Morgunblaðið - 07.06.1973, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 07.06.1973, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. JÚNl 1973 Eliszabet Ferrars: Samfiaráa i dairisrin hann borðinu, braut vínflösk una og svo framvegis og svo held ég, að hann hafi skorið sig og látið blóð drjúpa á gólfábreið una. — Stendur heima, sagði Gow- er. — Það er rispa á framhand- leggnum á honum. Jæja þá, sagði Paul. — Ég býst við, að þetta sé nægileg sönnun þess, sem ég var að segja. O, bölvaður grobbarin-n, hugs aði Creed, sem minntisí þess, hve margt af þessu honum hafði sjálfum. dottið í hug, pg hve nærri þvi hann hafði verið kom inn að ráða gátuna. Og hann kallar þetta sannaniir. Hann veit ekki, hvað vitnaframburður er. Hann hefur aldrei á ævi sinni lagt má) fyrir kviðdóm. Hann hefur enga frú Meredith til að rugla fyrir sér. Hann þarf ekki að réttlæta gerðir sínar fyrir yf irmönnum sínum. Hann getur gert hvaða vitleysu sem vera skal, án þess að nokkuð segist á því. Og þegar þannig er i pott inn búið, er það enginn vandi að hafa stöku simnum á réttu að standa. — E)n hvað um rósirnar? spurði Creed. — Það voru ekki rósir, held- ur daltur, sagði Paul. Creed setti upp glettnislegt bros. — Blómin þarna í stofunni voru rósir, hr. Hardwicke. Og svo vi-11 til að það má sanna, að Roderick Dalziel keypti þær, en ekki á föstudaginn. — Hvenær keypti hann þær? — Síðdegis á laugardag. — Já. Vitanlega. Bn á föstu- dagskvöld fór Roderick út í garðinn, tíndi þar nokkrar dali ur og setti þær í vasa. Ég býst við, að hann hafi viitað, að það mundi frænka hans gera, þegar hún kæmi heim, jafnvel þótt hún væri að flýta sér. Og svo gætti hann þess, að slökkva eld imn, draga gluggatjöldin frá aft ur og svo fór hann tiii London. Hann hlýtur að hafa tekið eftir þvi, hve mjög var farið að kólna i veðri um nóttina, enda þótt hann tæki ekki eftir þvi fyrr en næsta dag, hve mikið frost- ið var orðið. Hver daiáa i garð- inum mundi vera dauð og blóm- in í vasanum, sem hann hafði skiilið eftir í setustofunni, mundu benda á hinn raunveru- lega tíma, er morðið var framið eins greinilega og veeri það skrifað á vegginn. — Bíðið andairtak, sagði Dal- ziel. — Hann kom þessu svona fyrir, vel viitan&i, að það var von á mér. — Já, ég býst við þvi, sagði Paul. Dalziel ætlaði að fara að segja eitthvao, en hætiti við það og greiip höndunum um l.öfuðið. — Haldið þér áfram, sagði hann. — Já, auðvitað varð hann að losna við dalíurnar, sagði Paui, — en hann komst ekki til þess á laugardag, af þvi að hann þurfti að geta gert grein fyrir öliium sinum ferðum þann dag. Hann hlýtur að hafa verið í ægi legum spenningi. AðaMiættan var sú, að Brian, sem hafði lyk- i'l að húsinu, mundi fara þangað iinn. En ég býst við, að hann hafi þekkt Briian nógu vel til þess að vifca, að hann kserði sig ekkert sérlega um að fara inn í húsið. Hvað sem öðru leið, þá gat Roderick ekki sloppið við að eiga þetta á hættu. Hann varð að bíða til sunnudagsmorguns. Rakel lét nú allt í einu á sér bæra. — Þú átt við, þegar hann fór með ferðatöskumar? — Já, og það varð honum sérlega auðvelt, þar sem þú varst við hliðið, sagði Paul. Hann varð aðeins að finna sér eimhverja átyllu til að skilja Jane eftir úti í nokkrar minút- ur. Annars þurfti hanr ekki við. Ég man, að ég sá hann út um gluggann, ganga niður að veginum, með þessar tvær tösk- ur. Rósimar voru í annarri þeirra, líklega vafðar iinn í rakt bréf, og inni i húsinu fleygðd hann bara dallunum í ruslatunn una og setti rósimar í vasann, sem þær höfðu verið í. Svo kom hann beint út og gerði vart við sig. En það sem hann vissi ekki, var það, að Bemiee Applin sá hann fleygja daláunum, og náði strax í þær og kom svo hingað til að selja þær. Þegar hann sá þær, var næstum liðið yfir hann. Hann var alveg róiegur eftir þetta símtal sifct við London, en þegar hann kom inn í stofuna í þýáingu Páls Skúlasonar. og sá blómin, riðaði hann og var næstum dottinn. — Já, sagði Rakel, — ég man eftir því. En hvers vegna var hann að gera sér reilu út af rós unum: Hvers vegna fleygði hann ekki bara dalíunum og lét það svo gott heifca? — Hann hefði orðið að tæma vasann, sagði Paul. — og þvo hann og þurrka, og fullvissa sig um, að ekki sæist hvar hann hafði staðið. Ég býst við, að hann hafi taMð það fljótiegra að skipta á blómvöndunum. Og hann hafðá bióm við höndina og ást frænku sinnar á blómum í huganum. — En Applintelpan? sagði Creed. Hvemi'g komst hann að því, að hún hafði séð hann fleygja dalíunum? — Jane var hérna, þegar Rak el kom með blómin, sagði Paul. Topptízkan snyrtivöruverzlun, Aðalstræti 9, sími 13760. Ávallt fyrirliggjandi mikið úrval sólarolía og sólkrema. Einnig mikið úrval alls konar svitalyktareyða bæði spray og roll on. íbúð óskast Hef verið beðinn að útvega 3ja herbergja íbúð til leigu starx. Leigutími 1—2 ár. Ársfyrirframgreiðsla. ROLF JOHANSEN, simi 86700. velvakandi Velvakandi svarar í síma 10100 frá mánudegi til föstudags kl. 14—15. 0 Margþættur og göfugur tilgangur „Timinn“ ætti liika að athuga að vitanlega er það hagur bænda að halda söluverði af- urða sinna innan viðráðanlegra og skynsamlegra takmarka. Ekki skal standa á mér til dæm is að kaupa mjólk og rjóma, skyr, smjör og osfca, meðan ég ræð við það fjárhagslega. Þá væri „Timanum" nær að gagn- Concord lyí ;ing Concord loi npi Hflfbúdín Audbrekku 40. 4 2120. rýna starfshætti Mjóikursam- sölunnar, sem hefur áreiðan- lega skaðað bændur um midlj- ónafúlgur á umllðnum árum með durtshættl í sölu- og dreif ingarkerfi. — Og gleymum því ekki, að það eru ekki bændur, sem eru að hækka mjólkurverð ið, heldur rlkisstjómin. Bænd ur fá ekki meira fé í sinn vasa. Vel og virðulega er skrifað í „Tímanum" um þann hálfa rútubílskammt af sveitakonum, sem sendur var til Reykjavík- ur tii þess „að afstýra þvi, að ofstækisfuliar Reykjavíkur- frúr saurguðu salí alþingis með skríl'slátum sinum“. Fagur og ærið göfugur hefur því tilgang ur ferðarinnar verið, eiginlega að bjarga lýðræðlnu. Það var því ekki að furða, að þær skyldu fá lýðræðishetjuna Jón- as Árnason til þess að veita sér forystu og andlega leið- sögn við að klekkja á ihalds- skrilsfrúnum í Reykjavík. Og Jónas var svo góður að splæsa á þær kaffi og kleinum í Kringlunni, áður en hann bað bílstjómnn nú blessaðan um að fara að korha þeim austur aft- ur. Dásamlegri ferð í þágu lýð ræðisins, kúnna og Jónasar Ámasonar var lokið. 0 Tilberasnakkurinn — Annars í alvöru talað: Ég efa ekki, að konumar að aust- an séu mætar og gegnar mann- eskjur, enda sýnasfc þær allar vera frá myndarheimilum, að svo miklu leyti sem ég kannað- ist við bæjanöfnin. En það verður víst seint talið þeim tll sæmdar að Iiafa látið senda sig til Reykjavikur til þess að am- ast við stéttarsystrum sínum, húsfreyjum í Reykjavík, sem sýndu það einmifct með því að mótmæla verðhækkunum á mjólk, að þær vilja endilega geta haidið áfram að kaupa mjólk. Er hægt að fá betri sönnun þess, hve reýkviskar húsmæður skilja vel nauðsyn- ina á því að geta keypt mjóik handa heimilum sínum en þá, að langlundargeð þeiirra gagn- varfc verðhækkunarvins'tri- stjórninni skuli loks á þrotum, þegar mjólkurprisamir eru skrúfaðir upp úr öliu valdi? — Og svo var það náfctúrlega vís- asti vegurinn til þess að mis- tákast að öðlast skilning og samúð venjulegra, reykvískra húsmæðra að velja Jónas Áma son af öllum mönnum til þess að taka sveitakonumar og mjólkursöluhugsjón þeirra upp á sína arma. Það var mikið rætt um það í bænum, að þetta val væri alveg óskiljanlegt. Með því var máliinu spillfc svo mjög, að það var eiginlega um leið sjálfkrafa ónýtt i höndum kvennanna. Húsmæðrafélag Reykjavíkur gat ekki verið heppnara en að fá á móti sér mann, sem helzt nýtur álifcs hjá Stefáni Jónssyni, Hannesi Jóns syni, sjálfum sér og Lúðvík Jósepssyni. 0 Níðskáld Tíinans Furðulegt ofstæki hefur kom Veizlu- matur BrauÖ og Snitíur SlLD & FISKUR ið fram hjá ýmsu fólki, sem fengið hefir inni hjá Tímanum og Þjóðvljanum með skoðanir sínar. Nefna má kveðskap, sem birtist í Tímanum eki:i alls fyr ir löngu. Nafn „skáldsins“ og andlitsmynd var prentuð með. Skemmst er frá þvl að segja, að klúrara leirburðarstagl hef- ur ekki sézt á prenti á íslandi fyrr. Höfund þessa dónalega og klaufalega samsetnings hefi ég hvorki heyrt nefndan né séð áður, en hann hefur sem sagt kosið að reisa sér minnis- varða úr efnum sem heita saur og leir. í þætti um „daginn og veg- inn“ i útvarplnu, var kvartað undan þvi, að húsmæð or í Reykjavík skyldu ekki mót- mæla of háum strætisvagnafar gjöldum eins og mjólkurokr- inu. Því er tll að svara, að þeir sem hafa ekki kynnzt stærri eða athygldsverðari hluta heims kringiunnar en ritstjórnarskrif- stofum Tímans og Þjóðvilj- ans, vita náttúrlega ekki, að hér í Reykjavík eru strætis- vagnafargjöld ódýrari en á nokkrum öðrum stað á hnatt- kúlunnl. Með útsvörum er kostnaði almennings við stræt- isvagnaferðir haldið í algeru lágmarki, eins og alkunnia er. Sem betur fer, ferðast Islend- imgar og þá ekki sizt Reykvik ingar mikið erlendis nú um mundir. Eitt af því fyrsta, sem þeir taka eftir og undrast, er það, hve fargjöld með almenn- ingsíarartækjum eru miklu hærri erlendis en hér. Það er að þakka góðri stjóm borgar- innar frá upphafi. Að lokum langar mig til þess að koma því, að að árásimar á Dagrúnu Kristjánsdóttur hafa verið tii skammar og smánar þeim sem þar eiga hlut að máli. Löngu er kominn tími til þess, að heiðarleg og ein- örð kona risi upp og segi sann- ieikann óttalaust. Frú í Reyk,javík.“ Og þá hafið þið það! 0 Hciðursmerki handa hetjunum Geir S. Bjömsson, Akureyri skrifar: „Kæri Velvakandi. Ég vissi nú að okkar íslenzka æskufólk er gætt hugprýði og dirfsku, en að það hefði áræði til að brjóta allar þessar ljótu rúður í brezka sendiráðinu, það hefði mér nú bara aldrei dottið í hug. Þvilik karl- mennska og kvenmennska. Og svo kurteisin og tiliitssemin hjá okkar ágætu vörðum lag- anna! Þeir pössuðu svo vel upp á, að enginn meiddi sig nú óvart við framkvæmdina á þess ari miklu ht 'udáð. Það er ekki ónýtt, að umheimurinn geti gert sér grein fyrir því, að við Islenddngar köllum ekki allt ömmu okkar, en erum óhrædd if við að brjóta rúður þegar þjóðarsóma er í voða. Varla væri til mikils mælzt, þótt far ið væri fram á, að helztu for- vígismenn þeso. mikla hreysti- verks væru sæmdir stórriddara krossi með rauðri stjömu og myndir þeirra birtar í blöðum og sjónvarpi, svo að allur al- menningur fengi tækifæri til að votta þessum nýju þjóðhetj- um virðingu og þökk. En það er mikið óbrotið af ljótum rúðum ennþá, sem betur fer, svo verkefnin eru nær óþrjótandi. Væri ekki þjóðráð að taka tiQ dæmis al'þingishúsið fyrir næst? Með brothættri kveðju, Geir S. Bjömsson.“ Innilegar þakkir fcil allira vina og vamdiaimamna, sem glöddu miig á átta-æðásiaifmæM mínu. Þórður G. Jónsson, múrarameistari, frá Isafirði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.