Morgunblaðið - 13.10.1973, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.10.1973, Blaðsíða 14
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 1973 14 Þrír látnir alþingismenn Á setningarfundi Alþingis s.l. miðvikudag minntist Hannibal Valdi- marsson, aldursforseti Alþingis, þriggja fyrrverandi alþingismanna, sem látist hafa frá lokum síðasta þings. Þeir eru Jónas Guðmundsson, fyrrverandi skrifstofustjóri, sem andaðist 4. júlí, 75 ára að aldri; Björn Kristjánsson, fyrrverandi kaupfélagsstjóri, sem andaðist 10. júlí, 93 ára að aldri; og Kristinn E. Andrésson rithöfundur, sem andaðist 20. ágúst, 72 ára að aldri. Hér á síðunni birtast minningarorð Hannibals Valdi- bændaskólann á Hvanneyri þa5 sem eftir var vetrar. HaustiS 1921 varð hann kennari við barna- skólann á Norðfirði og gegndi því starfi fram á árið 1933. Jafnframt var hann kennari við unglinga- skólann á Norðfirði 1923—1933. Hann var síðan framkvæmda- stóri Fóðurmjölsverksmiðju Norðfjarðar 1932—1937 og Tog- arafélags Neskaupstaðar 1935— 1938. Á árinu 1937 fluttist hann til Reykjavíkur og var fram- kvæmdastjóri Alþýðuflokksins 1938— 1939. Eftirlitsmaður sveitarstjórnarmálefna var hann 1939— 1953 og skrifstofustjóri í félagsmálaráðuneytinu 1946— 1953. Hann var framkvæmda- stjóri Sambands íslenzkra sveitar- félaga 1945—1967 og forstjóri marssonar um þessa þrjá látnu alþingismenn. Jónas Guðmundsson Jónas Guðmundsson var fæddur 11. júní 1898 á Skála- nesgrund í Seyðisfjarðarhreppi. Foreldrar hans voru Guðmundur bóndi og útgerðarmaður í Brimneshjáleigu við Seyðisfjörð Jónassonar bónda í Selási í Víði- dal í Húnavatnssýslu Guðmunds- sonar og kona hans, Valgerður Hannesdóttir sjómanns á Hofsósi Gottskálkssonar. Hann stundaði nám í unglingaskóla á Seyðisfirði veturinn 1915—1916 og i kennaraskólanum 1918—1920, lauk kennaraprófi vorið 1920. Næsta vetur stundaði hann nám í kennaraháskólanum í Kaup- mannahöfn fram að áramótum, en var kennari i forföllum við Bjargráðasjóðs Islands 1952— 1967. Auk aðalstarfa þeirra, sem hér hafa verið rakin, voru Jónasi Guðmundssyni falin fjöldamörg trúnaðarstörf á ýmsum sviðum, og verður nokkurra þeirra getið hér. Hann var oddviti hrepps- nefndar Neshrepps í Norðfirði 1925—1928 og sat í bæjarstjórn Neskaupstaðar 1929—1937. Landskjörinn alþingismaður var hann á árunum 1934—1937, sat á 4 þingum alls. Hann átti sæti í landsbankanefnd 1934—1938 og i bankaráði Landsbankans 1938— 1946. A árunum 1934—1935 átti hann áti í milliþinganefnd um alþýðutryggingar og framfærslu- mál; og síðar var hann í mörgum stjórnskipuðum nefndum til að rannsaka og undirbúa löggjöf um margvisleg efni á sviði félags- mála. Hann var I stjórn Sölusam- bands islenzkra fiskframleiðenda 1939—1943. Formaður Sambands íslenzkra sveitarféiaga var hann 1945—1967, f stjórn Bjargráða- sjóðs Islands 1946—1967 og i stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga 1966—1970. Fulltrúi ríkisstjórnar llsnds á þingum Alþjóðavinnu- málastofnunarinnar var hann 1947—1952. Hann var stofandi áfengisvarnafélagsins Bláabands- ins 1955 og formaður þess fram á árið 1973. Jafnfram var hann for- maður stjórnar Vistheimilisins í Víðinesi 1963—1973. Jónas Guðmundsson lét jafnan mikið að sér kveða á vettvangi starfa sinna og áhugamála. Störf að sveitarstjórnarm. hóf hann á Norðfirði og var þá meðal annars einn frumkvöðlanna í baráttu fyrir kaupstaðarréttindum til handa sveitarfélagi sínu. Síðar kom það í hans hlut að vinna áratugum saman mikið og árangursrikt starf í þágu sveitar- félaga landsins alls, bæði sem starfsmaður ríkisins og forustu- maður i samtökum þeirra sjálfra. Hálfsextugur að aldri lét hann af starfi skrifstofustjóra í félags- málaráðuneytinu að eigin ósk til að geta sinnt ýmsum öðrum hugðarmálum sinum jafnframt þátttöku og forustu í samtökum sveitarfélaga. Hann átti giftu- drjúgan þátt í baráttu gegn áfengisbölinu með forgöngu sinni um stofnun AA-samtakanna og Bláa bandsins og rekstur dvalar- heimila fyrir drykkjusjúklinga. Hann var afkastamaður við rit- störf, var ritstjóri nokkurra blaða og tímarita og samdi bækur, tima- rits- og blaðagreinar um stjórn- mál, dulspeki, áfengismál og málefni sveitarféiaga. Hann var harðskeyttur baráttumaður fyrir hugðarmálum sínum, hugsjóna- og framkvæmdamaður i senn. Björn Kristjánsson Björn Kristjánsson var fæddur 22. febrúar 1880 á Víkingavatni í Kelduhverfi. Foreldrar hans voru Kristján bóndi þar Kristjánsson bónda í Ærlækjarseli í Öxarfirði og síðar á Víkingavatni Ama- sonar og kona hans, Jónína Aðal björg Þórarinsdóttir bónda á Víkingavatni í Björnssonar. Hann naut tilsagnar hjá alþýðufræðaranum Guðmundi Hjaltasyni nokkrar vikur í senn veturna 1890—1894, fékk tilsögn í ensku hjá Benedikt Kristjánssyni prófasti í Múla um nokkurra vikna skeið veturinn 1898—1899 og sótti eins mánaðar samvinnu- námskeið á Akureyri 1916. Að þessu frátöldu var skólaganga hans engin. Hann var bóndi á Víkingavatni 1908—1916 og kaupfélagsstjóri á Kópaskeri 1916 —1946. Veturna 1904—1905 og 1905—1906 ferð aðist hann tvívegis um mestallt landið sem aðstoðar- og eftirlits- maður með útrýmingu fjárkláða. Hann var símstjóri og jafnframt bréfahirðingamaður og síðarpóst- afgreiðslumaður á Kópaskeri á árunum 1922—1957. Alþingis- maður Norður-Þingeyinga var hann 1931—1934 og 1945—1949, sat á 9 þingum alls. Hann átti sæti i stjórn Sambands íslenzkra sam- vinnufélaga 1937—1959 og í sildarútvegsnefnd 1941—1961. Björn Kristjánsson ólst upp á fjölmennu sveitaheimili við menningarbrag og mikil umsvif og aflaði sér staðgóðrar menntun- ar af sjálfsdáðum auk þess stopula náms, sem áður er getið. Ferðir hans hálfþrítugs um nær allt land urðu honum drjúgar til fróðleiks um land og lýð. Hann var einn af stofnendum og stjórn- endum ungmennafélags i sinni sveit. Um skeið var hann bóndi og undi því starfi vel. En hann var jafnframt áhugasamur stuðnings- maður samvinnuhreyfingarinnar og deildarstjóri í Keldunesdeild kaupfélagsins. Hálffertugum var honum falin forstaða Kaupfélags Norður-Þingeyinga, og naut það farsællar stjórnar hans um þriggja áratuga skeið. Hann sótt- ist ekki eftir vegtyllum, en aflaði sér með störfum sínum og fram- komu trausts og vinsælda þeirra, sem við hann áttu skipti. Störf sin á Alþingi sem annars staðar vann hann með hógværð og festu. Eftir farsælan starfsdag átti hann langt og friðsælt ævikvöld. Kristinn E. Andrésson Kristinn E. Andrésson var fæddur 12. júní 1901 á Helgustöð- um við Reyðarfjörð. Foreldrar hans voru Andrés bóndi þar Run- ólfsson skálda Runólfssonar ög fyrir kona hans, María Nfelsdótt- ir Becks bónda á Innstekk Kristjánssonar. Hann stundaði nám í Flensborgarskóla í Hafnar- firði 1918—1920 og lauk stúdents- prófi utanskóla frá Menntaskól- anum i Reykjavík 1922. Meistara- prófi í íslenzkum fræðum frá Há- skóla Islands lauk hann 1928. Á árunum 1929—1931 var hann við framhaldsnám í þýzkum bók- menntum í Kiel, Berlin og Leipzig. Hann var kennari við al- þýðuskólann á Hvítárbakka 1927—1929 og kenndi einnig um skeið við Kvennakólann og Iðn- skólann í Reykjavík. Bókavörður i Landsbókasafni var hann 1931—1932. Arið 1934 gerðist hann frumkvöðull og forstöðu- maður bókaútgáfunnar Heims- kringlu, og 1937 var hann for- göngumaður um stofnun bók- menntafélagsins Máls og menn- ingar. Var hann stjórnarformaður og lengst aí framkvæmdastjóri þessara tveggja útgáfufélaga fram á árið 1971. Hann var rit- stjóri Rauðra penna 1935—1939, Tfmarits Máls og menningar 1940—1970 og Þjóðviljans 1946—1947. Landskjörinn alþing- ismaður var hann á árunum 1942—1946 og sat auk þess á Al- þingi sem varamaður síðla árs 1950, átti sæti á 5 þingum alls. I menntamálaráði var hann 1942— 1946, í Alþingissögunefnd 1943— 1956, í bankaráði Búnaðar- bankans 1945—1949 og i islensk- dönsku samninganefndinni 1945—1946. Kristinn E. Andrésson lagði stund á bókmenntir i háskóla- námi sínu heima og erlendis, og að námi loknu hóf hann afskipti af þjóðmálum sem byltingarsinn- aður sósialisti. Hann var hvatn- ingar- og stuðningsmaður rót- tækra rithöfunda, vann að stofn- un félags þeirra og kom verkum þeirra á framfæri með frumkvæði sínu um útgáfustarfsemi. Hann var bjartsýnn og stórhuga á því sviði og stýrði um langt skeið um- fangsmikilli bókaútgáfu. Hæglát- ur var hann í dagfari, en laginn málafylgjumaður og þrautseigur baráttumaður. Hann var afkasta- mikill rithöfundur um stjórnmál, bókmenntir og önnur menningar- mál. Löngum stóð styrr um ýmis störf hans á sviði þjóðmála og bókmennta. En hann var hugsjón- um sinum trúr, stefnufastur elju- maður til æviloka. Ég vil biðja þingheim að minn- ast hinna látnu fyrrverandi al- þingismanna, Jónasar Guðmunds- sonar, Björns Kristjánssonar og Kristins E. Andréssonar, með þvf að rfsa úr sætum. Pingvikan SL. MIÐVIKUDAG var Alþingi Islendinga sett. Morgunblaðið mun i vetur, eins og venja er til, helga þinginu ákveðnar síður í blaðinu. Yfirleitt hefur málum verið þannig háttað á undanförn- um vetrum, að ekki hefur verið unnt að gera fréttum frá Alþingi þau skil i blaðinu, sem æskilegt hefði verið. Er það vegna þrengsla, sem oft á tíðum hafa leitt til þess, að fréttir af þingmál- um hafa verið orðnar gamlar, þegar unnt reyndist að birta þær í blaðinu. Nú hefur, eins og mönn- um er kunnugt. verið tekin upp ný tækni við prentun Morgun- blaðsins, þar sem það er nú offset- prentað, og er gert ráð fyrir, að Morgunblaðið muni stækka all- verulega innan tíðar, en slík stækkun reynist möguleg vegna hinnar nýju prentunartækni. Er því líklegt, að unnt reynist að verja meira rúmi f blaðinu f vetur en verið hefur undanfarin ár til að tfunda það, sem gerist á AI- þingi. Undirritaður hefur verið ráð- inn hjá Morgunblaðinu í vetur til að skrifa fréttír frá Alþingi. Ætlun mín er að gera tilraun til að skrifa í þennan dálk, „þingvik- an“, einhverjar hugleiðingar um það helzta, sem gerzt hefur í störf- um Alþingis f hverri viku. Er ætlunin, að þessi pistill birtist hér á þingsíðunni á laugardögum. Vona ég að lesendur hafi gaman o.g e.t.v. eitthvert gagn af. Lióst er, nú í byrjun þings, að þingið í vetur kemur til með að fást við ýmis þýðingarmikil mál. Þannig mun t. d. landhelgismálið koma til kasta þingsins, og hafa sjálfstæðismenn boðað, að þeir muni á þinginu leita stuðnings um tillögu sína um 200 mílna fisk- veiðilögsögu fyrir árslok 1974. Verður fróðlegt að sjá, hverjar undirtektir sá málabúnaður fær hjá talsmönnum rfkisstjórnar- flokkanna. Allir flokkar hafa að vísu lýst sig fylgjandi meginhug- myndinni um 200 mílur, en svo virðist sem það fari allmikið i taugarnar á forystumönnum stjórnarflokkanna, að sjálfstæðis- menn skyldu verða fyrstir til að átta sig á þvi, hversu slík stefnu- mörkun er sjálfsögð nú af hálfu Islendinga. Er óskandi, að slík sjónarmið verði ekki ráðandi hjá þeim, þegar málið kemur fyrir þingið. Þá er einnig ljóst, að vamar- málin munu koma til kasta þings- ins f vetur. Utanríkisráðherra hefur lýst yfir því, að ákvörðunin um, hvort bandaríska varnarliðið AIÞinGI fari eða veri, muni verða borin undir Alþingi. A bessu stigi máls- ins er engin leið að segja til um, með hvaða hætti varnarmálin verða lögð fyrir þingið. Búast má við, að utanríkisráðherra reyni að fara einhvern milliveg i málinu, Framhald á bls. 18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.