Morgunblaðið - 29.05.1973, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 29.05.1973, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. MAI 1973 Ásgeir Siífiu \inss<in var hættuleg-ur í leiknum \ið Frani og sést hér skjóta að marki, en Þorbergur varði. Agúst Guðmundsson Hggur á jörðinni. Sigurmark á elleftu stundu - er bikarmeistararnir unnu Islandsmeistarana 1-0 Leikur ÍBV og Fram, sem fram fór á Njarðvíkurvellinum á laugardaginn bauð upp á mik inn hraða og mikla spennu. Bæði lið áttu mýgrút af tæki- færum, en ekki tókst að nýta nema eitt þeirra og var það Örn Óskarsson, sem skoraði gott mark fyrir Eyjamenn síðast í leiknum. Markið kom sannar- lega á elleftu stundu, menn voru farnir að sætta sig við jafnteflið, sein eftir atvikum hefði verið sanngjarnt. Orð Stefáns Runólfssonar for manns ÍBV um að knattspyrn- an myndi þjappa Eyjaskeggjum saman meðan þeir dveldu á fastalandinu virðast ætla að standast. Áhorfendur að þess- um leik voru rúmlega 2100 og óhætt er að fullyrða að þar hafa Vestmannaeyingar verið í meirihluta. Leikurinn fór fram á vellinum í Njarðvíkum, heima velli Vestmannaeyinga og verð- ur ekki annað séð en að völlur- inn sé í ágætu ástandi, en ]>ó hefði ekki sakað að slá hann fyrir þennan leik. Vestmianwaeyingar léku und- an þægilegri golu í fynri hálf- ieilknuim og áttu þá meira i ieiknum, en Framarar áttu þó hættu'legri marktækifæri. Áhorf endur þurftu ekki að láta sér leiðast, yfirleitt var eitthvað að gerast á leikvenitnum, en ef svo var ekki ræddu menn um nýaf- staðna vertíð og fyrstu frétt- ir af þvi er Ægir sfcaut á Ever- totn norður af Grímsey. SKOT í TRÉRAMMANN Snorri Rútsson átti fyrsta hættulega skotið I leiknum er hamn skaut í slá af um 20 metra færi á 18. mímúfu. Litlu síðar varu Framarar klaufskir að taka ekki forystu í ieifcnum, Sending Eimans Flriðþjófssonar til Páls Pálmasomar mistókst og Texti: Ágúst I. Jónsson. Myndir: iBrynjólfur Helgason. Símom komst á milli. Páll hál'f- varði skot Símons, Eggert náði kmettimum en skaut í stöng og út. Á 40. mínútu bjargaði Ólafur Siigurvimisson á lírnu eftir skot frá Marteini. Um miðjan sáðari hálfleikinn fékk Öm Óskarsson gott tækifæri, er hann komst einn iinnfyrir. Þorbergur var kominn langt út úr markinu, en Emi mistókst rruarkskotið. Guð- geir Leifsson átti þruimuskot af 30 metra færi og hárfint yfir og áfram mætti telja tækifærin samkvæmt minnisbókinni. LOKSINS MARK , En á markamímútummi marg- umtöiuðu kom loksins mark. örn Óskarsson lék með knött- inn frá miðju og með Emi sóttu bæði Tómas og Ásgeir, aðeins tveir Framarar voru til vamar og gátu þeir því ekki valdað alla mennina. Er Öm var kom- inn að vítateig sikaut hann góðu skoti í stöng og í mark Fram- ara. Gott mark á elleftu stundu, sem færði Vestmannaeyingum tvö dýrmæt stig í baráttunni. MANNASKIPTI OG STÖÐUBREYTINGAR Nokkrar breytingar hafa átt sér stað hjá lislandismeisturum Fram frá því í fyrra, bæði hef- ur liðið misst góða menn, feng- ið aðra í staðinn og leikmenn LIÐ ÍBV: Páll Pálmason 3, Ólafur Sigurvinsson 3, Einar Friðþjófsson 2, Friðfinnur Finnbogason 3, Þórður Hallg-ríni.sson 2, Óskar Valtýsson 2, Snorri Rútsson 3, Tómas Pálsson 2, Haraldur Júlíusson 2, Öm Óskarsson 2, Kristján Sigurgeirsson 1, (Kristján kom inn á fyrir Óskar seint í síðari hálfleik). LIÐ FRAM: Þorbergur Atlason 2, Ómar Arason 2, Ágúst Guðmundsson 2, Sigu rbergur Sigsteinsson 2, Jón Pétursson 3, Marteinn Geirsson 2, Guðgeir Leifsson 3, Erlendur Magnússon 1, Símon Krist.jánsson 2, Eggert Steingrímsson 1, Gunnar Guðmundsson 2, Baldur Schev- ing 2, Snorri Hauksson 1, (Baldur og Snorri komu inn á fyrir Ómar og Erlend í síðari hálfleik). Dómari: Ragnar Magnússon 3. Eggert Steingrímsson hefur betur í baráttu við Vestmannaeyingana Þórð Hallgrímssonn, Snorra Rútsson og Óiaf Sig urvinsson. Ragnar Magnússon, dómari fylgdist með álengdar. hafa verið færðiir tii á vellin- ura, Ásgeir Elíasson lék ekki með Fram i þessum lei’k og veikti það miðjuspilið nokkuð þó svo að Guðgeir Leifsson léki nú sinn bezta ieik með Fram. Marteinn Geirsson sá sterki leik maðuir átti sinn stóra þátt í vei- vengni Framara í fyrra með sterkum leik í miðvarðarstöð- unini. Nú i vor hefur Marteinn leikið í stöðu tengiliðs og ekki staðið sig sérstaklega vel, enn var gerð tilraun með Martein í þessum leik og hann settur í stöðu framherja i síðari hálf- Mfcnium og er framlínustaðan tæpast við hæfi Marteins. Jón Pétursson erfði miðvarðarstöðu Marteins og lék Jón nú sinn bezta leik í þeirri stöðu. Friðfinnur Finnbogason var ekki með liði iBV í leikjum Meistarakeppninnar og Reykja- víkuirmótsins en í báðum ieikj- um Islandsmótisinis hefur þessi stóri og sterki leikmaður stað- ið sig mjög vel. Páll Pá'lmason srtóð i marki iBV í þessum leik og virtist öruggur. Snorri Rúts- son stundar nám á Iþróttakenn- araskólanum á Laugarvatni og hefur þvi lítið getað æft með Eyjaliðinu, Snorri hefur þó leikið tvo síðustu ledki liðsinis og staðið sig vel. Ásgeir Sigur- vinsson hefur verið reyndur sem tengiliðuir í siðustu leikjun urn og aldrei staðið sig meira en sæmilega, nú lék Ásgeir í sinni gömiu stöðu á vinstri kanti og sýndi hæfni sína hvað eftir ann að með góðum sendingum og mikium hraða. í stuttu máli: íslandsmótið 1. dei'ld Njairðvík'Urvöllur 26. maí ÍBV — Pram 1:0 (0:0) Mark ÍBV: Örn Óskarsson á 87. mínútu. Aminning: Engin Áliorfendur: 2141. \ STAÐAN Staðan í 1. deild: ÍBK 2 2 0 0 8:1 4 KR 2 1 1 0 3:2 3 UBK 2 1 0 1 5:3 2 ÍBV 2 1 0 1 2:2 2 Valur 2 1 0 1 3:5 2 Fram 2 0 1 1 0:1 1 lA 2 0 1 1 2:5 1 ÍBA 2 0 1 1 0:4 1 Markhæstir í 1. deild: Birgir Binarsson, Val 2 Grétar Magnússon, ÍBK 2 Steinar Jóhannsson, iBK 2 Atli Þór Héðinsson, KR 1 Baldvin Elíasson, KR 1 Einar Gunnarsson, iBK 1 Einar Þórhallsson, UBK 1 Guðmundur Þórðarson, UBK 1 Guðni Kjartansson, iBK 1 Hermann Gunmarsson, Val 1 Hörður Jóhannesson, lA 1 Jóhann Torfason, KR 1 Jón Ólafur Jónsson, ÍBK 1 Magnús Steindórsson, UBK 1 Ólafur Friðriksson, UBK 1 Ólafur Júlíusson, iBK 1 Snorri Rútsson, iBV 1 Þór Hreiðarsson, UBK 1 Örn Óskarsson, ÍBV 1 Eitt markanna er sjálfsmark. Staðan í 2. deild: Víkingur 2 2 0 0 7:0 4 Þróttur, R 2 2 0 0 9:3 4 FH 2 10 1 6:5 2 Völsungur 2 10 1 6:7 2 Selfoss 2 10 1 2:6 2 Haukar 2 0 11 3:4 1 Ármann 2 0 11 1:3 1 Þróttuir, Nk 2 0 0 2 1:7 0 Markhæstir í deildinni: Aðalsteinn Ömóifsson, Þrótti 4 Stefán Halidórsson, Víkingi 3 Hreinn Elliðason, Völsungi 3 Gunnar Gunnarsson, Víkingi 2 Helgi Ragnarsson, FH 2 Jóhannes Bárðarson, Víkingi 2 Magnús Torfason, Völsungi 2 Sverrir Brynjólfsson, Þrótti 2 Þórður Hilmarsson, Þrótti 2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.