Alþýðublaðið - 19.08.1958, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 19.08.1958, Blaðsíða 6
e AlþýðublaSiS Þriðjudagur 19. ágúst 1958 Óskar Hallgrímsson: HLUTVERK OG VERK- SVIÐ SAMVINNUNEFND- ANNA. Meginhlutverk þessara sam- vinnunefnda er að leita að leið- um til þess að auka framleiðsl una, bæta skipulag framleiðsl- unnar, og lækka framleiðslu- kostnaðinn. Út frá þessu megin sjónarn||ði geraþær tillögur um hagræðling,u. í rekstr'ii fyrir- tækja, aukna tækni, nýja vinnu filhögun, sparnað í hráefnum o. s. frv. Annað mikilvægasta verkefni nefndanna er að fjalla um aðbúnað verkafólks á vinnustað, öryggisráðstafamr til þess að afstýra slysum, at- vinnuöryggi og önnur félags- leg vandamál starfsfólksins. — Með öðrum orðum, allt það, sem' getur orðið til þess að bæta aðstöðu starfsmanna, auka á vinnugleðina og vekja á'huga þeirra á framlei ðslustarfsemj- inni og rekstri og afkomu fyr- irtækisins. Samvmnunefndirnar hafa ekki ákvörðunarvald, líeldur eru þær aðeins ráðgefandi. — Fulltrúar aðila ræða þar þau vandamál, sem uppi eru í fyr- irtækinu hverju: sinni, fjalla um tillögur sem fram koma, ýmist frá starfsfólki eða for- ráðamönnum’, og leitast við að komast að sameiginlegri niður- stöðu. Mikið er því undir því komið, að gagnkvæmur skiln- ingur á viðfangsefninu og full ur trúnaður sé fyrir hendi milli aðiia. Þannig er það t. d. mikil- vægt fyrir framhald samstarfs, að forráðamenn fyrirtækja láti fulltrúum starfsfólksins réttar upplýsingar í té, t -d. um rekst- ur og afkomu fyrirtækis, mark aðshorfur, efnisútvegun og ann að það, sem. haft getur gildi fyr- ir atvinnuöryggi starfsmanna fyrirtækisins. í því skyni að tryggja þetta m. a. er svo á- S MEÐFYLGJANDI grein birtist í 3. heift þessa ár- \ gangs Iðnaðarmála. Höfundurinn, Óskar Hallgrímsson for S maður Iðnsveinaráðs A.S.Í., kynnti sér samvinnu at- S vinnurekenda og verkamanna um framleiðslu og starfs S tilhögun á Norðurlöndum fyrir nokkru. Þar sem þetta ) málefni hefur lítið verið rætt hér á landi og fáir hafa ^ kynnt sér þýðingu og skipulag þessarar samvinnu, en hiin er hin merkasta, þykir Afþýðublaðinu hlýða að birta ^ greinina í heild. Birtist hér annar kafli greinarinnar, en ^ sá fyrsti birtist á sunnudaginn var. Alls verða kaflarn ^ ir þrír. S S kveðið í samningum þeim, er að framan getur, að fyrirtæki sé skylt að gefa samvinnunefnd sams konar upplýsingar um rekstur og fjárhag fyrirtækis og gefnar eru hluthöfum á að- alfundi þess. Yfirleitt má segja, að öll áherzla sé lögð á, að sam vinnunefndirnar hafi á hverj- Ánnar hluti um tíma sem gleggstar upplýs- ingar og bezt yfirlit um hag og afkomu fyrirtækis, markaðs- möguleika, hráefnisútvegun og annað það, sem haft getur á- hi if á reksturinn á einn eða ann an hátt, þannig að nefndirnar geti. í tíma séð fyrir og tekið til umræðu hugsanlegar breyt- ingar á rekstrinum, svo að sem mmnstar truflanir verði á fram feiðslunni við framkvæmd þeirra. Einn hinna mörgu þátta, sem stuðla að aukinni framleiðni, er að hagnýta tæknina til fulls í þágu atvinnuveganna. — Ný tækni krefst m. a- sérmenntað- ra starfsmanna í ýmsum grein- um. Eitt af verkefnum nefnd- anna er því það að gera tillögur um tæknimenntun nemenda og nýrra starfsmanna, svo og um endurþjálfun þeirra, sem fyrir eru, ef þörf krefur. Á þetta að tryggja það, að menntun og hæfni starfsfólksins samsvari á hverjum tíma þeim kröfum, sem gerðar eru til þess. Eru mörg dæmi um það, að fyrir- tæki hafi eftir ábendingu sam- vinnunefndar kom.ið á fót eig in forskóla fyrfr nemendur sína og veitt starfsmönnum sín um styrki til framhaldsnáms í ýmsum greinum. Þrátt fyrir hinar jákvæðu hlið.ar á þessu samstarfi er eng in ástæða til þess að draga dul á, að eftir sem áður eru fyrir hendi hagsmunaandstæður milli þeirra stétta, sem að sam starfinuí standa. Hlýtur svo jafnan að verða, meðan deilt er um skiptingu þjóðarteknanna- Þeim deilum er þó ’haldið utan við starfssvið nefndanna, enda fara samningar um kaup og kjaramál fram með venjulegum hætti, þ. e. milli höfuðsamtaka. aðila vinnumarkaðarins. Revnslan af samvinnunefnd- unum hjá þessum fræridþjóðum vorum bendir ótvírætt til þess, að beggja hagur hafi verið að starfsemi þeirra. Sá hagur skil- ar sér einnig í auknum verð- mætum til þjóðarheildarinnar, ' með meiri festu í vinnumarkað inum., auknum útflutningsverð- mætum og lækkandi vöruverði innanlands. Enda eru allir sam mála um að viðhalda og auka starfsemi nefndanna, þótt nú séu burtu fallnar þær forsendur sem urðu til þess, að samvinnu ! nefndirnar voru í upphafi sett ar á stofn. VINNUATHUGANIR — NÝ LAUNAGREIÐSLU- KERFI. Svo sem fram: er komið hér að framan, hafa verkalýðssam- tökin í þessum löndum tekið já kvæða gfstöíu til hagræðingar í atvinnulífinu og aukinnar framleiðni. í þassu sambandi vil ég undirstrika, a5 það. sem sagt hefur verið og sagt verðu,- hér eftir í grein þessar; um af- stöðu sa'mtaka 'vinnustéUanna í þessum löndum til hugtaka þessara, gildir um framkvæmd þessara mála eins og hún hefur verið þar, það er hagræðingu, sem stsfnir að aukinni fram- ..Nfræður í dag' verkamaður, NÍRÆÐUR er í dag Guð- mundur Sigurðsson verkamað- ur, Grjótagötu 12 í Revkjavík. Hann er Ra’igvellingur að ætt, bjó um skeið í Vestmannaeyj- um, en fluttist búferlum til Reykjalvíkur árið 1914. Hann réðist þá í vinnu hjá Samein- .aða og hefur starfað þar síðan mestan hluta ævi sinnar, unz hann lét af störfum fyrir nokkr um árum fynr elli sakir. Hon- um mun þó hafa verið óljúft að hopa fyrir kerlingu 'EVi, því að hann var hið mesta karl- menni, eitilharður og staifsam ur með afbrigðum. Þó gekk Guðmundur ekki með öilu heill til skógar. Þegar hann á unga aidri bar þungar drápsklyfjar úr Reykjavík og austur í Rang- árvallasýslu skaddaðist hann í baki, lá lengi rúmfastur og mun hafa kennt sér þess meins allt síðan. Guðmundur kvæntist Eir. n-ýiu Jónsdóttur, en missti hana árið 1937. Guðmundur gekk snemma í Dagsbrún í Reykjavík og tók mikinn þátt í félagslífi verka- manna um langt árabil. Þó að hann sé nú að komast á tíræð- isaldur er lundin hin sama og áður fyrr. Hann hefur æ:tíð verið gamansamur, en þó mik- ill alvörumaður og traustur fé-1 lagi hverjum sem hann kynnt- Grjótagöty 12 Guðinundur Sigurðsson. ist. Síðan hann hætti að vinna var hann svo til daglegur gest- ur á Arnarhóli og ræddi hann þar við gamla vinnuféiaga. Þetta mun vera fyrsta sumar- ið, sem hann hefur ekki getað fengið sér gönguferð á hólinn, tekið sér sæti á steinbekknum til að horfa út yfir höfnina, þar sem starfssvið hans var og út yfir flóann, sem honum var svo kær. « Fjölmargir gamlir vinnufé- Isgar og vinir senda Guðmundi í dag heillaóskir og þakka hon um liðin ár. SUnnudagur. --------ÞAÐ ER komið nýtt kennileiti við Faxaflóa, stórt og mikið, og spýr annar- legum reykj arstrók upp í blá- loftin: reykháfur Sements- verksmiðjunnar á Akranesi. Mér þótti það harla skrýtið i dag, þegar ég var að sníglast kringum þann mikla stromp þar efra, að hæð hnas og tign virðist miklu. minni, þegar maður er nálægt honum. Hann svona rétt teygir sig upp yfir stórbyggingarnar í kring, þegar staðið er framan við verksmiðjuháknið, en þegar komið er hinum megin við Hvalfjörðinn, hverfa flestir drættir í svip Akraness fyrir þessari gufuspúandi strýtu. Það þýðir ekkert að stríða Akurnesingum á því, að þetta gersemi þeirra spúi yfir þá eldi og brennisteini. „O, sussu nei,“ segja þeir, „þetta er bara meinlaus vatnsgufa, ryk finnst ekki í loftinu.“ Og þar sem hver er sæll í sinni trú, ier bezt að fella talið. Enda verða Akurnesingar minna varir við reykinn úr þessari eftirlætistrjónu sinni en við aðrir Faxaflóabúar. Sem sagt: „Fjarlægðin gerir fjöllin blá og mennina mikla,“ sagði vor ágæti Jóhann .Sigurjónsson, og fjarlægðin gerir stromp þeirra Akurnesinga mikinn og gufur þeirra ekki síður!“ Annars var bæði vatns- og rafmagnsskortur á Akranesi um þessa helgi; vatnsbólið í dalnum í Akrafjalli nærri þorrið og Andakíll dræmur, svo að Akurnesingar urðu að taka fram kertin í ágústhúm- inu, ef þeir vildu gera sér eitt. hvað til gagns eða gamans um lágnættið. Skortur á vatni og rafmagni er mikið vandamál þeirra Akurnesinga í framtíð- inni. Um rafmagn til hinnar nýju og glæsilegu sements- verksmiðju er bezt að ræða sem minnst. En sýnilegt er, að af því máli mun gerast mikil saga, og það heldur fyrr en seinna. Mánudagur. --------Þegar ég var að synda mitt venjulega morgun sund í dag, varð mér hugsað til Eyjólfs kappa Jónssonar, sem bráðum ætlar að, sýna ! þeim þarna úti í henni veröld, hvernig þeir synda hér í Skerjafirðhium. Og sem ég tók að hugleiða, hvernig þessi stælti landi mundi stíga á land hjá brezkum, eftir hið fræga sund, sló landhelgismál inu allt í einu saman við mynd ina af kappanum, bar sem hann stóð á strönd Engla, enda varð það þá jafnsntemma, að ég hafði lok ð mínum 200 m spretti. En upp úr þessum samslætti og hugrenninga- flækju fæddist sú hugsun, hvort ekki væri rétt að biðja sundkappann að segja brezk- um í nokkrum velvöldum orð um frá þýðingu landhelgi vorrar utan við Skerjafirði þessa lands, um leið og hann stikaði upp á ströndina eftir sundið yfir sundið. Má mikið vera, ef það yrði ekki áhri-fa- ríkara en allar þessar mörgu ræður á alls konar fundum, sem oftast nær eru haldnir til þess að sýnast og látast. — Ég bið forláts, manni detta hinir fáránlegustu hlutir 1 hug, þegar maður byrjar dag- inn með því að synda 200 metra! Þriðiiulagur. ---------Það athyglisverð- asta, sem ég heyrði í dag, var um einn örlitinn vasaklút. Einhver sagði mér þá sögu, að ,í búð elnni hér í bænum, fengjust þeir raritetsvasaklút. ar, að slíkt mundi vart þakkj- ast á byggðu bóli annars stað- ar. Klútar þessir eru svo litlir, að enginn léti sig henda þá fávizku að snýta sér í þá, enda munu þeir meir til skrauls gerðir en þurfta, svo fínir eru þe.r og fornem. Þeir ku vera komnir allar götur úr Kínaveldi, þar sem Kilj an segir helztu stj órnarað geröjr þessa stundina vexa her ferðir gegn flugum og. bréfa- rusli, og' eru þeir handmálaðir af mikilli kúnst, sem fákunn- andi landa tækist aldrei að leika eftir. Þess r langsóttu, fínmáluðu og smágerðu vasa- klúíar kosta aðeins rétt innan við eitt hundrað krónur. Síðan ég heyrði söguna um þessa litlu, innfluttu hundraðkrónu vasaklúta, hef ég lengi dags verið að brjóta heilann um, hvort þeir væru dýrir eða ó- dýrir, hvort þetta væri síór- kostiegur verzlunarmáti eður ei, og hvort nokkurt nef í þessu landi komist nokkru sin ú í kynni við slíkan for- látaklút? En sú gáta er óleyst enn, og ég hef litla von um að vasabbókin leysi hana, þótt ég hripi hana hér til geymslu. Miðvikutla»ur. ----------Ég. hitti sérfræð- ing minn í heimspólitíkinni, Kalla á kvistinum, í dag.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.