Alþýðublaðið - 10.08.1920, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 10.08.1920, Blaðsíða 2
2 t ALÞYÐUBLAÐIÐ Aígreid^la blaðsÍHS er í Alþýðuhúsinu við iagólfsstræti og Hverfisgötu. Síml 988. Auglýsingum sé skilsð þangað eða í Gutenberg í siðasta lagi kl. 10, þann dag, sem þær eiga að koma í blaðið. staddur f landi sem hefir verið innilokað og átt í höggi við allan heiminn í rnéira en 2 ár. Börnin eru feit og sælleg og svo hraustlega veðurtekin að þau líta út eins og Indianar. Strax tekur maður eftir þvf, að fóstrunum og börnunum kemur mjög vel saman. Á hverju heimili búa 2—6 barna- fjölskyldur eða um 40—125 börn eru á hverju heimili. Ginnig er iæknadeild og tannlækningadeild á hverju heimili og hvað snertir tannlækningastofurnar, eru þær fyrsta flokks og með nýtízkufyrir- komulagi. Yfirleitt kom mér á- standið i Rússlandi hvað börnun- um viðvíkur að minsta kosti þannig fyrir sjónir, engin þjóð í heimin- um getur hrósað sér af því að hafa gert slíkt fyrir börnin, — hina upprennandi kynslóð —, sem hinir „grimmúðugu Bolsivíkar". Þó eru börnin þar klæðlítil og vona eg að það verði ekki álitin nein óbilgirni, þótt eg haldi því fram, að það sé siðferðisleg skylda allra landa, er voru hlutlaus í styrjöldinni að gangast fyrir klæða- söfnun til rússnesku barnanna. t viðtali, sem eg og norskur samferðamaður minn áttum í Rúss- landi við prófessor Friðþjóf Nan- sen, skýrði hann oss frá því, að Rauði krossinn hefði falið sér að rannsaka ástandið meðai barnanna f Rússlandi, ef þeim mætti verða send nokkur hjálp. Prófessornum leist svo á að neyðin væri miklu meiri, meðal barna í miðveldunum (Austurrfki- Ungverjalandi og Þýzkalandi) og áleit fyrir sitt ieyti, að nægilegt væri að senda klæðavörur og hrein- lætisvörur. Sé nú þessi frásögn, sem ekki verður rengd, athuguð undir því sjónarhorni, að nær því allur hinn »mentaði"l! heimur hefir lagst á eitt um, að svifta rússnesku þjóð* ina (bolsivíka) öllum veraldlegum gæðum, verður maður snortinn af þeirri ósérplægni og þeim mann- kærleika, sem rússneska þjóðin hefir sýnt og sýnir enn í dag, með því að veita börnunuro alt slfkt er hér er talið, en veslast nær því upp af hungri sjálf, fyrir aðgerðir bræðra sinnal í Vestur Evrópu. En nú lítur út fyrir að baróttan sé að leiða hina göfugu og vold- ugu þjóð til sigurs á öllum örð- ugleikunum, er eigingjarnir og vondir menn í Vestur Eprópu og Ameríku leggja í götu hennar. X Sérhver sina jlngvél. Bretar eru teknir að smíða eins manns fiugvéiar í stórum stil, sem eru ódýrari en bifreiðar. Hin stóra enska Avro flugvéla- smiðja er nýlega tekin að smíða geisimikinn fjölda af örlitlum flug- vélum, sem ekki hafa stærri en 35 hestafla mótor. Vélar þær sem notaðar eru í Danmörku hafa flestar 250 hestafla vél og „flugan" hér hefir 110 hestafla vél. Vegna þess hve flugvélar þessar eru ódýrar, hafa þær flogið út. Þær kosta aðeins 9000 kr. með eðlilegu verði krónunnar, eða eru ódýrari en sæmilega góðar bif- reiðar, og eru stórspekulantar í London þegar farnir að nota þær mikið, þegar þeir þurfa að fara inn í borgina á morgnana utan úr bústöðum sínum uppi í sveit. Auðvitað eru flugurnar aðeins handa einum manni, en þrátt fyrir það, hve vélin er afllítil, er mælt að hinar þrívængja flugur séu eins öruggar og frekast er unt að gera flugtæki nútfmans. Fluga sú, er Bleriot fór forðum á yfir Ermars. og varð frægur fyrir, hafði raunar ekki nema 36 hestafla vét. En Frakkar eru þegar komnir lengra, hvað viðvíkur afllitlum vél- um. Þeir hafa smíðað flugur, sem ekki hafa stærri en 16 hestafla vél, en það er lítið meira en al- geng bifhjól hafa. Reyndar mun tæpast ráðlegt að nota þessi tæki mjög mikið, að minsta kosti ekki í vindi. : yimuníscB. Khöfn, 8. ágúst. Símað frá Nome að Amundsen hafi lýst yfir því, að hann æt!i að fara af stað til norðurpólsins 6. ágúst. Búist við að haan verði S ár í förinni. [Eftir þessu er það staðfest, sem í júnímánuði kom í skeyti til Alþbl. um för Amund- sens til Pólsins]. Krlend mynt. Khöfn 8. ágúst. Sænskar krónur (100) kr. 134,75 Norskar krónur (100) — 100,50 Frankar (100) — 47i25 Pund sterling (1) — 23,67 Dollar (1) — 6,58 Þýzk mörk (100) — 14 25 Athugasemd. í „Alþýðublaðinu" á föstudag- inn var, var skýrt fiá þvf, að eg hefði verið kosinn í nefnd með tveimur öðrum mönnum „til þess að halda áfram að útbreiða" þrí- liðunar- stefnuna. í frásögn þessa hefir slæðst intt nokkur misskilningur. Það var ein- mitt skýrt tekið fram af tillögu- manni (dr. Guðm. Finnbogasyni), að nefndin væri kosin til þess, að athuga málið sem berjt, og ef henni virtist stefnan skynsamleg og vænleg til gagns hér á landi, þá að ihuga, hvað ' gera mætti. Enginn þeirra, sem fundinn sóttu, hafði kynt sér stefnuna rækilega, og því gat enginn þá þegar svar- ið henni fylgi sitt, og því síðuf heitið því að útbreiða hana. Þetta vona eg að öllum hugsandi mönn- um sé ljóst. Sami misskilningurinn, eða þó öllu verri, var í frásögn f „Morg- unblaðinu" sama dag. Mig furðaði nú ekki svo mjög að sjá það. En hitt þótti mér leiðara að „Alþýðu- blaðið", sem að öðru leyti skýrði vel frá þessu, skyldi flaska á hinu sama. Ingimar Jónsson.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.