Morgunblaðið - 06.06.1973, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 06.06.1973, Blaðsíða 16
16 MORGÖNBLAÐIÐ, MIÐVIK'IDAGU’R 6. JÚNl 1973 }||*f$ttttirfafrifr Útgefandi hf. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthlas Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúl Þorbjðrn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjóri og afgreiðsla Aðalstræti 6, slmi 10-100. Auglýsingar Aðalstræti 6, slmi 22-4-80. Askriftargjald 300,00 kr. á mánuði innanlands. I lausasðlu 18,00 kr. eintakið. ENDURSKOÐUN VARNARSAMNINGS F Ttaniríkisráðherra hefur skýrt frá því, að íslenzka ríkisstjómin muni í þessum mánuði óska eftir því við ráð Atlantshafsbandalagsins, að endurskoðun fari fram á þörf fyrir bandaríska varnarliðið á Keflavíkurflugvelli, sam- kvsemt 7. grein varnarsamn- ingsins. Þetta þýðir, að eftir sex mánuði, frá því að þessi ósk er formlega sett fram, getur ríkisstjómin sagt upp vamarsamningnum og verð- ur þá varnarliðið að hverfa úr landi innan tólf mánaða. Þegar núverandi ríkisstjórn kom til valda lýsti Einar Ágústsson, utanríkisráðherra, yfir því, að engin ákvörðun yrði tekin um endurskoðun eða uppsögn vamarsamnings- ins fyrr en íslenzk stjórnvöld hefðu lokið könnun á stöðu og hlutverki varnarliðsins hér á landi. Þessi könnun hef- ur nú staðið yfir í eitt og hálft ár án þess að nokkrar upplýsingar hafi verið gefnar um það, hverjir hafi unnið að henni, hvort henni sé lokið eða hverjar séu niðurstöður hennar. Enginn grundvöllur er til þess að taka afstöðu til end- urskoðunar samkvæmt 7. grein meðan niðurstöður könnunar utanríkisráðherra hafa ekki verið birtar opin- berlega. Þá verður einnig að krefjast þess, að utanríkis- ráðherra skýri opinberlega frá viðræðum sínum við ráðamenn í Bandaríkjunum í janúar sl. um varnarmálin. Meðan hvorki hefur verið gerð grein fyrir þeim viðræð- um né niðurstöðum könnun- ar ráðherrans em engar for- sendur fyrir því, að óska eft- ir endurskoðun samkvæmt 7. grein vamarsamningsins. Ráðherrar Framsóknar- flokksins og Samtaka frjáls- lyndra og vinstri manna hafa margsinnis lýst yfir því, að ekki yrði hafizt handa um framkvæmd á því ákvæði í málefnasamningi ríkisstjórn- arinnar, er fjallar um endur- skoðun og/eða uppsögn varn- arsamningsins, fyrr en land- helgismálið væri komið heilt í höfn eða því sem næst. Nú gerist það hins vegar, að ut- anríkisráðherra boðar, að ráðuneyti hans muni leita eft- ir endurskoðun vamarsamn- ingsins einmitt á sama tíma og alvarlegustu átökin í land- helgisdeilunni fram til þessa eiga sér stað. Hvað hefur breytzt, sem veldur því, að ríkisstjórnin telur sér kleift að standa í slíkum stórræðum á tveimur vígstöðvum? Oft var þörf, en nú er nauðsyn, að íslendingar einbeiti sér að landhelgismálinu. Almenningur verður að gera sér ljóst, að með þessari ákvörðun um endurskoðun samkvæmt 7, grein varnar- samningsins hefst sex mán- aða frestur, en að honum liðnum er hægt að segja samningnum upp með 12 mánaða fyrirvara, þannig að varnarliðið yrði að hverfa úr landi að þeim tíma liðn- um. Mjög viðsjárverð staða er því að koma upp í varnar- og öryggisn.álum landsins. Ráðherrar Alþýðubandalags- ins hafa nú sem fyrr sterk- ustu ítökin í ríkisstjórninni. Fram til þessa hafa þeir teymt samráðherra sína á eftir sér. Nú ríður á, að þjóð- in rísi upp gegn þeim fyrir- F'yrst eftir að Bretar fóru * með herflota sinn inn í íslenzka landhelgi til þess að trufla löggæzlustörf varð- skipanna, létu talsmenn allra stjórnmálaflokka uppi það álit, að rétt væri að óska eft- ir aðstoð Atlantshafsbanda- lagsins og athuga bæri mögu- leika á því, að skjóta málinu til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Ríkisstjórnin hefur þegar óskað eftir því, að Atlantshafsbandalagið beiti áhrifum sínum til þess að Bretar kalU herskip sín til baka. Það var rétt ákvörðun. En hún hikar enn við að skjóta málinu til Öryggis- ráðsins. Öryggisráðið er sá aðili, sem koma á í veg fyrir að þjóðir fari með ófriði eða Of- beldi hver gegn annarri. Að- ildarríki Sameinuðu þjóð- anna hafa veitt öryggisráð- inu heimildir til þess að gera sérstaka-r ráðstafanir í þeim tilgangi að koma í veg fyrir átök milli þjóða. Öryggisráð- ið er því eina alþjóðastofn- unin, sem hefur raunverulegt vald til þess að stuðla að lausn þeirrar deilu, sem við eigum nú í við Breta vegna ætlunum að gera landið varn- arlaust. Það eitt getur komið í veg fyrir hin afdrifaríkustu mistök í öryggismálum þjóð- flotaíhlutunar þeirra. í öðru lagi er rétt að benda á, að öryggisráðið er ákjós- anlegasti vettvangurinn til þess að vekja athygli um- hedmsins á baráttu okkar fyr- ir viðurkenningu á stækkun fiskveiðilögsögunnar. Um- ræður í öryggisráðinu vekja jafnan heimsathygli og þær ættu því að geta styrkt stöðu okkar í þessum efnum til mikilla muna. Þrátt fyrir þessar augljósu staðreyndir hikar ríkisstjórn- in enn við að skjóta málinu til öryggisráðsins. Sameinuðu þjóðimar eru þó sá alþjóðlegi vettvangur, sem íslendingar hljóta að setja traust sitt fyrst og fremst á í þeirri hörðu baráttu, sem við eig- um nú í. Ríkisstjómin verður því að gefa skýr svör við því, hvers vegna hún hikar við að óska eftir aðstoð öryggis- ráðsins. Það hlýtur að verða okkur til tjóns að draga ákvörðun í þessu máli á lang- inn. Því verður ekki trúað að óreyndu, að ríkisstjórnin treysti sér ekki til þess að vinna að framgangi málsins á vettvangi Sameinuðu þjóð- anna. arinnar. Hvers vegna hikar ríkisstjórnin? Sr. Bernharður Guðmundsson skrifar frá Addis Abeba; Áfram veginn .... Við fórum í ökuferð. Kannski er það vegna þess hve náttúran er skrælnuð og litlítil, að við vðldum lj ósfagurgrænam bíl, þeg ar við keyptum okkur farartæki um daginn. Það var líka betra að hafa hraðar hendur, dýrtíð er mikil og vaxandi svo sem víðar. Næsta bíla- sending átti að hækka um 300 dali. Á hlaðinu stendur billinn og hef- ur sannarlega orðið til andlegrar örv unar vegfarendum, þvl að mörg snilliyrðin hafa fallið um útlit hans. — Hvemig er að aka í grasmaðki? — Þú felur þig ekki svo auðveld- lega fyrir „pólitiinu í þessum sjálf- lýsandi gæðing. — Allt um það. Við erum ánægð. Bíll er bíll og ef hann kemur manni frá einum stað til annars er allt fengið, segir starfsbróðir minn á Þingeyri og það er satt. Við finnum til vissrar sam úðar með þessu fól’ki sem ekur í dauf gráum eða móskubrúnum bílum, það hlýtur að vera dapurlegt fyrir sál- ina. En það er betra að vera í sæmi- legu formi, þegar lagt er hér út i umferðina. Göturnar eru nefnilega engin einkaeign bíla eða bílstjóra, og umferðarreglumar eru greinilega geymdar i bókum. Hvemig er ltka hægt að kenna þeim ferfættu þær? Það eru gjarnan hópar af múlösnum, sem rogast með bagga sína eftir göt- unum og ef rekstrarmaður þeirra viU að þeir beygi til hægri beygja þeir, hvort sem það neyðir gljáfægðan Mercedes Benz til að snarhemla eð- ur ei. Múlasnar eru helztu burðar- dýrin hér, fyrir utan konur. Það er algeng sjón að sjá rúmlega 2 metra hrísbindi þversum á baki gamallar konu, og af henni sér maður ekki annað en tvo granna brúna fætur, sem tifa undir byrðinni. Stundum gengur bísperrtur karl í grennd við hana, farangurslaus og með sólhlíf. En hvemig þær þola við berfætt- ar á brennheitu malhi’ki, er illskilj- anlegt. Iðulega ber fyrir litla blá- málaða Fiata, þar sem bílstjórtnn kal’lar í sífellu stóryrði út um glugg- ann. Þeir eiga það til að stanza skyndilega, hvemig sem allar aðstæð ur eru. Þetta eru nefnilega leigu- bíl-ar. En þeir hafa önnur „princip“ en i Evrópu. Bílstjórinn ákveð- ur sem sé, hvert hann ætlar. Sé honum veifað, lastur hann vita, hvert hann er að fara og ef það hentar vegfaranda, sezt hann inn. Síðan endurtekur sagan sig, bill inn bætir við sig farþegum meðan inn má troða manni, sem ætílar sömu leið og bilstjórinn! Það versnar hins vegar í þvl, ef menn þurfa að fara leið, sem engum bílstjóra hefur hug- kvæm/.t að fara! Mönnum þykir Mka gaman að taka stórar og glæsilegar beygjur, þess vegna fara menn á hægri akrein, ef þeir ætla að beygja til vinstri, svo beygjan verði sem íburðarmest. Bezt er, ef hemlaískur, flaut og formæl- ingar hinna ökumannanna punta upp á ökudáðina. Við förum út á þjóðveginn. Stund- um finnst okkur hæðótt landslagið minna á Borgarfjörðinn. Hér er nefnilega eldfjallaland, vonandi eru þau öll útdauð. En gamlir gigir eru algengir og heitar laugar. Víða er trjágróður, annars skrælnað gras- lendi og bóndabýlin, 3—4 strá- kofar, kúra undir skugga akasiu- trjánna. Það eru merkileg tré, eins og risastórar útspenntar sólhlífar. Eþíóparnir segja, að Guð hafi senit þeim tréð til vamar gegn sólinni. Og víst er um það, að þau vaxa á óliíkleg ustu stöðum, en ef maður reynir að planta þeim í garðinn sinn deyja þau. Af og til ókum við í gegnum litil þorp. Húsin eru svipuð og FramhaW á bls. 23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.