Morgunblaðið - 15.08.1973, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 15.08.1973, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ — MIE>VIKUDAGUR 15. ÁGUST 1973 23 Elín Árnadóttir Hrífunesi — Minning Fædd 18. maí 1886. Dáin 10. júlí 1973. L.augardaginn 21. júlí, einn þann sólríkasta dag, sem komið hefur á þessu sumri, fór fraim við Grafarkirkju í Skaftártungu jarðarför mætrar og merkrar toonu, Elinar Árnadóttur fyrr- verandi ljósmóður og húsfreyju I HriÆunesi, og var það ein fjöl- memmasta jarðarför, sem þar hefur farið fram. Elín var fædd í Pétursey í Mýrdal, dóttir þeirra merkis- hjóna Árna Jónissonar og Þór- uminar Sigurðardótbur i Péturs- ey. Á þessari fallegu jörð fædd- ist Elín og átti sin barns- og bernskuár í sæ'-um hópi margra myndarlegra systkina. Þar naut hún og ástar og vakandi um- hyggju ástríkra foreidra, sem bæði voru góðrar ættar, og voru orðlögð fyrir mannúð og mynd- arskap. Frá æskuhe'iimili gekk Elín út í lífið að ég hygg með meiri uppeldisimennt en almenmt þekiktist i sveitum í þá tíð. Ung tntun hún hafa lært til ljósmóður- starfa, og fatasa'um mun hún hafa teert jafnframi. Vorið 1909 flyzt þessi myndarlega stúlka austur í Skaftártuiigu og tekur þar við ljósmóðurstörfum, þá 23 ára að aldri. Þar átti hún eftir að starfa og eyða ævinmi, dáð og virt af sveitungum sánum. Hún hafði nóg að starfa auk ljósmóðurstarfanna við saiuma- skap og kenndi þá ungumi stúlk- un karlmannafatasaum og imargt annað, sem þær gátu af henni lært. Þessi störf stundaði húm í 2 ár. í>á var margt af mjög myndarlegu ungu fólki í sveitinni og félagslíf þá þar í blóma. Vorið 1911 giftist hún jafnaldra sínum Jóni Pálsisyni í Hrífiunesi, sem þá var þar hjá móður stanil Þórunni Bjarna- dóttur ásamt fleiri systikinum sÍJiuim, og tóku þá við jörð og búi af móður Jóins. Nú reyndi íljótlega á búiskaparsnilili hinna mngu hjóna. Bkki tóku þau við neinu stórbúi. Strax kam í ljós að bæði hjónin höfðu sameigin- legan áhuga á búskapmum, og voru vel hæf til st*rfsiins. Þau voru bæði mjög hagsýn og áhugasöm, og gekk því búskap- ¦ur hjá þeim mjög vel, og varð heimili þeirra strax mjög mynd- arlegt, enda Hrífunesið alltaf talin frekar góð bújörð vegna góðrar vetrarbeitar, sem á þeim árum var talið svo mikils virði. Þá stóð Hrífunesbærinn á bökkum Hólmsár. Þar veitist þetta mikla vatnsfall fraim sitraumhart og misjafnlega vatnsmikið meðfram túnjaðrin- urni. Þarna voru þeir Hríifiunes- bræður uppaidir hjá móður sinni. Urðu þeir mjög ungir að glíma við ýmsa erfiðleika, og þar á meðal Hólmsá, sem oft var erfið yfirferðar og ekki talin fær nema glöggum vataamöninum við að giíma. Þarna urðu þeir að taíka að sér mjög ungir að fylgja ferðamönnium yfir Hólmsá bæði suimar og vetur. Urðu þeir því snemima glöggir vatnamenn og gætnir, en oft munu þeir á þeim árum hafa komið hraktir og með hrakta hesta upp úr Hólmsá, og eflaust hafa þeir oft teflt djarfit til að koma ferða- mönnum yfir Hólmsá. En með gætmi og glöggskyggni tökst þeim alitaf mijög vej, og ekki heyrði óg talað um að þeim hefði nokkurn tíma hiekkzt þar á. Við þessi skilyrði ólst Jón U'PP> og kannski hefur glíman við Hóiimsá ásamt öðrum eríið- lei'kuim sem við var að etja á þeiim árum gert Jón að þeim hyggna og góða búmanni sem hainn síðar varð. En þegar Elín fiufctist að Hrífunesi voru erfið- leikar við Hólmsá úr sögunni. Hólmsá var brúuð árið 1907 og þótti mikil samigöngubót. Fljótlega eftir að þau byrjuðu búsikap urðu þaiu að stækka og endiurbæta íbúðarhúsið ásamt útihúsuim og öðru því sem til framfara horfði. Elín var mikil búsýslukona og verkmikil og myndarleg hús- móðir, enda mátti segja að þar væri mikiil heimilisiðnaður. Hún hélt áfraim að taka saum, og svo fengu þau sér prjónavél, seim þá var lítið um, og var þá mikið prjónað fyrir sveitirnar þar i kring. Hrífunes er næsti bær aiustan við Mýrdalssand. Gesta- koma var þar þvi eðlilega mikil, sérstaklega vor og haust meðan allir ílutningar fóru fram á hestum. Öilum var þar vel tekið og veittur góður beini, og hin sikemmtilega og hressandi fram- koma húsimóðurinnar sem ailir litiu upp til og dáðu verður mörgum minnisstæð. Áfram hélt hún ljósimóður- störfunum, og varð hún oft að fara út í vond veður og erfiða Bezta áuglýsingablaðið Þökkum innílega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför JÓHÖNNU KR. ANDRÉSDÓTTUR, Ijósmóður frá Stóra-Vatnshorni. Þuríður Sigurjonsdóttir, Sigurður Hallgrímsson, Gestur Sigurjónsson, Jótianna Einarsdóttir, Jóhanna Sigurjonsdóttir, Bertedikt Ingólfsson. Við þökkum af alhug alia vinsemd og virðingu sem sýnd var við fráfali og útför móður okkar, KRISTÓLÍNU kragh Sérstakar þakkir viljum við færa læknum og öllu starfs- fólki Elliheimilisins Grund. Agnes Kragh, Hans Kragh, Sveinn Kragh, Gunnar Kragh, Júlíus Pálsson, Hólrrvfríður Ólafsdóttir, Sigríður Þorsteinsdóttir, Sigurlin Gunnarsdóttir, barnabörn og bamabarnabörn. vegi. Þó að Skaftártunga væri ekki manmmörg var hún oft erf- ið yfirferðar á veturna vegna mikilla snjóa og vatna. Á og Skaftárdalur voru i hennar um- dæmi, en Elín vár dugleg og kjarkmikil að ferðast, og ánægð var hún þegar hún sá að góð- hestur var með í ferðinni. Elín sat vel hest og fór hratt yfir þegar sæmiiegt færi var. Elín var mjög lárisöm og heppin ijósmóðir og traustvekjandi, og ekki minnist ég þess að hafa heyrt að neitt hafi komið fyrir hjá henni. Ljósmóðurstörfuim hélt hún áfram fram á efri ár. Tók þá SigríSur dóttir hennar við því starfi í nOkkur ár. Var þá heilsa hennar farin að bila, og var hún hin síðari ár mjög heilsutæp. Á síðari búskaparárum sín- um fluttu þau bæ si'nn og byggðu að nýju nær þjóðvegin- um uppi undlr heiðarbrúninni, og var það að mörgu leyti betra bæjarstæði. Það er óhætt að segja, að jörð sína ræfctuðu þau og byggðu upp eins og bezt mátti verða. 1 Hrífunesi bjuggu þau á sjötta tug ára myndarbúi og urðu frekar vel efnuð. Þau eignuðust 5 börn. Fyrsta barn sitt misstu þau, Sigriði að nafni, á 4. Ari. Hin eru í þessari röð: Sigríður ljósmóðir, Árni bóndi í Hrífunesi, Kjartan lög- regluþjónn i Reykjavík og Guð- ríður Þórunn í Hrífunesi. Auk þess ólu þaiu upp tvo dremgi: Garðar Bjarnason og Ævac Harðarson, sem báðir eru bú- setfcir i Vik. Margir fleiri U'niglimg ar dvöldu á þeirra heimili, og komu, þau þeim öllum vei tii manns. Mann sinn missti Elin í febrú- ar 1971. Voru þau þá hætt bú- skap, en Árni sonur þeirra tak- inn við jörð og búi, em áfram dvaldi hún hjá börnum sínum í Hrífunesi. Minningar um siíka konu sem Elin var verða öllum ógleyman- legar sem hana þekkfcu. Hún viidi öl'luim vel og hjálpa þeim sem voru hjálpar þurfandi. Það var sóibjartur sumardag- ur þegai Skaftártunguimenin og margir fleiri komu samam við Grafarkirkju til að kveðja Elímu frá Hrifunesi hinzta sinni, og það eru bjartar minningar, sem henni fyl'gja frá sveiitumgum og öðru-m, sem hana þekktu. Svo mun og sólbirta Guðsnáðar lýsa sáliu , hennar um eilifðar heim- kynni. Það er vor kveðjubæm. Vigrfús Gestsson. Keiwood mini ódýr og af kastamikil heimilishjálp Kenwood Mini er létt hrærivéi og þeytari, sem hafa má í hendi sér og færa yfir í pottana. Með skál og standi, sem hægt er að kaupa sér, vinnur Kenwood Mini öll venjuleg hrærivélaverk. Einníg fæst nú með henni skurðkvörn, sem sneiðir og rífur hvers konar grænmeti og ávexti. Kenwood Mini vinnur öll þau verk, sem við erum vön að fela hrærivél — og meira til. Kostar kr. 2346,00. Skál ög sfandur 1584,00. Skurðkvörn 1790,00. *&* m 1 3^- Kpnwood HEKLA hr Laugavegi 170-172. Sími 21240 og 11687.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.