá henni, meðan hún talaði, og veit því, hvað hún sagði. — Ef þú átt við, að við Mar- got ræddum talsvert þessar breytingar á hlöðunni og ég hafi lagzt gegn því... — Ég á ekki við það! greip Roderick fram í af æsingi. — Þú veizt að ég á ekki við það. Sagði hún ekki við þig, Neil, að ef nokkur von væri um, að ég settist um kyrrt, og hagaði mér eins og maður með viti þá ætl- aði hún að taka sig til og semja erfðaskrána sína. Var það ekki? — Jú, það minnir mig. — Ertu viss? — Já, ég vissi, að hún hafði alltaf ætlað sér það, ef hún á annað borð nennti nokkurn tíma að semja erfðaskrá. — En hitt er staðreynd, að ef í þýáingu Páls Skúlasonar. hún hefur dáið, án þess að semja erfðaskrá, þá ganga allar eignir hennar til þin, er ekki svo? Skuggarnir undir ljósleitum augunum í Dalziel virtust allt i einu dökkna. Hann lækkaði röddina, rétt eins og í varúðar- skyni. — Ég er ekki alveg viss um það, Roderick. Ég er ekki vel að mér í lögum þar að lútandi. Ég býst við, að þú ættir að fá þinn hlut, sem sonur bróður míns. — En ef hún hefði gert þessa erfðaskrá, hefðir þú misst allt -— það veiztu? — Ég kynni að hafa vitað það, en þótt undarlegt megi virð ast, þá hef ég aldrei hugsað út í það. — En samt . . . bara einum degi seinna. . . þá hvarf Margot. Neil Dalziel sagði ekkert. Hann hreyfði sig ofurlítið, en það var aðeins til að slaka á vöðvunum, rétt eins og hann vissi nú hvar hann stóð. En með þessari Iitlu hreyfingu var rétt eins og allt andrúmsloftið þarna inni breyttist. Nú gat verið von á hverju sem var. Það skein grímulaus fjandskapur út úr and litinu á Roderick. En Neil Dalziel setti aðeins upp vandræðalegt bros og stóð upp. — Jæja, sem sá maður, sem er smám saman að verða grunaður Innilegustu þakkir til aflra þeirra, sem minntust mín með blómum, gjöfum, skeytum og heimsóknum á 80 ára afmæli mínu, þann 5. þessa mánaðar. Gunnheiður Heiðmundsdóttir, Görðum, Mýrdal. velvakandi Velvakandi svarar í síma 1010C frá mánudegi tii föstudags kl. 14—15. 0 Ferðin frá Brekku Hulda .Jensclóttir, forstöðu- kona Fæðingarheimilis Reykja- víkurborgar. „Kæri Velvakandi. Um áramót í vetur komu eft- irfarandi hugleiðingar i vitund mina af ýmsu því, sem ég sá og heyrði þá. Þótt seint sé, sendi ég þær með beztu kveðj- um. Ég er að lesa bókina „Ferð- in frá Brekku“ eftir Snorra Sigfússon fv. skólastjóra og námsstjóra. Ég er úr stórum hópi nemenda, sem eiga þessum þjóðkunna og viðurkennda sskólamanni og mannvini meira að þakka en fátækleg orð fá lýst, og sennilega meira en ég geri mér grein fyrir. Margt frá barnaskólaárunum, undir hans stjórn, er mér enn í fersku minni, og margt af því hefur orðið mér frábær hjálp á þeim árum, sem liðin eru síðan. Kennsla hans í kristnum fræðum, virðing hans fyrir þeim og meðhöndlun hans á 'þeim er þó það, sem án nokkurs vafa hefur veitt mér mesta blessun. Þegar ég nú les bækur hans og liðin tíð rifjast upp fyrir mér, verður hér hugsað til þess sem er að gerast þessa dagana (um jól og áramót ’72 og ’73) og til þeirra breytinga, sem orð ið hafa á liðnum árum. Land- ið við Norðurskaut er hvorki einangrað eða fátækt lengur. Af er sá tími, er menn fundu sig smáa og í þörf fyrir hjálp og handleiðslu Guðs. Nú eru menn ríkir, hafa allt til alls og meira en það, eru sterkir og stórir tækninnar menn, sem halda sig geta flest ef ekki allt í eigin mætti, látast ná til himnartkis og vítis með tækjum sínum og tólum án þess að blikna, og gera sér ekki grein fyrir, að tæpt er teflt. Til eru þeir, sem hika ekki við að tala um fæðingu Krists og tilkomu sem „hryllilega" og kristindóminn sem „fjandsam- legan“. En aðrir gera lítið úr siðferðisboðum kristninnar, en blessa siðleysið og telja það eitt „sjarmerandi“ og „mjög heilbrigt" eins og það er orð- að að troða í svaðið það, sem manninum var helgast gefið. Nýlega kallaði ungur maður hina helgu bó'k kristinna manna „gömlu lummuna" og þannig mætti lengi telja. Veiga mikill hlekkur hefur brostið. Virðing mannsins fyrir sjálf- um sér og meðbróður sínum, virðing hans fyrir leyndardómi sköpunarverksins og lotning fyrir þvi, sem mannlegur hug- ur fær ekki skilið, nema tak- markað — þrátt fyrir gáfur og snilli — er á undanhaldi með hryggilegum hraða, og þannig er undirstöðunni freklega kippt undan hamingju manna og ör- yggi. Spumingin hlýtur að vakna: Hverju er um að kenna, að svo er komið, sem komið er? Með leyfi höfundar bókarinn ar „Ferðin frá Brekku" tek ég upp nokkrar tilvitnanir: 0 Siðmenningin heldur ekki velli án kristindómsins „Ég var sannfærður um það, að ég gæti ekki komið með neitt betra til barnanna til þess að innræta þeim en kenningar Jesú Krists eins og þær birt- ast í fjallræðunni, dæmisögun- um og víðar. Og mér fannst jafnan sem boðorðin tíu geymdu lifssannindi og lífs- gildi allra tima. Af þessum efnivið og lifslind reyndi ég að miðla nemendum minum með þeim mætti, sem mér var gefinn. Og ég trúi þvi, aðhver sá, sem það gerir af einlæg- um hug, eigi gott erindi til þeirra, sem upp vaxa. Reynsla manna talar líka skýru máli um það, að áhrif uppeldis megi sín mikils til ills eða góðs, þótt þau megni ekki að skapa nýtt einstaklingseðli. Og sagt hef- ur það verið með sannindum, að manngildishugsjón kristin- dómsins sé bæði göfug og guð- dómleg, með kærleikann sem æðsta markmið. Og ekki vissi ég annað betra og skiljanlegra að ræða við börn í þessum efnum en þau orð Krists að „allt sem þér viljið að menn- irnir geri yður það Skuluð þér og þeim gera“. Og svo þau orð hans ekki síður: Að „hver sem á mig trúir, mun lifa, þótt hann deyi“. Fjöldi hinna beztu og vitrustu manna hafa ját- að og boðað þá trú, að krist- indómurinn sé leiðin til far- sældar, siðmenningin haldi ekki velli án hans, og heilbrigt mannliíf blómgist ekki án trú- ar á eilíft lif. (Bls. 46, 3. bindi). „Ég hefi rætt þessa skyldu- námsgrein meir en aðrar vegna þess, að ég tel hana mjög mik- ilvæga í uppeldishlutverki heim ila og skóla. Trúrækin og sið- góð heimili eru þjóðarfmoss. Vel kristin þjóð mun verða ham- ingjurtk þjóð, hvað sem í skerst. Og ég hlýt að bera því vitni, þótt enga reglu megi skoða án undantekninga, að mór þótti jafnan svo, að frá trúræknum heimilum og reglu sömum kæmu bezt uppalin böm.“ (Bls. 48, 3. bindl). í áframhaldi í sömu bók á bls. 47, 48 og 49 segir Snorri Sigfússon frá morgunbæna- stundinni, sem haldin var með börnunum og hvemig hún var framkvæmd. 0 Sogast með fjöldascfjun Ég er ekki ein um það að álíta Snorra Sigfússon einn hinn bezta kennara og skóla- mann, sem ísland hefur átt, um það ber gleggst vitni sá frábæri árangur, sem hann náði í starfi. Sá árangur hef- ur orðið áslenzku þjóðinni til margþættrar og mikillar bless- unar. Öllu verður aldrei bjarg- að, því geri ég mér fulla grein fyrir, en hitt efast ég ekki um, að ef við, ég og þú, gerðum skyldu okkar sem kristnar manneskjur, þá væri margt öðru vísi en er. Ef skólar þessa lands tækju upp að nýju hina frábæru kennsluaðferð Snorra Sigfússonar, að ógleymdri kristindómsfræðslunni þá efast ég ekki um, að það yrði sterk- ur 'þáttur í að gefa baminu það veganesti út í lifsbarátt- una, sem hjálpaði þvl til að standast flestar ef ekki allar árásir tízkuófreskjunnar í sín- um margvíslegu myndum. Það veganesti mundi einnig hjálpa þvi til að vera það sjálft, í stað þess að sogast með fjöldasefj- uninni, sem flestu virðist ráða í Mfsafstöðu fólks í dag. Um leið og ég sendi þessar línur frá mér vil ég nota tæki- færið og senda kveðjur til hinna fjölmörgu foreldra, sem ég hefi átt svo margar ánægj-u legar stundir með og spyrja þá spurningar. Hvað gerið þið fyr ir elsku, litlu, trúhneigðu telp una ykkar eða elsku litla, opna, og ærlega, trúhneigða snáð- ann ykkar? Kæfið þið trú- hneigð þeirra eða eflið þið hana? Ég held, að einhvern tíma verðið þið að svara þess- ari spumingu í einhverri mynd. Hvert mun þá svar ykkar verða ? Beztu kveðjur Hukla Jensdóttir.“ VERÐTRYGGT HAPPDRÆTTISLÁN RÍKISSJÓÐS SKULDABRÉF B SÖLUSTAÐIR: BANKAR, BANKAÚTIBÚ OG SPARISJÓÐIR SEÐLABANKI ÍSLANDS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.