Morgunblaðið - 18.10.1973, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.10.1973, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 1973 m r HÍLA LFIOA X l lA itr 220-22- RAUÐARÁRSTÍG 31 BÍLALEIGA CAR RENTAL 21190 21188 Itel 14444 • 255551 mmimá iBlLALEIGAcAR^RENml Æ BÍLALEIGAN felEYSIR CAR RENTAL W24460 í HVERJUM BÍL PIOIMÐEJR ÚTVARP OG STEREO KASETTUTÆKI BlLALEIGA JÓNASAR & KARL& Ármúla 28 — Simi 81315 SKODA EYÐIR MINNA. Shodo LCIOAH AUÐBREKKU 44-46, SIMI 42600. FERÐABILAR HF. Bilaleiga. - Sími 81260. Fimm manna Citroen G.S. stat- ion. Fimm manna Citroen G.S. 8 — 22 manna Mercedes Benz hópferðabílar (m. bílstjórum). Til leigu í lengri og skemmri ferðir 8—50 far- þega bílar. KJARTAN INGIMARSSON, sími 86155 og 32716. Árátta einangr- aðrar þjóðar I Ægi, riti Fiskifélags Is- lands, sem út kom 1. sept. s.l., birtist ritstjórnargrein, þar sem eftirfarandi getur að Ifta: „Það hefur löngum verið nokkurt áhyggjuefni, hvað við lifum hér einangraðir f hugsun og skoðunum og það sýnist stundum svo, að við viljum gjarnan gera það. Það er óneit- anlega þægiiegt að mynda sér skoðanir f samræmi við óskir sfnar, lifa sfðan alfarið f þeim og forðast eins og heitan eldinn að kynna sér aðrar þær skoðan- ir sem gætu vaidið vangavelt- um og truflun f hugsanagangi sjálfs sfn. Þessi árátta ein- angraðrar þjóðar hefur valdið okkur miklu tjóni f rökræðum við erlenda menn um réttmæt- an málstað okkar f ýmsum efn- um og ekki nú sfzt f fiskveiði- deilunni. Margir málflytjendur okkar koma lfkt og af fjöllum ofan, þegar tii rökræðna kem- ur. Það er þó kannski ekki verst að þá vantar marga yfirsýn og sögulega þekkingu á okkar eig- in fiskveiðisögu, og á ég þarna þá við stjórnmálamenn, sem við höfum valið tii málsvamar, heldur og vantar þá alla yfirsýn um almenna fiskveiðisögu heimssins. Það er rétt að endur- taka það að hér er um stjórn- málamennina að ræða, en ekki sérfræðinga okkar, og þetta einnig við um almenning. Isienzkur almenningur lifir f svo einangruðum skoðunum á fiskveiðivandamálum almennt að furðu sætir. Stundum finnst manni að fólk haldi, að hvergi séu stundaðar fiskveiðar nema á tslandi og ekki annars staðar en áNorður-Atlantshafi.“ Aðferð lýðræðisins Undir þessi orð ber að taka. Það er brýn nauðsyn fyrir okk- ur tslendinga að afla okkur sem bestrar þekkingar á mál- stað andstæðinga okkar til þess að okkur reynist unnt að mæta þeim f umræðum og kveða þá f kútinn. Þetta á auðvitað fyrst og fremst við um stjórnmála- mennina, sem alltaf geta kom- ist f þá aðstöðu að þurfa að túlka málstað okkar opinber- Iega á erlendum vettvangi. En þetta á engu að sfður einnig við allan almenning, eiida geta all- ir, hvort sem þeir eru stjórn- málamenn eða ekki þurft að mæia fyrir okkar munn gagn- vart erlendum aðilum, og þá er ekki gott að hafa lokað sig inn f skei eigin sjónarmiða. En þótt sýna megi þannig fram á raun- hæfa nauðsyn á, að tslendingar afli sér sem bestar þekkingar á öilum hliðum landhelgismáls- ins, hlýtur samt aðalatriði málsins að vera, að við sem lýðræðisþjóð beitum ekki þeirri aðferð við skoðanamynd- un okkar, að loka úti önnur sjónarmið en þau, sem við fyr- irfram erum sannfærð um að eru rétt. Slfkar aðferðir eru notaðar í einræðisrfkjum kommúnism- ans og okkur engan veginn sæmandi. Styrkur okkar f þessu máli sem öðrum hlýtur að byggjast á, að máistaður okkar sé settur fram af fullkomnu viti. spurt og svarad Lesendaþjónusta MORGUNBLAÐSINS MALARNAM 1 SEYÐISHÖLUM Rannveig Þorsteinsdóttir Spyr: Ur Seyðishólum í Grímsnesi er tekin rauðamöl til ýmissa nota. Er ekki hægt að stemma stigu við þessu, svo að ekki fari eins fyrir þessum hólum og Rauðhólum? Ami Reynisson, fram- kvæmdastjóri Náttúruverndar- ráðs, svarar: Seyðishólar hafa að geyma gott efni til ýmissa nota. Jarð- fræðingar telja þá hins vegar ekki til merkra náttúruminja, og væri því fyrst og fremst um að ræða landslagsvernd. Þessi staðreynd hefur að sjálfsögðu áhrif á gildi hólanna frá sjónar- miði náttúruverndar. Það færi þvf mjög eftir því, hvort bóta- kröfur yrðu gerðar, og hve háar, ef vernda ætti hluta Seyðishóla. Æskilegt væri þó, að a.m.k. gígurinn sunnan í hólnum fái að standa óhreyfð- ur. UM TJÖRNINA Jytte Ostrup, Sólvallagötu 22, spyr: 1. Birgir Isl. Gunnarsson sagði í viðtali við Mbl. á dögun- um, að vemda ætti umhverfi Tjarnarinnar. En er ekki jafn- mikil ástæða til að vernda Tjörnina sjálfa frá mengun? 2. Er ekki hægt að koma upp kaffistofu, t.d. í Iðnó eða ein- hvers staðar annars staðar, til þess að menn geti notið útsýnis- insyfir Tjörnina? 3. Er ekki hægt að hafa betri aðstæður fyrir skautafólk á Tjörninni á veturna? Birgir Isl. Gunnarsson, borgarstjóri, svarar: 1. Ég er fyrirspyrjanda sam- mála um það, að nauðsynlegt sé að vernda Tjörnina frá mengun. I því sambandi er þess að geta, að það hefur komið fyrir í stórstreymi, að sjór, mengaður skolpi, hafi borizt inn i Tjörnina um frárennslis- op það, sem er við hornið hjá gamla Búnaðarfélagshúsinu. Sérstakur plankaútbúnaður er í frárennslisopinu og hefur ákveðinn starfsmaður það með höndum að fylgjast með þess- um útbúnaði. Viðkomandi starfsmaður hefur i höndum flóðtöflur og bætir í plönkum og tekur úr eftir þörfum, því að vatnsborð f Tjörninni má heldur ekki vera of hátt. Stund- um hefur það komið fyrir, að unnin hafi verið skemmdar- verk á þessum útbúnaði, þótt læstur sé, þannig að efsti plank- inn hef ur f allið burt og því ekki getað gegnt hlutverki sínu. Gatnamálastjóra borgarinnar hefur nú verið falið að hanna sjálfvirkan útbúnað og gera umbætur á frárennslisopinu, þannig að bakrennsli i háflæði geti ekki komið fyrir. Þá hefur gatnamálastjóra og verið falið að gera kostnaðaráætlun um dýpkun Tjamarinnar, en hún er nú vfða svo grunn, að það horfir til óþrifnaðar. Þá er hreinsun botnsins og á dagskrá. Nauðsyn ber til að gera allt sem unnt er til að varðveita Tjörnina sjálfa, ekki síður en umhverfi hennar. 2. Aðstaða er til kaffiveitinga bæði í Tjamarbúð og í Iðnó og það verður að vera mat forráða- manna þessara staða, sem ræður þvl, hvort grundvöllur er fyrir slíkum rekstri. Borgin sjálf mun líklega ekki taka að sér slíkan rekstur. 3. Aðstaða til skautaiðkana á Tjörninni fer mjög eftir tíðar- farinu. I vetur verður Tjörnin upplýst og skó- og fatageymsla verður í húsinu nr. 11 við Tjarnargötu svo og snyrtiher- bergi. Þá verður reynt að sprauta ísinn og skafa af hon- um snjó eftir þvf sem aðstæður leyfa. UIE1 Elton John — og hið Ijúfa líf Enn á ný hefur Elton John glatt hjörtu poppgagnrýnend- anna með góðri stórri plötu, enn á ný rokseljast plötur Eltons í verzlunum og enn á nú er hann á leið upp vinsældalist- ann yfir litlar plötur með lagið „Goodbye Yellow Brick Road“. Islendingum virðist falla lagið vel í geð, eins og fyrri lög hans, og við höldum upp á nýju plöt- una með því að segja lítillega frá hinu ljúfa lífi Eltons vestur í Bandarikjum NorðurAme- ríku. Vart finnast vinsælli lista- menn í Hollywood I augnablik- inu en Elton John. Allir tala um hann og allir reyna að kom- ast í partýin hjá honum. Það þarf enga venjulega stjörnu til að draga Steve McQueen og Ali McGrawút úr húsi sínu á hljóm- leika, en þau létu ekkert aftra sér að fara á hljómleika hjá Elton i Hollywood og skemmtu sér guðdómlega, eins og allir hinir. Hljómleikamir voru ein- hverjir stórkostlegustu hljóm- leikar í sögu Hollywood og nam kostnaðurinn við þá um fimm milljónum ísl. króna. Að þeim loknum efndi Elton til sam- kvæmis fyrir vini sína á nýjum skemmtistað, sem Roxy nefnist. Meðal gesta voru leikkonan Britt Ekland og vinur hennar Lou Adler, sem voru meðal far- þega í vélinni, sem tafðist á Keflavíkurflugvelli forðum vegna sprengjuleitar; blökku- söngkonan Martha Reewes, sem eitt sinn söng með Vandellas- píunum; hjónin Carly Simon og James Taylor, Dusty Spring- field, Bruce Johnston, fyrrum liðsmaður Beach Boys; skáldið og söngvarinn Rod McKuen og Carole King. Samkvæmið þótti lukkast vel og kínverski matur- inn þótti bragðast ve. Rod McKuen sofnaði í baksæti ein- hverrar drossíunnar utan dyra og fannst ekki fyrr en næsta morgun! Elton valdi sér ekki gististað af ódýrari endanum: Hann leigði sérstakt hús á lóð eins flnasta hótelsins og var leigan um 30 þús. ísl. krónur á dag! — Hann var mjög gjafmildur I ferðinni, færði öllum aðstoðar- mönnum og konum úr að gjöf og einkaritara umboðsmanns síns gaf hann demantshjarta til skarts. (Við lok fyrri hljóm- leikaferðar um Bandaríkin hafði hann gefið umboðsmann- inum Rolls Royce-bíl!) Elton notaði til ferða sinna einkaþotu þá, sem Led Zeppel- in notuðu á sínum tíma — vel útbúið leikfang, skreytt gulln- um stöfum á dimmrauðu þaki: „Hljómleikaferð Elton John 1973“. Blaðakona, sem fékk að sitja í frá Los Angeles til út- Umræddur Elton. borgar San Francisco, sagði svo frá, að aðra leiðina hefði sú alræmda kynlífsmynd „Deep Throat“ verið sýnd I vélinqi (mamma Eltons hefði aðeins horft á með öðru auganu!), en hina leiðina hefði sjónvarps- þátturinn góðkunni „James Paul McCartney" verið sýndur. Elton hefur lýst mikilli ánægju með hljómleikaferðina og verið í essinu slnu allan tím- ann. Honum segist svo frá um eina hljómleikana: „I Kansas City var ég svo æstur, að ég stökk niður af nær fjögurra metra háu sviði í áhorfendahópinn og komst svo , ekki upp aftur.... Ég varð að hlaupa aftur fyrir!" y

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.