Alþýðublaðið - 23.08.1958, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 23.08.1958, Blaðsíða 4
4 AlfcýSublaði3 Laugardagur 23. ágúst 1958 Fréttabréf frá skákmótinu Portoroz, 11. ágúst 1958. í ÞRIÐJU urnferð var allt með kyrrum kjörum nema hvað Larsen og Gligoric slóust eins og hundur og köttur, Frið- rik var nærri kafnaður í byrj- uninni og Fúster framdi sjálfs- morð í tímahraki eins og endra nær. Undrabarnið Bobby reyndi hvað það gat að vinna Ross- etto, hætti ekki fvrr en það stóð uppi með kónginn ber- Skjaldaðan. Bronstein bar sem fyrr greinir sigurorð af Fúster, en sá síðarnefndi hefði getað þvingað jafntefli í tímahrakinu. Averbach tefldi Spánverja gegn Neikirh og fékk snemma betra tafl sem hélt áfram að batna þar til yfir lauk. Larsen og Gligorie tefldu kóngsindverja með nýstárleg- um hætti. Tefldu þeir hvor öðr- um frumlegar en í sautjánda leik fann Larsen ekki beztu leiðina sem var í því fólgin að halda uppi sókn á báðum vængjum en skilja kónginn eftir heima. Fékk nú Gligoric gagnsókn, fórnaði skiptamun og peði og stóðu þá ÖU spjót á Larsen. Reyndi hann hvað hann gat að blíðka goðin en Gligoric hafnaði öllum fórnum og linnti ekki látum fyrr en Larsen sá sitt óvænna og gafst upp. Skák þeirra Sanguinetti og Cardoso lauk með jafntefli eft ir langa listireisu hvíta kóngs- ins um taflborðið, var honum óvíða vel tekið og mátti að iokum hrökklast heim við lítinn orðstír. Panno og Filip léku yfir þrjátíu leiki áður en þeir sömdu jafntefli og þótti sum- um sem báðir hefðu viljað vinna. Friðrik og Matanovic tefldu Nimzoindverja. Tefldi Friðrik byrjunina ónákvæmt en Mat- anovic vel og virtist halda Frið rik í heljarklóm. Vann hann snemma peð en slakaði þá held ur á takinu. Tók Friðrik nú að berjast um á hæl og hnakka og fór staða hans jafnt og þétt skánandi en tímahrakið nálgað ist. í tímahrakinu tefldi Frið- rik snilidarvel og var senni- lega með unnið tafl áður en hann lék síðasta leik sínum í tímaþrönginni. Matanovic bauð nú jafntefli en Friðrik þáði ekki fyrr en tveim dögum seinna enda þótt hann stæði engan veginn betur. Tal náði talsverðri sókn á Pachman, en Tékkanum tókst að skipta upp á mönnum svo að Tal varð að láta sér nægja hagstætt endatafl með hrók- um. Sýndi Pachman sína frægu tækni í endatöflum og jhélt jafntefli. Petrosjan og Szabo sömdu jafntefli eftir um það bil tuttugu leiki. Sherwin og De Greiff tefldu skemmt- lega skák og vann sá fyrr- nefndi eftir fallega mannsfórn. I fjórðu umferð k'om andinn yfir meistarana. Engum þeirra kom stórmeistarajafntefli til hugar. Það átti sýnilega að jafna um gúlann á andstæð- ingnum. Friðrik tefldi sitt eigið afbrigði gegn Filip og virtist ætla að draga til tíðinda þegar upp kom staða þar sem báðir neyddust til að þráleika. Petrosjan tefldi frumlegt afbrigði af kóngsindverja gegn Pachman og fórnaði snemma drottningunni fyrir hrók og léttan mann. Hélt hann síðan uppi látlausum ofsóknum á kóng Pachmans sem hröklað- ist út á mitt borð til að gefa upp öndina. Er þetta snotrasta skák mótsins til þessa. Matanovic og Tal tefldu Najdorfafbrigðið í Sikileyjar- tafli, fórnaði Matanovic ridd- ara í 13. leik og náði mikilli sókn. Neyddist Tal til að leika biskup upp í borð og hróka langt. Fékk Matanovic snemma þrjú peð fyrir fórnardýrið en Tal reyndi að ná mótsókn og urðu allmikil uppskipti. Kom að lokum upp endatafl þar sem Matanovic hafði hrók og fimm peð á móti biskup riddara og þremur peðum. Tefldi hann endataflið mjög vel og vann verðskuldaðan sigur. Larsen tefldi Freysteins Þorbergsson- ar afbrigðið af Hollendingi gegn Neikirh, en í því fórnar svartur kerlingunni. Virtist Larsen þekkja stöðuna mjög ítarlega, lék bæði hratt og vel og vann skákina örugglega í rúmum 70 leikjum. Cardoso hafði lengi góða stöðu gegn Panno en þegar á leið reyndist Panno þyngri á bárunni og vann í tæpum 60 leikjum. Gligoric og Sánguinetti tefldu Spánverja. Hafði Glig- oric lengi betra tafl og sótti á fast en Sanguinetti varðist vel og náði jafntefli. Fúster hafði lengi góða stöðu gegn Averbach en lenti í sínu venjulega tímahraki og beið Framhald á 2. siðu. ( ÍÞróttir J íslandsmótið: K.R. vann VaI 1:0 LEIKUR Vals og KR i Knati klúðraði því færi einnig. spyrnumóti íslands fóf fram á í seinni hálfleik sóttu Vals- miðvikudagskvöldið var. KR menn á en tókst ekki að skora, sigraði naumlega með einu fengu þó alloft mjög sæmileg marki gegn engu. — Vegna færi. Meðal annars átti Árni meiðsla í fyrri leikjum varð að Njálsson mjög fast langskot'á gera nokkra breytingu á skipun markið, sem Heimir varði að liðanna, einkum þó Valsliðinu. vísu vel, en ekki hefði það sak- Báðir innherjarnir gátu ekki að að reyna fleiri slík undan leikið með nú, en í stað þeirra yindinum, í stað þess að vera komu þeir Bragi Bjarnason og sf 0g æ ag reyna að leika alveg Óli Ásmundsson og skipuðu Upp ag marki. Tvívegis fengu Þeir hvergi nærri stöður Matt- , Valsmenn aukaspyrnu á KR- híasar Hjartarsonar eða Páls inga uppi við vítateig og annað Aronssonar. í stað annars bak- | Vegna þess að markvörður varðar HR lék Pétur Stefáns- ■ hljóp of mörg skref með knött son og gerði stöðu sinni góð , ínni, en allt kom fyrir ekki, — skil. En hvorki Bjarni Felixson Valsmönnum tókst ekki að eða Ólafur Gíslason gátu leikið kvitta. m,eð vegna meiðsla frá leiknum j nðj Vals var vörnin sterk- við írana á dögunum. ari hlutinn. F'ékk hin lipra KR- Veður var kalt og hvasst og sokn iítt notig sín í viðureign- stóð vindur beint á mark. inni við hana. En sá sem einna Magnús Pétursson dæmdi leik- árangursríkast lék af framberj- inn. Áhorfendur voru í íærra um KR var Reynir útherji og lagi- hann átti oftast beztu sending- KR-ingar áttu völ á marki og arnar fyrir markið. Halldór kusu að leika undan vindi Þeir gætti f>órólfs svo vel að hann varðist rösklega og fyrsta fékk lítt notið leikni sinnar og sóttu þegar allfast á en Valur Einar Halldórsson og Ma.gnús marktækifærið sem KR fékk ^Snæbjörnsson gáfu öðrum sókn kom ekki fyrr en átta mínút- armonnum mótherjanna ekki ur voru af leik, það átti Reynir míkig svigrúm. Björgvin greip útherji og skaut hann vel en Vel inn f þegar þess þurfti -neð Björgvin varði örugglega. Á.tta 0g vargt yfirleitt ágætlega. Þá mínútum síðar skora svo KR- ^ atti Árni Njálsson sem nú lék ingar þetta eina mark sem gert vinstri útvörð ágætan leik bæði var í leiknum. Það gerði Gunn- ' sgkn og vorn. Voru sendingar ar Guðm.annsson næsta óvænt hans til framherja oftast ná- úr aukaspyrnu utan við vita- kvæmar þ0 ekki bæru árangur. teig .Sendi hann beina leið á markið og vir.tist sendingin G Ó L E P P I Ný íslenzk framleiðsla W ilton Framleitt úr íslenzkri Mjög áferðarfallegt Lóast mjög Iítið - u 11 Tvímælalaust þéttasta og bezta teppaefni, sem sézt hefur hér. Nýkomið glæsilegt úrval í einlitum. Athygli skal vakin á því, fyrir þá, sem eru að byggja, að óþarft er að dúkleggja imdir teppin. — Klæðum horna á milli — fyllum ganga og stiga með aðeins viku fyrirvara. leik, en nú máttu þeir sér lítt og náðu ekki vel saman. Vörn Vals gaf þeim heldur ekki mik- il færi. Leikurinn í heild var jafn og prúðmannlega leikinn. EB. Nýkomið Sendið okkur mál Glæsilegt úrval af útlendum teppum. Ullarteppi í mörg- um stærðum og gerðum. — Einnig ullarhampsteppi í f jöl breyttu úrvali. — Gangadregill 90 sm. breiður. Ný tegund í hrosshársteppum í mörguin stærðum og ný- tízku mynztrum. ■ Sendum gegn póstkröfu út um land. T E P P I h.f í vörn KR átti Hörður niið- herjí sérlega góðan leik og ör- koma Björgvin á óvart. Hann | uggan, hafði hann flesta háa varpaði sér en var of seinn bo]ta nleg skallanum. en af niður, knötturinn skauzt undir 1 þeim var sennilega of miktð í hann og inn. Hins vegar var jejknum. þessi aukaspyrna tóm vitleysa. aí framherjunum gat tnaður Valsmaður og KR-ingur börð- húizt við betri leik len raun varð ust um knöttinn, Valsmaðurinn á> þeir hafa sýnt svo oft égæta náði honum en KR-ingurinn samvinnu og skemmt.ilegan sam féll við um leið, án nokkurra ólöglegra aðgerða af Valsmanns ins hálfu, síðan færði þessi ekki vafasami heldur rangi dómur KR-ingum nauman sig- ur. En ekki tjáir að deila við dómarann, enda var það ekkí gert. Nokkru síðar fengu KR-ing- ar aðra aukaspyrnu, réttmæta, á svipuðum stað en úr henni skaut Örn Steinsen rétt fram hjá marki. í þessum hálfleik var sókn meiri af hálfu KR-inga, en þeim tókst ekki að komast í skotfæri að neinu gagni. Vals- menn áttu og tækifæri en þeim nýttust þau heldur ekki, og eitt opið dauðafæri fengu þeir rétt fyrir leikshléið, en Elías Her- geirsson var fyrir opnu marki og valdaður með knöttinn en sendi hann langt fram hjá. Upp úr útspymu sóttu KR-ingar fast á og Gurrnar Guðmanns- son fékk svipaða aðstöðu við Valsmarkið rétt á eftir, en H Aðalsfræsfi 9, sími 14190 M.s Dronning Alexandrine fer frá Kaupmannahöfn 26. ágúst til Reykiavíkur (um Fær eyjar). Flutningar óskast til- kynntir hið fyrsta í skrifstofu Sameinaða í Kaupmanna- höfn. Skipaafgreiðsla Jes Zimseíi Erlendur Pétursson. . Eiginmaður minn KARL KRISTJÁNSSON Norðurþraut 17, Hafnarfirði andaðist í Landsspítalanum 21. þ. m. Jarðarförin auglýst síðar. Stefanía Jónsdóttir, börn og tengdabörn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.