Morgunblaðið - 07.06.1973, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 07.06.1973, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGU'R 7. JÚNÍ 1973 23 Jóhann Finnsson tannlæknir—Minning Fæddur 23. nóv'ember 1920. Dáinn 2. júní 1973. Jóhann Finnsson, tannlæknir lézt 2. júní síðastliðinn. Er þar gengiinn einn bezti drengur sem ég hef kynnzt, langt um aldur fram og með óvenju slysalegum hætti. Jöhann var fæddur að Hvilft í önundarfirði, 23.11. 1920 og var því 52 ára þegar hann lézt. Hann var sonur hjónanna Finns Finnssonar, bónda S Hvilft og Guðlaugar Sveinsdótt- ur. Kynni okkar Jóhanns hófust þegar hann inmritaðist til náms í tanrtlæknadeild Háskólans haustið 1947, en hann lauk það- an kandidatsprófi í jamúar 1950. Ekki óraði mig þá fyrir þvi að piltur þessi ætti eftir að verða nánasti samstarfsmaður minn, samkennari og hjálparhella um tveggja áratuga skeið. Tannlæknadeildin var nú lág- reist og lítils megnug á þeim ár- unum og í sárri þörf fyrir aukið kennaralið. Mér leizt strax vel á þennan greinda og ötula pilt, sem reyndist þvi betur sem lengra sóttist námið. Ég leitaði álits og aðstoðar Vilmundar Jónssonar, landlækn is um að reyna að fá Jóhann til kennslustarfa við tannlækna- deildina er hann hefði lokið námi. Það var auðsótt mál af Vilmundar hálfu er hann vissi hver pilturinn var, en þá var nú erfiðara um vik að ráða kennara að Háskólamum en nú, enda fjárráð næsta ólík. Allt lánaðist þetta þó og Jó- hann fór til Englands að loknu prófi tiil frekara náms. Hann hóf síðan kennslu við tann- læknadeildina haustið 1951 og kenndi síðan óslitið þar ýmsar greinar tannlækninganna, ef frá eru taldar fjölmargar utanlands ferðir hans til frekara náms. Eitt timabil var hann við fram- haldsnám í Bandaríkjunum og á Norðurlöndum í eitt og hálft ár og var vilji hans til að fylgj- ast vel með í sínum kennslu- greinum einlægur og ótvíræður. Jóhann var lánsamur kennari og bar þar margt til. Hann var afbragðs vel að sér í tannlækn- isfræði, að mínu mati einhver fjölhæfasti tannlæknir sem ég hefi kynnzt. Þar að auki átti hann hægt með að skilja stúdent ana, vinna trúnað þeirra og traust og var alla tíð ódeigur talsmaður þeirra. Það er því ekki lítið áfall fyr ir tannlæknadeildina að missa óvænt afbragðs kennara og leið beinanda og mun það seint að fullu bætt. Jóhann var kvæntur ágætri konu, Kristveigu Bjömsdóttur c" áttu þau fjögur mannvænleg böm. Ég færi þeim innitegar samúðarkveðjur. Þá mun ég jafnan minnast Jóhanns er ég heyri góðs manns getið. Jón Sigfryggsson. Reiðarslag, sársauki eins og högg í andlit, sól hættir að skína, söngur vorfugla þagnar, blóm fölna, myrkur á alla vegu. Vinurinn okkar góði S grand- leysi að reyna kallana slna i sundreið. Gæðingnum fatast tckin og maðurinn með ljáinn á næsta leiti. Lifskrafturinn, þrek ið og karlmennskan lýtur í lægra haldi fyrir knapa á bleik- um reiójkjóta. Það var fyrir tuttugu árum, sem við fögnuðum tíu ára stúd- entaafmæli og þá vom tveir horfnir úr hópnum. Og enn hef- ur verið höggvið í sama kné- runn, skarðið hefur stækkað, og það sem við getum sizt sætt okk ur við er, að almættið hefur far- ið i manngreinarálit, þeir fremstu hafa íorfið fyrst: Steini Halldórs, skrautblóm mála- deildarmanna, Hermann Gunn- arsson, presturinn með gull- hjartað, Einar Jónsson, uppfinn ingamaður af guðs náð og nú Jó hann Finnsson, heimsmaðurinn með sanníslenzka höfðingjainn- rætið. Orð eru lítils megandi á stundu sem þessari. Þögn í lotn ing samir bezt virðingu góðs drengs. Lof og gullhamrar voru ekki að skapi Jóhanns, hann hefði i bezta falli brosað og sagt: „Látið ekki svona krakk- ar.“ Við nutum þess helðurs, sem af sumum var mteskilinn, að vera kölluð heimsmannabekkur, þegar við sátum i skóla undir stjórn Sigurðar sáluga Guð- mundssonar norður á Akureyri og Þórarinn heitinn Björnsson áréttaði þetta skemmtiiega þeg- ar hann þakkaði pkkur komuna á tíu ára stúdentaafmælinu. . ið vorum stolt af þessu heiti og flíkuðum því gjarnan, þegar við hittumst á gleðifundum. Auðvit- að hafa mörg i okkar hópi orð- ið heimsborgarar með árunum, en sá eini sem var það í reynd á skólabekk fyrir norðan, var Jóhann Finnsson. Hann tók yngri bekkjarbræður sína til bæna og kenndi þeim framkomu og fas fyrirmanna, en var þó svo mikil'l Islendingur, að við borð lá, að hann hefði raun af því að þurfa að læra erlend tungumál. Greiðvikni og hjálpsemi gerðu Jóhanni erfitt um vi'k að taka sanngjama greiðslu fyrir unnin störf, en þó vissum við, sem þekktum hann bezt, að fjár- málavit hans var á heimsmæli- kvarða og viðskiptajöfrar sóttu fast að honum til að fá hann að standa fyrir stórfyrirtækjum, og það undir eins meðan hann var ungur stúdent. Hann vakti traust, hvar sem hann fór, var höfðingi heim að sækja, allra manna kátastur í vinahópi, opin skár, hreinskilinn, raungóður, heil'l, gerði alla hluti eins vel og hann bezt gat. Við sem eftir stöndum syrgj- um góðan dreng og sendum eftir lifandi konu, börnum, aldraðri móður ásamt stórum hópi vanda manna samúðarkveðjur, drúpum höfðum segjandi: Requiescat in pacem. Björn Bjarman. JÓHANN Finnsson var fjórði nemandinn, sem útskrifaðist frá tannlaeknadeild Háskóla ísilands og jafnframt sá síðasti, sem út- skrifaðist samkvæim't fyrstu reglugerð hennar, þ. e. menn urðu að hafa lokið miðhluta- prófi í Iæknisfræði tiil að kom- ast í deildina. Hann útskrifaðist 30. jan. 1950 eftir tilskilið nám. Jóhann var ágætur náms- maður. Við vorum þá aðeins tveir kennarar við tannlækna- deildina, prófessor Jón Sig- tryggsson og undirritaður. Það lætur því að líkum, að sam- bandið milli okkar kennaranna og nemenda var mjög náið og persónulegt. Allar minningar frá þessum tíma um þennan ágæta mann eru mér hugþekk- ar. Hann var samvizkusamur nemandi, ávallt kurteis og glað- sinna. Að Loknu kandidatsprófi fór Jóhann til Englands og stund- aði þar sémám í tannrétting- um. Eftir heimkomuna gerðist hann svo kennari við tannlækna- deildina og hefur verið það síðan, að undanteknum þeim tíma, sem hann stundaði nám í Bandarfkjunum í tannholds- sjúkdómum og kenndi hann eftir það þá fræðigrein hér heima. Hann var alla tíma mjög duglegur kennari og sérstak- lega vel látinn af öllum þeim sem samskipti höfðu við hann, hvort sem í hlut átti starfsfólk, nemendur eða samkennarar. Á vináttu þá sem myndaðist milli okkar Jóhanns, þegar hann var nemandi minn, féll aldrei siðar nokkur skuggi. Hver, sem kynntist Jóhanni Finnssynd nokkuð náið hlaut að vc.rða þess vís, að þar var á ferð heilsteyptur persónuleiki drengskapar maður. Hann var ráðholiur og þá jafnan bezt til hans að leita, þegar mest þurfti á akilningi og mannlegu viðhorfi að halda. Vinátta hans var laus við alia eigingirni og aldrei heyrði ég hann hallmæla nokkr- um manni né vera tii viðtals um annarra ágalla. Jóhann gerði mörgum gott í starfi sínu og mun ekki hafa metið hvert verk sitt til hæstu fjármuna endurgreiðslu. Hann var ágætur heimilisfaðir og kosbaði kapps um að veita konu sinni og börnunum þeirra fjórum, fagra og farsæla daga. Hann átti sumarbústað nærri Reykjalundi og þar dvaldi fjöl- skyidan í yl og gróanda sum- ansins og niaut hvíldar og yndis. Liðinn vetur hefuir fært okk- ur íslendingum margar þungar búsifjar, og mun lengi verða minnzt í islenzkri sögu. Sjóslys hafa verið óvenju mörg og margur hnaustur sjómaður gist vota gröf. Finnst mér sem óvenju margir samferðamenn mér kunnir hafi horfið af svið- Lnu þessa síðustu mánuði. Síðustu dagar maimánaðar voru sólríkir. Þó oft andaði köldu af norðri var maður orð- inn bjartsýnn á, að sumarið væri komið. En þá dregur skyndilega ský fyrir sól. Jó- hann Finnsson hefur drukknað. Það hefur orðið átakanlegt og óskiljanlegt slys. Við, sem þekktum Jóhann og vissum hve gætinn hann var og sjálfsör- uggur eigum ef til vill erfiðast með að skilja svona slys. Víst verður Jóhann harm- dauði öll'um þeim er til hans þekktu, en harmatölur mundu honum sízt að skapi, þótt hann látinn liggi, Ég mun ávallt minnast Jóhanns er ég heyri góðs manns getið, og votta ég ástvinum hans öllum mína inni- legustu samúð. Guðmundur Hraundal. Þú hvarfst inn í eilífðina, þeg ar þú tefldir í tvísýnu eins og þú vandist við og löngum hef- ur tíðkazt í umhverfi, sem þú ólst upp i. Þegar kona, jafn- aldra þín að vestan, sem þekkti þig frá mannamótum og samkomum fyrr á árum á Vest- fjörðum, sagði andlát þitt á Þing völlum um siðustu helgi, varð þeim, sem þetta skrifar, á að segja: „Jóhann hefur sennilega alltaf verið ofurhugi . . . jafn- vel gapi.“ Kunningjakona þín sagði að bragði: „Ekki endilega, heldur óhrseddur eins og karl- menn eiga að vera.“ Og svona var þér kippt frá okkur snögglega, svona varstu rifinn á brott ískalt og með hrottalegum hætti. Kannski hef ur þinn tími verið kominn eins og hjá bardagamanni lífsins, sem verður allt í einu að beygja sig undir hörð örlög — hver veit? Það er erfitt að átta sig á þvi fyrir okkur, vini þína og félaga, einkum af árg. 43 frá M.A., þar sem þú varst alltaf potturinn og pannan í öllum afmælum og samlcundum, að við getum aldrei gengið að þér vísum til að ylja andrúmsloftið með kátínu og elskulegheitum, sem þú áttir til meira af en aðrir, langtum meira, kæri Jóhann. Þú gafst jákvæðan tón inn í umhverfið, hvar sem þú fórst, og varst blessunarlega laus við frádræga afstöðu gagnvart mönnum og málefnum eins og einkennlr margan íslendinginn, skóla- sem óskólagenginn; þú varst maður kærleika og lifs- ins. Einhver sagði, að þú hefð- ir haft svo heitt hjarta, að það hefði verið hægt að brenna sig á því. Einn vina þinna sagði: „Það er hart að geta ekki hitt hann aftur. Mér finnst ég eiga svo margt ósagt við hann.“ Ann ar félagi sagði: „Hann skar sig í spað fyrir mann, ef því var að skipta. Og maður endurgalt honum aldrei. Það er hart.“ Það er svolítið einkennilegt, að á vissan hátt mynd- aðist þagnarskylda i féiagsskap, þegar þú í fimmta bekkjar ferð inni vestur á Snæfellsnes bjarg aðir lífi þess, sem sendir þér þessi kveðjuorð. Þá réð ungæð- ishátturinn ferðinni og tekið upp á því að glannast fram á yztu klettabrún og ginandi sjór inn beint niðri undir. Allt í einu byrjað að renna til. Og þú eldsnöggur og náðir föstu taki. Það var skrýtin tilfinning að vera þannig bjargað úr háska. Einstaka sinnum var þetta rifj- að upp, en með háttvísi. Þú áttir til vestfirzkra að telja, og eins og einkenn- ir marga slika var í þér harka og karlmennska, en á hinn bóg- inn létt lund sem prýddi þig eins og réttur háralitur. „Horum omnium fortissimi sunt Belgae" — hraustastir þeirra allra eru Belgir, stendur í fyrstu bók Caesars, sem við lás- um saman, og þannig sagðist Brynleifur kennari okkar hafa byrjað ræðu sina á bindindis- mannaþingi í Bruxelles og hlot- ið kapó og húrra fyrir, og þessi orð leita alltaf á hugann, þegar hugsað er til vestfirzkra skóla- og bekkjarbræðra, sem voru fjandanum hraustari og kjörn- ir í framlinuna. Sigurður heit- inn skólameistari skipaði þá i ábyrgðar- og foringjastöð- ur. Þeir báru af öðrum að rösk leik. Þú varst bæði röskur og hraustur, alltaf hraustur, jafn- vel þótt þú fyndir til — kannski alveg eins mikið og aðr ir eða jafnvel meira — hver veit? Lífsstíll þinn var með heimsmannsblæ allt frá þvi að við oflátungamir i máladeild 43 tókum upp á þvi að bera barðastóra ameríska hatta og ganga í síðum jökkum með zut zut sniði. Þú fékkst einn slík- an sendan frá bróður þínum í Ameríku, bjartan eins og sól- skinið í Flórida, og þann- ig tróðstu upp með okkur í skammdegismánuðunum — þann ig fylktum við liði á Hótel Gull foss ellegar á Gildaskála Kea, þú, Barði Frið, Hermann Gunn arsson, Jón Þorst, Ótti, Kalli Jó, Hörður Helga, ég, Val- týr og Jón Hjalti og héldum veizlur stórar með tilbehör. Því likar veizlur. Þú hefur nú orðið viðskila við okkur í einni slíkri bæjar- ferðinni. Við erum að leita að þér, vinur sæll, og við finnum þig örugglega. Roðgúl á Stokkseyri, 6. júní 1973. s t g r. Kveðja frá Tannlæknafélagi íslanils Sú harmafregn barst að morgni s.l. sunnudags, að koll- ega Jóhann Finnsson veeri lát- inn, hefði drukknað eims og kunnugt er af fréttum á leið til lands ríðandi úr Geldinganesi. Þar flæðir yfir granda milli ness og lands og gerast þar straumar harðir, þegar stór- streymt er. Jóhann var feeddur at Hvilft í Önundarfirði 23.11. 1920. For- eldrar hans voru þau hjónin Guðlaug Sveinsdóttir og Finnur Finnsson, bóndi þar. Ólst Jó- hann þar upp 1 hópi ellefu systklna, sem öll gengu mennta- veginn. Jóhann Finnsson lauk námi frá tannlæknadeild Háskóla Is- lands, en hafði áður lokið mið- h’.utaprófi frá læknadeild H.Í., eins og þá var krafizt. Um haustið sama ár fær Jó- hann styrk frá BritiSh Council og nemur tannréttingar á East- man Dental Hospital i London. Jóhann kemur heim eftiir árs- dvöl i London og tekur að sér kennslu í tannréttingum við tannlæknadeild H.í. svo og al- menna kliniska kennsiu. Jafn- hliða kennslustörfum sínum rak Jóhann eigin tannlækningastofu fyrst að Lækjargötu 6B og síðar að Hverfisgötu 106A. Hafði hann umfangsmikinn praxis og undruðust margir vinnuþrek hans. Jóhann mun hafa gert sér grein fyrir því, að framfarir og breytingar innan tannlækms fræðinnar eru örar og því nauö- syn á að viðhalda og auka stofn- menntun. Tók hann þvi sig upp ásamt fjölskyldu sinni í ágús-t 1962 og stundaði framhaldsnám við tannlæknaskólann í Birming ham, Alabama í Bandaríkjunum i eitt ár. Lagði Jóhann aðal'íega fyrir sig tannholdssjúkdóma og að nokkru leyti barnatannlækn- ingar. Auk þess, sem hann var ólatur við að stunda svokallaða helgarkursusa, sem haldnir eru flestar helgar þar suður frá fyrir praktiserandi tannlækna, sem vilja auka við og viðhalda þekkingu sinni. Þegar heim kom sumarið 1963 lét Jóhann ekki þar við sitja og hélt enn utan til frekara náms og dvaldist við tannlæknaskólann í Árósum um þriggja mánaða skeið þá um vet urinn og lagði stund á sömu greinar og áður I Alabama. Er óhætt að fullyrða, að Jóhann hafi verið mörgum íslenzkum tannlæknum fyrirmynd þess, að stofnmenntun er fyrst einhvers virði svo framarlega áð aukið sé við hana og fylgzt méð nýjung- um á hverjum tírna. Að sjálf- sögðu var Jóhann með, þegar nokkrir islenzkir tannlæknar tóku sig upp og sóttu fyrir- lestra og kursusa í Chicago í febrúar síðast liðnum. Jóhann kvæntist eftirlifandl konu sinni frú Kristveigu Björnsdóttur 1. júl'i 1949 og hafa þau eignazt fjögur eisku- leg og mannvænteg börn. Hús þeirra að Hvassaleiti 77 ber dugnaði og smekkvísi húsráð- enda fagurt vitni. Jóhann var félagslyndur mað ur og Sat í stjórn Tannlækna- félags íslands í fimm ár sem gjaldkeri. Þá starfaði hann einn ig í ýmsum nefndum innan T.F.Í. Jóhann var einn af stofnendum Dentalíu, Innkaupasambands tannlækna, og sat i stjórn þess í mörg ár. Um leið og Jóhanni Finnssyná eru þökkuð margvísleg störf hans I þág-i íslenzkra tann- lækna, sendir Tannlæknafélag íslands innilegar samúðarkveðj- ur til konu hans, frú Kristveig- ar, barna, aldraðrar móður og annarra ættingja. Blessuð sé minning hans. Hörður Sævaldsson. Hún var blóðug bylgjan sem barst að landi frá Eiðisgranda síðastliðið laugardagskvöld. Okkur verður flestum að gjöra okkur í hugarlund hversu bezt verður kosið um gerð samferðamanns. Leiit okkar að fyrirmynd og fullkomleika í þessu efni hefir stundum verið nefnd mannshug sjónin. Leitin að manninum sem fuil- nægir í öllu þessari hugsjón okkar getur orðið löng, svo löng að ævin v„-rður of stutt til þess að niðurstaða fáist, enda mis- jafnar kröfur gjörðar eftir aldri og umhverfi. Þessi einfalda hugleiðing viitj- ar okkar þær döpru stundir sem vinir og féiagar Jóhanns Finnssonar, tannlæknis, verða að una þessa daga. Undirritaður bekkjarbróðlr sem þykist hafa átt því láni að íagna, að telja Jóhann meðal beztu vima, er ekki í vafa um, að hann hefir fáa þekkt sem nær standa mannshugsjón jafn- Framhald á bls. 25

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.