Morgunblaðið - 08.05.1973, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.05.1973, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ 1973 Keppnisferð til Bandaríkjanna og m. fl. á döfinni hjá KKÍ Ársþing Körfuknattleikssam- bands Islands var haldið á skír dag. Fremur dauf þátttaka var á þessu þingi, og sérstaklega vakti það athygli að utanbæjar menn sendu aðeins fimm full- trúa til þingsins, en eins og kunnugt er er körfuknattleikur stundaður víða úti á landsbyggð inni, og hefði maður því haldið að utanbæjarmenn teblu sig eiga einhverra hagsmuna gæta. f>að verður að segjast eins og er, að þetta þing var ekki að neinu leyti tímamótaþing. Xil þess að svo mætti verða hefði þurft mun meiri áhuga körfu- knattleiksfélaga víða um .lanð. — Það kom þó fram á þingi þessu að eitt og annað stendur fyrir dyrum hjá K.K.Í., og því fengum við Hólmstein Sigurðs- son sem var endurkjörinn for- maður á þessu þingi, til að segja nokkuð frá helztu málum þings ins, og því sem framundan er hjá K.K.I. — Nú hefur gætt nokkurrar óánægju hjá mörgum með það að engir landsleikir hafa verið leiknir í eitt ár. Hvað veldur þessu, og hvað er framundan í þeim efnum? — Já, ég hef sjálfur heyrt þessar óánægjuraddir, og reynt að gera mönnum grein fyrir þvi hvað hefur valdið. Það er i fyrsta lagi það, að undanfarin tvö ár hefur verið unnið að þvi að koma einhverju lagi á fjár- hag sambandsins sem var væg- ast sagt orðinn bágborinn. 1 öðru lagi, og það er það atriði sem höfuðmáli skiptir, þá hafa hreinlega engir menn fengizt til starfa. Það má segja að aðeins tveir menn hafi starfað eitthvað að málum K.K.l. i vetur, og þeirra aðalstarf hefur verið að vera mótanefnd. Nú stendur hins vegar fyrir dyrum ferð til Banöaríkjanna í haust, og einn- ig stendur okkur til boða að leika tvo landsleiki við Noreg í haust. Ekki er nokkurt vafamál að þetta eru mjög verðug verk- efni, sérstaklega Bandaríkjaferð in, en spurningin er bara þessi. Fást menn til þess að starfa að þessu í sarpeiningu. Hólmsteinn Sigurðsson, forniað- ur Körfuknattleilcssambands Is- lamls. — Hver voru aðahnál árs þingsins sem nýlokið er ? — Mikill hluti þingsins fór í umræður um breytingar á móta reglum K.K.Í. og voru sam- þykktar allverulegar breyting- ar á þeim. Einnig var starfsregl um fyrir aganefnd breytt tals- vert þannig að vonandi er að aganefnd verði fær um að gegna því hlutverki sem henni ber. Annars var þetta þing mjög rólegt, og lítið var sam- þykkt af tillögum sem tímamót marka. Þó var samþykkt tillaga um að með þátttökutilkynning- um félaganna fyrir næsta Isl. mót skuli fylgja með tilnefning eins manns i mótanefnd, og er þá vonandi að stjórntn geti far- ið að sinna öðrum áriðandi verk efnum. Á hvaða stigi standa málin i sambandi við Bandaríkjaferð- ina? -— Allur undirbúningur er vel á veg kominn. Það er búið að semja um 12 leiki í ferðinni, og raða þeim niður og dagsetja. Þessi ferð verður geysimikið fyr irtæki, hún kemur til með að standa í 3—4 vikur, og er því ekki víst að við getum farið með alla okkar sterkustu leikmenn. En þessa dagana stendur yfir könnun á því hverjir geta kom- ið til með að fara, og ætlun- in er að iiðið æfi í allt sumar undir stjórn Ólafs Thorlasiusar. Þetta er gullið tækifæri fyrir þá sem fara i svona ferð, og ekki að efa að hún kemur til með að hafa ýmislegf gotf í för með sér. Hvernig er fjárhagur Körfu- knattleikssambandsins ? — Hann heíur sennilega aldrei verið betri en nú, og staf ar það þá ekki sízt af þvi að ekki hefur verið ráðizt í fjár- frekar framkvæmdir. Þó fórum við á Polar Cup í fyrra, og það kostaði um það bil 400 þúsund. Hins vegar tókst fjáröfiun í þvi sambandi vel. Nú þarf einungis, jafnfi-amt þvi sem við færum út kvíarnar i sambandi við samskipti við er- lenda aðila, að gæta þess að einnig þarf að fá menn til þess að afla fjár jafnóðum. Það er min trú, að ef körfuknattleiks- menn standa sameinaðir og vinna saman að ákveðnum verk efnum hverju sinni, þá mun iþrótt okkar vinna mikið á. Það er einungis þetta stóra vanda- mál með vinnukraft. Hvers vegna hætti George Best? Hann hcfði getað orðið enn frægari. Ef til vill hefði hann fengið viðurnefni eins og „írski galdraniaðurinn“, „Rauði dýriingurinn“, eða kannski hefði hann verið nefndur „Georgie the Great“ i knattspyrnuannálum. I stað inn er nú talað iiin hanii eins og skóiastrák — ekki tossa lieidur vandræðagemling. Þó er kannski of mikið að segja að um hann sé talað, stað- reyndin er nefnilega sú að nafnið George Best er ekki lengur á hvers manns vörum í Englandi Hann var „súperstjarna“ í þess orðs fyllstu merkingu, tilbeðinn og dáður um allan heim sern hinn „fullkomni" knattspyrnumaður. Hann var markaskorari — þeir eru allra knattspyrnumanna vin- sælastir — og hann hafði meiri knatttækni en flestir aðrir geta státað af. Þetta var þó ekki allt og sumt. Hann var ungur, lag- legur, ríkur og . . . ógiftur. Aðeins hugsunin um hann kom stúlkum um heim allan til að skjálfa, svo ekki sé nú talað um það þegar þær kom- ust í návígi við sjálft goðið. Karlmenn öfunduðu hann af knattspyrnusnillinni og kyn- töfrunum og þyrptust á völl- inn til að sjá George Best. Það var margt sem hjálpað ist að til að gera Best vinsæl- an, en svo einn góðan veður- dag fyrir nokkrum mánuðum kom rothöggið. George Best var hættur að leika knatt- spyrnu. HVEKS VEGNA? Menn velta því fyrir sér hvers vegr.a Best valdi að hætta, því þó svo að hann hafi verið settur út úr iiði Manchester United og hann hafi ekki átt upp á pailborð- ið á þeim vígstöðvum, er ekki vafi á því að Best vildi-ekki sjálfur vera með í bardagan- um lengur. Hann hegðaði sér eins og honum sýndist og beið þess eins að hann fengi „lausnarorðið". Best fékk dáiaglegan skild ing fyrir að leika knatt- spymu, en hún ein gerði hann ekki að auðugum manni. Hann hafði einnig mikinn áhuga á viðskiptum, auglýsti ólíkustu vörutegundir og ótaldir aðdáendaklúbbar hans voru mannmargir. Fram annefnd atriði færðu honum fé, sem hann gat eingöngu þakkað getu sinni á knatt- spyrnusviðinu. Til eru þeir menn sem ekki geta iifað án þess að vera af lí/i og sál í knattspyrnu, knattspyrnan er þeirra vatn og brauð Líkt var farið með Best og þvi er lítið að marka þær yfirlýsingar hans að hann hafi skyndilega misst allan áhuga á knattspyrn- unni. Þó hann sé hættur að leika sjálfur, hefur hann enn áhuga. EKKI NORKI'R FLÓAFRIftUR Ástæðan fyrir því að Best hætti hlýtur að standa í sam- bandi við nianninn sjálfan, en ekki knattspyrnumanninn. Ákvörðunin um að hætta hef ur örugglega brotizt lengi um í honum, en ekki verið tekin í skyndingu. Þar sem Best lét sjá sig fékk hann ekki nokkurn flóa frið, á götum úti heilsuðu ókunnugir honum og spurðu jafnvel nærgöngulla spurn- inga. Á heimili sínu hafði Best ekki nokkra ró í sér, enda fjarri fjölskyldu sinni, sem býr í Belfast. Best hafði þungar áhyggjur af fjölskyld Georg'e Best á fullri ferð — áhorfendasvæðin troðfull af unni. Belfast er jú ekki frið áhorfendum, sem kannski komu bara til að sjá George Best sýna samlegasti staðurinn á jarð- snilli sína. ríki. Ekki bætti það svo úr skák fyrir Best að honum hafði verið hótað lífláti og fékk það mjög á hann sem eðlilegt er. Þegar Best kom sem 15 ára ungiingur til Manchester United þjáðist hann af heim- þrá. En með tímanum varð hann góður af heimþránni, en þá tók éinmanaleikinn við í öllu sínu veldi. Kunnugir segja að hann hafi reynt að koma í veg fyrir einmana- leikann með næturklúbbarápi sínu, sem var þó nokkuð mik- ið og ekki alveg samkvæmt aganum, sem ríkti hjá Man- ehester United. Einu sinni var Best spurð- ur að því í viðtali við enskt íþróttablað, hvað hann lang- aði mest tii að gera. Best svar aði því til að hann langaði til að kvænast góðri stúlku. Þetta virðist vera kyndugt svar hjá manni, sem gat valið úr hópi ástsjúkra stúlkna um allan heim, En ef til vill var góð kona einmitt það sem Best vantaði góðan vin, sem hann gat treyst og talað við. Þó að Best sé hættur að sjást á knattspyrnuvellinum, er hann þó enn ofarlega í hugum margra knattspyrnu- unnenda. Kannski skrifar hann ævisögu sina einhvern tímann þegar fram i sækir og þá fáum við væntanlega svar ið við þv: hvers vegna Ge- orge Best hætti að leika knattspyrnu. Goðsögnin Ge- orge Best lifir ennþá, en fer- ill hans varð með nokkuð öðr um hætti en menn áttu von á. Charlton fram- kvæmdastjóri Preston Áhorfendur að ensku knatt spyrnunni hafa i mörg ár flykkzt á vöilinn til að sjá Bobby Charlton Ieika, en nú hefur þessi mikla stjarna enska landsliðsins og Man- chester United ákveðið að bætta keppni. Siðasta leik- inn á sinum ferli iék Charl- ton á móti Verona í ensk- itöisku keppninni og kapp- Inn skoraði tvö mörk. Eftir leikinn lét Charlton hafa þau ummæii eftir sér að hann hefði hug á að gerast fram- kvæmdastjóri og um ieið og Chariton kom til Englands frá ftaiíu tóku forráðamenn Preston, sem ieikur i annarri deiki, á móti honum með samn ing i höndunum. Charl- ton liugsaði sig ekki Iengi um áður en hann skrifaði undir og þvi mun þessi stór- kostiega stjarna ensku knatt spymunnar eyða kröftum sin um i framtsðinni við að leið- beina öðrum. Xveir frægir Manchester Un- ited-menn, Matt Busby og Bobby Charlton. Chalton sýn- ir gamla framkvæmdastjóran- um sínum vindlingaöskju úr silfri, sem leikmeftn Chelsea færðu honum fyrir leik Man. Cnited og Chelsea, sem fram fór á Stamford Briðge, 28. apríl, en það var síðasti leik- ur Shaltons í ensku 1. deild- inni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.