Morgunblaðið - 29.05.1973, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.05.1973, Blaðsíða 4
4 MORGUiNB!LA£>IÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. MAÍ 1973 UBK - ÍBA 4-0: Yfirburðasigur Blikanna — yfir slöku liði Akureyringa AKUREYRINGAJt, sem komu á óvart með því að hirða annað stigið af fslandsmeisturum Fram i fyrsta leik mótsins, komu aftur á óvart um sl. heigi, er þeir töpuðu stórt fyrir Breiða bliki úr Kópavogi á Melavellin- um á sunnudag. Nýliðarnir í 1. deiid frá Ak- ureyri léku all þokkalega á köfl- um i fyrri hálfleik, en þá léku þeir undan þægilegri goiu, en eftir að þeir fengu á sig mark úr vítaspyrnu á 40. mín., var eins og allan mátt drægi úr liðinu og spurningin var því aðeins eftir það, hve stór sigur Breiðabliks yrði. Þetta að liðið gefist upp, eft- iir að hafa fengið á sig mark, orðið marki undir, hefur lengi loðað við lið Akureyriiniga og kann ekki góðri lukku að stýra, ef þeim tekst ekki að yfirviinna þann veifcLeika. 1 ann- ain stað hafa Akureyringar sjald an náð að sýna góða leiki á Mela vellinum, þar sem Rlikamiir virð ast bæriiega kunna við sig. JAFN FYRRI hAlfleikur A kureyringar léku undan gol- unni í fyrri hálfieik og byrjuðu þeir leikinn nokkuð vei og héldu uppi nokkurri sókn, en er iíða tók á háilfleikinn tók leikurinn nokkuð að jafnast. Á 4. mín. sóttu Akureyringar, en sókn þeirra endaði með glæsilegu Barizt í návigi í leik Breiðabilks og ÍBA. ”FRENCH” modelið ÞRÖNGAR AÐ OFAN, VÍÐAR FRA HNÉ 0G NIÐUR. „FRENCH" ER AÐEINS EITT MODEL AF MÖRGUM I BUXUM FRA Slimma EINNIG BLOSSUR MUSSUR DRAGTIR JAKKAR KJÖLAR. MUNIÐ uor & sumnR TízKunn DÚKUR HF SKEIFUNNI 13. Benedikt sækir að marki Breiða bliks, en tókst ekki að skora frek ar en öðrnm Akureyringum í leiknum. Ríkharður, Einar og Ólafur eru t ii varnar. UIÐ UBK: Ólafur Hákonarson 2, Helgi Heigason 2, Sigurjón Valdimarsson 2, Einar I>órhallsson 3, Hinrik Þórhallsson 2, Þór Hreiðarsson 3, Guðmundur Þórðar- son 1, Gísli Sigurðsson 2, Ríkharður Jónsson 2, Magnús Steinþórsson 3, Heiðar Breiðfjörð 2, en hann kom inn á í stað Gísla Sigurðssonar í fyrri hálfleik. LEÐ ÍBA: Árni Stefánsson 2, Viðar Þorsteinsson 1, Aðalsteinn Sigurgeirsson 1, Sævar Jónatansson 2, Gunn- ar Austfjörð 3, Jóhannes Atlason 2, Sigbjöm Gunnars- son 2, Benedikt Guðmundsson 1, Kári Ámason 1, Magnús Jónatansson 1, Eyjólfur Ágústsson 2, Ómar Friðrlks- son 1, kom inn á i síðari hálfleik. Dómari: Hinrik Lánisson 2. skoti Magnúsa/r Jónatanssonar, sem fór rétt yfir þverslá. Þrem mín. sáðaæ átti Sitgbjöm Gunn- airsson síkot, sem Ólafuir Hákon- arson vairði létrtilega. Þa-nnig gekk leikurinn fyrir sig lengi framan af. Akureyr- imgair sóttu heldur meira, en Blikamir náðu einni og einni sóknarlotu, en mörkin létu á sér standa, enda jafnaðist ieikurinn er á leið. Á 40. mín. sóttu Blifcamir upp vinstra megin og var hairt bar- izt fyrir framan markið, þar sem rnargir leikmenn voru fyrir. Gunnari Austfjörð varð það á að slá knöttinn með hendinni, þannig að dómarinn dæmdi víta- spymu. Magnús Steinþórsson framkvæmdi vítaspymuna og skoraði örugglega. Á 43. min. fékk Hinrik Þór- hallsson gott tækifæri tii að bæta öðru marki við, en hann var ekki á skotskónum og hitti ekki markið. EINSTEFNA BLIKANNA I SfÐARI HÁLFLEIK Ef frá eru taldar nokkrar fyrstu min. í síðari hálfleik, en þá sóttu Akureyringar nokkuð, var um nær algjöra einstefnu Blikanna að ræða. Á 54. mín. átti Eyjólfur Ág- ústsson hörkuskot í hliðamet og min. síðar skaut Kári Ámason rétt yfir þverslá. Með þesisueru upþtalin tækifæri Akureyriniga í hálfleiknum. Bli'kamir tóku leikinn að mestu í siínar hendur og á 61. mín. bættu þeir öðru markinu við. Heiðar Breiðfjörð tók hom- spyrnu og þótt hann sendi knöttinn ilia fyrir markið, tókst Hinriki Þórhallssyni að ekora. Þetta mark verður að skrifast á vömina, því ekkert átti að vera auðveddara, en að hreinisa knöttinn frá. Nokkrar sókniarlotur Blikanna fylgdu í kjölfarið, en það var ekki fyrr en á 76. mín. að sökn þeirra bar árangur. Þór Hreið- arsson lék upp völlimn frá miðju og skoraði með góðu skoti. Þaima var vömin iila á verði, þvl það var næstium ótrúlegt hve auðvelt það reyndist Þór að komast þama í skotaðstöðu. Og aftur nokkrum min. síð- ai', eða á 83. min. lék Hinrik Þórhallsson sama leikinn. Hann næstum gekk í gegmum vöm- ina og skoraði, án þess að hinn ágæti marfcvörður Akureyringa, Ámi Stefánsson fengi nokkrum vörmum við komið. Það sem eftir var ieiksins gerðist fátt markvert, nema hvað á 85. mín. varði Ámi giæsi lega skot frá Ólafi Friðrikssyni. AKUREYRINGAR SUAKIR Akureyrinigar voru mjög slak ir í þessum leik. Það var eins og allt leikskipulag væri í mol- um hjá þeim, bæði í vöm og sókn. Sérstaklega varð þetta þó áberandi er líða tók á ieikinn og við að fá á sig mörk, var eins og liðið gæfist hreinlega upp. Framlinan var bitlaus og sóknarleikurinn einhæfur og þvi auðvelt fyrir vörh Blikamma að verjast. Kantamir voru ails ekki notaðir, nema stöku sinp- um, heldur var reynt að fara upp miðjuna, þar sem vömin var hvað þéttust fyrir. Vömin með þá Gunmar Austfjörð og Jóhamnes Atlason sem beztu menn, var skárri hluti liðsins, en þó brugðust þeir illa í tveim mörkunum. Hinn ágæti mark- vörður llðstas, Ámi Stefánsson fékk lítið að sýnia og verður ekki sakaður um mörfcim. Ef svo fer sem horfir, er greini legt að hiutverk Akureyringa í deiidinnl í sumar verður að verja sæti sitt, en til þess að það megi takast verður liðið að leika betur en í þessum leik. JAFNT LBÐ BLIKANNA Eins og áður er fmam komið, unnu Blikamir verðskuldaðan sigur að þessu simni. Lið þeiirra er skipað jöfnum einstaklingum, þar sem eniginm virðist öðrum betri, en eru samtaka í að berj- ast og það dugði þeim til sig- urs að þessu sinnL Sá leikmiaður, sem hvað mesta athygli vakti í þessum leik, var Magnús Steinþórsson, en hann lék stöðu mdðvarðar og gerði það mjög vel. Vömin lék í heild- ina tekið yfirleitrt vel og sýnd- isrt mér þar enginn öðrum fremri, ef Magnús er frátalinn. Þór Hreiðarsson stóð fyrir sinu að venju, en Hinrik Þór- hallssom, var ekki á skotskónum í þessum leik, þótt honum tæk- ist að bæta úr með marki í síð- ari hálfteik. Leikmenn liðsins, sem flestir eru ungir að árum, eru eftir þess um leik að dæma ekki líklegir til að láta hlut sinn og trúlega eiga þeir eftir að næla sér í nokk ur stig á gamla Melavellinum ef að líkum lætur. Þar virðast þeir síður en svo auðunnir. Blik amir hafa á hverju ári verið taldir iiklegir fallkandidatar, en mér sýndst, ef marka má þenn- an leik, að önmur lið séu til þess láklegri. Leikinn danmdi Hinrik Lárus- som og átti hann þokkalegan dag. f stuttu máli: Islamdsmót 1. deild. Melavöllur 27. maí. BraðabMk — iBA 4:0 (1:0). Mörk UBK: Magnús Stein- þórsson viitasp. á 40. mim., Hin- rik Þórhallssom á 61. mín., Þór Hreiðarsson á 76. min., Ólafur Friðiiksson á 83. mín. Áhorfendur fremur fáir. Texti: Helgi Daníelsson. Myndir: Sveinn Þormóðsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.