Morgunblaðið - 06.06.1973, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.06.1973, Blaðsíða 10
10 MORGUNBL AÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 1973 SJÓMANNADAGSRAð Vest- mannaeyja efndi til hófs að Hótel Borg á Sjómannadag- inn sl. sunnndag. Var húsið fullskipað og: tókst skemmtun in hið bezta. Fyrr um dag-inn höfðu Sjómannadag'sráðsmenn farið tii E.vja. þar sem venju- ieg minningarathöfn var hald in við minnismerki hrapaðra og drukknaðra í Eyjum, en minnismerkið, sem er eftir Guðmund Einarsson frá Mið- dal, stendur við Landakirkju. Einar Gislason forstöðumað ur Hvítasunnusafnaðarins flutti ræðu við Landakirkju að vanda á þessum degi, en hann er gamaH sjómaður og skipstjóri úr Eyjurn. f>á sungu tvær stúlkur nokkra sálma með gítarundirleik og Jóhann Kristinsson og Kriist- inn Sigurðsson lögðu blóm- sveig að minnismerkinu. At- höfnin var mjög hátíðleg og var mannf jöldi viðstaddur. Bú ið var að hreinsa alla ösku í kringum minnismerkið og sett var upp hátalarakerfi fyrir athöfnina. Á Hótel Borg setti Jóhann Kristinsson formaður Sjó- mannadagsráðs skemmtunina með ávarpi og að loknu borð- haldi flutti Ármann Eyjðlfs- son skólastjóri Stýrimanna- skólans í Vestmannaeyjum ræðu í gamni og alvöru og vair gerður góður rómur að. Þá skemmti söngtríó og Ómar Ragnarsson mætti um borð og var Síðan dansað af mikl- Frá Guðsþjónustunni við Landakirkju í Vestmannaeyjum á Sjómannadaginn, þegar blómsveigur var lagður að minnis- merki hrapaðra og drukknaðra. Xvær stúlkur sungu sálma við gítarundirleik, Einar Gíslason, sem sést hægra megin við þær flutti ræðu og Jóhann Kristinsson og Kristinn Sigurðsson, sem sjást iengst til hægri lögðu blómsveig að minnismerkinu fyrir hönd Sjómannadagsráðs Vestmannaeyja. Nú máttu menn gera sér að góðu að sitja í öskimni á lóð Landakirkju í stað þess að tylia sér á gróið tún, en askan verður hreinsuð eins og sést á meðfylgjandi mynd og það kom greinilega fram i hófi Vestmannaeyjasjómanna á Hótel Borg að þeir vonast til þess að Sjómanna dagshátíðarhöld þeirra í Reykjavík verði einstæð í orðsins fyllstu merkingu, því eins og Guð- jón Ármann Eyjólfsson skólastjóri sagði í ræðu sinni, munu allir sjómenn Eyjanna ætla aftur og „þar sem sjómenn eru, verður ekki lengi kvennianns iaust pláss“, bætti hann við og lilaut góðar undirtektir. Ljósm. Mbl. Torfi Haraldsson. mmmmWm Miðað við aðstæður var fjölmenni við minningarathöfnina í Eyjum á Sjómannadaginn við minnismerki lirapaðra og drukknaðra, en það stendur á lóð Landaklrkju. Á venjulegum Sjó- mannadegi er þama krökkt af fólki. Ljósmynd Mbl. Torfi Haraidsson. Guðmundur Ingi Guðmundsson skipstjóri á Huginn II. og Sigurjón Óskarsson skipstjóri á Þórunni Sveinsdóttur, með verðlaunagripina. „Einstæður" Sjóimmnadagur Eyjamanna — hátíðleg athöfn í Eyjum og hóf í Reykjavík A efri myndinni er áhöfn á Huginn II, en á neðri myndinni er áhöfnin á Þórunni Sveinsdóttur. Ljósmyndirnar tók ijós- myndari Mbl. Sv. Þorm. við styttu Jóns Sigurðssonar á Aust urvelli. um móð fram eftir nóttu. f>ó tveimur tímum skemur en á venjulegum sjómannadegi í Eyjum, því þá er dansað til kl. 4. En menn höfðu á orði að væntanlega yrði það hægt næsta vor. >á voru afhentir verðlauna- gripir Sjómannadagsráðs Vest mannaeyja. A flak ón gssk i pi ð, sem Sigurjón Óskarsson skip- stjóri á Þórunni Sveinsdóttur VE 401 fékk fyrir mestan bol fiskafla á vetrarvertíðinni, en Skipverjamir á Þórunni lönd- uðu 845 tonnum. Fast á eftir lest og Danski Pétur með 811 lestir. Þá var aflakónginum af- hent fánastöngin útskorna, en þau verðlaum eru veitt þeim skipstjóra, sem lagt hefur afla á land fyrir mest verðmæti. Aflakómgurinn í ár er Guð- mundur Ingi Guðmundsson skipstjóri á Huginn II. VE 55, en skipshöfn hans landaði afla fyrir tæplega 23 miMj. kr. Skuttogarinn Vestmannaey, sem kom til landsins frá Jap- an eftir gos hefur aflað feiki- lega vel, eða alls 811 lestir og er því i rauninni aflahæsta skipið frá Eyjuim, en togarar hafa ekki verið innan þess ramma, sem hefðbundnir verð launagripir Sjómannadags- ráðis Vestmanniaeyja hefur út hlutað og verður svo. Skip- stjóri á Vestmannaey er Eýj- ólfur Pétursson. Páll Þorbjömsson kaupmað ur í Eyjum og fyrrum skip- stjóri afhenti verðiaunagrip- ina. — á. j.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.