Alþýðublaðið - 19.08.1958, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 19.08.1958, Blaðsíða 7
Í>ri8juaagur 19. ágúst 1958 T AlþýSablaSiS Ávarp forsefa íslands við Efra-Sog GÓÐIR ÁHEYREISTDUR! — Fulltrúar ríkis og Reykjavík- urbæjar. Ég hefi eftir beiðni stjórnar Sogsvirkjunarinnar lagt horn- Stein orkuversins við Efra-Sog með innsiglaðri skýrslu am sögu málsins til þessa dags, svo sem venja er til. Það má telja að liðinn sé aldaríjórð- ungur síðan virkjun Sogsins hófst, og nú er hálfnaður síð- “asti áfanginn, og fyrirsjáanlegt ef ekkert truflar, að Sogið verð ur fullvirkjað að ári liðnu. Það má með sanni segja, að vatnið, íbæði salt og ósalt, eigi ríkan þátt í sögu og þróun höfuðborg:. arinnar. Fýrst hin auðugu fiski mið á Flóanum og góð hafnar- skilyrði, þá hið tæra vatn Gvendarbrunnanna til arykkj- 'ar og þvotta, síðan hveravatn- 18 til upphitunar og nú frá stríðslokum hinum fyrri sívax- andi lýsing, suða og orka frá Elliðaám' og Sogi. Revkjavík átti að sjálfsögðu frumkvæði Sogsvirkjunarinnar, en þegar þessari virkjun er lokið, sem vér minnumst í dag, munu ríki og bær elga verin og orkuna til helminga, eitt hundrað þúsund kílóvatta orku fyrir eitt hundr að þúsund íbúa Suðvesturlands ins. Það er fagnaðarefni dags- ins, að sjá fyrir endann á þess- um áfanga. • Yér höfum í sumar notið ynd islegra sólskinsdaga á þessu landshorni ,en þó er ekki laust við, að þurrkarnir hafi minnt oss á nauðsyn vatnsins. Það er kyrkingur í sprettunni, og raf- magnsskortur vofir yfir yngsta og stærsta fyrirtæki landsins. Farvegir þorna, og rykfallið grasið er ekki lystugt fyrir bú- peninginn. Vatnið er lífsnauð- syn, en oft lítið þakkað, það sem nóg er af. Vatn til hemni- isnotkunar er nær alltaf vfrið nóg, en þó minnir vatnsburður inn í fjós og eidhúg á mikið erfiði bæði unglinga og útsiit- inna gamalmenna. Og ekki minnist ég, að vatn hafi verið notað til að létta störf nema á emstaka bæ, og það ótrúlega fáum:, þar sem komið var upp vatnsmyllum. Þar var fallþung inn sem annars ógnaði mönnum og skepnum í vatnavöxtum lát inn starfa í stað liðléttinga að mölun hins skorna skammts daglsgs brauðs. Spaðarnir voru fáir á vatns- hjólinu og skiluðu ekki miklu afli, en þaðan ■ er þó runnin ,,túrbínan“, hverfillinn, sem nær mestöllum. fallþunganum úr vatninu. Breytingin er ekki mikil frá vatnshjólinu, spöðun- um fjölgað og byggt utan um hjólið og inntakið til að ná sem mestri fallhæð. Vatnsaflið þurfti þó að bíða eftir raffræð- inni, dynamónum, til að leys- ast úr læðingi. Nú skilar hver vé'in vatnsaflinu til annarrar unz því afli, sem áður var ógn og dauði er dreift um landið og snúið í ljós, hita og véla- vinnu. Raforkan hefir hrundið myrkrinu og kuldanum og end- urreist íslenzkan iðnað. Vissu- }ega getum vér tekið undir m;eð Jónasi: ,,Vísindin efla aha dáð, oikuna styrkja, viljann hvessa, vonina glæða, hugann hressa, tarsældum vefja lýð og ]áð“. Sog í Ölfusá hét áður á milli Þingvallavatns og Úlfljóts- vatns, en nú verður Sögið tek- ið hér í gegnum Dráttarhlíðina. 1 vatnið fellur ein á og n'okkr- ir lækir en Sogið skilar marg- földu vatnsmagni á við það aðstreymi. Ef litið er yfir hið mikla vatnshverfi Sogsins, — allt upp í Langjökul, þá er sem maður sjái vatnið síast um æð- ar, læki og ár undir hrauninu og vellankötlur og uppsprettur á vatnsbotni. Hraunið og vatnið miðlar vel milli árstíða, og allt fellur þetta til Sogsins, hins eina afrennslis. Þessu lýsir Jón as vel: ,,Vötnin öll, er áður féllu, undan hárri fjallaþröng, skelfast dimmri hulin hellu, hrekjast fram um undirgöng, Öll þau hverfa að einu lóni, elda þar sem flóði sleit. Djúpið mæta, mesta á Fróni, myndast á í breiðri sveit“. Jónas kunni tökin á því að breyta jarðfræðinni í skáld- Forseti Íslands múrar yfir hornsteininn. — Ljósm. u. skap- Er það ekki að undra, því að í öllu sköpunarverkinu er hinn hæsti skáldskapur. Það væri því meiri ástæða að undr- ast hitt, hve mörgum tekst í riti og ræðu að sneiða náttúr- una lífi og fegurð. Vatnið, út af fyrir sig, á enn ekkert kvæði á íslenzku, þó verðskuldað væri, því það streymir í gegn- um „lífsins æðar allar“ eins og sólarylurinn. Og þó er döggin og dröpinn, leikandi lÉekir og dynjandi fossar ríkur þáttur í ættjarðarástinni, -og það er yndi og unaður í orðum eins Og lind og uppspretta, brunnur og bæjarlækur. En ,,vötn“ á venju ; lega skylt við manndrápsvötn, og vatnsdauðans oftar minnst en þess vatns sem lífgar, sval- ar, hreinsar og skírir. Einar Benediktsson mun fyrstur hafa talað um ,,að beizla Sogið“, og þegar hinn ótamdi flaumur er beizlaður, ganga þúsundir hest afla í þjónustu þjóðlífsins. Það er gott tákn, að það skulj ein- mitt vera „Djúpið Mikla — Framhald á 8. síðu. Þegar hornsteinninn var lagður að Efra -Foss virkjuninm. — Ljosm. — u. mer spurningalaust í té mein- ingu sína á „þeim stóru“. „Svona láta þeir, sjáðu til, skrifast á og krefjast fundar og heimta samtal, en svo verð ur ekki neitt úr neinu. Eisen- hower einn labbar sig undir Jögregluvernd inn á sýningar. samkomu á sinni eigin bæjar- hellu, romsar þar upp úr sér gömlum lummum, en aðrir sitja hfeima. Hvað heldurðu, að svona sainkunda, eins og þessi allsherjarþingsaukafund ur, hafi að segja? Ekkert, hreint ekki neitt. Ja, kannske mætti segja, að þarna hefði þeim vestanvérum tekizt að sýna heiminum, að ekkert er að marka allt fundarhjalið í Krúsa gamla. Hann setti sann arlega ofan, þótt hann skryppi þarna austur í Kína. Að öðru leyti er þetta marklaust hjal hjá þeim þarna í New York. Þeir áttu að hittast í Genf, ■eftir að búið var að sanna heiminum, að Krúsi þorði ekki vestur. Þú skalt sanna til, að bráðum fara þeir austanvérar að heimta fund hinna stóru á ný, og öll sagan endurtekur sig.“ Kalli brá samt ekki fyrri vana sínum að rjúka burt, eftir þessa romsu. Fimmtudagur. --------í dag drakk ég síð degiskaffið með ritstjóra og rithöfundi frá Pakistan, sem hér var snöggvast á ferð. Þetta var ungur maður, vfel- menntaður og víðförull, og var hann nú á leið frá Banda- ríkjunum til London. Hann sagði mér þessa sögu: Langt uppi í fjöllum Pak- istan er einangruð dalabyggð, sem litlar samgöngur eru við. Dalurinn lokast af háum fjöll. um á alla vegu, og leið n inn í dalinn er þröng ogillyfirferð ar. Hins vegar er dalurinn litli með afbrigðum frjósamur, þar vaxa þrúgur og aldin af marg- víslegri gerð, og lífsbarátta er þar því næsta lítil og auðveld. í þessari litlu, afskekktu og umluktu fjallabyggð búa af- komendur Forn-Grikkja, sem komu með Alexander mikla í herför hans til Indlands á 4. öld f. Kr. Þeir hurfu ekki aft- ur með foringja sínum eftir hina mfeira og minna mis- heppnuðu reisu, heldur tóku sér konur og mynduðu litla nýlendu í dalnum. Þeir tala enn mállýzku skylda forn- grísku, eru hellenzkir að yfir- brgði og útliti og halda fast við gamla siði. Þeir eru mjög gestrisnir við aðkomufólk, veita því vín, ávexti og góðan hfeimatilbúinn mat, en inn fyr ir dyr bjóða þeir engum, og engínn fær að tala við ungu ógiftu stúlkurnar þeirra. Þeir mega enga missa, því að ætt- flokkurinn minnkar allört, enda blóðblöndun engin út á við. Þeir eru aðeins um 3000 talsins. — Þannig hefur þessi hellenzki hópur lifað einangr- aður í faðmi fjallanna í um 2300 ár. Þær eru sannarlega margar, furður veraldar! FöstudaSur. — — — Fararstjóri írska knattspyrnuliðsins, sem hér keppir þessa dagana, O’Riaian er einstklega alúðlegur mað- ur, skemmtinn í tali og prúð- menni mikið. Hann er dómari við unglingadómstólinn í Dub lin. Hann sagðist segja fólki hér, að þeir írarnir, sem nú væi'u hér á ferð, væru vafa- laust ekki eins góðir og fyrstu írarnir, sem hingað komu, Paparnir, hins vegar kæmu þeir af miklu frjálsari vilja en írsku þrælarnir forðum daga! Þegar við sátum í útvarps- sal og hlustuðum á piltana syngja af fjöri, þar sem þeir sátu umhverfis félaga sinn við píanóið, hafði ég orð á því við \ O’Riaian, að írar ættu mikið af þjóðlögum og þætti gaman að syngja. „Já,“ svaraði dóm- arinn, „við syngjum mikið og höfum yndi af gleðskap, en þó syngjum við ekki eins mikið og frændur okkar, Walesbúar. Þejr e ga enn meira af þjóð- lögum en við ög syngja enn meira.“ Keltar hafa áreiðanlega ver ið mjög velgefnir menn, og hinar keltnesku leifar á Bret- landseyjum, írar, 'Walesbúar og Skotar, hafa lagt mikinn skerf til lista og menningar í heiminum. V.ð þurfum sannar lega ekki að skammast okkar fvrir að vera skyldir þeim, Isleiidingar. O’R.aian sagði mér, að írsk börn lærðu því tvö mál í skólunum og margir þar í landi eru jafnvígir á bæði. Sama sagði ritstjórinn frá Pakistan mér í gær, þar læra allir ensku frá barnsaldri, ef þeir ganga í skóla. Hins vegar eru ekki nema 11% Pakistan- búa læsir og skrifandi. í írska stafróf.nu eru aðeins 18 bók- stafir, og O’Riaian sagði, að írar kæmust ágætlega vel af með þá! Laugardagur. —-------Þegar Steingrím- ur Jónsson rafmagnsstjóri bauð gesti velkomna til síð- degiskaffi í mötuneytisskálan um á Ljósafossi í dag, feftir athöfnina við Efra-Sog, lét hann þess getið, að verkið bar væri um það bil hálfnað. Fimmtán mánuðir væru nú liðnir frá því verkið hófst og gert væri ráð fyrir, að þyí yrði fulllokið eftir aðra fimmtán mánuði. Þannig á ekki að taka nema tvö og hálft ár að vinna að þess,u risamannvirki. Og þegar litið er á það verk, sem þegar hef- ur ver ð unnið þarna á fimní- tán mánuðum getur maðurvel látið sér detta í hug, að því muni Ijúka á öðrum fimmtán. Samt má hálda vel á spöðun- um, ef þessi áætlun á að standast, því að mikið átak er eftir. En vonandi stenzt þetta allt saman áætlun, ekki mun af veita. Ég var að hugsa um, þegar ég stóð á bak við ræðumenn þá, sem töluðu við athöfnina við Efra-Sog í dag, forseta ís- lands, forsætsráðherra og borgarstjóra, að ekki væm þeir beygðir af bardúsi lands- málanna, þótt hver um sig hefði marga hldi háð í stjórn- málaþrasinu. Ailir voru þeir sérstaklega vasklegir að sjá, unglegir og belnir í baki, þótt einn sé kominn fast að sjöt- ugu, annar yfir sextugt, og sá þriðji undir fimmtugt. Hin- ir margumtöluðu erfiðleikar urðu ekki séðir á baksvip þeirra, er þeir fluttu ræður sínar. Kannske taka þeir sér þetta léttara en sumir halda! 16. — 8. 558, Vögguiv Hann brá vana sínum og lét

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.