Morgunblaðið - 28.04.1973, Síða 14

Morgunblaðið - 28.04.1973, Síða 14
14 MORjGUNHLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. APRÍL 1973 Ákærum Br eta f rammi f yrir hinum siðmenntaða heimi Greinargerd Finnboga Rúts Valdemarssonar um málflutning í landhelgismáli íslendinga Eins og Morgunblaðið skýrði frá í gær, var á fundi land helgisnefndarinnar í fyrradag, lögð fram „greinargerð um mál flutning i landhelgismáli Is- lendinga“ frá Finnboga Rút Valdemarssyni, fulltrúa SFV í nefndinni. Teiur Morgunblaðið ástæðu til að birta greinargerð þessa í heild og fer fyrri hluti hennar hér á eftir: Utanríkisráðherra hefir tjáð landhelgisnefndarmönnum, að honum hafi, eftir dómsúrskurð alþjóðadómstólsins um lögsögu frá 2. febrúar 1973, borist til kynning frá ritara dómstólsins um að málflutningur um fisk- veiðilögsögumál Breta gegn Is- lendingum, sem Bretar skutu til dómstólsins 14. apríl 1972, sé hafinn, og hafi dómstóllinn ákveðið fresti í skriflegum mál flutningi þannig, að Bretar hafi frest til að skila sókn til 1. ágúst 1973, en íslendingar til að skila vöm til 15. jan. 1974. Aðspurður kvaðst utanrikis- ráðherra ekki hafa fengið til- kynningu um frekari tímamörk í skriflegum málflutningi, t.d. um frest til svars og andsvars, né fyrirspum um tUnefningu umboðsmanns skv. 42. gr. sam- þykkta dómstólsins, sbr. 35. gr. (3) réttarfarsreglna hans. Rétt er að vekja athygli á því, að þ^gar slík fyrirspurn kann að berast, ber að svara henni „eins fljótt og unnt er“. Réttarfarsreglur dómstólsins kveða á um það, hvað greina skuli i skriflegri sókn og vörn. í>ar segir svo: „42. gr. 1. I sókn skal greina frá stað- reyndum, sem máli skipta, og réttarreglum, en að auki málsástæðum. 2. 1 vörn skal greina frá því, hvort staðreyndir, er getur i sókninni, séu viðurkenndar eða þeim hafnað, svo og öðr- urn staðreyndum, ef nauðsyn legar geta talist, athugasemd um varðandi greinargerð um réttarreglur í sókninni, svar greinargerð um réttarreglur og málsástæður." Hér verður gengið út frá því sem gefnu, að frásagnir Breta af staðreyndum í land- helgismálum Islendinga verði með þeim hætti, að Islendingar hljóti að hafna einhverjum þeirra og telja sér nauðsyn- iegt að greina frá öðrum stað- reyndum. Hér verður gengið út f''á þvi að með varnarskjali sínu, sem shilað verði 15. jan. 1974, gef- is% Islendingum tilefni til þess að snúa vörn í sókn, rekja stað reyndir landhelgismálsins og ákæra Breta frammi fyrir öll um hinum siðmenntaða heimi, sem mun vjita þessum málaferl um fyrir dómstólnum óvenju lega athygli, þ.á m. allar hinar sameinuðu þjóðir og aðrar þjóð ir, sem aðild eiga að dómstóln- um, fyrir óslitinn yfirgang og ofbeldi í öllum myndum, við- skiptalegs, póiitísks og hernað arlegs eðlis frá 1952 til þessa dags og sanna það ofbeidi með óhrekjandi skjallegum gögn- um. Þetta ofbeldi hafa Bretar einir allra þjóða í heimi haft í frammi vegna útfærslu fisk- veiðilögsögu, þótt tugir þjóða hafi fært út landhelgi sína og/ eða fiskveiðilögsögu af sömu nauðsyn og Islendingar og með sama rétti og þeir. Þetta of- beldi hafa Bretar aðeins haft í frarnmi við íslendinga, vopn- lausa og varnarlausa smáþjóð. 1 þvi, sem hér fer á eftir verður vitnað í skjöl, sem ekki hafa áður verið birt hér á landi, sem varpa nýju ljósi á nauðungarsamning þann sem gerður var við Breta 1961. Þessi skjöl, sem alþingis- mönnum 1961 var neitað um að sjá, og hafa af einhverjum ástæðum verið látin liggja í þagnargildi af núverandi ríkis stjórn, sýna og sanna, að Bret- ar stuðluðu að og fengu fram samninginn 1961 með hótun um beitingu vopnavalds og við- skiptalegs ofbeldis, og að samningurinn er því, skv. skýr um ákvæðum nýrra alþjóða- laga, Vínarsamþykktarinnar um milliríkjasamningá frá 23. mai 1969 ógildur frá upphafi. Hér verður gengið út frá þvi að Islendingar vilji sem þjóð standa við gerða samninga og þá ekki sízt þann samning, sem þeir hafa gert við allar þjóðir heimsins í senn, sáttmála hinna sameinuðu þjóða. Ákvæðin um alþjóðadómstólinn eru óaðskilj anlegur hluti þess sáttmála. Þau ákvæði voru samþykkt á Alþingi 9. desember 1946, og verða skuldbindandi fyrir ís lendinga, svo lengi sem þeir eru ein hinna Sameinuðu þjóða, nema því aðeins að þeim verði breytt. Með þessum sátt- mála og samþykktum hans um dómstólinn frá 1946 tóku Is- lendingar yfir sig „erlendan dómstól úti í löndum“ eins og nú er haldið á loft, og viður- kenndu dómstólinn, sem dóm stól Sa-meinuðu þjóðanna og eina af aðalstofnunuim þeirra. Það var vegna þess að and- stæðingar samningsins við Breta 1961, viðurkenndu sátt- málann um dómstólinn frá 1946 þ.ám. ákvæði 36. greinar hans, 1. og 6. tölulið, og vildu halda þau og hafa i heiðri, að þeir töldu það ekki aðeins ábyrgðar hluta af Alþingi, heldur alger- lega rangt, að gera samning, sem felldi landhelgismál tslend inga ómótmælanlega undir lög sögu dómstólsins, sem ekki hafði í höndum neina alþjóð- lega relgu um viðáttu land- helgi til þess að dæma eftir, eins og hann hefir ekki enn þann dag í dag. Það er vegna ákvæða sátt- málans frá 1946, að okkur ber skylda til að sanna það á þeim vettvangi, sem þar var samið um, þ.e. fyrir alþjóðadómstóln- um, að Bretar hafi beitt Islend iinga ofbeldi, viðskiptalegu og hernaðarlegu og hótað þeim of beldi við samningsgerðina 1961. Fjarstæður hraktar Margar fjarstæður, rang- færslur og villandi „upplýsing ar“ um starfsháttu dómstólsins og starfsreglur hafa komið fram, síðan það varð að „hita- máli“ illi heilli, hvort Islend- ingar eigi að hlaupa af hólmi og afsala sér rétti sinum til að halda fram málstað sinum í að almálinu, þ.e. hinu eiginlega landhelgismáli Islendinga, eða að senda dómstólnum „vörn“ i málinu hinn 15. janúar 1974 gegn „sókn“ Breta, sem fram kemur 1. ág. n.k. Er mönnum á margan hátt vorkunn í því efni, þótt þeim hitni í hamsi, og sjái t.d. ekki „réttlæti“ hins virðulega dóm- stóls i því, að „úthluta“ Bret- um og Vestur-Þjóðverjum 289 þúsund tonna ársafla á Islands miðum. „Þann úrskurð yrðum við að viðurkenna, ef við sendum mái flutningsmann til Haag“, segir leiðarahöfundur blaðs forsæt- isráðherrans, Tímans, hinn 31. marz s.l. Slík er fræðslan, sem lesend um íslenzkra blaða er veitt um staðreyndir málsins. Á þessari rakalausu og sannanlega röngu staðhæfingu eru svo byggðar ályktanir félagasam- taka, verkalýðs- og ungmenna samtaka um að „ekki komi til mála að senda málflutnings- mann til Haag“ til þess að halda þar fram málstað ís- lands! 1 umræðum á Alþingi fyrir 12 árum var því haidið fram, að Bretar mundu alveg vafa- laust, eftri að þeir fengju land- helgissamninginn í hendur, krefjast slíks úrskurðar al- þjóðadómstólsins, hvenær sem íslendingar reyndu að færa flskveiðilögsöguna út umfram 12 sjómilur með reglugerð, og var þar vitnað til fordæmis um þetta, úrskurðar dómstólsins frá 5. júni 1951 í máli Breta gegn íran. Bretum var gefið tilefni tll þessa, með útgáfu reglugerðar innar frá 14. júlí 1972. Það fór eins og sagt var fyr- ir 1961, að Bretar og Vestur- Þjóðverjar kröfðust „bráða- birgðaúrskurðar" og fengu hann eftir skyndimálfærslu, eins og vera ber, skv. 41. gr. samþykkta dómstólsins og 61. gr. réttarfarsreglna hans. Skv. 61. gr. (2. tölul) skulu slík mál ganga fyrir öllum öðrum mál- um og þeim vera hraðað eins og mest má verða. („treated as a matter of urgency“). Dóm- stóllinn tók sér 5 daga til að íhuga mál Persa (Irans) eftir málflutning Breta einna, en hálfan mánuð í máli íslendinga. Persar og íslendingar höguðu sér nákvæmlega eins i málun- um. Þeir mættu ekki fyrir dómsitólnum við skyndimálflutn inginn, enda er það skýrt fram tekið í 8. tölulið 61. gr., gagn- stætt því sem segir t.d. i 62. gr. um véfengingu lögsögu, að málsaðilum ber engin skylda til að mæta í slíku máli um bráðabirgðaúrskurð. Hvað gerðu Persar við úr skurðinn? Þeir höfðu hann að engu — eins og Islendingar — neituðu að viðurkenna lögmæti hans. Hvað gerðu Persar eftir úrskurðinn? Þeir hófu mál- flutning í máiinu, sem Bretar höfðu byrjað með málsókn gegn þeim 26. maí 1951. Viðurkenndu þeir með því úrskurð alþjóðadómstólsins frá 5. júní 1951? Samkvæmt lögspeki leiðara- höfundar Timans 31. marz s.l., sem hann hefir eftir hæstarétt- arlögmanni einum, em kvadd- ur var af sjónvarpinu til að „fræða“ íslendinga um þetta at riði, hefðu þeir átt að gera það. Á þessari lögspeki eru byggðar allar ályktanir, sem nú eru gerðar í félagasamtök- um hér á landi um að „ekki komi til mála að senda mál- flutningsmann til Haag“ af hálfu íslendinga, þvi það þýði að viðurkenna úrskurðinn frá 17. ágúst 1972. „Þann úrskurð yrðum við að viðurkenna, ef við sendum mál flutningsmann til Haag,“ segir leiðarahöfundurinn og lögspek ingur hans. Hvað gerðist síðan i máli Persa, síðasta dæminu um „bráðabirgðaúrskurð" alþjóða- dómstólsins þangað til kom að máli Islendinga? Með málflutningi sínum, sem tók rúmt eitt ár, fengu þeir hrundið hinum vitiausa og rakalausa úrskurði frá 5. júlí 1951. Það gerðist með dómi al- þjóðadómstólsins 22. júlí 1952. Þannig er það sýnt með for- dæmi, að málflutningur þýðir enga viðurkenningu á fyrri úr- skurðum dómstólsins í máli, en fyrir þvi eru einnig mörg önn- ur rök. Pantaðar „Egilsstaðasam- þykktir" um að svo sé, breyta engu um það. Þær verða að- eins sönnunargögn fyrir síðari tima um fáfræði og fiflahátt höfunda þeirra. Um slíka „bráðabirgðaúr- skurði" dómstólsins skv. 41. gr. samþykkta hans, er annars al- mennt það að segja, að því var m.a. haldið fram af einum þekktasta þjóðréttarfræðingi Þjóðverja og dómara í milli- ríkjadómstólnum, að þeir hefðu ekkert bindandi gildl fyrir málsaðila. Þá var utan- ríkisráðherra bent á það fyrir uppkvaðningu úrskurðarins 17. ágúst, að vist væri að dóm stóllinn mundi ekki telja sér skylt, skv. „dómiðkun" (juris- prudence) dómstólanna beggja eða í 45 ár, að kanna það til nokkurrar hlítar, hvort hann hefði yfirleitt lögsögu í mál- inu, og að hann mundi ekkl heldur telja sér það skylt, vegna útivistar annars málsað- ila, þótt vitnað væri til 53. gr. samþykktanna. Hins vegar er utanríkisráð-. herra vel kunnugt um það nú, og hefir lengi verið, að auð- velt er að semja við Breta um mun lægra hámarksaflamagn en dómstóllinn „úthlutaði“ þeim, og sanna þannig, að það aflamagn var fjarstæða og að „úthlutun" dómstólsins hefir spilit fyrir frjálsu samkomu- lagi málsaðila, þvert gegn því sem í orði kveðnu á að vera tilgangur slikra „úrskurða". Bretar vita betur Brezk blöð fögnuðu mjög úrskurðinum frá 17. ágúst. Þau túlkuðu hann sem „dóm“ I landhelgismáli Breta gegn Is- lendingum. Sami misskilning- ur er rikjandi hér á landi, bæði um „úrskurðinn" og dóm- inn um lögsöguna. Menn virð- ast draga þá ályktun af þess- um aðgerðum dómstólsins, að við hljótum að tapa aðalmál- inu, landhelgismáli okkar. En Bretar vita betur. Ein- stök blöð geta bent á það, að við þorum ekki að flytja mád okkar, og það sýni, að við trú- um ekki á okkar góða málstað. En fyrir skömmu var haldin í London ráðstefna brezkra þjóðréttarfræðinga og saman- burðarlögfræðinga. Af henni fóru ekki miklar fréttir í brezkum blöðum. En það er kunnugt af áreiðanlegum heim- ildum, að þar risa upp nokkr- ir kunnustu þjóðréttarfræðing ar Breta og halda þvi fram að mál Breta gegn Islendingum væri „gertapað". 1 þvi máli yrðu Bretar að semja við ís- lendinga og i hafréttarmálum öllum að leita málamiðlunar við þann mikla fjölda rikja, sem nú stefndu að stóraukinni fiskveiðilögsögu. Annars yrði 200 mílna lögsagan ofan á á ráðstefnunni eins og 12 milna lögsagan varð í raun á ráð- stefnunum 1958 og 1960. Þessir menn sögðu að al- þjóðadómstóllinn væri nú í mesta vanda staddur, sem hann hefði nokkurn tíma kom ist í og stóð hann þó ekki of föstum fótum í réttarvitund þjóðanna. Dómstóllinn gæti ekki neit-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.