Alþýðublaðið - 10.08.1920, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 10.08.1920, Blaðsíða 3
A L ÞiY ÐUBLAÐIÐ 3 :: :: Vanti yður bifreið, þá gjörið svo vel að hringja í síma 716 eða 880. :: :: fermir í Kaupmannahöfn um 20. ágúst til Seyðisfjarð- ar, Húsavíkur, Akureyrar, Isafjarðar, Dýrafjarðar, Patreks- fjarðar og Reykjavíkur. / • . ' ’ ■ H.f. Bimskipafélag• íslands. Húsgagnaverzlun Kristjáns Siggeirssonar, Laugaveg 13, Sími 879, er nú aftup bipg af allskonap húsgögnum, svo sem: Borðstofu og Svefnherbergis, margar gerðir, Eikarborðstofu- borð og Stólar. Stofuborð 8-köntuð, pól. Hnottré. Hornborð kringlótt, Anretterborð. Eikarskrifborð með skápum. Skrifborð 3ja og s skúffu, pól. hnottré. Önnur borð smærri, tir furu. Borðbtinaðarskápar sérstakir, Birkistólar margar teg. frá 12 kr. Barnastólar. Rtimstæði (tré), Búmstæði með vírbotni (Feltsenge). J&rnrúm margar teg. Pianobekkir og Orgelstólar. Blómstnr- stativ. Fatahengi (Stumtjenere). Handklæðahengi. Stólsetnr. Spegla innrammaða. Portiorstengur með húnum og hringjum. Porterastengur látúns, o. m. fl, Þátttaka verkalýðsins í stjórn fyrirtækjanna. í samningum þeim, sem gerðir vOru um páskaleitið, milli verka- lýðsins og atvinnurekenda í Dan- mörku, var ákveðið að samningar skyldu fram fara milli aðalfélag- arma; viðvíkjandi þátttöku verka- lýðsins í stjórn atvinnufyrirtækj- anna. í dönskum jafnaðarmannablöð- um er sagt frá því, að samningar um þetta mikilvæga atriði hefjist ^4- ágúst, milli aðalstjórnar verk- ^ýðsins annarsvegar og aðalstjórn- ar atvinnurekandanna hinsvegar. Samningunum á að vera lokið fyrir ársiok. Frá sendih. Dana. Uib dagiQn oj vegíi. Elugau fór áleiðis til Þingvalla í gær, eins og sagt var hér í blað- inu, en komst ekki nema lítið eitt hér austureftir vegna þess, hve skýin voru lágt. Hefðu þeir orðið að fljúga í 1500 feta hæð, til þess að verða undir þeirn, en þótti of lágt. Hinsvegar var óálitlegt að fara upp í skýin vegna þess að áttavitinn var bilaður frá því í Vestroannaeyjaförinni. Grnllfoss fór í gærkvöldi. Með- al farþega Sigurjón Pétursson og kona hans, Lárus Jóhannesson cmd. jur. og Anna systir hans, Sveinn Björnsson hæstaréttarmála- færzlumaður, Eggert Claesen hæsta- réttarmálafærzlumaður, Árni Riis og kona hans, Sig. Sigurðsson hamkværadarstjóri og m. fl. tii ótlanda. Einnig fóru margir tii Vestmannaeyja, auk knattspyrnu- Oáannanna. Dóra og Haraldnr Sigurðsson ^alda hljómleika í kvöld í Nýa Bio. Kirkjnsöngsbók er nú að koma ^ markaðinn. Hefir Guðm. Gam- ahelsson gefið hana út en Sigfús binarsson búið undir prentun og lesið prófarkirnar. Bókin er prent- uð í Þýzkalandi og kostar x6 og 20 kr. eftir gæðum bandsins. Ekki einn eyri má nú flytja úr landi án leyfis viðskiftanefndar. Hvað á þetta lengi að ganga? Nýr togari. í nótt kom frá Englandi nýr togari er heitir Kári Sölmundarson. Hann er eign h.f. Kári og er ekki óásjálegri en hin- ir nýju togararnir. Skipstjóri er Aðalsteinn Pálsson. Maí kom í gær af fiskiveiðum með dágóðan afla; hafði fiskað hér úti í Flóanum undanfarna daga. Muninn, skonnorta, kom norð- an frá Hjalteyri í gær. Botnia kom í gær frá Kaup- mannahöfn. Meðal farþega: Bogi Ólafsson, Björn Guðmundsson stud. Fataefni, svört, grá og blá. Góð og; ódýr. Fata- og frakkaefni tekin til að sauma. Saumastofan Lgv. 32 EL polyt.. og ameríkenskur félagi hans komu frá Ameríku o. nokkrir fl. Veikindi. Sighvatur Bjarnason bankastjóri hefir sökum vanheiisu fengið sex mánaða frí frá banka- starfinu. Fór hann utan sér til heilsubótar á „íslandi" síðast. A& sögn er Tofte bankastjóri heilsu- tæpur líka. Haukur, skonnorta, fór til Siglu- fjarðar f gær.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.