Alþýðublaðið - 19.08.1958, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 19.08.1958, Blaðsíða 4
Eiga iskólarnir að veiía ncmendam leiðbeining'ar í stjórn skeilinaðra? datt okkur í hug er við sáum þessa mynd. Stúlk an er bó ekki p.ð sýna hæfni sína, heldur er hú nað kynna nýja gerð af mótorhjóli ,sem enskt fyriríæki er byrjað að framleiða og byk.ir sameina kosti skellinöðru og mótorhjóls. Hjólið er kailað: Brautriðjandinn. ÉG HEYBI það á fólki, og þá fyrst og fremst eldra í'ólki, að því blöskri framferði Vest- mannaeyinga. Það segir að þetta sé í fyrsta skipti í íslandssög- unni, sem reknir séu af höndum sér smálivaiir í hundraðatali til þess eins að geta farið að skemmta sér, en þetta gorðu Vestmannaeyingar. — Mönnurn finnst að þá sé skörin farin að færast upp í bekkinn þegar þannig er farið að. EN MÉR er spurn: Er það nokkuð hneykslanlegra þo að Vestmannaeyingar reki smá- hveli öfuga út úr höfninni hjá sér af því að til stendur mikil skemmtun í Herjólfsdal heldur en þegar bændur gleyma a'o mjólka kýr sínar af Því að hesta mót á að fara fram á Þingvöll- um — og aðrir hætta alveg við að rýja kindurnar? í sambandi við þetta minnist ép- þess, að í Tímanum birtist grein nýlega af tilefni ummæla Vegfarenda hér í pistli mínum. ÞAR GEFUR greinarhöfund- ur i skyn, að ummælin sýni, að reykvískir flækingar sjá|L o(f- sjcnum yfir því þegar bænda- fólk leyfir sér að lyfta sér upp. — Skrítin röksemdafærsla er þetta. Og ég verð að segja það, að ekki er von á góðu þegar forystuliðið tekur þannig á mál- unum. Gangast heilbrigt hugs- andi bændur og fólk þeirra upp við svona smjaður? Ég trúi því ekki fyrr en ég sé það. NÝLEGA minntist ég á það, Þegar Vestmannaeyingar ráku hvalinn burt — Og fóru að skemmta sér. Nýju tónarnir í þjóð- lífinu. Glámskyggnir stjórn- málamenn. Öngþveitið í fisksölumál- um Reykjavíkur að þjóðin væri kvíðin út úg landhelgisdeilunni. Morgunblað ið skrifar daglega um þetta mál. Ég verð áþreifanlega var við það, að fólki blöskrar skrif blaðsins, ekki síður en því blöskrar skrif Þjóðviljans. — Morgunblaðið snýr út úf, vefur atriði málsins og snýr upp á þau. Allt miðar blaðið við átök- in innanlands í stjórnmálunum. SVONA framkoma er í sam- ræmj við skrifin um launadeil- urnar. — Þetta veldur vonleysi hjá fólki. Stærsti stjórnmála- flokkurinn leyfir sér svona fram komu í viðkvæmu og háskalegu máli. Svona eru þeir allir, segja merm, ekki væri Framsókn heið arlegri í stjórnarandstöð'U. — Fólki íinnst að það eigi engan stjórnmálaflokk, sem í raun og veru sé hægt að treysta til þess að miða stefnu sína og baráttu- aðferðir við heill og hag þjóðar- innar sjálfrar. ÞAÐ er mikill misskilningur hjá stjórnmálaforingjunum ef þeir halda að fólkið í landinu trúj öllu sem þeir segja eða að það geri sér ekki sjálft grein fyr ir því hvernig málin standa. — Fólk gerir það og einmitt þess vegna vekur þ?að fyrirlitningu þess og sár vonbrigði um leio og það sér hráskinnleik þessara manna. Það undrast meira að segja vanþekkingu þeirra og glámskyggni, að þeir skuli í raun og veru trúa því, að það sjái ekki gegnum blekkingarn- ar. I FISKLEYSIÐ er svo mikið I Reykjavík, að varla er hægt að fá ætan bita i fiskbúðunum og þreyttastir á þessu eru fisksal- arnir sjálfir. Ég kom í fiskbúð, aldrei þessu vant, fyrir nokkr- um dögum og var fisksalinn í versta skapi. Plann kvaðst gera allt sem í sínu valdi stæði til þess að útvega góðan fisk í búð sína, en í raun og veru væru allár bjargir bannaðar. Vill ekkr bæjarráð skipa nefnd manna til þess að athuga þessi mál og' gera tillögur um lausn þeirrá. ÞafS mundi mælast vel fyrir, því að sýnt er, að fisksalarnir sjálfir og neytendurnir geta ekki leyst það til frambúðar? Hannes á horninu. SIúHsan á neðri myndinni er hins vegar í skóla. Og hún ætlar að verða flugstjóri — fyrsti kven-flugstióri á stórri flutn- ingavél, „Loi’tvagni“_ scm Bretar hafa hafið framleiðslu á. Stúfkan er í flugvélaverksmiðju og kýnnir sér vélina, sem iiún á að stjórna. Flugvelin getur flutt 126 farþega á tveimur hæðum, eða 6 bíla á neðri hæð og 30 farþega á efri hæð. iíi Framhald af 2. síðu. Hugrún, Bolungarvík 2330 Höfrungur, Akranesi 30SÍ Ingjaldur, Grundarfirði 2556 Jón Finnsson, Garði 2336 •Jón Kjartanss., Eskifirði 4544 Jökull, Ólafsvík 6473 Kamibaröst, Stöðvarfirði 2726 Kári Sölmundars., Rvík 2260 Keilir, Akranesi 3043 Kópur, Keflavík 3997 Ganganes, Neskaupstað 3335 Magnús Marteinss., Nesk. 4000 Mummi, Garði 2439 -Ófeigur III., Vestm.eyj. 4409 •Ólafur Magnússon, Akran. 3562 ■Ól. Magnússon, Keflavík 3660 Páll Pálsson, Hnífsdal 2843 Pétur Jónsson, Húsavík 4392 "Rafnkell, Garði 4445 Pteynir, Akranesi 3556 Keynir, Reykjavík 2067 IReynir, Vestmannaeyjum 2329 Kifsnes, Reykjavík 2739 Sigrún, Akranesi 4418 Sigurður, Siglufirði 3961 Sigurfari, Vestm.eyjum 2076 Sigurkarfi,, Ytri Njarðvík 2193 Sigurvon, Akranesi 3959 Smári, Húsavík 2541 Snæfell, Akureyri 7021 Stefán Árnason, Búðak. 2887 Stefán Þór, Húsavík 2439 Steinunn gamla, Keflavík 2181 Stella, Grindavík 2711 Stígandi, Vestmannaeyj. 2686 Suðurey, Vestmannaeyj. 2485 Svanur, Reykjavík 2432 Sæborg, Grindavík 2237 Sæfaxi, Neskaupstað 2517 Sæljón, Reykjavík 3177 Særún, Siglufirði 2647 Tálknfirðingur, Sveinsey. 2423 VíSir, Eskifirði 4528 Víðir II,. Garði 7942 Víkingur, Bolungarvík 2585 Vilborg, Keflavík 2728 Von II., Keflavík 2497 Vörður, Grenivík 3388 Þoibjörn Grindavík 2150 Þorl. Rögnvaldss., Ólafsf. 2121 Þráinn, Neskaupstað 2172 SOLSKINIÐ. Nú er sólin tekin að skína á ný og all.r sem vettlingi geta valdið fara í sól'bað og þá helzt einni sjóbað, ef tækifæri gefst. Bezt er þó að fara varlega að öllu, sérstaklega fyrir þá sem lít.ð hafa enn verjð út í sólinni og eru nú kannske að byrja í sumarfríinu. Sólbruni er ákaflega óþægilegur og get- ur stundum óvarkárni fyrsta dagsins í sumarfríinu, eyðilagt þrjá til fjóra þá næstu. Þess vegna er bezt að fara hægt í sakirnar og leyfa sólinni að gera húðina brúna smátt og smátt. Annað er ,það sem marg ir vara s:g ekki á, og það er að sólarolíuna eða kremið má ekki bera á í sólskini. Sé það gert virkar það e'ns og feiti væri sett á heita pönnu, maður sólbrennur eftir sem áður. Sól- arolíuna eða kremið á að berá á í skugga og lofa því að jafna SKiPÆHTCiCRil RIKKSI N$ M.s. Herðubreið austur um land í hringferð 22. þ. m. Tekið á móti flutningi til Hornafjarðar, Djúpavogs, Breiðdalsvíkur, Stöðvarfjarð- ar, Mjóafjarðar, Borgarfjarð- aþ Vopnafjarðar, Bakkafjarð- ar og Þórshafnar í dag, þriðju dag. Farmiðar seldir á fimmtu- dag, 21. þ. m. sig á húðinni í a. m. k. 5 mín- útur, áður en faríð er að Játa geisla sólarinnar leika um sig. Undanfar.ð hefir verið nokk uð rætt og ritað um mývarg- inn við Sogið. Það er mun auð- veldra að verja sig gegn mý- bitinu en að rembast við að granda því og er hér uppskrift að mývarnarolíu, sem vel hefir gefizt: 5 grömm eucalytusolía. 10 grömm hreinsuð terpen- tína. 2 grömm sítrónuolía. Dreyfið þessari olíu um and- litið og þá staði sfem mýbitið sækir á og þið munuð fljótt finna að það lætur ykkur í friði. Þann kost hefir eitmig þessi blanda að lyktin af henni er ekki mjög sterk, svo að hún mun varla valda öðrum nein- um óþægindum. Ef mýflugurnar hafa hins vegar stungið, þá er gott að lina óþægindin með eftirfar- andi blöndu: 10 grömm 1% mentolspiritus. 10 grömm salmiakspiritus. Berið þessa blöndu á hina aumu bletti og þjáningarnar munu brátt minnka. i HÚSRABB. Það vill oft bregða við, þeg- ar vax rennur niður á kerta- stjakann, að það sé skáfið burt með borðhníf eða einhverju öðru járni. Þetta orsakar í flest um tilfellum rispur í stjakann, sem gera hann fljótlega ljótan, svo að lokum er hann jafnvel lagður til hliðar af þessum sök um. Hið rétta er í svona tilfellum að dýfa stjakanum niður í sjóðandi vatn örlitla stund, þannig losnar vaxið af á auð- veldan hátt án þess að nokkr- um skemmdum sé valdið á \ stjakanum sjálfum. o — o Þegar brytja þarf kartöflur í kartöflusalat, er ákafJega handhægt að nota til þess eggjaskerann. Á þennan hátt verða sneiðarnar jafnari og reglulegri. Látið þó kartöfl- urnar alltaf verða kaldar áður en þér skerið þær á þenanri hátt. o — o Athugið þegar aftur fer að líða að skólatíma barnanna, að ,mun hentugra er að nota glært plastic í kápur utan um |skólabækurnar, en alls konar 'annan pappír, eins og svo oft er þó gert. Þótt plastið óhreink its er auðvelt að hreinsa það og auk þess sjá börnin þegar um hvaða bók er að ræða, ef hún er í glserri plastkápu. Hlífðar- kápur úr plastí endast auk þess mun lengur en úr pappír. o — o Það er oft óþægiJegt þegar skynd.lega kemur lykkjufall á spari-nælon-sokkana ein'hvers staðar úti í bæ. ekki er hægt að fara úr þeim á staðnum svo það stöðvist og flest ráð til að stöðva lykkjuföll, eru þannig að þau skilja eftir sig meiri eða minni merki á skokkunum. Einna auðveldust teið til þess að fyrirbyggja útbreiðslu lykkjufallsns, er að hafa í tösku sinni litla rúllu af glæru límbandi „Seott.sh Tape“ og líma fyrir lykkjufallið með því á staðnum. Límbandið má svo taka af áður en skokkarnir eru sendir í viðgerð. Auk þess sem þetta er þægi- legt gagnvart sokkunum, þá er það æði oft sem gott getur ver ið að grípa til svona límbands, undir ýmsum kringumstæðum. Þriðjudagur 19. ágúst 1958 err¥M6iHt þmsmts

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.