Morgunblaðið - 06.06.1973, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 06.06.1973, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MtÐv >AGUR 6. JÚNl 1973 Ráðherrarnir og vændiskonurnar Jellicoe lávarð ur ogr kona hans. ÞRÁLÁTUR orðrómur um nýj- ar uppljóstranir í simavændis- hneykslinu í Bretlandi hefur ekki með öllu verið kveðinn niður, þótt tveir ráðherrar hafi sagt af sér, Lávarðamir Lamb- ton og Jellicoe. Sögusagnimar halda áfram þótt þriðji ráðherrann hafi neit- að því að hafa verið flœktur í málið og fast er Lagí að Heath, forsætisráðherra, að flýta rann- sókn þeirri, sem hann hefur fyrirskipað. Þetta sýnir fyrst og fremst taugaóstyrk þingmanna, sem eru famir í sumiarleyfi, þótt Heath hafi gert hreinskilnis- þar sem Norma Levy býr. lega grein fyrir máilavöxtum og lýst þeirri sannfæringu sinni, að öryggi hafi ekki ver- ið stofnað í hættu vegna fram- ferðis ráðherranna. Þar með Virðist máiinu rautnverulega Jokið og varla ástæða til að ætlia, að nokkuð markvert komi fram. Trúlegast þykir að svo- kallaður „þriðji maður“ máls- iins sé aðalsmaður, sem eigi ekki sæti í stjóminni. Raunar þykir Heaith hafa haldið vel á spilunum og stjórn- arandstaðan hefur Láitið i ljós ánægju með það, hversu skjótt og ákveðið hann brást við. í þessu sambandli er bent á það, að í fæstum löndum hljóti yfir- lýsingar rikjandi stjómar stu.ðning andstæðiinga hennar. Nú getur hann aðeins beðið eft- ir því, sem kemur fram í rann- sókninni, sem er undir stjórn Diplock lávarðar. Heath flýtti sér að láta tii skarar skríða, vegna þess að hainn gerði sér grein fyrir því, að gróusögur og sögusagnir gátu grafið undain stjóminni og orðið henni afdrifaríkar ef sögurniar rýrðu traust hennar. Tilviljun Jafnskjótt og Heath hafði örugga viitneskju um framferði ráðherranna gaf hann þeim til kynna, að þeir yrðu að hætta í stjórninni. Lambton og Jelli- coe játuðu að þeir hefðu gerzt sekir um heimskulegt og óaf- sakanlegt framferði, en neituðu að hafa „lekið“ upplýsingum og sögðu af sér. „Staðreyndim er sú,“ sagði Lambton í blaðaviðtali, „að hver sá, sem hefur aðgang að ieyndarmáiLum og sefur hjá vændiskonum, virðist hættuleg- ur öryggi." JelMcœ sagðd í bréfi tii Heaiths, að sögumar um að hamn hefði verið í tygjum við simavændiskonur „hefðu þvi miður við rök að styðjast", og þar sem þetta hlyti að valda stjóminni erfiðleilkum „teldi hann að hann yrði að segja af sér“. Brezku blöðin hafa gert sér mikinn mat úr málinu og án skrifa þeirra hefði það senrni- Lega ekki komiið fyrir alimenn- ingssjónir. Nú þykir til dæmis víst, siamkvEemt skrifum þeirra, að upp hafi komizt um fram- ferði Lambtons og JelMcoes fyr- ir hreina tiiviljun, vegna miklu umfangsmeiri og rmiikilvægari rannsóknar brezku lögreglunn- ar á vændi, klámi, eiturlyfjum og morðtilraun. Þessi rannsókn beiindiist alls ekki að lávörðunum. En nöfn þeirna og annarra kunnra manna, þó ekki ráðherra eða embættiismainna, virðasit hafa komið fram i rainnsókn Scot- land Yard á starfsemi glæpa- hrings. Innianríkiisráðherranum Carr var skýrt frá þessu venju samkvæmt, Carr kom upplýs- ingunum áleiðis til forsætisráð- herrans og hann lét leyniþjón- ustuna vita. Vændishringur Samkvæmt frásögn bilaðsíns Sunday Times nefndi vændis- konan Norma Levy, sem mest hefur komið við sögu málsins, nafn Lambtons og margra ann- arra kunnra manma i yfir- heyrslum Scotland Yard um mánaðamótin marz-apríi vegna glæpamáls, sem stóð þó ekki í sambandi við vændi eða klám. Nokkrum dögum síðar frétti leymiþjómustan þetta og upplýs- ingarnar virðast hafa verið mikilvægar vegna rannsóknar, sem hún hafði staðið að í nokkra mánuði, á hættu á þvi, að öryggisleyndarmál gætu sí- azt út frá brezkum stjómmála- mönnum og diplómötum, sem umgengjust vændiiskonur á ferðalögum tii Evrópu. Leyniþjónustan komist að því, að samband var mil'ld vændis- kvenna í Vestur-Þýzkalandi og skrifstofu í London, sem útveg- aði ríkum kaupsýsJumönnum, en einniig stjórnimálamönnium og diplómötum, „ferðafélaga". Fulilyrt var, að brezkur ráð- herra hefði tiil dæmis farið í þýzkt hóruhús i ráðherrabíl. Upplýsingar Normu Levy leiddu til þess, að Heatih barst sú vitneskja frá leyniþjónust- unni að einn ráðherra hans virtist bendlaður við alþjóðleg- an hring vændisikvenna. Heath Villdi ekki vita um nafn ráð- herrans fyrr en saninanir væru fengnar, en 13. apríl komst hann að því að umræddur ráð- herra væri Lambton. Vændiis- konurnar voru settar undlir strangt eftirldt og sannanir fengust urn JeMiicoe þremur vikum síðar, í maíbyrjun. Klámmyndir Svo vildi tid, að uppljóstranir Normu Levy fyLgdu í kjölfar rannsóknar blaðsiins News of the World og annars blaðs á vændi, klámi og spilLingu lög- regliumanna. Blöðin höfðu eng- ar sannanir fengiið fyrir sögu- sögnum um að ráðherrar og aðrir kunnir menn væru í tygj- um við vændiskonur og óvist er hvort þeim hefði tekizt að afla þeirra (jafnvel eftdr að Lambton sagði af sér, því að hainn bar fyrst við heilisu- farsástæðum) ef eiginmaður Normu Levy, Colin Levy, hefði ekki boðið News of the World mynd'r af henni í rúmiinu með kunnum mönnum, þar á meðal Lambton, fyrir 30.000 pund. News of the World neiitaðd boð'inu og elckert blað viildi lita við myndunum. En þýzka tima- rtið Stern sýndi áhuga og þótt það keypti ekki myndi'mar, not- aði það þær upplýsingar, sem það komst yfir, til þests að birta frétt um mál'ð. Nokkrum dög- um síðar, 21. maí, sagði lög- rerlan I^ambton frá myndun- um, um kvöldið samdii Lamb- ton lausnarbeiðni sína og dag- inn eftir félilst Heaitih á hana. Samdægurs birti Stem frétt um að brezkur diiplóimait og að- alsmaður værii beinidlaður við al- þió'ðlegan hr'ng væmdiskvenina og morguninn eftir játaði Lambton. Þá fyrst kallaði Heath Jeliii'coe á sinn fund og sagði honum frá þeiim upplýs- ingum, sem leyniiþjónu'Sitan hafði s'afmað um hanm. Jell'icoe siaigði af sér og játaði daginm eftvr. 24. mai. Siðan hefur Lambton verið ákrr ður fyrir brot á eiiturlyfja- lögur * ng virðist það óskylt mál. Engin ákæra hefur hins vegar verið höfðuð gegn Jellicoe. Hrun Jellicoe Töluverð eftiirsjá þyklr í Jellicoe og Heath virðist hafa haft talsvert álit á hæfileiikum hainis. Til dæmiis fól Heath honum að koma efnahagsmálum Bret- lands á réttan kjöl eftir miikið verkfall námuverkamanima I fyrra. Hcath va-ldd hann einnig tiil þess að fara með Coneorde- þotuna í hmattferð til þess að auka áhugá á kaupum á hennd. Jellicoe var miikill stuðnings- maður Heaiths, sem senndlega hefði falið honurn fleiri vanda- söm verkefni, ef hanm hefði setið áfram í stjórmiimni. Hins vegar virtist hann ekki sýna ýkja mikimm áhuga á stjórm- málum. Faðir Jeliiicœs stjórnaði brezka fiotamum i orruistunmi við Jótland i fyrri heimsstyrj- öldiinini og sjálfur var hann stríðshetja vegna aðgerða að baki vígl'ínunnar í N-Afríku, Griikklaindi, Krít og Rhodos í síðasta stríði. Georg konung- ur IV var guðfaðir hans og þykiir það nokkuð hæðnsilegt. Jelllicoe var fyrst falið ábyrgðatrsfarf í þimgflokki ihaldsmanma í lávarðadeiildimmi 1961. Áður hafði hamm starfað hjá skipaféliagi og i 11 ár eftir stríðið var hann í utanríkis- þjónustunni, síðast sem aðstoð- arframkvæmdasitjóri Bagdad- bandaliagsins. Ættarbölvun Gagnstætt Jel'Iicœ var Lamb- ton litit þekktiur fyrir störf sín. Færri vissu, að hann var flug- málaráðherra í lamdvarnaráðu- neytiinu en að hamn hafði bar- izt fyrir því að halda aðailstitl- inum Lambton. Lambton hefur verið þing- maður skozka kjördæmisins Berwick-upon-Tweed síðam 1951 (hanm mum nú hætta þing- menmsku) og þegar faðir hans lézt 1970 afsailaði hanm sér að- alstignl'mmii jarl af Durharn tíl þess að haflda sæti sínu í neðri málstofunni. Eftir harða bar- áttu tókst honum að fá viður- kenningu þingforseta á því í fyrra, að hann mættó nota greifaititólinn Lambtan, em svo- kölluð forréttimdamefnd þings- ins hnekkti þeim úrskurði. Lambton sá um daglega stjórn fluighersims i starfi sínu og stóð ekki í beinu sambandi við NATO. Á þingd var hann kunmastur fyrir að berjast fyr- ir því, að lög um klám á prenti yrðu rýmkuð. Hann vakbi rnokkra athygli fyrir skrif um Profumo-málið og eimmiig fyrir að saka Harold Wilson um að vera kuldalegur og ómannileg- ur. Colin Levy, eiginmaður vændiskonunnar Normu Levy. Lambton er náskyldur Sir Alec Douglas-Home, utanríkis- ráðherra. Þjóðsaga segir, að forfaðir hans einn hafi drepið orm, sem var svo stór, að hann hiiykkjaði sig utam um hæð skammt frá æt.taróðaldnu. Þess- um signi fylgdi sú kvöð, að hann yrði að drepa fyrsta mianmimm, sem yrði á vegi hans, og það var faðir hans. Því neit- aði hann og þess vegna er sagt, að sú bölvun hvili yf'r ættinni að ni'U ættóúðir muni ekki deyja í rúminu. Lambton og kona hans. Lambton lávarður. II S ffiiriCifti <*’*«*'• / *'Sr**r V»r, | pftx4jr 4p»nr ffitn h>/ #■***• nnr *** T* l Úr lausnarbeiðni Lambtons.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.